Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 31

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 31
LISTAP KVIKMYNDIR Úr undirheim- um Los Angeles Stjörnubíó: Out of Bounds (Á ystu nöf)- ★★ Bandarísk. Ar- gerð 1986. Framleidendur: Charles Fries/Mike Rosenfeld. Leikstjórn: Richard Tuggle. Han- drit: Tony Kayden. Adal- hluluerk: Anthony Michael Hall, Jenny Wright, Jeff Kober, Glyn Turman, Kevin McCorkle o.fl. Sveitapilturinn Daryl kemur í fyrsta sinn til Los Angeles-borgar og hyggist setjast þar að hjá eldri bróður sínum og mágkonu. í flug- höfninni taka þeir bræður í mis- gripum ranga tösku, sem síðar reynist innihalda ein tíu kíló af her- óíni. t’egar Daryl uppgötvar mis- tökin rýkur hann að sjálfsögðu af stað til að færa bróður sínum tíð- indin, en finnur hann myrtan í íbúð sinni ásamt eiginkonunni. Granninn kemur óvænt í heim- sókn og tekur Daryl fyrir morð- ingjann. Sá leggur hins vegar í örvinglun sinni á flótta og upphefst þar með eltingaleikur einn mikill, sem varir út nær alla myndina, þar sem skúrkarnir „réttmætir" eig- endur heróínsins á víxl við lögregl- una skiptast á um að veita veslings Daryl hverja skráveifuna á fætur annari. Tæknilega er myndin í sjálfu sér ekki svo illa gerð. Mörg spennu- atriðanna eru unnin af kostgæfni og natni og hið, fyrir oss mörlenska vægast sagt mjög svo exótíska um- hverfi myndarinnar: stórborgar- öngstrætin, bakgarðarnir, underground-knæpurnar, dreggjar New Wave-kynslóðarinnar, með þá afbragðsgóðu listamenn Siouxie and the Banshees í broddi fylking- ar... allt er þetta býsna trúverðugt og heillandi í framandleik sínum, og þjónar þvi ágætlega sem bak- grunnur að þroskasögu aflóga sveitapilts, takandi sín fyrstu og óheillvænlega reikulu spor ,,á mölinni." Engu að síður er handritsgerð- in, líkt og svo oft áður í síðari tíma amerískri kvikmyndagerð svo botnlaus í rangtúlkunum sínum á þessu umhverfi, að heildarsvipur myndarinnar hengist því óhjá- kvæmilega á klafa meðalmennsk- unnar. Enn um stund líður Hollywood s.s. fyrir hið afkáralega ,,booloppahoola“-mentalítet, sem illu heilli hefur tröllriðið þarlend- um skemmtanaiðnaði allan níunda áratuginn. Ef menn aðeins hefðu rænu á að sameina þá ótvírætt af- burðagóðu verkkunnáttu, sem fyr- ir hendi er í greininni, með sem samsvarar fjórðaparti fingurbjarg- ar af heilbrigðri skynsemi við val handrita til kvikmyndunar, þyrfti þessi háborg iðngreinarinnar þar vestra tæpast að örvænta svo um sinn hag, sem hún óneitanlega ger- ir í dag. Hálftragi- kómískur stór borgarlöggu- þriller Bíóhöllin: Running Scared (Létt- lyndar löggur). ★★ Bandarísk. Árgerd 1986. Framleiðendur: David Foster/Lawrence Turman. Leikstjórn: Peter Hyams. handrit: Gary Devore/Jimmy Huston. Adalhlutverk: Gregory Hines, Billy Crystal, Steve Baner, Darlane Fluegel, Joe Pantoliano, Dan Hedaya o.fl. Ray Hughes og Danny Costanzo eru tveir kumpánar í harðskeyttu iögregluliði Chicago-borgar. Þeir eiga líkt og aðrir stéttarbræður þeirra í stöðugum útistöðum við ýmsa af hinum miður samvinnu- þýðari þegnum þjóðfélagsins, og þykjast hafa gert skyldu sínar og gott betur í þjónustu bæjarfélags- ins, þegar Danny hlotnast einn góðviðrisdaginn óvæntur arfur uppá 40.000 dollara, sem þeir fé- lagar hyggjast síðan nota til stofn- setningar eigin veitingareksturs suður í henni