Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 26
• • AFLOGUM REGLUM OG TÁNINGUM Catholic Boys: ★★ Bandarísk, árgerð 1985. Leik- stjórn: Michael Dinner. Framleið- endur: Dan Wigutow og Mark Carliner. Handrit: Charles Purp- ura. Aðalhlutverk: Andrew Mc- Carthy, Kevin Dillon, Mary Stuart Masterson, Donald Sutherland, John Heard. Catholic Boys er frumraun Michael Dinners sem leikstjóra. Hann velur þann kostinn að segja frá lífi og leik í kaþólskum drengja- skóla í Brooklyn árið 1965. Hér er þó engan vegin á ferðinni gamla gaggótuggan sem við höfum svo oft séð, heldur mun dýpri mynd með mannlegum tilfinningum og trúverðugum persónum sem allir kannast við úr eigin reynsluheimi. Að vísu eru persónurnar ekki nýj- ar af nálinni; við höfum töffarann, feita strákinn og gáfnaljósið, grall- arann, eitthvað af stelpum, auk hetjunnar sem alltaf bregst rétt við. Hins vegar eru persónurnar það sterkt mótaðar að með fág- aðri leikstjórn Dinners kemst efni- viðurinn nokkuð vel til skila. Einn- ig ná aðalleikararnir að setja sig mjög vel inn í tíðarandann og gera persónum sínum góð skil. A þetta sér í lagi við um Andrew McCarthy sem virðist vera einn efnilegasti leikarinn í Hollívúdd í dag. Sumsé, ailra þægilegasta gaggómynd. Year of the Dragon: ★★★'/2 Bandarísk, árgerð 1985. beik- stjórn: Michael Cimino. Framleið- andi: Dino de Laurentiis. Handrit: Oliver Stone og Cimino eftir sögu Robert Daley. Aðalhlutverk: Mickey Rourke, John Lone, Ariane. Eftir hina ansi hreint umdeildu mynd Michael Ciminos, Heaven’s Gate, liðu heil fimm ár þar til þessi fyrrverandi Óskarsverðlaunahafi lagði í að setjast í leiktjórastólinn að nýju. Þá er líka ekkert varið að halda sig á rólegu nótunum, heldur fer Cimino í löggu-bófa leik í Kína- hverfinu í New York með tilheyrandi hasar. í lið með sér hefur hann feng- ið úrvalsmenn á hverjum pósti. Dino de Laurentiis skaffar dollar- ana, Oliver Stone sér um að hvergi sé dauður punktur í handritinu og að nóg sé blótað í samtölunum, og tónlist David Mansfields fellur sér- lega vel að frábærlega filmuðu og klipptu verkinu. Aðalleikararnir standa sig einnig með sóma. John Lone er frábær sem gangsterinn og Mickey Rourke stórkostlegur í hlut- verki löggunnar. Alveg furðulegt að kappinn skuli ekki hafa fengið svo mikið sem tilnefningu í Oskarsverð- launakapphlaupi þeirra fyrir vest- an, á meðan myndir á borð við Out of Afrika sópa að sér styttunum. Svo taka áhorfendur mark á þessu bulli. Ef finna á myndinni eitthvað til for- áttu þá er það einna helst að sum aukahlutverkin eru dulítið kjánaleg og allt að þvi barnalega fram sett. Með aðeins meiri vandvirkni hefði Cimino jafnvel getað náð í skottið á Deer Hunter hvað gæði snertir. -Þ.Ó. The Choirboys: ★★★ Bandarísk, árgerð 1977. Leikstjóri: Robert Aldrich. Handrit: Joseph Wambaugh eftir eigin skáldsögu. Aðalhlutverk: Charles Durning, Louis Gossett jr., Perry King, Don Stroud, Tim Mclntire, James Woods, Randy Quaid og Burt Young. í „Kórdrengjunum” fjallar Robert Aldrich um störf og leik lögreglu- manna í Los Angeles. Það síðar- nefnda felst í svokölluðum kóræf- ingum þar sem hópurinn kemur saman, annað hvort heima hjá ein- hverjum þeirra eða í almennings- garði og drekka sig blindfulla með öllum tilheyrandi prakkarastrikum og fíflalátum. Joseph Wambaugh (starfaði sem lögga í 14 ár áður en hann snéri sér að skriftum, t.d. The New Centurions, The Onion Field) segir að þessi mynd sé sú raunsæj- asta um líf lögreglumanna í Los Angeles sem hann hefur skrifað. Fyrri hluti myndarinnar sem er að- allega um löggurnar utan vinnu- tímans og „kóræfingarnar" er oft á tíðum drepfyndinn en um miðbikið verður vendipunktur í myndinni þegar tveir af kórdrengjunum kom- ast óvart að því að félagi þeirra er masókísti sem hefur samneyti við vændiskonu. Eftir það verður myndin hádramatísk og ekki síst eft- ir að einn kórdrengjanna skýtur kynhverfan ungling voðaskoti á kóræfingu. Reynir þá virkilega á vináttu þeirra og hvernig þeir bregðast við vandamálum hvers annars. Að öðrum ólöstuðum stend- ur Don Stroud sig best í leikaraliðinu en hann er sá sem var svo óheppinn að heypa af voðaskotinu. Robert Aldrich bregst ekki frekar en fyrri daginn með þessari feikigóðu mynd. -J.S. The Onion Field: ★★★ Bandarísk, árgerð 1979. Leik- stjórn: Harold Becker. Aðalhlut- verk: John Savage, James Woods, Franklyn Seales, Ronny Cox, Ted Danson. Laukakurinn er sönn saga eftir Joseph Wambaugh og greinir frá lögreglumorði í Los Angeles fyrir rúmum 20 árum síðan. Við fylgj- umst með tveimur smákrimmum á leið í ránsför þegar lögreglan stöðv- ar þá. Það dregur dilk á eftir sér og myrða þeir aðra lögregluna með köldu blöði á laukakri nokkrum rétt utan við borgina. Úr þessu hefjast heljarinnar réttarhöld með alvar- legum afleiðingum og vakti saka- mál þetta mikla athygli í Banda- ríkjunum á sínum tíma. Það sem er einna athyglisverðast við þessa mynd er hvernig handrita- höfundur og leikstjóri taka á efni sem þessu, og hefur maður það á til- finningunni að hér gefi að líta mjög HMMnauB TOO SCARED TO SCREAM V' l 1v .. 4 v.S»y« ■ fciia Jaao-y' Wahwi _ FALSE WITNESS CLARK GABI.E VIVIEN IJilGH ÆSI.IE HWVARl) OI.IVIA de HAVIUAND GONE WITH THE WIND 50LUTURMIMI1 MATEIOSVEOI 52 5ÍMI 21487 6 GÓÐAR FRÁ HQME VIDED DREIFING myndbönd 686545 - 687310 ÞE55AR MYMDIR EA5T MJA OKKUR 50LUTURHII4M MATEIQ5VEQI 52 5ÍMI 21487 TMIi , ~ 1=11=71-1 if MISSil.lE WOMEN OF SAN QUINTEN GYMKATA THE FIFTH MISSILE 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.