Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 16
Tollskráning ýmissa hluta fyrir börn bendir til þess aö möppudýr ráöuneytanna séu í eöli sínu barnfjandsamleg RIKID GEGN BORNUM K/ð íslendingar höfum hingad til talid okkur trú um aö vid séum af- skaplega barngód þjód, svona á heildina litid, enda hefur okkur t.d. aldrei fundist launavinna ung- menna gera þeim annad en gott. Þegar grannt er skodað, kemur þó í Ijós, að ýmislegt í íslensku þjóðfé- lagi getur ekki talist annað en barnafjandsamlegt. Eða finnst ein- hverjum eðlilegt að greiða 95% toll og vörugjatd af barnabeisli, þegar engin slík gjöld eru lögð á hunda- ólar? HUNDAR BEISLAÐIR FRÍTT EN BÖRNIN TOLLUÐ Tollskráin er ekkert léttmeti af- lestrar. Þar er þó að finna merkan fróðleik um það þjóðfélag, sem við búum í. Fróðleik, sem oft á tíðum getur verið skondinn — ef hann væri bara ekki einnig svona grátleg- ur. Fyrir skömmu sögðum við frá því hér í Helgarpóstinum, hvernig dósa- matur fyrir menn er tollaður í bak og fyrir, en hundamatur sleppur við sambærileg gjöld. Þetta er hins veg- ar ekki eina dæmi þess að fjórfætl- ingar séu teknir framyfir mann- skepnuna. Ef þú átt hund, sem skylda er að hafa í beisli á almannafæri eins og flestir vita, þarftu auðvitað að kaupa handa honum hálsband. Eig- ir þú barn undir tveggja ára aldri, þarftu einnig að verða þér úti um beisli, bæði til að nota á gönguferð- um og til þess að festa barnið í barnavagninn. Ungviði á fyrsta og öðru ári hendir sér nefnilega óhrætt út úr vagninum, ef það unir hag sín- um þar illa og af því er litið eitt and- artak. Leðurbeisli á krakka ber 65% toll og 30% vörugjald, en leðuról á hund ber hvorugt. Sú staðreynd hlýtur að vekja fólk til umhugsunar um það hvernig stjórnvöld beita lög- um sínum og reglum til þess að stýra þjóðfélagsþegnum sínum, ekki síst þar sem þetta dæmi hefur nýverið verið lagt í tollmat af verslunareig- anda í Reykjavík, án þess að því fengist breytt. Hér er sem sagt ekki um rykfallinn lagabókstaf að ræða, sem enginn hefur komið auga á. BAÐBORÐ OG KOPPAR í LÚXUSTOLLI Gjöld á svokölluðum baðborðum og koppum fyrir yngstu þjóðfélags- þegnana eru örlítið brosleg. Til skamms tíma var baðborð fyrir ung- barn flokkað sem húsgagn og bar því engan toll. Það sama átti við um kopp úr plasti, en hann var flokkað- ur sem búsáhald. Nú eru baðborð og koppar orðin „hreinlætistæki". Slíkar vörur bera 80% toll og 24% vörugjald. N Það er hins vegar hægt að kaupa borð til að leggja börn á þegar skipt er um bleyjur og þeim þvegið, sem ekki eru með baðaðstöðu. Þau eru „húsgögn" og á þau er einungis lagt 3% jöfnunargjald. Útsjónarsamir foreldrar geta síðan fest kaup á bala — svona venjulegum plastbala — sem ríkið tekur líka aðeins 3% jöfn- unargjald af. Það er verra að snúa sig út úr Sitt er hvað dýr eða barn. Borga þarf 65% toll og 30% vörugjald af beisli barnsins, en ríkið tekur ekkert fyrir að beisla hunda. Háir tollar á barnabeislum — hundaólar ótollaðar 80% tollur lagður á baðborð og koppa á ári barnsins Barnabílar enn með 50% toll, þrátt fyrir lækkun tofla á bílum fullordinna Allir gefa eftir gjöld af þríburakerrum nema ríkið þessu með koppinn, því það er ekki margt sem getur komið í staðinn fyrir hann. í náinni framtíð mun það líklega vera áfram lúxus að gera þarfir sínar í slík hreinlætistæki, en samkvæmt heimildum manna í þessum geira verslunar, kom þessi breyting á flokkun baðborða og koppa til framkvæmdar á „ári barnsins". BARNABÍLSTÓLAR OG ÞRÍBURAKERRUR Sökum áróðurs fyrir því að börn sitji í sérstökum barnabílstólum, gæti maður haldið að slík öryggis- tæki bæru ekki tolla hér á landi fremur en í mörgum nágrannalönd- um okkar. Því er þó ekki til að dreifa. Það er 20% tollur á barna- bílstólum og öryggisbeltum fyrir börn og þar að auki fá innflytjendur ekki að nýta sér allt að 3 mánaða greiðslufrest, sem seljendur erlend- is eru gjarnan tilbúnir að veita af þessum vörum. Þær þarf því að fjár- magna fyrirfram og leggst sá kostn- aður að sjálfsögðu við verð bílstól- anna. Hins vegar mega innflytjend- ur dráttarvélasœta nýta sér 90 daga gjaldfrest erlendis, samkvæmt upp- lýsingum frá óánægðum barnavöru- kaupmanni. Stjórnvöld græða yfirleitt ekki á barnaleikföngum, því á þeim er oft- ast