Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 12
Lóðin að Lækjargötu 4 þar sem Hagkaup er nú til húsa og BSR hefur aðstöðu s(na. Samkvaemt Kvosarskipulaginu munu þar rísa tvö stór hús. BORGIN GAF FASTEIGNASÖLU AFNOT AF LÓÐ í LÆKJARGÖTU Byggingaréttur á lóð sem metin er á tugi mill- jóna látin fyrir 1,7 milljónir króna. Hagnaður af byggingu húsa á lóðinni nemur um 25—40 milljónum króna. Síðasta lóðin sem Reykja- uíkurborg hafði til ráðstöfunar fœrð einka- aðilum á silfurfati. Sverrir Kristinsson, fasteignasali og bókaútgefandi, fékk að fljóta með í menningarstyrk borgarinnar til Hins íslenska bókmenntafélags. Hagnaöur hans af þvf samfloti mun nema tugum milljóna króna. Borgarráð gaf fyrirheit um bygg- ingaréttinn á lódinni Lækjargata 4 á fundi sínum þann 5. ágúst í sumar. Peirsem það fengu voru þrír aðilar; fasteignasalan Eignamiðlunin, bókaútgáfan Lögberg og Hið ís- lenska bókmenntafélag. Endurgjald fyrir byggingaréttinn verður ekkert annað en ofangreindum aðilum er gert að greiða gatnagerðargjöld og kostnað vegna inntöku á rafmagni og heitu vatni. Borgarráð samþykkti þetta án mótatkvœða. Þar með var þessum aðilum í raun gefin ein dýrasta lóð í eigu Reykjavíkurborgar (fasteignamat lóðarinnar er 23.439.000 kr.) og tryggður um 25—40 milljón króna hagnaður af byggingu húsa á lóð- inni. FASTEIGNASALA FÆR MENNINGARSTYRK í borgarráði var þessi gjöf réttlætt með því að elsta félag landsins, Hið íslenska bókmenntafélag, hefði lítið verið styrkt af opinberum aðilum á 190 ára sögu sinni, þrátt fyrir ötult starf í þágu íslenskrar menningar. Því vekur athygli að bókaútgáfan Lögberg og fasteignasalan Eigna- miðlunin skuli fljóta með bók- menntafélaginu í þessari röksemda- færslu. Lögberg er 5 ára einkafyrir- tæki og Eignamiðlunin er 30 ára fasteignasala. Til þess að gera sér grein fyrir verðmæti lóðarinnar að Lækjar- götu 4 er fróðlegt að líta á sögu hennar. Seðlabankinn keypti lóð- ina, ásamt húsum, á sínum tíma á 12 milljónir króna og ráðgerðu for- ráðamenn bankans að reisa þar framtíðarhúsnæði hans. Eftir því sem starfsemi Seðlabankans þand- ist út varð ljóst að það yrði helst til of þröngt um hann á lóðinni. Því fór bankinn í makaskipti við Reykjavík- urborg og fékk hús Thors Jensen að Fríkirkjuvegi 11 og Hallargarðinn í skiptum fyrir Lækjargötu 4. JAFNDYR LÓÐ OG ÞRIÐJUNGUR ARNAR- HÓLS Þó það snerti sögu Lækjargötu 4 ekki nema óbeint er rétt að rekja að- eins áfram byggingaáform Seðla- bankans. Bankinn skaut ekki rótum á Fríkirkjuveginum og forráðamenn hans leituðu aftur eftir makaskipt- um við borgina. Eftir þau skipti eignaðist Seðlabankinn lóðina við (og á) Arnarhól, sem hann síðar byggði á. Sögulega eru því verðmæti lóðar- innar að Lækjargötu 4 álíka og Frí- kirkjuvegar 11 og Hallargarðsins eða þriðjungs af Arnarhóli. Upp- reiknað kaupverð Seðlabankans á Lækjargötu 4 er um 60 milljónir á núvirði. Til viðmiðunar má einnig geta þess að Reykjavíkurborg ráðgerir nú að kaupa lóð trésmiðjunnar Völ- undar á Klapparstíg á um 50—60 milljónir króna. Eins og áður sagði þarf bók- menntafélagið, Lögberg og Eigna- miðlunin að greiða gatnagerðargjald fyrir lóðina. Það er reiknað út frá rúmmáli þeirra húsa sem byggð verða á lóðinni. Samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir Kvosina, sem ný- lega var samþykkt í skipulagsnefnd borgarinnar og er á hraðferð í gegn- um kerfið, er heimilt að byggja tvö hús