Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 19
Svona var umhorfs í „betri stofu" Bylgjunnar, þegar gamanið stóð sem hæst. Gunnar tilfinningaheiti festir allt á filmu, Auður Edda hallar sér upp hurðarstaf, Iftil dóttir Péturs Kristjánssonar horfir dáleidd á Hemma og fylgist með því hvernig pabbi hennar tapar ferð til Lúxemborgar. Bylgjupeysuna (sína, að sjálfsögðu). ÞcU' klóraði hann sér til málamynda, upp undir háls, bæði á bringunni og bakinu. Desmond Morris, sem skrif- að hefur margar bækur um hegðun mannskepnunnar, hefur eflaust ein- falda skýringu á þessu háttalagi. Ætli það veiti ekki öryggiskennd að finna fyrir hlýrri hönd innan klæða? Hemmi verður að svara því... Á meðan lög eða efni af bandi er spilað í þættinum, heyrist ekkert af því sem fram fer í hljóðstofunni. Þetta notfærðu Plastprentararnir sér óspart. Á meðan stressið var í há- marki í upphafi útsendingarinnar, hrópaði fólkið m.a. á valíum og sprautur og reyndi með því að létta á spennunni. Gunnar vídeómyndatökumaður, settist hjá Hermanni á meðan lokið var við að leika af segulbandi símtöl hans við móður sína, karlkyns vin og gamla vinkonu. Erindið var ein- ungis að tjá þeim væntumþykju og urðu „fórnarlömbin" svona ámóta hvumsa og við var að búast. Það er meira hvað okkur þykir vandræða- legt að tjá eða móttaka tjáningu um hlýju og innileika! Tími var til kom- inn að sýna ísfólkinu fram á þetta á gamansaman hátt og þó margir hafi engst af hlátri, var undirtónninn háalvarlegur. Gunnari, „verkfæri “ Hemma í þessum litla leik, stökk hins vegar varla bros á meðan hann beið þess að rabba við stjórnandann í beinni útsendingu. Hann var reyndar svo- lítið grár og skjálfandi, enda kannski ekki nema von. Menn snara sér ekk- ert inn í þúsundir útvarpstækja, án þess að svitna a.m.k. aðeins í lófun- um. Á milli laga kom galvaskur og alls óstressaður maður inn úr dyrunum með skemmdan banana, sem Her- mann hafði falið undir Tjarnar- brúnni fyrr um daginn. Einnig var rætt við Olgeir Karlsson, starfsmann í Plastprenti, sem á met í því að vinna tónlistargetraunir á Bylgjunni — í vinnutímanum! Hann sagði brcuidóira og hlustaði á Hemma gera grín ... á sinn kostnað. Olgeir tók þessu hinsvegar eins og sannur karl- maður. EINS OG LAUF í VINDI Næst drifu fjórir starfsmenn sig fram á það litla gólfpláss, sem ekki hafði verið lagt undir stóla fyrir áhorfendur. Nú átti að leika leikrit og loftið var rafmagnað á meðan lagið á undan fjaraði út: Salur: Eruöi nokkuö neruus? Leikarar: Nei, nei. Ekkert stress. Salur: Ha, ha... Þiö skjálfiö eins og lauf í vindi! Hinir galvösku áhorfendur, sem ekki stóðu sjálfir í eldlínunni þá stundina, voru líka ósparir á grínið þegar Halldóra Georgsdóttir sat í raf- magnsstólnum hjá Hemma. Hún átti að svara spurningum um manninn sinn, sem hann hafði þegar svarað, til þess að sjá hve vel þau væru sam- stillt. Salur: Fórstu í lagningu, Halldóra? Þetta er uerst fyrst, elskan. Önnur rödd: Þetta er ekkert vest- firskt, ha-ha-ha. Áður en yfirheyrslan yfir Halldóru hófst, var Hermann hins vegar far- inn að hafa miklar áhyggjur af Pétri Kristjánssyni, tónlistarmanni, sem von var á með flugvél frá Sauðár- króki. Hann snaraði sér út úr hljóð- verinu til þess að kanna málið, en aumingja Halldóra