Helgarpósturinn - 04.12.1986, Side 34

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Side 34
 Jazzhus Montmartre Tíu ár í Norregade Jazzhus Montmartre hefur starf- aö í tíu ár í gamla Adlon salnum í Nörregade í Kaupmannahöfn. Það var veitingamaðurinn KaySigvard Clausen Sörensen sem hóf rekstur- inn í Nörregade, en áður var Montmartre til húsa í helmingi minni sal í Store Regnegade undir stjórn Herluf Kamp-Larsens. Kay var ekki sterkur í djassinum þegar hann hóf reksturinn — hafði helst gaman af dixílandi og átti skífu með Papa Bue og Liller — en hann hefur lært sitt af hverju síðan. Aft- urá móti kunni hann að reka veit- ingahús og það gerði gæfumun- inn. í upphafi fékk Kay, eða Jazz- Kay einsog hann var nefndur, vegna þess að hann vissi ekkert um djass, 120 þúsund danskar krónur í styrk frá menntamála- ráðuneytinu. Kay bauð mennta- málaráðherra út aö borða og rétti honum ávísunina með þessum orðum: „Þakka traustið! Hér færðu ávísunina aftur, ég hef ekk- ert við hana að gera.“ Það eina sem menntamálaráðherra gat gert var að panta koníak með kaff- inu. Þó hefur Montmartre þegið ríkisstyrk einu sinni. Það var árið 1977 að klúbburinn sótti um styrk til að borga tap af hljómsveitum er fyrirfram var vitað að mikið tap yrði á — og svo er flygillinn sem stendur í Montmartre í eigu menntamálaráðuneytisins og í húsreglum Montmartre stendur skrifað: „Menntamálaráðuneytið hefur lánað Montmartre nýjan flygii — dýrgrip — og það er harð- bannað að leggja frá sér glös á hann eða slá ösku á hann. Þvílík meðferð leiðir til þess að hann verður fjarlægður. Við viljum höfða til ábyrgðartilfinningar þinnar og biðja þig að sýna sam- stöðu með öllum þeim er eiga eftir að leika á hljóðfærið á ókomnum árum. Við viljum ekki alltaf vera syndaselirnir." Frá upphafi hefur Niels Christen- sen verið tónlistarráðunautur Montmartre. í upphafi naut hann aðstoðar Arnvid Mayers, en brátt gat Niels staðið á eigin fótum. Reksturinn varð umfangsmikill og sífellt þörf á fleiri starfsmönnum og nú er Lars Thorborg sá er ræð- ur listamenn ásamt Niels — auð- vitað fylgist Kay grannt með því það getur kostað stórfé að fá hljómsveit eitt kvöld. „Þegar Sonny Rollins blés hér síðast kost- aði hann 100 þúsund krónur. Við vorum með fullt hús — 450 manns og það kostaði 200 krónur inn. Semsagt tap uppá 15 þúsund fyrir utan skatta o.þ.h. En þegar Sonny Rollins býðst til að leika á klúbb er það skylda okkar að fá hann. Þetta var eini klúbburinn sem hann lék í þessari Evrópuferð. Hugsaðu þér þegar Miles Davis lék hér 1982 þá hafði hann ekki leikið í klúbbi síð- an 1961 — og hann lék á dyrnar og kostaði 365 inn. Oscar Peterson lék hér með Niels-Henning og Martin Dres 1981 og það þótti saga til næsta bæjar." (Ath. margfaldið með 5 til 6 til að fá verð í ísl. kr.) „Það er nú meira sem hann Jazz-Kay getur drukkið," sagði reglumaðurinn Eddie Harris er hann kom hingað. „Hann hellir í sig einum bjórkassa einsog ekkert sé!