á lóðinni. Annað snýr að Lækj- argötu og er ráðgert sem 5 hæða, en hitt er á baklóðinni og er áætlað að það verði 4 hæða. Samkvæmt þeim húsum sem Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson, höfundar skipulags- ins, hafa teiknað á lóðina yrðu gatnagerðargjöldin í hæsta lagi 1,7 milljónir kr. GRÍÐARLEGUR HAGNAÐUR Þeir byggingaverkfræðingar sem HP ráðfærði sig við, töldu að bygg- ingakostnaður þessara húsa gæti hlaupið á 25—40 milljónum króna, og færi það eftir því hversu mikið væri lagt í húsin og hagkvæmni við byggingu þeirra. Markaðsverð á húsunum er hins- vegar á bilinu 60—80 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum fasteignasala. Því er ekki óvarlegt að reikna bókmenntafélaginu, Lög- bergi og Eignamiðluninni um 25—40 milljón króna hagnað af byggingaframkvæmdum á lóðinni. Byggingaleyfi borgarinnar var með fyrirvara um eignarfyrirkomu- lag á bílageymsluhúsi undir lóðinni. Ekki er frágengið hvort leyfishafar standi straum af byggingu bíla- geymslunnar eða hvort þeim verður gert að greiða vegna hennar gjald til borgarsjóðs. Byggingakostnaði og söluverði á bílageymslum er því sleppt í dæminu hér að ofan. 20 ÁRA HUSNÆÐIS- SAGA En hvernig stendur á því að fast- eignasala og bókaútgáfa í einkaeign flýtur með Hinu íslenska bók- menntafélagi í þessari lóðaúthlut- un? Það á sér langa forsögu, eða allt frá því að Eignamiðlunin og bók- menntafélagið leigðu saman hús- næði af ríkissjóði í Vonarstræti. Eig- endur Eignamiðlunarinnar eru Unn- steinn Beck og Sverrir Kristinsson, lögfræðingar, og er sá síðarnefndi jafnframt bókavörður Hins íslenska bókmenntafélags. Þegar síðan bók- menntafélagið keypti hús í Þing- holtsstræti fyrir nokkrum árum fylgdi fasteignasalan með og hefur verið leiguliði þar síðan. Samkrull þessara aðila varð síðan enn flóknara eftir að Sverrir Krist- insson stofnaði bókaútgáfuna Lög- berg og fór að gefa út ljósprentanir af fornum handritum. Nú rekur bók- menntafélagið og Lögberg sameig- inlega verslun við Þingholtsstræti og innaf versluninni er fasteignasal- an Eignamiðlunin. FASTEIGNASALAN FÆR 15—20 MILLJÓNIR KRÓNA Þegar HP innti Sverri Kristinsson eftir því hver yrðu skipti hans fyrir- tækja og bókmenntafélagsins á eignaraðildinni í fyrirhuguðum hús- um við Lækjargötu, sagði Sverrir að það væri enn ekki frágengið. HP hefur hinsvegar fyrir því heimildir að í viðræðum þessara aðila hafi verið rætt um að bókmenntafélagið fengi 38% og Eignamiðlunin 62%. Ef það reynist rétt er ljóst að borg- arráð hefur fært fasteignasölunni um 15—25 milljónir króna á silfur- fati í nafni menningarinnar. Þórólfur Halldórsson, lögfræðing- ur hjá Eignamiðluninni, keypti sig nýverið inn í fyrirtækið. Samkvæmt heimildum HP keypti hann þriðj- ungshluta af fasteignasölunni á 3,5 milljónir króna. Það söluverð er langt yfir markaðsverði á fasteigna- sölum og ekki er ólíklegt að hann hefði fengið allt fyrirtækið fyrir þessa upphæð ef ekki kæmi annað tii. Það er því ljóst að lóðaúthlutunin hefur gert Eignamiðlunina mun verðmætari fyrirtæki en hún var áður. LÓÐAMÁL EIGNA- MIÐLUNARINNAR Þegar borgarráð afgreiddi fyrir- heitið lágu umsóknir um lóðina frá tveimur öðrum aðilum fyrir ráðinu. Jón Ólafsson í Sktfunni hafði falast eftir lóðinni og Ármann Ármanns- son í Armannsfelli hafði boðið 5 milljónir í byggingaréttinn, sem fyrsta tilboð. Þessum aðilum var hafnað og því var einnig hafnað að óska eftir