Flórídu. Fyrst vilja þeir þó skila höfuðskúrknum Conzales rétta boðleið á bak við lása og slár réttarfarskerfisins, þannig að þeir megi um síðir hverfa frá störfum með sæmd. Eins og best sést af framan- greindu er hér eina ferðina enn um að ræða nýja útgáfu af þessum hálftragi-kómísku stórborgar- löggu-þrillerum, hvar söguhetj- urnar býsnast í sifellu yfir, að ekki skuli sjást fyrir endann á óknytta- verkum misyndismannanna, blás- andi í eldlínunni út spakmæli á borð við að starf þeirra sé líkt og sorphreinsunarmannanna: van- þakklátt, og að enginn virði þá eftir Ólaf Angantýssoi viðlits fyrr en þeir leggi niður störf og skíturinn bara hleðst upp. Það sem er þó eftirtektarverðast við þessar myndir, og sem jafnframt er hvað mestur ljóður á amerískri kvikmyndahefð eins og hún kem- ur okkur fyrir sjónir í dag, er hversu fáar þessar mynda hafa rænu á að velta fyrir sér raun- verulegum orsökum ósómans. . . þ.e. afhverju eru þessir menn i sí- fellu að bera út skít? Menn eru s.s. svo uppteknir af því að býsnast yfir flísinni í auga réttarfarskerfisins, að þeir vaða ráðþrota um í blindni, sökum bjálkans í sínu eigin. Amerísk kvikmyndahefð getur því hvorki, né vill bjóða uppá haldbetri lausn á framangreindum vanda og það af þeirri einföldu ástæðu, að hún er í raun sjálf sokkin uppyfir haus i ósómann. Aukin glæpatíðni sprettur ekki uppaf sjálfri sér. Fyrir henni hljóta ætíð að liggja ákveðn- ar þjóðfélagslegar forsendur. Veil- an í greiningu þessara kvikmynda, á þeim aðstæðum er þær burðast við að lýsa, er því vanmáttur þeirra til að sjá hlutina í réttu fé- lagslegu orsakasamhengi. Þær líta aukna glæpatiðni úti i þjóðfélag- inu af sama vanmætti og lækna- visindin hverfulleik AIDS-plág- unnar, og slá því í sífellu vindhögg að rótum meinsins. Fæstum kem- ur til hugar að orsakirnar gætu í reynd mögulega legið í þeim lifs- stíl, sem vér vesturlandaþúar höf- um að bandarískri fyrirmynd tii- einkað okkur á liðnum áratug- um... lífsfílósófíu frjálshyggjunn- ar, innsta eðli sjálfrar einstaklings- hyggjunnar. VERK Sverris Ólafssonar mynd- höggvara á Korpúlfsstööum eyði- lögðust öll í hitavatnsskaða fyrir fá- um dögum — og fór þar um það bil ársverk listamannsins. Eins og fram hefur komið í fréttum skemmdust einnig nokkur verk eftir aðra lista- menn á staðnum, en Myndhöggv- arafélagid hefur þarna vinnuað- stöðu og geymslupláss. Ekkert þess- ara verka var tryggt og er því ljóst að fjárhagstjón listamannanna er mikið — og þó Sverris sýnu mest, fyrir utan tilfinningalegan skaða. 1 vikunni hafa lögfræðingar verið að meta hvort Sverrir og aðrir lista- menn sem misstu verk í skaðanum geta krafist bóta frá borginni sem leigir þeim aðstöðuna á Korpúlfs- stöðum. Það þykir ekki ósennilegt þar eð það var bráðabirgðatenging í hitavatnskerfinu sem gaf sig, lof- orð um lagfæringar hafði verið gef- ið. Þessi atburður hefur hinsvegar leitt huga myndlistarmanna að tryggingarmálum á vinnustofum sínum almennt, en þau ku vera als- kyns. ari skilgreiningum á sér sem dægur- lagatextasmiði. „Titlarnir eru Lóa Lóa, eða Fríða Fríða... Það þarf ekki að segja meira." Hvernig fannst honum níu ára hvíldin? „Þetta var voða notalegt. Maður getur ekki alltaf verið að. Það er ágætt að hvíla plötumarkaðinn." Gafstu út of mikið hérna í eina tíð? „Nja... nei. Ég hef aldrei