“ En hverjir eru skemmtileg- ustu djassleikararnir í huga Kay Sörensens? „Ja, þeir sem eru bestir vinir mínir eru menn einsog Chet Baker og Elvin Jones, Milton Nascimento 34 HELGARPÓSTURINN og Dizzy Gillespie —- helst þeir sem ég get drukkið svosem eina bjórflösku með. Mér þykir Sonny Rollins líka frábær náungi, ijúfur og góður. Hann stansar hér oft í þrjá daga og þá förum við í Tívolí eða út að sigla á bátnum mínum og þá er konan hans hún Lucille með. Annars er það nú ekki alltaf gott þegar eiginkonurnar eru með í för. Þær eru oftar en ekki vargar sem þurfa að segja manni til synd- anna og halda sig einhverskonar umboðsmenn og svo þola eigin- mennirnir þær ekki. Ymsir gera hér stuttan stans til að sigla með mér á Eyrarsundi. Nascimento, Stan Getz, John Scofield, Brecker brœður, Johnny Griffin, Eddie Lockjaw o.fl. o.fl. hafa siglt með mér.“ Þetta segir Jazz-Kay, en þegar rætt er um reksturinn er best að ræða við Lars Thorborg. „Það eru um 60 manns á launa- skrá hér. Að sjálfsögðu eru margir í hlutastarfi. Við afgreiðslu, fata- gæslu o.s.frv." „Fatagæslu? Hversvegna í and-' skotanum þarf fatagæslu?" spyr ég minnugur margra þungra orða sem fallið hafa þegar gestir hafa verið reknir með frakkana niðrí kjallara þarsem fatageymsla er í stað þess að fá að ganga rakleitt inní salinn. „Lögreglan heimtar það — óg brunavarnaeftirlitið. Þeir segja að ef kvikni í húsinu muni frakkar á stólbökum hefta allt björgunar- starf." Kannski er það eitthvað í líkingu við málið mikla þegar framleng- ingarleyfið var tekið af Mont- martre 1980. Ástæðan var að of margar bjórflöskur þóttu á borð- um — tómar vel að merkja. Lög- reglan sagði slíkt hættulegt ef gestir færu að slást!!! Þessum tuddaskap lögregluyfirvalda var harðlega mótmælt af flestum fjöl- miðlum dönskum og víðar — leið- arar dagblaða meira að segja helg- aðir Montmartre. í leiðara ln- formation stóð m.a. að „ banda- rískir djassleikarar hafi oftlega hrósað klúbbeigendum fyrir að leyfa þeim að leika í friði í stað þess að þjónar væru á ferð og flugi með tómar flöskur einsog í banda- rískum klúbbum. Slíkt er gert í Montmartre í hléum.“ En djassinn sigraði og Mont- martre fékk aftur framlengingar- leyfi sitt enda slíkt staðnum nauð- syn vegna næturdiskóteksins. „Diskóið er líftaug okkar. Þar náum við inn þeim peningum er við töpum á lifandi tónlist. I kvöld leikur tríó Paul Motians. Við borg- um þeim aðeins 500 dollara fyrir kvöldið en eigum ekki von á nema 60 manns. Jrakere, kúbanska stór- sveitin sem lék hér í gærkvöldi, var firnadýr en 250 borguðu sig inn. Þannig gengur það til. Veit- ingareksturinn stendur undir kostnaði við rekstur staðarins en inngangseyrir verður að nægja fyrir launum tónlistarmanna. Ef það gengur ekki upp er voðinn vís — nema diskóið gangi vel.“ Það er ekki bara djass í Mont- martre. Um helgar er rokk og önn- ur rýþmísk tónlist: fönk og blús og salsa. Djassinn yfirleitt á virkum dögum. Margt er hægt að læra af rekstri Montmartre og þá ekki síst að góður djassklúbbur verður að standa á eigin fótum og slíkt verð- ur best tryggt með samvinnu góðs veitingamanns, snjallra djassáróð- ursmanna svo og tónlistarmanna! Ég gleymi því aldrei þegar ég kom fyrst á gamla Montmartre í Store Regnegade þarsem trébekk- ir voru við tréborðin endilöng og leirgrímur störðu á mann bakvið skeggjaðan barþjóninn Harvey Sanders. Þá blésu þar Dexter Gordon og Johnny Griffin. Þegar ég kom fyrst í Nörregade þarsem gipsið huldi veggi og súlur í afbak- aðri álfahöll sat JoAnne Bracken þar við flygilinn. Daginn eftir Dizzy Gillespie og þann þriðja Carla Bley. Þá var nú mikið um að vera. Nú er gipsið horfið sem bet- ur fer og mikið