Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 33

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 33
Sjálfsauglýsingamennska rithöfunda: SKRÍPALEIKUR EÐA GÓÐ ÞJÓNUSTA? Pessa dagana nœr jólabókaver- tíðin hámarki, séð fyrir endann á út- gáfu þeirra 330 bókatitla sem hér eru gefnir út á nánast 30 dögum! Við slíkar aðstœður er óhjákvœmi- legtað rithöfundar séu mikið ísviðs- Ijósinu. Peir hafa reyndar sett óvenju sterkan svip á fjölmiðlaum- rœðuna þetta útgáfuárið, einkum með tilkomu nýrra miðla. Nú er vitað að höfundum líkar þetta til- stand misvel, sumir neita jafnvel al- farið að taka þátt í því. En sú spurn- ing vaknar hvort þeir verða ekki að taka þátt í slíkri sjálfsauglýsinga- mennsku á fjölmiðlaöld hvort sem þeim er það Ijúft eða leitt, eigi bœk- ur þeirra að fanga athygli lesenda og seljast, og jafnframt hvort vax- andi samkeppni í fjölmiðlaheimin- um hefur ekki í för með sér vaxandi samkeppni rithöfunda um almenn- ingshylli. HP leitaði svara við þess- um spurningum hjá tveimur rithöf- undum, tveimur útgefendum og ein- um auglýsingastjóra. STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR: EÐLILEGT „Það versta við þetta er að þegar maður hefur látið frá sér fullbúið handrit til prentunar hættir maður að hugsa um viðkomandi verk. En tilstandið í kringum útkomu bóka er svo tímafrekt að maður getur illa einbeitt sér að öðrum viðfangsefn- um á meðan af því að maður þarf alltaf að vera að hugsa um bókina gagnstætt vilja sínum. Og í raun og veru segir maður meira um bókina í fjölmiðlum en manni gott þykir. í viðtölum skiptir svo höfuðmáli að sá sem þau tekur sé almennilega í stakk búinn til þess. Þótt allt þetta tilstand geti verið truflandi og tímafrekt finnst mér að maður geti ekki verið þekktur fyrir að reyna ekki að sýna lit að hjálpa eitthvað til með að auglýsa bókina. Því er þetta í raun óleysanlegt vandamál. Nú, ef blessuð bókin gengur vel, eins og mín skáldsaga hefur gert nú í ár , er viss stemmn- ing yfir þessu líka. Og má maður ekki þakka guði fyrir að fólk hér- lendis skuli hafa jafn mikinn áhuga á bókmenntum og raun ber vitni? Mér finnst mjög eðlilegt að höf- undur sem er að senda frá sér bók sé í sviðsljósinu. Erlendis er meira að segja miklu meiri auglýsinga- mennska í kringum þetta. Þar er t.d. algengt að birt séu samtímis viðtöl við höfunda og dómar um bækur þeirra, jafnvel daginn sem bókin kemur út. Þetta hlýtur að teljast mjög góð regla." ÓLAFUR GUNNARSSON RITFjÖFUNDUR: SKRIPALEIKUR „Mér leiðist þessi skrípaleikur þar sem rithöfundar verða að hoppa og skrækja og reyna að glenna sig bet- ur en næsti. Þessi jólasölusirkus hef- ur ekkert með bókmenntir að gera. Það ömurlegasta er að maður verð- ur að hoppa, góla og gala líka til að fá að vera með og bíta í banana." JÓHANN PÁLL VALDIMARSSON, FORLAGINU: TVÍBENT „Ég skal ekki segja um hvernig þessi óbeina auglýsingamennska rithöfunda slær almenning, hvort hún er jákvæð og leiðir til aukinnar sölu. Ég held að þetta geti hugsan- lega gengið of langt eins og annað. Það er jafnframt íhugunar virði að sumum höfundum hentar ekkert þessi „sjóbissness" en aðrir virðast hafa gaman af því að breiða úr sér í öllum fjölmiðlum. Þá fer sala á bók- unum kannski að snúast um hversu góðir þeir eru í „sjóbissnessnum", og þar með eru það ekki lengur verkin sjálf sem ráða úrslitum, held- ur hversu sætir og skemmtilegir höf- undarnir