Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 21

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Síða 21
eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart RUGLUDALLUR EG ER Einar Örn er aö eigin sögn gangandi skólprœsakerfi, sífróandi fólki med því aö öskra ofan íþaö eigin texta, en getur hvorki skrifaö né sungiö, á jafn- vel í brösum meö mannleg samskipti. Ekki bœtir úrskák aö hann er lœröur fjölmiölafrœöingur sem er uppsiga viö fjölmiöla en meö sjálfan sig á hreinu: sérsigsem mikinn leiötoga sem œtlar aö leiöa þjóöina í kúk og kaos komist hann til valda. Þaö liggur í augum úti aö þessi ungi maöur er drullu- sokkur og rugludallur, hann er meira aö segja svo smekklaus aö hreykja sér af þessum nafngiftum. Ein gott aö hann þekki sinn vitjunartíma! Til upplýsingar þeim sem hafa verið kyrfilega ofanjarðar allt sitt líf skal tekið fram að Einar Örn Benediktsson er búsettur í London þar sem hann lauk námi í fjölmiðlafræði síðastliðið sum- ar. Nú er hann aðallega húsfriðill og eldar mat sem hann kallar kaos og panik ofan í konu sína sem les eðlisfræði, jafnframt því sem hann skýst í hljóðver til að vinna að fyrstu breiðskífu Sykur- molanna, „Life is too good". Blöðrustrákurinn En fyrir skemmstu tyllti Einar Örn sér niður á tá á heimalandi sínu til að fylgja úr hlaði fyrstu smáskífu sömu hljómsveitar, Einn mol'á mann, og tveimur ljóðabókum tveggja meðlima Sykur- molanna, þeirra Braga Ólafssonar og Þórs Eld- on. Hið nýstofnaða fyrirtæki Smekkleysa sm/sf kom öllum þessum vörum á markaðinn eftir þar til gerðu holræsakerfi. Af þessu margfalda til- efni efndu Smekkleysingjar til skemmtikvölds í Duus húsi föstudaginn 21. nóvember. Þar var mikið um dýrðir: Kama-sutra sýning, loftblöðr- ur, upplestur og tónleikar. Heiðursgestir sam- komunnar var grænlensk togaraáhöfn og kvaddi einn þeirra sér hljóðs. Milli atriða stóð Einar Órn í ströngu sem frið- arstillir því ástkonur þriggja tíma í lífi eins til- staðarverandi karjmanns fóru í hár saman; um tíma þurfti Einar Örn svo að leita hælis frammi í eldhúsi á flótta undan ástsjúkri konu, en með smekklegri lagni tókst honum að bera klæði á vopnin. En á laugardeginum segist hann hafa verið ansi hreint þreyttur, leið eins og persónu í leikriti eftir Harold Pinter. Skildi ekki orð af því sem fram fór í kringum hann. Á sunnudeginum er hann aftur sólarmegin í lífinu og við sötrum saman hádegissúpu á Hótel Borg, höfum greinilega lent aftur í réttu leikriti því um leið og fyrsta súpuskeiðin er tekin geng- ur grænlenska skipshöfnin prúðbúin fyrir glugg- ann sleikjandi ís í brauðformi á leið á barinn. ,,Ég verð alltof upptjúnaður þegar ég kem og stoppa svona stutt og þarf að gera milljón hluti í einu,“ segir Einar Örn bernskur og bláeygur á svip. „Annars er ég búinn að vera frekar prúður í þessari millilendingu nema fyrsta kvöldið. Þá var gæi sem ögraði mér á leiðindastað og sam- skiptum okkar lauk með því að ég sparkaði í hann. Það eina sem ég veit um hann er að hann er í hulduher einhvers og félagar hans báðu mig um að hætta þessu af því að hann væri bölvaður aumingi. Þetta stopp er þó hátíð hjá því sem var hjá mér í vor þegar ég var hér í tvo sólarhringa í tilefni af einskonar kveðjutónleikum Kuklsins og svo aftur í ágúst jafnstutt út af tónleikum Þukls og upptöku sjónvarpsþáttar. Þá lenti ég í því að komast ekki úr stígvélunum í 48 tíma og ákvað að fara ekki úr þeim fyrr en ég væri kominn með blöðrur á fæturna. En ég átti erfitt með að nálg- ast annað fólk því það myndi vita að ég væri blöðrustrákurinn." Húðlatur með helbera sjálfsást — Erlu ofbeldisseggur fyrst þú getur fengið af þér ad sparka í menn? „Nei, ég er sfeí'/hræddur við ofbeldi," svarar Einar Örn og fær gæsahúð þrátt fyrir heita súp- una. „Ég bregst bara stundum svona við í sjálfs- vörn. En til þess að koma mér til að gera það sem ég vil gera þarf ég aftur á móti að beita sjálf- an mig ofbeldi af því að ég er húðlatur, og hald- inn helberri ást á sjálfum mér. Ég er ekki extró- vert, en hef þurft að æsa mig upp til að gera all- an þennan andskota sem ég hef gert af mér.