Helgarpósturinn - 04.12.1986, Page 35

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Page 35
POPP Klár köttur og Ijón Kötturinn sem fer sínar eigin leidir Hitt leikhúsid Ólafur Haukur Símonarson hitti á eina af ljúfari melódíum síðari ára þegar hann setti Vögguvísuna sína saman (þá sömu og allur styr- inn stód um í Eurovision söngva- keppninni í vetur leið). Að öðru leyti er ég ekki upprifinn yfir tón- smíðum Olafs. Hann er þokkaleg- ur handverksmaður á því sviði en ekkert meira. Hann bætir lögin sín hins vegar upp með góðum söng- textum; einföldum en skorinorð- um, myndrænum og haganlega ortum: Vœri ég madur myndi ég þjóta malbikud stræti á fœgbum Skóda. Þú sœtir frammí fagra Búbót. Ó, hve ég ann þér unga snót. Svona létt og leikandi líða text- arnir úr penna skáldsins. Betur að við ættum fjölmarga slíka sem nenntu að setja saman texta við daegurlög. A plötunni Kötturinn sem fer sínar eigin leibir eru sautján lög hvorki meira né minna. Flest skilst mér að séu úr samnefndu leikriti sem Alþýðuleikhúsið sýnir í Hafn- arfirði um þessar mundir. Leikarar koma og nokkuð við sögu á plöt- unni. Edda Heiðrún Backman syngur þrjú lög og Jóhann Sigurð- arson eitt. Bæði eru í essinu sínu nema hvað ég held að Edda hefði getað farið betur með Vögguvís- una. Miðað við hvernig hún söng Önnur sjónarmið á plötunni Skepnunni er ljóst að hún er undir getu í Vögguvísu. Annars eru Eiríkur Hauksson og Lísa Pálsdóttir mest áberandi á plötunni. Eiríkur hefur greinilega ekkert fyrir sínum hlut. Heldur þykir mér gamli bárujárnsblesinn vera í röngu hlutverki að þessu sinni en hann skilar því þó vel. Lísa kemur mér svosem ekkert á óvart. Ólygnir höfðu tjáð mér að hún væri ein af okkar frambæri- legustu rokksöngkonum um þess- ar mundir og frammistaða hennar staðfestir það. Ólafur Haukur Símonarson syngur sjálfur fjögur lög plötunnar og sleppur frá sínu. Hann er þó aldeilis ekki að depú- tera á plötu því að árið 1979 kyrj- aði hann í hraustramannastíl „Ég er lifandi lifandi alveg sprelllif- andi“ á plötunni Hattur og Fattur komnir á kreik". Þá er aðeins ótal- inn einn söngvari, Gunnar Rafn Guðmundsson, sem syngur eitt lít- ið lag og fer ágætlega með það. Hljóðfæraleikarar á plötunni eru aðeins þrír. Gunnlaugur Briem leikur á ásláttarhljóðfæri, John Kjell Seljeseth á hljómborð og Gunnar Þórðarson á gítar, bassa og ásláttarhljóðfæri. Gunnar setur talsverðan svip á tónlistina því að hann sá um útsetningar. Það er í sjálfu sér ofur eðlilegt að Ólafur Haukur leiti til Gunnars þegar taka á upp plötu. Samstarf þeirra hefur verið gott á sólóplötum Gunnars Á huerju kvöldi og Borg- arbragur. Samt trúi ég því að til að mynda Gísli Helgason eða einhver annar góður vísnavinur hefði get- að gert margt sniðugt með lögin hans Ólafs Hauks. Fyrir hvern er platan Kötturinn fer sínar eigin leiðir gerð? Þema hennar sýnist mér höfða til barna (ég hef að vísu ekki séð leikritið). Én textagerð Ólafs Hauks er tíð- um allt eins við hæfi fullorðinna og barna. Sver sig kannski í ætt við textagerð Stefáns Jónssonar sem fullorðnir höfðu ekki síður gaman af að lesa en unglingar. SPILDULJÓNIÐ - Svefngalsar Útgefandi: Blabstýft aftan Mér er bæði Ijúft og skyit að játa að á köflum hafði ég mjög gaman af að hlusta á SpUduljónib. Textar