Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 40
INNLEND YFIRSYN
eftir Óskar Guðmundsson
Slegið á verkalýðsforystuna
Afleiöingar forvals og prófkjörs í stjórnmálaflokkunum í Reykjavík
gœtu ordid afdrifaríkar. Verkalýðsforystan íAlþýðubandalaginu stað-
festir klofning innan sinna raða. Líkur á sérframboðum hjá Fram-
sóknarmönnum. Góð útkoma kvenna í Alþýðubandalaginu.
’tjómmál
rnklur Olafsssoo.
'*“* ÓUmm »lþinehm«on
terk öfl unnu
PrófHior Framsóknaiflokksins í Reykjavík
Haraldur Olafsson alþ
maður féll í fimmta s
Hagsmunaárekst
< Miámumlur 11 I
- Guð
|,i):lu|lrlwsv*lni-fii(ls vcrkahV
1 .■\l|)yðul);m(|;|j.,Ksjn Krvki iv íL
Hih • *(( > Kja\(k um si
Lára sigraði
inn Braga
Sl*und£7
,ns,*í*tevðcT
Wð/a
r t.-U
'i i Si-,
!~Vs'V_____________
•ru> stu(>nini;sin«,iin'i
....si.ililn i„,
iknarilukkiuini Kjr tck I
■■•ns.w|w„m,;K,,h
^ ^ fr.imt><.«Yslisj.iniini. x
•Iti. fv
til U
Vth„,Z
ra*srs"»' floklmiBn
"‘iin „iii,„ *• *t.i /Vir.,
»l'"t'fl'.kkl
.'i* lina'gð
hipfir nu*
er þctiii
mikift fói
kosninKa'
|wö gerði
eina sem , .
aJd.s í þ,ssu protKjon. r,|f ner’
ua Horald i ein ' '
staan. en annars ,■
2 ■•‘iKuivtranKlepur ,,K ,.r
r um ut> við fiiu/n tvo mi
Alþinio af þewum frair
1 ukói SteinKrímur Herm
iik-.h.
--------------, £•*«*
knmurm'(;n..ft,rW,,rarvi(.n,a,,l(.Kr,(|l.';:m‘b;
I ,Ht um hutta fannst Asmundi Stefái
, Sl‘r s™' framhjúdanda í forv,
„gjidalaBams. Hann óttaðist. að samk,.nv
Ekki sigur.
Flokksbundnir
iffstæðismenn réöu
slituni í prófkjörinu
hundmr xjálÍM««Vsm..nn , ■ .
st*nglegur
hsti
mkonu sinni.
hundnir sjálfsUpó,^,
tum i þcssu pnifkjtiri."
ur l’i’fvinison. formaiYur
unjp-.i fmmsnknarmannn.
■A DV i þcjjar hnnn
■mta |k‘íttu.kii
- ........* stjómm.'iln-
pnifkjon Framsf'.knar
m hclj*ina
K«)ist vita þ,^s nokkur
tuðninjpimcnn annarra
"kka. Jwr a naxVil
nn SjálfstasYisflokksins.
' prófkjorinu og hcí?ki
Knirtil þáttu.ku af fvlj*
uftmundar C. iHjrarins
oióurMisYu pnifkjm
'"••nnt sajtóitÍKMn.ió hannótta.YiM
|.ao aónnhvcr hliili un«a li.lks
M-m hcfiY, v,.n,Y v„M,«V,nd, Fram
soknarflokkinn ,* k«^„V Fino
k!„ ',rt ^"kkinn v,%*„., nióurst.sV,
pmfkjonvtníi. „Vió scni cnun i forvstu
■'nr unt-a franw.knanncnn munum
auðvitart ckk, j.-cra það " saj*ð. (;K~
"r og ba-tt, þvi við crfm L,.c„
mvnst að fá un«t lolk tii að Marín ,
kiwninjrahariittunni fynr Fr.un
soknarílokk.nn vivna U-ssarar
utkomu
-ój
; Uu'—'~M /rínsson:
Anæéður með að ijetia skuli h
AJyktun SUF:
Vanþóknun á
vinnubrögðum
vissra
frambjóðenda
7,;' daj*a.' siL'ði (Juð
•rannsson vcrkfrasViiL*.
