Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 24

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 24
GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið' þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. AFLÖGUM REGLUM OG TÁNINGUM Kíkt á þann flokk kvikmynda sem framleidendur sœkja einna gjarnast í — og áhorfendur AFMÆLISHÁTÍÐ: 10% AFMÆLISAFSLÁTTUR AÐEINS I DAG. TÍSKUSÝNING ÍINGÓLFSSTRÆTI KL. 4.00 OINTOMC' -----—MODE PUR_ INGÓLFSSTRÆTI8 SÍMI622450 / þessum mánadarlega mynd- bandaauka HP er œtlunin að taka fyrir ákveðna efnisflokka innan kvikmyndanna og fjalla um nokkr- ar myndir i hverjum flokki í einu. Að þessu sinni urðu lögreglumyndir og unglingamyndir fyrir valinu og skrifum við um sex myndir í hvorum flokki. Enda þótt um nokkuð fjöl- breyttar myndir innan hvors flokks sé að rœða er umfjöllunin engan veginn tœmandi, því mörg góð verk eru látin sitja á hakanum, sérstak- lega lögreglumyndir. Til útvegunar á efni voru eftirtaldar mynbanda- leigur okkur mjög innan handar: Grensásvídeó, Vídeómeistarinn, Vídeó-höllin og Tröllavídeó. Kunn- um við þeim okkar bestu þakkir. Prince of the City: ★★★★ Bandarísk, árgerð 1981. Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: Jay Pres- son Allen. Aðalhlutverk; Treat Williams, Jerry Orbach. Sidney Lumet á að baki marg- ar frábærar myndir: The Pawn- broker, The Deadly Affair, Dog Day Afternoon, Network og The Verdict. Hann er mjög afkasta- mikill og er einn af þeim sárafáu (Scorsese, Nick Roeg, Kubrick) sem gerir aðeins góðar myndir. Viðfangsefni hans í þessari mynd er honum ekki að öllu ókunnugt. Hann kafaði líka í lögguspilling- una í myndinni um heiðarlegu lögguna Serpico. Treat Williams á stórkostlegan leik í margbrotnu hlutverki sem fíkniefnalögregla sem ákveður að fletta ofan af spill- ingunni í lögreglu New York borg- ar. Þetta er dúndur kraftmikil mynd um lög og lögleysu og hin stríðandi öfl í stóra eplinu. Borgar- prinsinn gefur kynngimagnaða lýsingu á þeim gangi mála þegar maður reynir að bæta fyrir fyrri misgjörðir með uppljóstrunum og er síðan neyddur skref fyrir skref til að láta af hendi upplýsingar um félaga sína og vini og reynist þá sannleikurinn ekki alltaf sagna bestur. Frábær persónusköpun, mjög vel skrifað handrit, meistara- leg Ieikstjórn og frábær leikur í öll- um hlutverkum hjálpast að við að gera þessa mynd ómissandi fyrir alla kvikmyndaaðdáendur. -J.S. Rumble Fish: ★★★ Bandarísk, árgerð 1983. Leik- stjóri: Francis Ford Coppola. Aðal- hlutverk: Matt Dillon, Mickey Rourke, Diane Lane, Nicholas Cage, Diana Scarwid, Dennis Hopper. Rumble Fish var önnur ungl- ingamyndin sem meistari Coppoia gerði með stuttu millibili. Sú fyrri var hin ágæta The Outsiders en hér tekst honum jafnvel enn betur að gera vandaða mynd sem er frá- brugðin öðrum unglingamyndum að því leyti að hún fjallar ekki um einhverja sautján ára stráka á sjötta áratugnum að reyna að ná sér í stelpu í fyrsta skipti heldur um fátæka vandræðaunglinga í stórborgunum vestan hafs á ní- unda áratugnum. Söguþráðurinn í Rumble Fish er ekki ýkja merki- legur. Hún fjallar um rótlausan ungling í samfélagi sem allt virðist andsnúið. Úr þessum rýra efnivið hefur Coppola tekist að gera mjög góða mynd. Efnistökin hjá honum eru eins og snillingi sæmir. Túlkun hans á skáldsögu S.E. Hinton (hann skrifaði líka The Outsiders), þarsem honum tekst að samræma ljóð og mynd er stórkostleg og hrífur áhorfandann með sér. Sér- stæð kvikmyndatakan (svart/ hvít) setur mikinn svip á myndina, skot af klukku og hraðfleygum skýjum og skuggamyndir undir kynngimagnaðri tónlist. Hins veg- ar er leikurinn upp og ofan og hafa flestir leikararnir átt betri daga. -J.S. Dirty Harry: irk'/i Bandarísk, árgerð 1971. Leikstjóri: Don Siegel. Aðalhlutverk; Clint Eastwood, Harry Guardino, John Vernon, Andy Robinson. Dirty Harry er trúlega frægasta lögga kvikmyndasögunnar. Þessi fyrsta mynd kappans varð svo vin- sæl að Austurtréð (slæm þýðing á Eastwood), lét sig ekki muna um að vera með í þremur byssubar- dagamyndum til viðbótar þar sem hann gat leikið sér með Smith & Wesson byssuna sína bak við stjörnuna. í þessari fyrstu mynd sora Harrys eltist hann við morð- óðan geðsjúkling sem drepur sér til ánægju og yndisauka. Dirty Harry er alveg ágætis mynd en því miður er ekki hægt að segja það sama um hinar þrjár sem eru hver annarri verri. Munurinn er ein- faldlega sá að Don Siegel situr við stjórnvölinn í Dirty Harry og hann hefur sýnt það að hann er fær um að gera góðar spennumyndir eins- og Invasion of the Body Snatcher og Escape From Alcatraz svo ein- hver dæmi séu tekin. Sem sagt, fín spenna, fín aksjón, fín mynd. -J.S. St. Elmo’s Fire: ★★★ Bandarísk, árgerð 1985. Leik- stjórn: Joel Schumacher. Fram- leiðandi: Lauren Schuler. Handrit: Joel Schumacher og Carl Kurland- er. Aðalhlutverk: Emelio Estevez, Rob Lowe, Andrew McCarthy, Judd Nelson, Ally Sheedy, Demi Moore, Mare Winningham. Ekki eru þær margar unglinga- og/eða klíkumyndirnar sem hafa náð þeim árangri að standa upp úr meðalmennskunni. Barry Levin- son tókst mjög vel upp i mynd sinni Diner og sama er að segja um mynd Lawrence Kasdans The Big Chill. Þar tókst þeim báðum, með afburða snjallri leikstjórn, að gera „klíkunni" og öllu sem henni tilheyrir einstaklega góð skil. Ekki verður annað sagt um Joel Schumacher en að hann reyni að feta pínkulítið í fótspor tveggja áð- í

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.