eru. Fjölmiðlaslagurinn er óneitanlega farinn að minna dálítið á stjórnmálamenn í prófkjörsbar- áttu. Ég veit ekki hvaða kynningarleið er vænlegust. í ár hafa hvers kyns höfundakynningar verið óvenju áberandi með tilkomu nýrra fjöl- miðla og vaxandi samkeppni þeirra á milli. Ég er vissulega glaður yfir að fjölmiðlar skuli sýna bókaútgáfunni svo mikinn áhuga sem raun ber vitni, en ég hef vissulega mínar efa- semdir." ÁRNI EINARSSON, MÁLI OG MENNINGU: MIKIL OG GÖÐÁHRIF „Það er enginn vafi á að viðtöl við höfunda vekja áhuga lesenda og það er að mínu mati það sama og að gera gagn. Nú eru bókakynningar óvenju áberandi af því að almenn fjölmiðlatíska er óvenju mikil þetta árið. Jafnframt hafa fjölmiðlar verið ótrúlega ötulir við bókakynningar af einhverjum ástæðum. En við heyrum á viðskiptavinum okkar í bókabúðinni að þeim finnst það kostur, líta á þetta sem fréttir. Það er ekki óalgengt að eftir að fólk hefur lesið eða hlustað á viðtal við höfund sé það komið í bókabúðina fimm mínútur yfir níu næsta morgun. Ég hef líka orðið var við að greinar og viðtöl við höfunda hafa meiri áhrif en gagnrýni. Það stafar sjálfsagt að hluta til af því að fólk er lengur að melta gagnrýni en viðtöl, en kannski ræða menn gagnrýnina meira sín á milli. Nú í nóvember höfum við fundið að fólk kemur mikið í búðina og spyr að fyrra bragði um bók af því að það hefur verið að lesa eða hlusta á viðtal við höfundinn, kem- ur kannski oft til að skoða bókina og svo seinna eftir viku, hálfan mánuð, til að kaupa hana. Staðreynd máls- ins er líka sú að stór hluti fólks fær ekki nýjar bækur nema einu sinni á ári og margir koma í búðina á hverj- um einasta degi og spyrja hvað hafi komið nýtt þann daginn. Sú sem vinnur hér á skiptiborðinu segist aldrei hafa upplifað önnur eins viðbrögð og nú í nóvember. Mér kemur í hug nýlegur viðtals- þáttur Steinunnar Sigurðardóttur við Guðberg Bergsson í sjónvarpinu þar sem þau ræddu meðal annars um nýjustu þýðingu hans á Marques. Daginn eftir kom her manns í búðina eða hringdi til að grennslast nánar fyrir um hana. Þá var hún að vísu ekki komin út. Sá stóri hópur sem hefur áhuga á bókmenntum fylgist með hverju einasta pennastriki um þær i blöð- unum. Enda má spyrja hvort eitt- hvað annað áhugavert hafi verið í fréttum undanfarið fyrir fólk sem ekki er á kafi í prófkjörunum og ypptir jafnframt öxlum yfir asna- strikum Reagans." GUNNAR STEINN PÁLSSON: ÓKEYPIS AUGLYSING, GOTT MAL! „Verandi í auglýsingabissness er ég hinn ánægðasti með þessa þróun mála. Ég held að ég geri mér betri grein fyrir því en flestir aðrir að til þess að vekja athygli á bókum sín- um er ekki til ódýrari leið en að fara í viðtöl. Því finnst mér alveg sjálf- sagt að rithöfundar reyni að halda sér í sviðsljósinu meðan fjölmiðal- arnir vilja taka við. Ókeypis augýs- ing, gott mál! Svo get ég líka sagt sem fyrrver- andi bókaútgefandi að venjuleg bók í öllum þessum hasar og darraðar- dansi fyrir jólin verður ekki ein- göngu auglýst upp sem gott bók- menntaverk nema fyrir ofboðslegar fjárfúlgur. Því eru viðtöl eina leiðin ef menn ætla að gefa út sínar bækur skammlaust og sleppa fyrir horn fjárhagslega. Því eiga rithöfundar alla mína samúð og stuðning í mál- inu. Ég veit hins vegar að þeim finnst þetta sjálfum mjög óþægilegt. En við lifum í fjölmiðlunarheimi sem fjölmiðlapot einstaklinga, hvort sem það eru t.d. rithöfundar eða stjórnmálamenn, er því