Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 42

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 42
FRETTASKYRING ÞJÓÐKIRKJAN LEITAR AÐ ÍMYND Þjódkirkjan er örugg í sessi og nýtur virðingar sem stofnun. En landsmenn vanrœkja messur, hundsa kenningar kirkjunnar og stjórnmálamennirnir láta tillögur kirkjuþinga rykfalla. Nú leitar Þjóðkirkjan í fortíðinni að nýrri ímynd... Á nýafstödnu Kirkjuþingi deildu kirkjunnar merm enn og aftur um svarid vid þeirri grundvallar- spurningu, hvort þjóökirkjan œtti sem slík aö taka afstööu til þjóö- mála/stjórnmála eöa ekki. Afum- mœlum einstakra kirkjuþings- manna aö dœma eru skoöanir verulega skiptar. Þessar deilur eru ekki nýjar af nálinni og ber aö skoöa þœr í Ijósi breyttrar stööu kirkjunnar í þjóöfélaginu. í raun má segja aö krafa ýmissa kirkj- unnar manna um stofnun sérstaks þjóðmálaráðs sé angi af viöleitni þjóökirkjunnar til aö snúa viö ára- langri þróun, þar sem kirkjan hef- ur œ meir fjarlœgst fólkiö í land- inu, oröiö aö stofnun, hverrar áhrif át á viö hafa dvínaö til muna. Því er rétt, áður en nánar verður vikið að stjórnmálalegum afskipt- um kirkjunnar, að líta á stöðu hennar í víðara samhengi. Á Norðurlöndunum hefur talsvert verið rætt um stöðu kirkjunnar í samfélaginu og þar nýtur kenn- ingin um aðskilnað ríkis og kirkju umtalsverðs fylgis. Hér á landi hefur þessarar umræðu lítt gætt og hvorki Kirkjuþing né einstakir stjórnmálaflokkar hafa sett slík viðhorf á oddinn. Þvert á móti hef- ur lútherska þjóðkirkjan sinn ör- ugga sess í stjórnarskránni, þó því megi reyndar breyta með lögum og trúfrelsi tryggt. Ekki verður séð að nokkur breyting verði hér á í náinni framtíð, enda ailir stjórn- málaflokkarnir einhuga um að halda núverandi ástandi óbreyttu. Þessu til undirstrikunar dugar að benda á ítarlega endurskoðun stjórnarskrárnefndar Alþingis á stjórnarskránni. í skýrslu nefndar- innar sem fram kom í ársbyrjun 1983 lögðu allir fulltrúar stjórn- málaflokkanna til að stjórnar- skrárákvæðið um hina lúthersku kirkju sem þjóðkirkju yrði óbreytt áfram. LÖGBUNDIN — EN HORNREKA Auk þess að vera stjórnarskrár- bundin eru fjárveitingar til þjóð- kirkjunnar nokkuð fastmótaðar á fjárlögum hvers árs og hún studd af sveitarstjórnum landsins. Á nú- gildandi verðlagi hefur þjóðkirkj- an fengið úthlutað hin síðari ár til sinna embætta og verkefna 150—170 milljónum króna á ári (A- hluti). Síðasta áratuginn hefur hlutfaii útgjaida ríkisins til þjóðkirkjunnar verið 0.4—0.5% af útgjöldum ríkisins og oftast nær hefur komið til talsverðra aukafjárveitinga. Hlutfallið fyrir næsta ár er 0.5% og hljóðar upp á 203.5 milljónir króna. Til samanburðar má nefna að fyrirhugað er að verja 278 mill- jónum króna í Landhelgisgæsluna og sú gæsla því lítt meir metin en sálargæsla þjóðkirkjunnar. Þó eru kirkjunnar menn langt frá því að vera sáttir við fjárveit- ingar ríkisvaldsins. Fyrir ári sagði þannig kirkjuráðsmaðurinn Krist- ján Þorgeirsson í blaðaviðtali: „Kirkjan er hornreka í þjóðfélag- inu hvað fjármál snertir, því miður. Það gengur sannast sagna mjög erfiðlega að fá fjármagn til henn- ar. Eg er ekki ánægður með þá hlið málsins. í rauninni finnst mér ríkið ráðskast of mikið með mál- efni kirkjunnar. Fjárveitinganefnd og Alþingi búta niður það fé, sem kirkjunni er veitt á fjárlögum. Kirkjuráð ætti hins vegar að ráð- stafa þessu fé því það hefur betri yfirsýn yfir fjárþarfir kirkjunnar." Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir stjórnarskrárbindinguna eru kirkj- unnar menn mjög ánægðir með stöðu þjóðkirkjunnar í samfélag- inu. Ekki er blöðum um það að fletta, að þjóðfélagsleg ítök kirkj- unnar hér á landi hafa minnkað mjög í gegnum tíðina. Á öldunum eftir kristnitökuna styrktist kirkjan æ meir í sessi sem stofnun og varð að valdamesta afli þjóðfélagsins. í byrjun 19. aldar var kirkjan þannig að minnsta kosti jafnvíg innlendum stjórn- völdum og samtvinnuðust þessi öfl reyndar veruiega í gegnum Stephensen-Finsen fjölskylduna. En þá gerðist það að hinir fornu biskupsstólar voru aflagðir, Island varð að einu biskupsdæmi og biskupinn þáði laun úr ríkissjóði. Má segja að síðan hafi þjóðkirkjan æ meir horfið inn í kerfið og áhrif hennar um leið dvínað eftir því sem árin liðu. Stofnanabindingin hefur með öðrum orðum dregið úr áhrifmætti kirkjunnar og hafa íslendingar þó alltaf verið „um- burðarlyndir" í trúmálum. Nú til dags er hin lögskipaða iútherska kenning landsmönnum síður en svo „heilög" kenning. AÐSKILNAÐUR STOFNUNAR OG KENNINGAR Þetta kom berlega í ljos þegar Hvanneyringur gerði „Gallups" könnun hér á landi vorið 1984. Þá kom fram, að af ýmsum stofnun- um þjóðfélagsins báru landsmenn einna mest traust til þjóðkirkj- unnar. 71% aðspurðra höfðu mjög mikið eða nokkuð mikið traust á þessari stofnun og naut aðeins lög- reglan meira trausts. Á hinn bóg- inn komu í könnuninni fram trúar- viðhorf sem stangast mjög áber- andi á við viðhorf hinnar lút- hersku þjóðkirkju. Þannig svör- uðu 58% aðspurðra því til, að til væri „einhvers konar alheimsandi eða lífskraftur" en aðeins 18% völdu kenningu kirkjunar um að til væri „persónuiegur guð“. Alls 66% svöruðu því til að ekki væri til nein ein sönn trú, en um fjórðung- ur taldi að svo væri. Aðeins 15% töldu Djöfulinn vera til, en kirkjan boðar tilvist hans til jafns við til- vist hins persónulega Guðs. Og loks töldu 85% að siðferði væri af- stætt, að ekki væri hægt að skil- greina nákvæmlega hvað gott væri og hvað illt. Hvað er að segja um niðurstöð- ur sem þessar? Er ekki nærtækast að álykta sem svo, að kirkjunni sé treyst og hún virt sem stofnun, en að kenningum hennar sé tekið si svona mátulega? Ef til vili má segja að íslendingar hafi tamið sér það, sem frumbyggjar víða í þriðja heiminum hafa gert: Að laga kristnina að fyrri trúarbrögðum! í það minnsta liggur fyrir, að í lykil- atriðum hefur .trúboð íslensku kirkjunnar um aldir brugðist. Þrátt fyrir traustið virðast íslend- ingar lítt gefnir fyrir stofnunina, miðað við aðsókn að messum og láta kenningar hennar ekki ganga fyrir þegar um grundvallaratriði í andlegum málum er að ræða. Nið- urstaðan hlýtur að vera að íslend- ingar aöskilja sjálfa trúna annars vegar og hins vegar umgjörð hennar, hina lögbundnu stofnun. Prestar og aðrir kirkjunnar menn fylgjast vitaskuld með stjórnmálum eins og annarra stétta menn og konur. I vor skrif- uðust þeir opinberlega á, Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins og Ólafur Skúlason vígslu- biskup. Tilefnið var að ýmsum þótti grunsamlega mörgum sjálf- stæðismönnum hleypt að þegar stjórnmálamönnum gafst tæki- færi til að predika í kirkjum lands- ins. Þá kom óbeint fram hjá Óiafi að kirkjunnar menn fylgdust með umræðum og atkvæðagreiðslum þingmanna um kirkjuleg málefni og festu frammistöðu þeirra á blað. Embættismenn þjóðkirkj- unnar virðast sem sé gefa ver- aldlegum embættismönnum eink- unnir. Ekki var upplýst um tilgang þessarar einkunnargjafar — en vitaskuld hljóta kirkjunnar menn að hafa veiþóknun á þeim þingmönnum sem greiða atkvæði á réttan hátt. EKKI EINU SINNI UMBÓTAAFL? Sennilega er ekki hægt að með góðu móti að svara því fyllilega hvort ákveðnir stjórnmálaflokkar styðji þjóðkirkjuna betur en aðrir, þó Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur hafi stýrt þessum málaflokki um áratuga skeið. Stað- reyndin er sú að kirkjunnar menn eru óánægðir með stjórnmála- menn yfirleitt og beinist sú óánægja ekki