fraus alein fyrir framan hljóðnemann. Hemmi kom þó fljótt aftur, klappaði konunni og skellti sér í spurningarnar, en for- stjórinn og tvær stelpur skruppu fram í einkaerindagjörðum. Eftir hjónaleikinn var röðin komin að spurningaleik í umsjón hins 14 ára Kristjáns Eldjárns, en það er fast- ur liður í þessum þáttum. Spurning- arnar eru mjög í ætt við fíla- og Hafnarfjarðarbrandara og það er þess vegna fremur verið að kanna kímnigáfu og frumlega hugsun en þekkingu. Dæmi: Sp.: Huernig getur maöur komiö í veg fyrir aö hani gali klukkan sjö á mánudagsmorgni? Sv.: Meö þuíaö hafa hann í sunnu- dagsmatinn. Sp.: Huer fann upp steppdansinn? Su.: Níu barna faöir, sem bjó í íbúö meö einu klósetti. EIGINMENN TIL ÚTLÁNA Klukkan tvö las Karl Garöarsson fréttirnar í hljóðveri, sem sjá mátti inn í frá „betri stofunni". Fjöldi Plast- prentara notaði tækifærið til þess að skreppa á afvikin stað, Hemmi æddi um gangana og var greinilega um og ó, vegna þess að Pétur Kristjáns- son var ekki mættur. Með honum átti einnig að koma Bjartmar Guö- laugsson, tónlistarmaðurinn góðlegi, svo það yrði heldur betur eyða í þættinum, ef Flugleiðum seinkaði frá Króknum. En fréttalesturinn var brátt á enda, allir komnir aftur í sætin — meira að segja stjórnandinn — og Hermann tók á það ráð að flýta símasprelli Guörúnar Gunnars- dóttur. Guðrún hafði fyrr í vikunni hringt til þriggja vinkvenna sinna og beðið þær um að lána sér eiginmann í eitt kvöld. Þær voru allar ákaflega kurt- eisar á yfirborðinu, þó svo merkja mætti stórkostlegar efasemdir og tortryggni undir niðri. Þegar upp Vcu- staðið, var Guðrún þó búin að út- vega sér þrjá eiginmenn, sem hún mátti hafa afnot af allt til klukkan fjögur um nótt. Traustar vinkonur það. PÉTUR FÉLL, BJARTMAR BRILLERAÐI Sem betur fer voru poppararnir tveir mættir, þegar búið var að hlægja að viðbrögðum hinna velvilj- uðu eiginkvenna, og þá gafst Pétri Kristjánssyni tækifæri á að vinna sér inn ferð til Lúxemborgar í tónlistar- getraun. Pétur ku vera afar flug- hræddur og eflaust hefur hann ekki verið búinn að ná sér eftir ferðalagið að norðan, því hann kolféll á spurn- ingaprófinu. Fékk hins vegar myndavél, filmur og konfekt í sára- bætur. Bjartmar Guðlaugsson kom sér næst fyrir við borðið hjá Hermanni og fíutti þrjú af lögum sínum við ofsa- fenginn fögnuð stofugestanna. Þeir sungu með af krafti í laginu um hipp- ann, sem varð bara kótelettukarl. Meira að segja hinn grafalvarlegi blaðamaður gleymdi að vera fúll yfir því að vera í vinnunni á sunnudegi og söng hástöfum. Þessum tveggja tíma þætti á Bylgj- unni Iauk með því að starfsfólk Plast- prents söng lokalag við undirleik Eggerts forstjóra, sem þandi nikkuna eins og hann hefði aldrei gert annað. En brátt slokknaði rauða ljósið og út- sendingunni úr „betri stofunni“ var lokið. Gamanið var hins vegar ekki á enda fyrir Plastprentara, því for- stjórinn stóð upp og sagði að allir væru boðnir heim til hans í hress- ingu. Þeim tíðindum var að vonum vel tekið og skarinn valhoppaði út í vetrarsólina —■ pínulítið feginn að þessu skyldi vera lokið, þrátt fyrir ánægjuna. LÁTIÐ OKKUR TAKA BETRIJÓLAMYND TRONUHRAUNI 8 HAFNARFIRÐI SÍMI 54207 BJARNI JÖNSSON LJOSMYNDARI . HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.