Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 17
Sigurbjörn Guðmundsson hefur sagt af sér sem varaformaður Stýrimannafélags islands, að eigin sögn vegna „viljaleysis stjórnar til að vernda þá menn er vinna fyrir félagið." Ari Leifsson, formaður félagsins, segir að forsendur uppsagnar- innar eigi ekki við rök að styðjast. Sigurbjörn Guömundsson segir útgerö Akraborgar- innar hafa ofsótt sig vegna skrifa um kjara- og öryggismál og aö tölur í farþega- bókhaldi hafi veriö falsaöar en honum neitaö um aöstoö lögfrœöings og stjórnar Stýrimanna- félagsins. Sigurbjörn Gudmundsson, sem í sumar var í annad sinn kjörinn varaformadur Stýrimannafélags Is- lands, hefur sagt af sér varafor- mennskunni og ber því við ad stjórn félagsins hafi ekki viljað vernda sig gegn ofsóknum á hendur sér. Sigur- björn telur, ad hann hafi síðustu 6—7 árin orðið fyrir margvíslegum ofsóknum af hálfu útgerðar M/S Akraborgar — Skallagríms hf. — og þá aðallega vegna skrifa um kjara- og öryggismál sinna félaga. Hann hefur enn fremur kœrt til Rannsókn- arlögreglu ríkisins meinta fölsun í farþegabókhaldi Akraborgarinnar, sem geri hann að vanskilamanni fyrir tugum þúsunda króna. Segir hann stjórn Stýrimannafélagsins hafa neitað sér um aðstoð lögfrœð- ings félagsins og á engan hátt viljað liðsinna sér — en síðan hafi stjórnin kosið sig sem varaformann til að friða illa samvisku. SJÓRÉTTUR OG FORSTJÓRI REKINN Sigurbjörn rekur meintar ofsóknir gegn sér ein 7 ár aftur í tímann, er hann starfaði sem stýrimaður á gömlu Akraborginni. Þá hafi hon- um verið sagt upp störfum vegna skrifa hans í Dagblaðinu um kjara- mál farmanna. Útgerð Akraborgar- innar hafi síðan orðið að draga upp- sögnina til baka þar eð hún hafi ver- ið ólögleg. Þá hafi forstjóri Skalla- gríms brugðið á það ráð, að setja sjó- rétt vegna óhapps er orðið hefði 265 dögum áður, er Sigurbjörn gegndi störfum afleysingaskipstjóra, en þá rakst skipið á bryggju og skemmdist smávægilega. Þetta var gert þrátt fyrir að í lögum standi að sjórétt skuli setja innan við viku eftir að óhapp á sér stað. Við sjórétt þennan kom hins vegar fram að Akraborgin væri vegna fjölmargra atriða óhaf- fær. Meðal annars hefði skipið ekki björgunarbáta fyrir nema helming farþega. Við réttarhaldið kom fram, að ekki hafi þótt ástæða til að kalla saman sjódóm þegar, nokkrum mánuðum eftir umtalað óhapp, Akraborgin hefði verið hætt komin og skipið nær strandað í stormi og stjórsjó vegna þess að akkeri skips- ins og vinda hafi verið ónothæf. Segir Sigurbjörn að skipinu hafi ár- um saman verið siglt með ónothæfa akkerisvindu. Vegna þess sem fram kom við þessi réttarhöld var málið látið niður falla. Sigurbjörn segir að eftir Friðrik Þór Guðmundsson mynd Jim Smart * Varaformaöur Stýrimannafélags Islands segir af sér og talar um OFSÓKNIR OG FALSANIR síðar hafi forstjórinn verið rekinn sjálfur og þá vegna fjölda kvartana, en ekki síður hins að um árabil hefðu miðar verið seldir ónúmer- aðir og það í stórum stíl heima hjá forstjóranum án þess að nokkuð væri hægt að rekja með vissu. FALSAÐ FARÞEGA- BÓKHALD Sigurbjörn segir að oft hafi skipið siglt í ólöglegu ástandi, meðal ann- ars með afskorin öryggistengsli og segir að allan þann tíma sem hann starfaði á skipinu sem fyrsti stýri- maður hafi ekki ein einasta bruna- og björgunaræfing farið fram. Auk þess hefði skipið gjarnan verið of- hlaðið bifreiðum, þannig að ekki hafi verið hægt að loka afturhurð og hugsanlegt slökkvistarf útilokað. Sigurbjörn segir að vegna þessara síðast töldu atriða hafi hann sem fulltrúi í öryggismálanefnd flutt tvær tillögur á þingi Farmanna- og fiskimannasambands íslands 1981.1 tillögunum var skorað á samgöngu- ráðherra að setja reglur um helðslu á bílferjum og öðrum slíkum farar- tækjum — enda engar slíkar reglur til. Vegna þessara tillagna hafi hann verið sviptur atvinnu sinni um skeið. Alvarlegast telur Sigurbjörn þó að til að klekkja á sér hafi farþegabók- haldi verið breytt og tugir talna fals- aðar í því skyni að gera hann að vanskilamanni upp á tugi þúsunda króna. „í farþegabók er færður inn allur sá miðafjöldi sem seldur er daglega. Þá er í brú skipsins bók yfir fluttar bifreiðar. Með þetta í höndunum getur forstjóri borið saman hið dag- lega uppgjör. Einhverra hluta vegna fór ég að fletta aftur í bókina og sá þá að búið var að blekeyða og breyta í tugatali innfærslum sem ég hafði innfært. Um leið var búið að gera mig að vanskilamanni fyrir hundruðum farmiða. Ég kærði mál- ið strax fyrir skipstjóra og forstjóra Skallagríms. Þegar ekkert var gert skrifaði ég greinargerð til stjórnar fyrirtækisins, en árangur varð eng- inn. Brá ég þá á