Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 47

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 47
FRÉTTAPÓSTUR Samningaviðræður ASÍ og VSÍ Sl. föstudag hófust samningaviðræður ASÍ og VSÍ. Á fyrsta fundinum höfnuðu vinnuveitendur þeirri uppástungu ASÍ að gera bráðabirgðasamkomulag til skamms tíma, en á laug- ardag hófust svo viðræður við landssambönd innan ASI, hvert fyrir sig, um uppstokkun á taxtakerfinu. Á stjórnar- fundi Dagsbrúnar á mánudag var samþykkt að félagið drægi sig út úr viðræðunum og hæfi þegar vinnu að kröfu- gerð fyrir félagið, einkum sökum þess að Dagsbrún telur að þær hugmyndir sem ræddar höfðu verið um uppstokkun launakerfisins væru óraunhæfar: að hækka lægstu laun þannig að fjöldi taxta hyrfi og þar með aldurshækkanir. Litið hefur þokast i samkomulagsátt og eru samningsaðilar fremur svartsýnir. En þess má þó geta að launanefnd ASÍ og VSI úrskurðaði á mánudag að laun skyldu hækka frá og með 1. des. um 4,59%. Það þýðir að hækkun framfærsluvísi- tölu 1. nóv., umfram það sem ráð var fyrir gert í kjarasamn- ingunum í febrúar, er launþegum að fullu bætt. Mestur fundartimi hefur fram að þesu farið í að ræða hækkun lág- markslauna sem hefur í för með sér breytingar á bónus- hluta launa fiskvinnslufólks. Eru þær breytingar mjög snúnar í framkvæmd, ef tryggt á að vera að enginn beri skarðan hlut frá borði. Forval Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í Reykjavik Forval framangreindra flokka fór fram i Reykjavík um sl. helgi. Sjálfkjörið var í þrjú efstu sæti Alþýðuflokksins og var því aðeins kosið um fjórða sæti listans. Lára V. Júlíus- dóttir lögfræðingur Alþýðusambands íslands fékk flest at- kvæðin, 342. Niðurstöður úr forvali Alþýðubandalagsins urðu sem hér segir: Svavar Gestsson hlaut flest atkvæði í 1-—7. sæti, 93,5%. Guðrún Helgadóttir fékk 83,1% atkvæða alls og hreppti 2. sætið. Ásmundur Stefánsson hafnaði í 3. sæti, Álfheiður Ingadóttir í 4. sæti, Olga Guðrún Árnadóttir í því fimmta og Þröstur Ólafsson i 6. sæti. í prófkjöri Fram- sóknarflokksins hafnaði Guðmundur G. Þórarinsson í 1. sæti, Finnur Ingólfsson í 2. sæti, Sigríður Hjartar í 3., Ásta R. Jóhannesdóttir í þvi fjórða en Haraldur Ólafsson í 5. sæti. íslendingar í 5. sæti á Ólympíuskákmótinu íslendingar í Dubai tefldu með glæsibrag í síðustu tveimur umferðunum og höfnuðu í fimmta sæti á Ólympuískákmót- inu. Þetta er besti árangur íslenskrar sveitar í slíku móti. Sovétmenn unnu mótið með traustum sigri en Englendingar hrepptu silfrið. Sund hf. kaupir meirihluta hlutafjár í Olís Heildverslunin Sund hf. keypti um helgina meirihluta hlutafjár í Oliuverslun íslands hf. Óli Kr. Sigurðsson, aðal- eigandi og framkvæmdastjóri hjá Sund hf., verður forstjóri Olís ásamt Þórði Ásgeirssyni. Áform um að ríki yfirtaki Borgarspítalann Viðræður hafa verið í gangi milli fulltrúa Reykjavíkurborg- ar annars vegar og fulltrúa f jármálaráðuneytis og heilbrigð- isráðuneytis hins vegar um breytingar á rekstri Borgar- spítalans i þá veru að ríkið taki alfarið við rekstrinum. Davíð Oddsson borgarstjóri kynnti hugmyndir þessar fyrir stjórn spítalans á mánudag, en starfsfólk hans hefur almennt tek- ið harða afstöðu gegn fyrirhugaðri yfirtöku ríkisins á rekstrinum. Læknaráð Borgarspitalans telur að halli Borg- arspítalans undanfarin