v.ð l)V |*var úrslit ,
nsóknarílokksm* lát*\i
FiamkxaiiHla.-tjom SanilsiniU
iinjtra t'.cn-oknamianna tdur Finn
Iniioll—oti "l'un-limial urslitum i |.n.í-
kiori Franisoknarílokk.'in-umsíðii-lu
hclL*i \it;ii.i ki^mm.'.duiHÍalaL'-
«fóo hans. til vinttrí, og h^ara mrKJin^, Þórahr™or' koanlnga-
-“c™- *?/X»rSn^"V’ *""—*■
DV-fnyrvl OVA
Þegar mörg tíðindi verða f einu einsog um sl. helgi er oft hætta á að fólk missi af einhverju f fréttasúpunni.
I innlendri yfirsýn er farið yfir niðurstöður prófkjörs og forvals flokkanna f Reykjavfk.
í niðurstöðum forvals Alþýðubandalagsins
bar margt til tíðinda, sem gæti átt eftir að
hafa víðtækar afleiðingar.
Fyrst er til að taka að formaður flokksins
fær ekki nema um 70% atkvæða í efsta sætið
og dregur það mjög úr líkunum á að Svavar
Gestsson geti farið fram á endurkjör sem for-
maðurá næsta landsfundi flokksins. Þó hann
vanti 260 atkvæði í efsta sætið er hann ótví-
ræður leiðtogi Reykjavíkurlistans og með
lang flest atkvæði frambjóðendanna.
Konur unnu mikinn sigur í forvalinu og
þær þrjár sem þátt tóku hlutu allar glæsilega
kosningu. Gudrún Helgadóttir fékk ótvíræða
kosningu og hefur þar m.a. notið sérstöðu
sinnar á þingi í verkalýðs-, kjara- og banka-
ráðsmálum svo dæmi séu tekin. Guðrún
hafði töluverða yfirburði í annað sæti listans
og er með þessari kosningu orðin ráðherra-
efni úr Reykjavík, ef til kæmi.
Álfheiöur Ingadóttir fékk og glæsilega
kosningu í fjórða sæti listans og uppsker loks
mikla vinnu og óbilgirni í Alþýðubandalag-
inu. Almennt var talið að svokallað flokks-
eigendafélag og verkalýðsarmur Ásmundar
Stefánssonar hefðu haft með sér bandalag í
forvalinu, en stuðningur Álfheiðar náði
greinilega langt, langt út fyrir slíkan ramma.
Olga Guörún Árnadóttir náði 5. sætinu en
hún er einsog Guðrún annálaður baráttu-
maður fyrir harðari launapólitík og aðhalds-
manneskja gagnvart verkalýðsforystunni.
VERKALYÐSARMURINN
SUNDRAÐUR
Nú var ljóst að þeir Ásmundur Stefánsson
og Þröstur Ólafsson kepptu að öðru sæti list-
ans. Þangað náði hvorugur og barátta þeirra
sem jafnframt hefur verið fagleg milli Dags-
brúnar og ASÍ forystunnar, skilur eftir sig
mörg sár í Alþýðubandalaginu. En jafnvel
þótt atkvæðatölur þeirra félaganna í annað
sætið séu lagðar saman, þá ná þeir ekki að
slá Guðrúnu út, og það er því rangt að skýr-
ingin á því að Ásmundur næði ekki því sæti,
sé sú að tveir úr verkalýðsarminum hafi sóst
eftir sætinu.
Það vekur auðvitað athygli að Ásmundur
skuli aðeins vera með um 40% atkvæðanna
í þrjú efstu sætin og greinilega hefur meint
bandalag þeirra í flokkseigendafélaginu og
verkalýðsforystunni ekki haldið vel. í því
sambandi benda menn á að Álfheiður fnga-
dóttir fékk 110 atkvæði í annað sæti og ekki
munaði miklu á henni og Ásmundi í þriðja
sætinu.