gefið út of mikið af plötum." Þú kvaðst einu sinni vera hættur? ,,Ég var þá bara hættur í bili." Og svo tölum við um það hvort myndlistarnámið hafi haft áhrif á tónlistarmanninn, en Megas sækir MHÍ þessi árin. Hann segir aftur að hann kunni ekki að skilgreina sig, gefi öðrum það eftir, mönnum sem hafi gaman af að setja hluti í bása í fjósum „en ég tek ekki ábyrgð á þeim, ekki minnstu..." Hann segist fíla rokkið alltaf eins: „Blessaður vertu, þetta er mitt móð- urmál. Eitthvað hugljúfari? Jújú, meiriháttar hugljúfur, en samur í innsta eðli. Ég er alltaf að skemmta sjálfum mér.“ ÞRÁINN Karlsson á þrjátíu ára leikafmæli um þessar mundir. Af því tilefni tók hann sér nokkurra mán- aða leyfi frá Leikfélagi Akureyrar þar sem hann hefur starfað mestan sinn leikferil og ákvað að setja á fót eigið leikhús, að vísu fámennt, eins manns. Og hann í aðalhlutverki. Núna um helgina frumsýnir Þráinn tvo einþáttunga eftir Bödvar Guö- mundsson í Gerdubergi og nefnir sýninguna Er þetta einleikiö? Hér er annarsvegar um að ræða nýjan ein- þáttung Böðvars Gamli madurinn og kvenmannsleysid og hinsvegar einþáttung sem skáldið hefur ný- lega skrifað upp úr sögu sinni Varn- arrœda mannkynslausnara, sem birtist á sínum tíma í smásagnasafn- inu Sögur úrseinna stríði. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir þessari af- mælissýningu Þráins, og fer þá að sjást að þarna er saman kominn mestur hluti stofnanda Alþýduleik- hússins á Akureyri, sem svo síðar fluttist suður. Frumsýning á Er þetta einleikið? verður klukkan hálfníu á laugardag í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi og síðan eru fyrirhugað- ar fjórar sýningar til viðbótar. JÓN GUNNAR Árnason myndhöggvari hefur undanfarnar vikur verið að vinna skúlptúr fyrir Seltirninga að beiðni bæjarstjórnar. Verkið er stórt og iistamaðurinn með bát í huga. Ef hugmyndir hans ganga eftir á það að liggja út í sjó, semsé að standa í einhverjum af þeim mörgu fagurfjara sem skilur að haf og hauð þarna vesturfrá. Efnið er málmur, en Jón Gunnar hefur einmitt þróað mjög persónu- legan stíl í það efni á síðustu árum. Og beygt og soðið og skorið í báta og hnífa, en form þeirra hluta hafa verið listamanninum mjög hugstæð að undanförnu. HELGARPÓSTURINN 31 ROKKIÐ ERMrrr MÓÐURMÁL Megas hefur gefið út nýja breiðskífu eftir níu ára hlé Það eru lidin hartncer níu ár frá því Megas sendi frá sér heila hljóm- plötu med efni unnu I hljómveri. Heimsóknir hans á plötur Bubba, Kamarorghestanna og samstarf hans med Ikarus-mönnum, auk þriggja hljómleikaplatna er þad eina sem við höfum heyrt til hans undanfarin níu ár. En nú er sú bið á enda. í góðri trú kemur núna út í vikulokin. „Þetta er gamall og góður farsi," segir Megas um titilinn. I góðri trú geymir ellefu lög Meg- asar frá síðasta ári og er þetta fyrsta skífa listamannsins sem Tómas M. Tómasson stjórnar. Meðhjálparar Megasar eru auk þess Sigtryggur Baldursson, Þorsteinn Magnússon, Guðmundur Ingólfsson og Reynir Jónsson. „Þessi lög eru nú unnin á sama gamla háttinn og ég hef alltaf haft á þessum samningum mínum. Ég sest bara við píanóið eða með kassagít- arinn í kjöltu — og svo kemur þetta einhvernveginn. Nú, textarnir eru frekar lýrískir hjá mér núna", heldur Megas áfram en færist undan frek-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.