“ — Þad er dálítið spaugilegt að ýmsir skuli ríf- ast um hvort Sykurmolarnir, Medúsa og Smekk- leysa sem eru mengi sem skarast mjög séu ofan- jaröar- eða neöanjarðarfyrirbœri. / Duus húsi gekk t.d. Páll Stefánsson Ijósmyndari um og var að taka mynd í „neðanjaröargrein" fyrir Iceland Review... „Auðvitað erum við fullkomlega ofanjarðar, allt sem við gerum fer fram fyrir opnum tjöld- um,“ svarar Sykurmolinn. „En af því að við veitt- um fyrstu Smekkleysuverðlaunin um daginn hafa einhverjir sjálfsagt búist við að sjá afhaus- aðar hænur, ber brjóst og píkur. En þetta var aft- ur á móti mjög smekklegt sjóv. Kannski ruglar það fólk í ríminu að við erum ekkert voðalega kommörsíal. Aðgangseyririnn að þessu skemmtikvöldi var t.d. bara 150 krón- ur, og á meðan við seljum nógu margar plötur til að eiga fyrir upptökukostnaði erum við ánægð. Það er alveg rétt, ég hef svo heyrt að nú sé Sjón meira ofanjarðar en við af því að hann var að gefa út bók hjá virðulegu forlagi. En nú gerir hann myndirnar í ljóðabókina hans Þórs. Þýðir það þá að Sjón sé kominn aftur til okkar eða að Þór er orðinn meira ofanjarðar en áður? Þetta er auðvitað skilmissingur. Það er ekkert konflikt í okkar hópi.“ — Nú hefur spurst að þú sért að fara að gefa út bók á nœstunni. Hvernig verður hún? Nú kemur skelfingarsvipur á Einar Örn. „Svei mér þá, ég veit það ekki. Meðan ég var með Purrki Pillnikk tókst mér að skrifa fullt af text- um, koma hugsun minni óbrenglaðri á framfæri. Síðan hefur sá hæfileiki horfið smám saman. En stundum hrjóta út úr mér gullkorn, en þegar ég ætla að skrifa þau niður er ég búinn að gleyma þeim. Þess vegna hef ég skipað þá Braga og Þór konunglega yfirskrásetjara því ég sé mig sem mjög mikinn leiðtoga, þótt ég sé óttalegur ruglu- dallur." Spermi á tölvudiski „Bókin, já. Ætli ég steli ekki bara úr öllum bókum sem ég hef lesið og gefi hana út á tölvu- disk undir skáldanafni mínu, Spermi. En ástæð- an fyrir því að ég ætla að gefa út texta er sú að mér blöskrar svo þessi vitleysa sem allir eru að hamra á: að íslenska samfélagið sé það besta í heiminum. Þessir hálfvitar sem eiga að hafa vit fyrir okkur hugsa ekki heila hugsun. En ég get ekki rökstutt það af því að ég er rugludallur!" — Ertu þjakaöur af þessar pólitísku þreytu eða þunglyndi sem einkennir svo marga afþinni kynslóð? „Lokaritgerðin mín í fjölmiðlafræðum fjallaði um ný og breytt útvarpslög og sögu útvarpsins á íslandi. Leiðbeinandi minn sagði að ályktanir mínar væru allar í anda anarco-syndikalisma sem mér finnst mjög spaugilegt. Ég hugsa mikið um pólitík og nota kosningaréttinn, merkilegt nokk, en mér er illa við þennan flokkspólitíska status quo sem allt miðast við að halda. Það eina sem breytist í þjóðfélagsumræðunni er tónteg- undin sem lagið er spilað í. Kannski er það mitt þroskaleysi eða ofþroski að ég hef innsýn inn í líf einstaklingsins per se en vil ekki verða partur af heild. Einu sinni sagði Jóhamar þegar einhver hafði gefið honum kaffi og sígarettu: Life is too good. Þetta er alveg rétt. Lífið er of gott til að eyða því á einhverja heild. Maður á að eyða því fyrir sjálf- an sig.“ — Er þá ekki ákueðin þversögn í því að lífþitt skuli mikið tilganga út á að miðla einhverju sem þú hefur á tilfinningunni að skipti máli? „Jú, það liggur í augum úti fyrir svona skil- greiningarmanneskjur eins og þig. En ég hata skilgreiningar," segir Einar Örn blíðum rómi. „Allt sem ég hef gert hef ég gert út af tilfinninga- semi. Ef ég segi ullabjakk á alla flokkspólitík er það af því að ég skil ekki þann drifkraft sem fólk nýtir sér til að flokka alla eftir vinstri, hægri og miðju. Því verð ég ferlega reiður þegar vinstra fólk svokallað vill eigna sér það sem við erum að gera. Það er skilmissingur. Pólitíkin hér er í hnotskurn: Sautján manns upp á dauðs manns kistu, hæ, hó, og romm- flaska með! Ég neita að láta skilgreina mig, láta aðra eiga mig, og sagði ekki Megas: Ég á mig sjálf?