gaman að sveifla sér í takt við kúbanskan djass Irakere. Það eru drengir sem bera lífsgleðina með sér. Hver sem á leið um Höfn verður að eyða einu kvöldi á þessum stað. Þar er alltaf eitthvað að gerast og megi svo verða um ókomin ár. LJÓÐHÚS Sigfúsar Daðasonar skálds gefur út sjötta bókverk Mál- fríðar Einarsdóttur um þessar mundir og nefnist það Rásir dœgr- anna. Málfríður lést 1983, skömmu fyrir útgáfu síðustu skáldsögu henn- ar, Tötru í Glettingi. Rásir dægranna inniheldur eftirlátin handrit skáld- konunnar; ritgerðir hennar, ýmsar hugleiðingar, smáþætti og eina óbirta smásögu, en verkið telur alls á fjórða hundrað síðna. Ljóðhús hóf starfsemi sína 1976 með útgáfu á Ólíkum persónum, æskuverkum Þórbergs Þórðarson- ar. Bókmenntaverk Málfríðar Ein- arsdóttur hefur síðan verið uppi- staðan í útgáfu þessa hógværa bókaforlags, en Samstaða í tilver- unni árið 1977 var hennar fyrsta verk, þó svo það hafi verið skrifað á öndverðum sjötta áratugnum. í bók- inni voru endurminningar og þætt- ir, rétt eins og í tveimur bókum sem á eftir fylgdu, Úrsálarkirnunni 1978 og Bréf til Steinunnar 1981. Árið 1979 birtist hinsvegar fyrsta skáld- saga Málfríðar, Auðnuleysingi og tötrughypja, en skáldsagan Tötra í Glettingi kom haustið 1983 sem fyrr greinir. ÞRÁTT fyrir öra fjölgun glæpa og mannshvarfa hérlendis eru ís- lenskar leynilögreglusögur enn næsta fágætar. Og ekki nóg með það, þá hefur vantað hér illilega góðar afþreyingarbókmenntir sem bæði segja góða sögu og draga jafn- framt upp sannferðuga þjóðfélags- mynd. Því eru það tíðindi að Ólafur Haukur Símonarson skuli nú hafa sent frá sér skáldsögu sem hefur alla burði til að uppfylla þessi skilyrði. Hún heitir Líkið í rauða bílnum og er leynilögreglusaga í víðasta skiln- ingi. Sögusteinn gefur út. Sagan rekur sig úr Reykjavík út í sjávarpláss þar sem hún gerist að mestu leyti. Atburðarásin snýst að- allega um mannshvarf og rannsókn á því. Ungur kennari hverfur spor- laust og annar ungur maður er um síðir sendur út af örkinni til að graf- ast fyrir um hvað hafi orðið af manninum. Þá kemur ýmislegt í ljós. Þetta ku vera skammdegislesn- ing hin besta og ein þeirra spurninga sem varpað er fram í bókinni er hvort heilt þorp geti verið morðingi... Þegar á heildina er litið má þó segja að glæpurinn sé í sókn í ís- lenskum samtímabókmenntum. Málið er bara að fáir höfundar láta sig skipta samtímaglæpi, en heillast þess í stað af glæpum fortíðarinnar, einkum 19. aldar, og fá þannig m.a. tækifæri til að draga upp breiðar aldarfarslýsingar. Og óneitanlega voru ástamálin ólíkt dramatískari í dentíð. Nýjasta verkið í þessa ver- una er einmitt skáldsaga Thors Vilhjálmssonar, Grámosinn glóir, sem hefur hlotið fádæma viðtökur. ÓVÍST er um frekari verkefni Al- þýðuleikhússins á leikárinu, þar sem óvitað er hvort leikfélagið verð- ur inni sem sérliður á fjárlögum fyr- ir næsta ár. Hjá Alþýðuleikhúsinu liggja fimm eða sex umsóknir leik- stjóra um uppfærslur — og eftir því sem HP kemst næst fara þar jafnt ný íslensk verk, ný erlend og gamlir standardar úr leikhússögunni. Sammy Davis jr. fær að taka (trommurnar með Dexter Gordon. Dýrasti listamaður er leikið hefur f Montmartre — Miles Davia Montmartre fyrr og nú — Herluf Kamp-Larsen og Kay Sorensen.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.