einungis 3% jöfnunargjald. Ef leikfangið er „eftirlíking af öku- tæki“, gilda þó aðrar reglur, þrátt fyrir að tollar af bílum fyrir full- orðna hafi lækkað úr 60% í 10% í kjarasamningunum í febrúar. Leik- fangabílar sem börn sitja klofvega á og ýta sér áfram, bera enn 50% toll. Þótt það geti orðið nógu kostnað- arsamt að eignast nauðsynlegustu hluti fyrir eitt barn, geta menn rétt ímyndað sér hvaða byrði það er fyr- ir budduna að eignast tví- eða þrí- bura. Á síðasta ári fæddu þrjár kon- ur þríbura á Islandi, ein á Eskifirði, ein í Reykjavík og ein á Akureyri. Þessar fjölskyldur þurftu auðvitað að koma hjólum undir ungviðið eins og aðrir, en slíkir farkostir eru sér- smíðaðir erlendis. Tvær af þessum þríburafjölskyld- um sneru sér til sama verslunareig- anda, sem útvegaði þeim kerruvagn fyrir þrjá frá Noregi. Flugleiðir fluttu vagnana ókeypis, verksmiðjan tók einungis gjald sem samsvaraði bein- um framleiðslukostnaði og verslun- in á íslandi gaf sitt gjald eftir. Ein- ungis íslenska ríkið tók fullt verð, 40% toll og 34% vörugjald, vegna þess að það „skapaði erfitt for- daemi" að fella þetta niður. Svo var fyrirspyrjanda a.m.k. sagt, þegar leitað var eftir niðurfellingu tollsins. Tvíburamæður gætu fylgt í kjölfarið og síðan þetta venjulega fólk, sem flest eignast bara eitt stykki í einu. Hvar myndu þessi ósköp enda? Þeim aðilum, sem fengu skýring- ar í þessum dúr, fannst þess vegna skrítið að heyra um niðurfellingu tolla á svokölluðum afruglurum nokkrum mánuðum síðar. Enn ein sönnun þess að vegir stjórnvalda geta verið órannsakanlegir. Meira að segja vinur „litla mannsins" brást í þetta sinn og eru þó þríburar með minnstu mönnum — og sjald- gæfir! KONUR TAPA ÁUNNUM RÉTTINDUM Það er fleira en tollar, sem bera vott um leynda barnafjandsemi ís; lensks fyrirmyndarþjóðfélags. I mörgum nágrannalöndum okkar eru mæðrum greiddar háar fjár- hæðir fyrir að geta af sér börn og er þetta liður í ráðstöfunum stjórn- valda til að sporna við fýrirsjáan- legri fólksfækkun. Slíkri fólksfækk- un hefur líka verið spáð á íslandi. Foreldrar hér á landi fá þó auðvit- að þriggja mánaða fæðingarorlof og meira að segja heimavinnandi mæður fá lítilsháttar greiðslu frá Tryggingarstofnun. Hvort fæðingar- orlofið sé nægilega langt eða greiðslurnar nógu háar, skal ekki lagður dómur á. Það mál hefur oft og mikið verið rætt á Aiþingi, án þess að nokkurt lokaorð hafi verið kveðið upp. Margar konur kjósa hins vegar að taka sér frí frá störfum í lengri tíma en þrjá mánuði eftir barnsburð, enda hefur töluvert verið ýtt undir það í ræðu og riti að mæður sjái al- farið um umönnun barna sinna fyrstu æviár afkvæmanna. Þau fögru orð endurspeglast þó ekki í samningum á vinnumarkaði, því „áunnin réttindi launþega skulu haldast, verði um endurráðningu að ræða innan eins árs“, eins og segir í ákvæði kjarasamnings ASÍ frá árinu 1976. Kona sem sinnir barni sínu lengur en eitt ár án þess að fara aft- ur út á vinnumarkaðinn, missir sem sagt sín fyrri áunnin réttindi, svo sem rétt til launahækkana vegna starfsaldurs. KOSTNAÐARSÖM BARNAGÆSLA Þegar báðir foreldrar vinna úti, verður í flestum tilvikum að greiða einhverjum fyrir að gæta barnsins. Gift fólk og foreldrar í sambúð, fá ekki pláss fyrir börn sín á dagheim- ilum í Reykjavík. Dagheimilispláss í höfuðborginni eru rúmlega 1400 og þau nægja ekki einu sinni fyrir fólk í forgangshópum, svo sem einstæð- ar mæður og námsmenn. Þessir for- eldrar verða því að leita til dag- mæðra, en heildarkostnaður við að hafa barn í slíkri gæslu allan daginn losar 11 þúsund krónur á mánuði. Sú fjárhæð skilar dagmömmunni engu ríkidæmi, þegar búið er að draga frá fæðiskostnað og annað, en hún getur reynst erfið viðureignar fyrir fólk á lægstu töxtum verka- lýðsfélaganna. Vitað er, að um 80% íslenskra kvenna vinna utan heimilis, enda þarf þjóðfélagið á vinnuafli þeirra að halda. Ráðamenn vilja þó vænt- anlega ekki að launavinna kvenna og aðbúnaður barna í þessu fyrir- myndarsamfélagi komi niður á fjölgun þjóðarinnar. Framangreind- ar staðreyndir úr tollskýrslum og öðrum gögnum, gætu reyndar orð- ið þess valdandi að fólk efaðist um barnagæsku möppudýranna í Arn- arhváli. 16 HELGARPÖSTURINN leftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.