plötunnar eru margir nokkuð góð- ir. Sér í lagi tveir eftir Karl Ágúst Ulfsson: Réttar vísur og Alfa Laval. Karl ætti að leggja smíði dægur- lagatexta fyrir sig. Það er alltaf þörf á slíkum mönnum. Einnig á Júlíus Hjörleifsson höfuðpaur plötunnar nokkur gullkorn. Alla jafna er það svo að textar eru aukaatriði á íslenskum plötum (heiðarlegar undantekningar eru þó til) en tónsmíðarnar aðalatriði. Hjá Svefngölsum eru lögin mun hversdagslegri en textarnir. Það er eftirtektarvert hve margt á plötunni tengist sveit: Nafnið Spilduljónið er uppnefni á ákveð- inni gerð dráttarvéla. Útgefandinn er Blaðstýft aftan, stuðningsaðili útgáfunnar búnaðardeild Sam- bandsins! Nú, og í Iaginu Sveita- vargur eru kostir dreifbýlisins tí- undaðir og Réttar vísur er hugljúf stemma um sveitarómantík að hausti: Þú varst eins og lambagras um vor vina vaðstigvéluö leiddumst við um forina hjartað ákaft funaði afunaði á meðan dansinn dunaði Einnig er á plötunni fjallað um mjaltavélar frá sjónarhóli kýrinn- ar. Það er hóll sem lítt hefur verið kannaður hingað til. Af þessu má ráða að sveitin er Svefngölsum hugstæð og kannski er með Spilduljóninu hið eina og sanna íslenska dreifbýlisrokk komið fram á sjónarsviðið. Ýmislegt á þessari fyrstu plötu Svefngalsanna hefði mátt betur fara. Það rignir í Reykjavík og ís- landsóður stinga til að mynda gjör- samlega í stúf við annað efni plöt- unnar og mikið óskaplega fór „lavalbítið" í Alfa Laval í taugarn- ar á mér. Þar er greinilega skotið yfir markið. En þegar á allt er litið eru kostir Spilduljónsins fleiri en gallarnir. KVIKMYNDAHÚSIN Stella í orlofi. ★★★ Léttgeggjuð ærsl a la Islanda kl. 5, 7, 9 og 11. Purpuraliturinn (The color purple) ★★★ Manneskjulegur og hrífandi Spielberg kl. 5 og 9 fyrir 12 ára og eldri. I sporðdrekamerkinu Sívinsæl og djörf gamanmynd fyrir 16 ára og eldri kl. 5, 7 og 9. Endursýnd. Léttlyndar löggur (Running scared) ★★ Grínlöggumynd með Gregory Hines kl. 5, 7, 9 og 11. Aliens ★★★★ Splunkuný og spennandi spenna kl. 5, og 9 fyrir 16 ára og eldri. Stórvandræði f Litlu Kfna (Big trouble in Little China) ★★ Uppátækjasamt sprell og hrekkir kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 12. I svaka klemmu (Ruthless people) ★★ Sjúklegur ærslaleikur kl. 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12. Mona Lisa ★★★ Elskuleg mynd, hörku drama og leikur. Kl. 5, 7, 9 og 11 fyrir 16 ára og eldri. Lögregluskólinn 3: Aftur í þjálfun (The Ftolice Academy: Run for Cover) ★★ Ágætis ærsl af framhaldi að vera. kl. 5. Barnasýningar kl. 3 laugardaga og sunnudaga. Fjöl- breytt úrval. BÍÓHÚSIÐ I hæsta gír (Maximum Overdrive) NÝ. Splunkuný, þrælhress spennumynd með Emilio Estevez (úr The Breakfast Club, St. Elmo's Fire) kl. 5,7,9 og 11 fyr- ir 16 ára og eldri. Stríðsfangar (RO.V. The escape) NÝ. Föngum bjargað í lok Víetnamstríðsins, kl. 5, 7 og 9 fyrir 16 ára og eldri. LAUGARÁS B I O Lagarefir (Legal Eagles) ★★★ Mjúkt lögfræðidrama. Dópstrfðið (Quiet cool) ★ Mynd um græðgi fíkniefnaframleið- enda og seljenda. Stranglega bönnuð innan 16. Kl. 5, 7, 9 og 11. Psycho III ★★★ Mögnuð mynd milli skinnsog hörunds. Kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð börnum innan 16 ára. IRE0NBOGIINN Draugaleg brúðkaupsferð (Haunted Honeymoon) ★ Léttruglaður