Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 11
steinor iteÍAor Austurstræti 22, Rauðarárstíq 16, Glæsibæ, Strandgötu 37 Hafnarf. Póstkröfusími 91-11620 Veldu hljómplötur til jólagjafa því góð tónlist kætir menn og kemur þeim í sannkallað jólaskap. í hljóm- plötuverslunum okkar finnur þú gjafir sem gleðja ættingja og vini á öllum aldri. En þú þarft ekki að leita langt yfir skammt. Þú getur líka valið plötur af lista okkar hér í blaðinu og fengið þær sendar í póstkröfu. Einfaldari eða þægilegri jólainnkaup gerast ekki. Sama og þegið. Verð 699 kr. Grínplata ársins. Þeir Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Örn Árnason fara með grín, glens, spaug, háð, spé og spott, auk þess sem þeir taka nokkur létt lög svo sem Hjálpartækjabankann, Suðurland- eyjablús og Stoppistöðvarbúgí. Áritað grínleyfi fylgir plötunni, og gerir það eiganda plötunnar að löggiltum gríntitti, sem hafa má í frammi hverskonar grín og háð hvar og hvenær sem er. Rauðir fletir - Ljónaskógar. Verð 499 kr. Að mati Bubba Morthens er hljómsveitin Rauðir fletir sú efnilegasta á ís- landi. Við tökum undir þetta og hvetjum þig til að eignast frumraun þessarar ungu og frísku en kraftmiklu hljómsveitar. •e-rrs Mezzoforte-No Limits. Verð LP 999 kr. K 799 kr.CD 1.299 kr. Mezzoforte eru nú staddir í Baden-Baden í Þýskalandi við upptökursjón- varpsþáttar, þar sem þeir koma fram ásamt Mahavishnu Randy Crawford og Toto. Þeir snúa aftur til Islands í næstu viku að lokinni 6 vikna velheppnaðri hljómleikaför um Evrópu. Móttökur gagnrýnenda á No Limits erlendis hafa verið frábærar og er platan nú ofarlega á vinsældalistum víða í Evrópu. HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.