tilboðum í byggingarétt- inn. Lóðamál Eignamiðlunarinnar komust lítið eitt í fréttir í sumar er hún seldi Joni Ólafssyni, bygginga- meistara, lóð sína að Bergstaða- strœti 15. Eignamiðlunin hafði feng- ið samþykkt í borgarkerfinu mjög hátt byggingahlutfali á þessari lóð og söluverð hennar var við það mið- að. Þegar hins vegar Jón Ólafsson hugðist hefja framkvæmdir dró fé- lagsmálaráðuneytið byggingaleyfið til baka á þeim forsendum að bygg- ingahlutfallið væri alltof hátt. Jón krafðist þá lækkunar á kaupverðinu af Eignamiðluninni en því mála- vafstri er enn ekki lokið og ekki út- séð um hverjar verða lyktir þess. MÁTTVANA ANDSTAÐA MINNIHLUTANS Eins og áður sagði samþykkti borgarráð fyrirheitið án mótat- kvæða. í borgarráði sitja 4 sjálfstæð- ismenn og 1 fulltrúi minnihlutans, og sat Kristín Á. Ólafsdóttir þennan fund sem varamaður. Sjálfstæðis- mennirnir greiddu atkvæði með til- lögunni en Kristín sat hjá. Þar sem tillagan fór í gegnum borgarráð í sumarleyfi borgarstjórnar hefði ekki verið fært að fá málið til um- fjöllunar þar nema með því að krefj- ast þess að kvaddur yrði saman aukafundur í borgarstjórn. En fulltrúar minnihlutans á fund- inum, bæði Kristín og áheyrnarfull- trúarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Alfreð Þorsteinsson, virðast ekki hafa verið fyllilega sátt við þessa út- hlutun ef marka má bókanir þeirra á fundinum. Ingibjörg Sólrún lét bóka að hún teldi óeðlilegt að Reykjavíkurborg afsalaði sér með þessu einu lóð sinni sem enn væri óráðstafað í Kvosinni, sérstaklega með tilliti til þess að Kvosarskipu- lagið væri enn ekki samþykkt og Lækjargata 4 því eina lóð borgar- innar sem hægt væri að hlaupa upp á ef gera þyrfti breytingar á skipu- laginu. Kristín Á Ólafsdóttir tók undir þessi viðhorf Ingibjargar í sinni bókun. Alfreð Þorsteinsson lét bóka að sér þætti eðlilegt að óskað yrði eftir tilboðum í lóðina, svo allir þeir sem áhuga hefðu á henni sætu við sama borð er henni yrði úthlut- að. f ANDSTÖÐU VIÐ „STIGAHLÍÐAR- STEFNUNA" Þrátt fyrir þessar bókanir rann byggingaleyfið í gegn með atkvæð- um sjálfstæðismanna og hlutleysi Kristínar. Afstaða Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli er eftirtektarverð þar sem flokkurinn hefur haft stefnu í lóðaúthlutunum sem er í nokkurri andstöðu við þessa samþykkt. Sjálf- stæðismenn óskuðu á sínum tíma eftir tilboðum í lóðirnar í Stigahlíð, sem frægt er orðið, og lýsti því þá yfir að hér væri um stefnumörkun að ræða. Stigahlíðarlóðirnar seldust á um þreföldu gatnagerðargjaldi. Fyrsta tilboð Ármanns í Ármanns- felli virðist því hafa verið miðað við þá útkomu. Þar sem Stigahlíðarlóðirnar fóru á þreföldu gatnagerðargjaldi er ekki ólíklegt að ætla að Lækjargata 4 hefði getað farið á um 5—10 földu gatnagerðargjaldi þar sem verð- mæti þeirrar lóðar á frjálsum mark- aði er margfait meira en Stigahlíðar- innar. Sá fyrirvari var á byggingaleyfi bókmenntafélagsins, Lögbergs og Eignamiðlunarinnar að Kvosar- skipulagið yrði samþykkt. Nú virð- ist allt benda til að svo verði. Þar sem hvorki fyrirtæki Sverris né bókmenntafélagið eru bygginga- verktaki er ekki ólíklegt að þessir aðilar afsali einhverjum slíkum tveimur hæðum í húsunum gegn því að hann reisi húsin. Eftir sem áð- ur verður tekjuafgangurinn nógur. 12 HELGARPÓSTURINN eftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smartj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.