Helgarpósturinn - 04.12.1986, Page 13

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Page 13
ÍÍELtir að Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagstofnunar kastaði sér út í pólitíkina og tók fyrsta sæti Al- þýöuflokksins í Reykjavík, hafa margir spurt sig hver setjist í stól hans á Þjóðhagsstofnun meðan á leyfi hans stendur. Við heyrðum að Framsóknarmenn með Steingrím Hermannsson forsætisráðherra í broddi fylkingar ásamt með nokkr- um Sjálfstæðismönnum þrýsti nú mjög á um að koma Þórði Frið- jónssyni, efnahagsráðgjafa ríkis- stjórnarinnar í forstjórastól Þjóð- hagsstofnunar. Aðrir Sjálfstæðis- menn og þá sér í lagi Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra, munu hins vegar ekki sérstaklega hrifnir af þessari fyrirætlan Framsóknar- manna. Sér í lagi munu Sjáifstæðis- menn óhressir með að gengið verði framhjá Bolla Þór Bollasyni, að- stoðarforstjóra Þjóðhagsstofnunar sem jafnan hefur tekið að sér störf Jóns Sigurðssonar í leyfum hans frá stofnuninni. Meðal fagmanna í kerf- inu er þetta mál einnig litið alvarleg- um augum, þar sem það litla sjálf- stæði sem Þjóðhagsstofnun hefur þrátt fyrir allt búið yfir er sett í hættu með hugsanlegum nánari tengslum við ríkisstjórn. Því telja fagmenn Bolla Bollason sjálfskipað- an í forstjórastólinn, en hann þykir líklegri til að varðveita sjálfstæði stofnunarinnar... fi róskan á tímaritamarkaðn- um fer ekki minnkandi þrátt fyrir allar hrakspár. Auglýsingamarkað- urinn virðist færast yfir til tímarit- anna meðan upplausn í þeim mál- um ríkir hjá útvarps- og sjónvarps- stöðvum. Þessu til staðfestingar nefnum við að Prentsmiðjan Oddi sem prentar mörg tímaritin, mun á næstunni tvöfalda afkastagetu sína og hefur t.d. í því skyni fest kaup á nýrri fimm lita prentvél að verð- mæti u.þ.b. 40 milljónir.. . ö ^^^g fyrst við erum farin að tala um tímaritabransann: Jólahefti Mannlífs kemur út í næstu viku og verður 188 blaðsíður að lengd. I aukinni samkeppni hefur tímaritið leitað út fyrir landsteinana og hefur þrjú einkaviðtöl við heimsfrægt fólk: Willy Brandt, fyrrum kansl- ara V-Þýskalands, Milan Kundera, landflótta rithöfund frá Tékkósló- vakíu sem og kvikmyndastjörnuna Charlotte Rampling. Þá hefur Mannlíf sent fréttamanninn Stefán Jón Hafstein sérstaklega til Nicaragua til að skrifa um stríðs- ástandið í landinu, og var Stefán m.a. viðstaddur hin frægu réttar- höld yfir bandaríska CIA-flugmann- inum Hase'nfus. Það þykir tíðindum sæta í viðtalinu við Willy Brandt að hann telur það óþægilega stöðu ef Alþýðubandalagið myndi sækja um aðild að Alþjóðasambandi jafnaðar- mannaflokka en Brandt er einmitt formaður sambandsins. Brandt seg- ir að Alþýðuflokkurinn sé fyrir í AI- þjóðsambandinu og formaður Al- þýðubandalagsins, Svavar Gests- son yrði að biðja Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðu- flokksins um leyfi fyrir slíkri inn- gönguumsókn... KOBU GLÍTRA HEFUR MEIRI GUÁA EN HEFÐBUINIDIN IIMIMIA/IAUMIIMG ssar-s*1 Nýja Kópal innimálnlngin, KÓPAL GUTRA, hefur sérlega fallega ogsterka áferð. KÓPAL GLITRA glansar hæfilega mikið til að þú getír notið þess að sjá samspil Ijóss og skugga glitra í umhverfínu. KÓPAL GUTRA glansar mátulega oghentarþví velá öll herbergi hússins. Þegar þú notar KÓPAL GUTRU þarf hvorkl herðl né gljáefnl. Kópal Innlmálnlngln fæst nú í 4 gljástlgum; KÓPAL DYROTON með gljástlg 4, KÓPAL GLITRU með gljástlg 10, KÓPAL FLOS með gljástlg 30 og KÓPAL GEISLA með gljástlg 85. KÓPAL GUTRA Innlmálnlngln gerlr málnlngarvinnuna elnfaldarl og skemmtllegrl. málninglf MIKIÐ ÚRVAL RAMMA r^L. MIÐSTODIN LWJ SIGTÚN 20 — SÍMI 25054 23 stæröir af álrömmum 20 stærðir af smellurömmum Alhlida mnröfflmun Opið alla virka daga frá kl. 8.00 til 18.00 HELGARPÖSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.