miður orðið hluti af. Því vil ég ekki segja neitt ljótt um þetta mál. Viðtöl við höfunda verka hvetj- andi á lesandann. En þar gildir sama lögmálið og annars staðar: ef einn græðir, tapar annar. Þeim sem tekst að koma sér á framfæri gerir það væntanlega á kostnað einhvers annars sem er ekki jafnklár að aug- lýsa sjálfan sig. Ég sem auglýsinga- maður hef dáðst að upphlaupum einstakra rithöfunda að undan- förnu, fundist þeir alveg ótrúlega klókir að koma sér á framfæri. Þeim hefur tekist að skilja hinn venjulega útvarps- eða sjónvarpshlustanda eft- ir með fleiri spurningar en svör varðandi viðkomandi bók. Ég veit af reynslu að til að selja góða bók er ekki nóg að standa fagmannlega að útgáfu hennar, í auglýsingum jafnt sem öðru. Því verða höfundarnir að leita nýrra leiða, og forlögin reyndar líka, sér- staklega eftir að sjónvarpið datt upp fyrir sem eini auglýsingamiðillinn sem nær yfir allt landið. Ég fæ ekki betur séð en bráðnauðsynlegt sé að rithöfundar verði æ meir í sviðsljós- inu.“ -JS HRAFN Jökulsson er ungt skáld, forleggjari hjá nýrri útgáfu að nafni Flugur — og kannski þessvegna utanskóla í Kvennaskólanum! Á síð- astnefnda vettvanginum hefur hann í samstarfi við aðra framhalds- skólanemendur stofnað Útgáfufé- lag framhaldsskólanna, sem var orðið löngu brýnt að koma á fót, eins og þeir vita sem verið hafa og eru í félagsmálastússi þessara skóla. Kveikjan að stofnun þessa félags núna, er ljóða- og smásagnakeppni sem framhaldsskólanemendur ákváðu að efna til fyrir alllöngu, en þrjú bestu verkin og jafnframt þau verðlaunuðu skyldi gefa út á bók ásamt þeim er næst kæmu. Það er hinsvegar ekki fyrr en núna sem drift er komin í framkvæmd keppn- innar, en skilafrestur hennar er til fyrsta febrúar (box 7094 101 Rvik) og stefnt er að útkomu næsta vor. Það verður jafnframt upphaf útgáfu- starfsemi félagsins, en Hrafn segir það vera tilraun til að sameina kraft- ana innan framhaldsskólanna. Ut- gáfa innan hvers þeirra hafi verið til- viljanakennd og ómarkviss. Von- andi verði hægt að standa veglegar að útgáfumálum framhaldsskóla- nema frá og með næsta vori, skipu- lagning og metnaður fylgi félags- skapnum. Auk Hrafns sitja í stjórn- inni Tómas Tómasson úr MH, Sig- urður Baldvinsson úr Flensborg, Haukur Guðmundsson úr MK og Ari Gísli Bragason úr MR. MAHLER syngur Sólrún Braga- dóttir, framan við Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Staður og stund: Há- skólabíó, fimmtudagskvöld, sjöttu áskriftartónleikarnir. Sólrún hefur verið í sönglæri vestur í Indiana upp á síðkastið, þaðan sem hún lýkur masters-prófi bráðlega. Sólrún vakti einmitt mikla athygli á þeim slóðum í fyrra þegar hún fór með hlutverk Donnu Onnu í óperunni Don Giovanni eftir Mozart. Og vegur hennar fer vaxandi vestra, því ekki er annað vitað en söngkonan eigi að syngja aðalhlutverkið í Sögunni af Saltana keisara eftir Rimsky- Korsakoff, þegar hún verður frum- flutt í Indiana. Að því búnu, hefur hún verið ráðin fyrsti sópran við óperuna í Kaiserslautern í Pýska- landi, þar sem hún mun væntanlega syngja hlutverk Mimiar í La Boheme. Tónleikunum með henni- hér heima stjórnar Gabríel Chmura frá ísrael. GALLERÍ Hallgerður er með verk Valgerðar Erlendsdóttur á veggjum sínum, mestan part klippi- myndir, en þetta er fyrsta einkasýn- ing Völu eftir þátttöku í níu samsýn- ingum. HELGARPÓSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.