“ Frumlegur á smekklegan hátt — En nú fœr maður ekki betur séð en margir aðdáendur láti sem þeir eigi í þér hvert bein? „Eg vil heldur ekki skilgreina þá? segir Einar Örn snöggt. „En hlutskipti mitt er oft erfitt. Mað- ur sem ég met mikils sagði við mig eftir sjóvið á Duus húsi að ég ætti bara að hætta við tónlist- ina og gerast kómíker. Það er voðalegt að þurfa að fróa fólki sem ýmist kemur til að skemmta sér eða láta sér leiðast, í heilli dagskrá. Að reyna að vera frumlegur á mjög smekklegan hátt. Það er ótrúlega erfitt að sameina húmor og smekk- leysu. Eg veit svo sem ekki hvers vegna ég er að gefa út plötur og fréttatilkynningar sem Mogg- inn neitar að birta. Ætli mér þyki samt ekki gam- an að þessu...“ — Þú hefur m.a. verið kallaður „Útvarp Ang- istarinnar". Líta einhverjir til þín til spámanns eða véfréttar? „Stundum er ekki frítt við það,“ svarar Einar Örn mæðulegur. „Nú verður rugludallurinn dapur. Ein stelpa sem ég var með í skólanum varð t.d. hissa þegar hún komst að því að ég hafði verið giftur í tvö ár, sé svo útúrstabíll að ég og konan mín áttum sjö ára sambandsafmæli í ár. Þessi stelpa hélt að ég væri erkitýpa hins reiða unga manns og ætlaði að stilla mér upp á gjárbarminum: Einar Örn, segðu mér... Kannski stafar þessi afstaða fólks af því að það er frústreraðra en ég.“ Hann hefur ekki fengið það nýverið — Þú talar um tilfinningasemi.. . „Já. Það hefur oft komið mér í koll að sýna eitthvað í ætt við tilfinningasemi. .. En hún er bara innra með mér og ef ég sýni hana hef ég gefið á mér höggstað. Það þykir víst ósæmilegt fyrir karlmenn. Þá kemur fólk með þessar bil- legu skýringar sínar: Hann hefur ekki fengið það nýverið. Er ekki alltaf sagt að konur séu með túraverki ef þær detta út úr rullunni?" — Öll leikrit eru semsé ekki jafn skemmti- leg.. . „Nei, það er víst alveg áreiðanlegt! Ég forðast að vera innan um fólk sem þekkir mig ekki en veit hver ég er. Það kallar mig Einar Örn en ég get ekki kallað það neitt af því að ég þekki það ekki. Ég forðast slíkt fjölmenni, get orðið gjör- samlega paranoid. Aftur á móti þarf ég að vera nálægt öðru fólki sem ég þekki og það er líka fullt af fólki sem mig langar til að hitta en hitti aldrei af því að ég veit ekki hvernig ég á að kom- ast inn í kokteilhringana. Ég vildi geta talað meira við fólk án formerkja, ég vil ekki vera í rullum sem skuldbinda mig. Ég skil ekki svoleiðis leikrit. Ég vil segja það sem ég vil koma á framfæri og ekkert annað. Oft er erf- itt að sýna fólki trúnað af því að maður veit ekki hvar það getur endað." Fólkið á næsta borði pantar sér svínasteik í sunnudagsmatinn og þá minnist Einar Örn manns sem rekur eitt stærsta svínabú landsins, af ást til þessara ferfætlinga: „Búið er tæknilega mjög fullkomið, og hann reisti það af því að honum þykir svo vænt um svín. Dauðdaginn á að vera þeim næstum sárs- aukalaus. Af þessu dreg ég þá ályktun að fyrst ég elska konuna mína eins mikið og ég geri þá eigi ég að drepa hana næst þegar ég hitti hana. Crime de passion. En það yrði örugglega mis- skilið og ég settur í fangelsi. ..