gríntryllir að hætti Gene Wilder kl. 3.05, 5.05, 9.15 og 11.15. Guðfaðirinn (Godfather) ★★★★ Hinn eini og sanni guðfaðir Brandos og Pacinos endursýndur kl. 3, 6.05 og 9.15. ÁBENDING # ♦ • | f \ Að lokum viljum við benda á að Guð- faðirinn og Aliens eru alveg þrælmagn- aðar spennumyndir, sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Það gæti Ifka verið gaman að klkja á Sovésku kvik- myndavikuna, og sjá hvað Rússarnir hafa uppá að bjóða. f skjóli nætur (Midt om natten) ★★★ Notalegur danskur millitryllir kl. 7. Þeir bestu (Top Gun) ★★★ Strípur og stjörnur, mökkur af militar- isma kl. 3, 5, og 9. Mánudagsmyndin San Lorenso nóttin ★★★ Mynd F'aolos og Vittorios Tavianis sem hlaut sérstök verðlaun á Cannes 1982. Barátta þorpsbúa á italíu við Þjóðverja 1944. Mánudagsmyndir eru sýndar alla daga! kl. 7.15 og 9.15. Sovésk kvikmyndavika 29. nóv.— 5. des. Það er tfmi til að lifa — það er tfmi til að elska. Kl. 3 og 7. Frosin kirsuber Sýnd kl. 5 og 9. Á ystu nöf (Out of Bounds) ★★ Léttur götutryllir. Það gerðist f gær (About Last Night) ★★ Hjartaknúserinn Rob Lowe kl. 5,7,9 og 11.10. TiímIw Einkabflstjórinn NÝ. Ung stúlka gerist einkabdstjóri. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg o mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Death of a Soldier. ★★★ Til útleigu m.a. hjá Vídeómeist- aranum. Áströlsk. Árgerb 1986. Leikstjórn: Philippe Mora. Abalhlutverk: James Coburn, Bill Hunter Reb Brown, Maurie Fields o.fl. Atburðir heimsstyrjaldaráranna hafa alla tíð verið áströlskum kvik- myndagerðarmönnum kært um- fjöllunarefni, enda er það einkum á þeim tíma, og í kjölfar þeirra fórna er Ástralir lögðu á altari Breska heimsveldisins í fyrri heimsstyrjöld- inni, sem pólitísk sjálfsmeðvitund þjóðarinnar tekur að vakna. Árið 1942 stendur styrjöldin við Japani í hámarki á Kyrrahafseyjun- um. Douglas MacArthur kemur til Melbourne í Ástralíu með 60.000 manna herlið sitt. Þeim er að sjálf- sögðu tekið sem hetjum, og Ástralir gera af alkunnri gestrisni sinni allt sem í þeirra valdi stendur, til að gera þeim vistina sem bærilegasta. Þeg- ar á heildina er litið verður þó ekki komist hjá árekstrum, þegar um svo viðamikla „þjóbflutninga" og rösk- un á daglegu amstri samborgaranna er að ræða. Dag nokkurn í maí 1942 er ung stúlka myrt á hryllilegan hátt í al- menningsgarði í Melbourne, önnur nokkrum dögum síðar og fleiri eiga eftir að falla fyrir hendi morðingj- ans áður en yfir lýkur. Grunur leikur á að bandarískur hermaður eigi þar hlut að máli, og útlit er fyrir að ímynd hersetuliðsins verði þar með íyrir alvarlegum hnekki. Myndin lýsir síðan viðbrögðum hermálayfir- valda við framangreindum atburð- um og á hvaða forsendum þau síðan fremja að yfirlögðu ráði réttarmorð á meintum sakborningi, í þeim til- gangi að bæta sjálfsímynd sína, og einkum í augum áströlsku þjóðar- innar. Einkar gagnmerk og sannfærandi lýsing á sannsögulegum atburðum, sem á sínum tíma ollu miklu fjaðra- foki bæði í Ástralíu og Bandaríkjun- um og urðu m.a. til þess að sérstök rannsóknarnefnd var sett á laggir- nar í stríðslok, til að fara ofan í kjöl- inn á starfsemi þeirra herdómstóla, sem settir höfðu verið á laggirnar í heimsstyrjöldinni síðari. Ó.A. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.