síður að núverandi ríkisstjórn, samsteypustjórn þeirra flokka sem í orði kveðnu telja sig standa bestan vörð um kirkjuna. Óánægjan hefur alið af sér kröfur um ýmis konar breyt- ingar. Umræðan á Kirkjuþingun- um er sem fyrr segir einn angi Alþingið og kirkjan: Kirkjuþing hefur séð ástæðu til að samþykkja ályktun, þar sem óánaegju er lýst yfir því, að flest þau mál sem afgreidd hafa verið á kirkjuþingum til meðferðar Alþingis hafi ekki hlotið afgreiðslu. Og þrátt fyrir 160 milljón króna árlega fjárveitingu segir kirkjuráðsmaður: „Kirkjan er hornreka í þjóðfélaginu hvað fjármál snertir, því miður. Það gengur sannast sagna mjög erfiðlega að fá fjármagn til hennar." þessara krafna. Þeir sem vildu stofnun svokallaðs þjóðmálaráðs kirkjunnar litu til þróunarinnar hjá kirkjudeildum erlendis og vildu fara sömu leið. Helsti boðberi þessarar stefnu á síðasta Kirkjuþingi var sr. Lárus Þ. Guðmundsson: „Kristur hefði ekki verið krossfestur ef hann hefði ekki verið póiitískur. ðll sú saga sem skráð er á spjöld Nýja testamentsins sannar okkur að hann sló skjaldborg um lítilmagn- ann og tók afstöðu sem gerði hann svo hættulegan." Af andstæðing- um þessa viðhorfs var sr. Þor- bergur Kristjánsson þeirra af- dráttarlausasti: „Mitt viðhorf er að kirkjan sem slík geti ekki tekið af- stöðu til pólitískra mála... menn hafa um aldir reynt að gera Jesú Krist að pólitískum leiðtoga, fé- lagslegum umbótafrömuði eða einhverju enn fráleitara. Jesú var hvorki byltingamaður né félags- legur umbótasinni, þótt fátækra- hjálp og umhyggja fyrir sjúkum sé vissulega í anda hans." Á milli skoðana þessara tveggja manna er mikið bil — þarna tala menn sem skiigreina stjórnmál með ólíkum hætti. Kirkjunnar menn eru einfaldlega ósammála um hvernig þjóðkirkjan eigi að gera áhrifamátt sinn meiri í þjóð- félaginu. Sumir vilja ótvíræða af- stöðu til þjóðfélagsmála, jafnvel stofnun kristilegs stjórnmálaflokks, „aðrir vilja auka vegsemd þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Þannig hefur komið fram á Kirkjuþingi tillaga um að kirkjumálaráðuneytið verði sérstakt ráðuneyti og í starfs- mannafrumvarpi þjóðkirkjunnar er kveðið á um fjölgun starfs- manna hennar. í síðarnefndu til- lögunum endurspeglast einnig sá vilji að líta til fortíðarinnar og taka upp löngu aflagt skipulag — frá þeim tímum þegar ítök þjóðkirkj- unnar voru hvað mest í þjóðfélag- inu. í fyrra kom fram það álit á Kirkjuþingi að í raun ætti kirkjan hundruði jarða og eigna sem ríkið hefði tileinkað sér. Og í starfs- mannafrumvarpinu er gert ráð fyrir endurreisn biskupsstólanna að Hólum og í Skálholti; að bisk- uparnir verði þrír. Þannig vilja hinir íhaldssamari bregðast við þverrandi áhrifamætti kirkjunnar; þeir vilja hverfa til fyrri og glæst- ari tíma. TILLÖGUM STUNGIÐ f SKÚFFU Það er með þessar tillögur eins og fjölmargar aðrar tillögur Kirkjuþinga að stjórnmálamenn- irnir hafa tekið við þeim en stung- ið þeim í skúffu. Kirkjuþing 1984 sá ástæðu til að álykta um þessi vinnubrögð sérstaklega: „Kirkjuþing 1984 lýsir óánægju sinni yfir því að flest þau mál, sem afgreidd hafa verið á síðustu kirkjuþingum til meðferðar Al- þingis, hafa eigið hlotið afgreiðslu. Þingið felur fulltrúum kirkjunnar í samstarfsnefnd kirkju og Álþingis að bera þetta mál fram á fundum þeirrar nefndar. Einnig felur kirkjuþing Kirkjuráði að kynna málið á héraðsfundum og leita eft- ir stuðningi þeirra og héraðs- nefnda.“ Kirkjuráðsmaðurinn Kristján Þorgeirsson hefur undir- strikað óánægju kirkjunnar manna með framgang óskamála þjóðkirkjunnar: „Því verður ekki neitað, að sum mál eiga erfitt um frekari framgang, sérstaklega þau sem fara fyrir Alþingi." 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.