Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 7
eftir Helga Má Arthursson mynd: Jim Smart * I stríd viö valdakerfi viðskiptalífsins SHELL VILDI FÁ EIGNIR OLÍS Á SILFUR- FATI SKJÁLFTI í LANDSBANKANUM ÓLI KR. SELUR HÚSEIGNIR, BÍLA OG LENDUR OLÍS FYRITÆKIÐ FLYTUR í SKÚRANA - EKKERT MAGHÓNÍ Á VEGGJUM ÆTLAR AÐ REKA FYRIR- TÆKIÐ í ANDA HÉÐINS VALDIMARS- SONAR VERÐSTRÍÐ VIÐ SHELL OG ESSO FRAMUNDAN. Miktar sviptingar hafa verid í ís- lensku viðskipta- og fjármálaltfi að undanförnu. Það hefur ekki farið framhjá neinum. Kaup Óla Kr. Sig- urðssonar á Olís er dœmi um þetta. Kaup sama manns á Vörumarkað- inum er annað dœmi. Fyrirtœki hafa farið á hausinn. Banki hefur hrunið. Gífurleg samkeppni er í verslun og samkeppni í innflutningi fer harðnandi. Óli Kr. Sigurðsson er einn þeirra nýju kraftaverkamanna í viðskiptalífinu. Maður sem fer nýj- ar leiðir. Býður fram vöru á lœgra verði en aðrir — og selur grimmt fyr- ir bragðið. Hann er þekktur fyrir heildverslunina Sund. Nú hefur hann haslað sér völl í olíu. EITT STYKKI OLÍUFÉLAG Kaup Óla Kr. Sigurðssonar á Olís tóku ekki langan tíma. Viðræður um kaupin hófust síðdegis á föstu- dag og þeim lauk með sölu Olís á sunnudegi. Eigendum hlutabréfa var gefinn mjög skammur tími til að ákveða sig. Óg viðskiptabanki Olís, Landsbanki íslands, var ekki látinn fylgjast með nákvæmlega fyrr en sá fyrir endann á viðskiptum Óla Kr. og hluthafanna. Bankaráðsmenn vissu ekkert um það sem var að ger- ast og verður málið ekki rætt form- lega í bankaráði fyrr en í dag, fimmtudag. Fyrir hönd L.í. sá Jónas Haralz um viðskiptin. Það kemur nokkuð á óvart, að Óla Kr. skuli hafa tekist að semja við fyrrverandi eig- endur Olís framhjá L.Í., en banka- stjórar og bankaráð hafa síðustu misseri fylgst mjög náið með öllu því er varðar Olís. Hafa ákvarðanir vegna fyrirtækisins alltaf verið teknar af bankaráði og bankastjór- um. L.í. hefur margoft farið fram á breytingar hjá Olís. Fyrst og fremst hefur þess verið krafist að hlutafé yrði aukið, eða, eins og ákveðnir aðilar innan bankans og annarra olíufélaga hafa viljað, að fyrirtækið yrði selt öðru tveggja samkeppnis- fyrirtækja — Shell eða Esso. Shell — Skeljungur — velti lengi fyrir sér kaupum á Olís. Og nutu þær hugmyndir velvilja valdamik- illa einstaklinga í banka- og fjár- Öli Kr. Sigurðsson: Ætlar að reka Olís t anda Héðins. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.