“ Upplýsingaöldin er skilmissingur — En hvers vegna fórstu í fjölmiðlafrœði, þú sem hatar dagblöð? „Ég fór eiginlega í þetta óvart. Og um leið og ég var byrjaður varð þetta tískufag, og farið var að tala um að við lifðum á upplýsingaöld. En ég held að upplýsingastreymi hafi aldrei verið jafn slæmt, allir eru í því að fela hluti, koma fram með maska. Helgarpósturinn er búinn að standa sig vel í að segja frá staðreyndum. Ég get rétt ímyndað mér að þessi upplýsingaöld sé al- gjör skilmissingur: því meira sem við vitum þeim mun erfiðara er fyrir okkur að taka þátt í þessu leikriti. Þess vegna heimtar fólk til dæmis alltaf að þeir sem láta taka við sig blaðaviðtöl berstrípi sig, að hver yfirbjóði annan í játning- um. En af hverju er t.d. ekki hugleitt að AIDS sé rannsóknarstofuslys? Af hverju er verið að hengja homma? Þá dettur mér Sjón vinur minn í hug þegar hann sagði eitt sinn við dyraverðina í Safari: Er þetta staðurinn þar sem hesbíum og lommum er bannaður inngangur? Dyravörður- inn hjólaði samstundis í hann og Sjón beit hann í lærið. Svo kom löjggan auðvitað á vettvang og hann beit hana. Eg tek það fram að Sjón er hvorki lesbía né hommi en má aftur á móti ekk- ert aumt sjá...“ Nú er Einari Erni greinilega orðið heitt í hamsi eðlun málsins samkvæmt svo vitnað sé til eins texta hans: „Og gamanlaust, hvers vegna benda fjölmiðlar ekki á að fyrir hverjar 60 krónur sem vestrænar ríkisstjórnir verja til líknarmála í þriðja heiminum skuli hann borga 120 krónur til baka í vexti og fleira? Það er kominn tími til að alþýðan hætti að vera með samviskubit út af mistökum ríkisstjórna. Hungur í þriðja heimin- um er ekki mitt mál. Ég er búinn að kjósa til Al- þingis og ætlast til þess að það fólk sem ég kýs ráðstafi mínum skattpeningum skynsamlega, t.d. til þriðja heimsins. Þess vegna dettur mér ekki í hug að gefa til góðgerðarstarfsemi, því ef þetta væri réttur heimur væru allir okei!" Áróðursstöð fyrir betra mataræði lífsviðurværi og brjálæði — En nú er einn liðurinn á stefnuskrá Smekk- leysu að koma á fót útvarpsstöð. Hvernig sérðu hana fyrir þér? „Útvarpsskrattann, já. Ég hef ekki hugmynd um hvernig við fjármögnum dæmið, en það verða a.m.k. þrír lærðir fjölmiðlafræðingar sem starfa við hana. Við ætlum ekki að útvarpa 24 tíma á sólarhring en þetta verður áróðursstöð fyrir betra mataræði, lífsviðurværi og brjálæði. Bylgjan blómstrar ekki síst af því að þar situr fagmaður við stjórnvölinn. En ríkisstöðvunum er aftur á móti stjórnað af pólitískum bleðlum í hlutastarfi. Það er ekki nema von að sé glímu- skjálfti í veðurfræðingum og menntaskólakenn- urum sem þurfa að passa vel að flokkadrættirnir riðlist ekki! Okkur liggur ekkert á með útvarpsstöðina. Ef hún verður ekki að veruleika verður þetta bara fallegur draumur. Hann er alveg jafn fallegur og raunveruleikinn og veldur síður magasári." — Fjölmiðlafratið er semsé ekki algert? „Nei, fjölmiðlafræðingurinn á sér ónýttan draum um útvarpskraftinn. Annars er það alveg rétt hjá þér að ég sé gangandi þversögn. Ég heimta að mínar óskir séu uppfylltar með því að ákveða hvað skuli gera, en síðan feila ég oft í því að gera það sem fólk vill að ég geri. Þar með er ég orðinn helvítis drullusokkur. Ég er líka mjög slæmur hlustandi og finnst því gott að aðrir hlusti á mig bulla. Það er líka þver- sögn í því fyrst ég vil ekki hlusta á þá. Samt sem áður held ég að þetta verði ekki tóm leiðindi ef okkur tekst að koma Útvarpsskrattanum á fót.“ — Áttu þér ekki fleiri drauma? „Jú, Hólsfjöllin heilla," segir Einar Örn fölur og interessant. „Árni einasti bróðir minn hefur búið þar og ætlar nú að taka yfir eyðibýli norður við íshaf. Eg vildi gjarnan eiga þess kost að njóta með honum einangrunarinnar. Ég held ég meini þetta. Ég brotna að vísu stundum saman en ég held líka að ég sé með sjálfan mig á hreinu. Ann- ars væri ég kominn á hæli.“ En nú þarf viðmælandinn að fara og kasta kveðju á föður sinn Benedikt Árnason leikstjóra áður en hann heldur aftur utan tii London í bítið næsta morgun, dregur upp átta tegundir af greiðslukortum sem hann biður mig að velja úr því súpuna skal hann borga sem smekklegur sjentilmaður.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.