það ráð að leita til þáverandi fjármálaráðherra, sem var Albert Guðmundsson og færði ég honum fullkomna skýrslu um málið. Síðar tjáði hann mér að málið væri í höndum nýkjörinnar stjórnar Skallagríms, hverrar stjórnarformað- ur væri Valdimar Indriðason og skyldi ég bíða eftir árangri. Hann hefur enginn orðið enn,“ segir Sig- urbjörn. TÖLUM BLEKEYTT Sigurbjörn segir að sá sem eytt hefði tölunum hefði verið samverk- andi fyrsti stýrimaður skipsins. Við- brögð framkvæmdastjóra og for- manns Stýrimannafélagsins hefðu verið þau að verja af fremsta megni þann mann sem breytt hefði bók- haldinu. Þeir hefðu neitað sér um aðstoð lögfræðings félagsins. I fram- haldi af því fór Sigurbjörn með mál- ið til Rannsóknarlögreglu ríkisins og þar hefur málið legið til rann- sóknar í rúmt ár. ,,Ég gerði nýlega úrslitatilraun til að fá mínum málum framgengt í stjórn Stýrimannafélagsins, sem sá ástæðu til þess að kjósa mig sem varaformann — í mínum augum til að friða illa samvisku. Það hefur ekkert gengið eftir og því hef ég nú sagt af mér sem varaformaður fé- lagsins," segir Sigurbjörn. I uppsagnarbréfi sínu til stjórnar Stýrimannafélagsins er Sigurbjörn harðorður mjög og þar segir meðal annars: „Undirritaður varaformaður SÍ, og endurkjörinn með öllum greidd- um atkvæðum að þessu sinni, hefur ákveðið að vandlega athuguðu máli að segja sig úr stjórn SI. Þetta hef ég ákveðið að gera svo að stjórnin geti kvatt til starfa mann við sitt hæfi, hvað samvizku og siðferði áhrærir. Eftir fund þann, er haldinn var 1. apríl 1986 og undirrituðum, var neitað af öllum viðstöddum um lið- sinni í fölsunarmáli því, er hr. lögm. Skúli Pálsson (lögmaður félagsins) hafði ráðlagt undirrituðum, að láta ganga til kæru hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Það færi vel á að stjórn og framkvæmdastjóri létu fé- lagið vita til hvers félagið hefur lög- mann á launum, ef ekki má nýta starfskrafta hans. Tilefni málsins var það að félagi minn hafði blekeytt, breytt og falsað margar tölur í far- þegabókhaldi skipsins. Við saman- burð var ég orðinn vanskilamaður, um tugi og jafnvel hundruð seldra farseðla, er borið var saman við hina penlegu uppgjörsbók sem gerð er upp daglega, og stýrimenn leggja upphæðina í banka. Þá hafði og verið breytt tölum á kvittananót- um, er löngu voru farnar úr skipinu. Þetta mál var fyrst lagt fram í stjórn- artíð fyrrverandi formanns. Reyndi hann allt er hann gat til að eyða mál- inu, og var til þess studdur af fram- kvæmdastjóranum. Vorum við þrír á fundinum, auk framkvæmda- stjóra. Formaður, og hinn stjórnar- maðurinn greiddu atkvæði á móti mér í þessu máli.“ Síðan segir Sigurbjörn: „Ég er svo vitgrannur að halda að SI eigi að vera félagsmönnum sínum til styrktar, ef réttur þeirra er brot- inn, og þá ekki síður ef félagsmenn vinna glæp gegn félögum sínum. Nú hef ég upplifað hið gagnstœða, svo mælirinn er fullur og hverf ég nú á braut frá stjórnarstörfum í SÍ og reynslunni ríkari. Ekki virðist nokk- urntíma hafa hvarflað að stjórninni að gera neitt í smyglmálum, en ár- lega er fjöldi félagsmanna (sumir oftar en einu sinni), tekinn fyrir smygl og dæmdir fyrir lögbrotsstarf- semi smyglinu viðkomandi. Væri ekki athugandi fyrir SÍ að athuga þau mál, þó ekki væri nema til að vernda þá menn, er láta smyglið eiga sig? Dæmi eru til um að menn hafi verið hraktir úr skipsrúmi vegna þess að þeir neituðu að vera þátttakendur í smygli. Afleiðing af þessu fargani, er að sjálfsögðu sú að virðing sú, er áður var borin fyrir yfirmönnum til sjós, er nú orðin nánast á núlli, vegna þátttöku yfir- manna í fyrrgreindri lögbrotastarf- semi.“ „EKKI VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST" Ari Leifsson, formaður Stýri- mannafélagsins, vildi lítt tjá sig fyrr en stjórnarfundur hefði verið hald- inn um málið og sagði að Sigurbjörn hefði neitað að mæta á slíkan fund til að skýra sín mál. Sagði hann það furðum sæta að mál þetta væri kom- ið í fjölmiðla. „Ég verð að lýsa undrun minni yfir því að hann skuli fara þessa leið. Fyrir það fyrsta er þetta ekkert stórmál og alls ekki mál til að fara með í fjölmiðla. Það er í sjálfu sér fréttnæmt að hann skuli segja af sér, en forsendurnar fyrir uppsögn hans eiga að mínum dómi og stjórnarinnar ekki við rök að styðjast. Það urðu mjög málefna- legar umræður um þetta á stjórnar- fundi í vor og á þeim fundi sagði Sig- urbjörn lítið og hélt ég að þetta væri afgreitt mál. Því kom uppsagnarbréf hans mjög á óvart. En ég vil helst ekki ræða þetta frekar fyrr en ég hef rætt við stjórnarmenn Stýrimanna- félagsins og kynnt þeim málið,“ sagði Ari. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.