ár hafi beinlínis stafað af vanreikn- uðum daggjöldum. Það telur að ekki hafi verið sýnt fram á að fjárlagakerfið sé hagkvæmara en daggjaldakerfið og dragi úr kostnaði við rekstur spítala. Hefur Læknaráðið mótmælt harðlega „gerræði og fljótvirknislegum vinnu- brögðum11 yfirvalda við söluundirbúninginn. Fréttamolar • Bókavertíðin fyrir jólin stendur nú sem hæst. Reiknað er með að um 300 bækur komi út á síðustu tveimur mánuðum ársins og talið að verð á bókum hafi hækkað um 20—30% frá siðasta ári. ® Samkvæmt nýlegri könnun Manneldisráðs á matarvenj- um íslendinga, þurfa þeir að skera fituneyslu sína niður um helming og draga verulega úr sykurneyslu, en hún er tvöfalt meiri en æskilegt er. • Forsætisráðherra hefur lagt til á Alþingi að þingkosning- ar fari fram 25. apríl nk. Enginn hefur mótmælt þeirri yfir- lýsingu hans. • Nokkur hreyfing hefur verið upp á síðkastið á sölu skreið- ar til annarra landa en Nígeríu, en hertir hausar hafa haldið áfram að seljast þangað. Italir hafa m.a. verið hérlendis að falast eftir skreið. Nú er talið að um 100.000 pakkar af skreið séu til í landinu. • Samkvæmt nýbirtum tölum frá Upplagseftirliti Verslun- arráðs íslands hefur Morgunblaðið selst að meðaltali í 46.719 eintökum dag hvern á tímabilinu april til september á þessu ári. • Þjóðviljinn hefur ákveðið að kaupa eina hæð í húsi því sem Blaðaprent hefur keypt af Persíu upp á Ártúnshöfða. Hús Þjóðviljans við Síðumúlann verður þó ekki selt af þess- um sökum. • Offramboð á fiski hefur leitt til þess að þorskverð á fisk- mörkuðunum i Hull og Grimsby er nú komið niður í 43,72 krónur á hvert kíló. Svo lágt hefur það ekki orðið mánuðum saman og undanfarna mánuði hefur það yfirleitt verið um og yfir 70 krónur. • Ákveðið hefur verið að stofna rannsóknarstöðu i ís- lenskri fornleifafræði til minningar um dr. Kristján Eld- járn, forseta íslands. • Kári Jónasson hefur verið ráðinn fréttastjóri útvarps af Markúsi Erni Antonssyni, útvarpsstjóra, eftir að meirihluti útvarpsráðs hafði mælt með honum í stöðuna. • Á mánudag hóf útvarpsstöðin Bylgjan útsendingar allan sólarhringinn. Uppistaða næturdagskrárinnar verður tón- list, en eftir því sem kostur er verður útvarpað upplýsingum um veður, færð og annað sem komið getur að gagni. Jóla- GLOGGUR man 68 55 22 HREYFÍLZ. Til ungra myndlistarmanna 35 ára og yngri í tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, hyggst fyrirtækið standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri. Yfirskrift sýningarinnar er „Áhrif tölvuvæðingarí 20 ár“. I tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000,- og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á sýningarverkum. Ætlast er til að send séu inn ekki færri en þrjú verk eftir hvern listamann og geta þau verið úr hvaða listgrein sem er innan myndlistar- innar. Miðað er við að verkunum sé skilað inn fyrir 10. janúar 1987 til IBM, Skaftahlíð 24. Sýningarnefnd skipa: Gunnar M. Hansson forstjóri, formaður Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður Einar Hákonarson, listmálari Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Halldór B. Runólfsson, listfræðingur SKAFTAHLIÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700 HELGARPÓSTURINN 47 ARGUS/SIA

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.