Hafi Ásmundur stefnt að því að verða ráð-
herraefni og jafnvel formaður Alþýðubanda-
lagsins uppúr þessu forvali og næstu kosn-
ingum þá hafa slíkir draumar orðið að engu
um sl. helgi. Staðreynd máls er sú, að niður-
stöðurnar eru vantraust á hann og þau beinu
tengsl þverpólitískrar verkalýðshreyfingar
og starfsemi eins stjórnmálaflokks sem
margir vilja herða og súrra betur saman.
lvera hans í þingsæti og forsetastóli býður
uppá túlkanir um hagsmunaárekstra einsog
leiðari DV á miðvikudag gefur réttilega til
kynna.
Ennfremur er hætt við að hlutverkin togist
á með þeim afleiðingum að maðurinn verði
persónupólitískt og ,,efnislega“ veikari en
áður. Þannig verði hér eftir litið á hann sem
þingmannsefni Alþýðubandalagsins innan
ASI og í Alþýðubandalaginu hljóta nú að
verða gerðar kröfur til hans sem pólitísks
fulltrúa um að framfylgja stefnu flokksins,
sem síður en svo þarf að fara saman við
stefnu ASÍ. Svo dæmi sé tekið er það nú krafa
Alþýðubandalagsins að lágmarkslaun verði
35—40 þúsund krónur en úr samningaher-
búðunum er talað um 25—27 þúsund króna
mánaðarlaun.
Þó Þröstur Ólafsson hafi hafnað í 6. sætinu
í þessu forvali þá er hann eftir sem áður vold-
ugur innan Alþýðubandalagsins og valda-
mikill í þjóðfélaginu. Urslitin munu áreiðan-
lega ekki draga úr honum að hvessa ágrein-
inginn milli Dagsbrúnar og ASÍ deildarinnar
á Grensásvegi. Á heildina litið munu því úr-
slitin úr forvalinu veikja verkalýðsforystu-
arminn innan Alþýðubandalagsins, — þó
ekki væri nema vegna þess að verkalýðsfor-
ystan er ekki eftir þetta sú ógnun sem áður
var, — meðan ekki var fullvitað um stuðning
flokksmanna við stefnu þeirra og valdasöfn-
un.
Ekki munar mjög miklu í atkvæðum milli
þeirra Þrastar Ólafssonar og Guðna Jó-
hannessonar sem lentu í 6. og 7. sæti og
þeirra sem skipa ofar sæti. En það segir ekki
litla sögu að frambjóðendurnir títtnefndu
búa flestir við töluvert mikla andstöðu. Inn-
an Alþýðubandalagsins mun samt ríkja mikil
ánægja með þessi úrslit í heild sinni, þarsem
fulltrúar meginfylkinganna komust allir til
nokkurra áhrifa og úr varð „heppileg
blandá', sem þykir líkleg til ávinnings. Al-
þýðubandalagið hefur nú þrjá þingmenn og
eftir fjölgun þingsæta í Reykjavík vonast þeir
til að geta bætt hinum fjórða við. Það mun
því mæða mest á þeim Ásmundi Stefánssyni
og Álfheiði Ingadóttur að afla fylgis úr bar-
áttusætum í næstu kosningum...
SUNDURTÆTT FRAMSÓKN
Ekki virðist mikil þátttaka í prófkjöri Fram-
sóknarflokksins hafa orðið til að auka tiltrú
manna á þeim flokki. Guömundur G. Þórar-
insson sem vann fyrsta sætið í umdeildu
áhlaupi með hjálp manna úr öðrum flokkum
að sögn, situr ekki í alltof hægum sessi. Finn-
ur Ingólfsson sem varð í öðru sæti sem full-
trúi unga fólksins — og stuðningsmenn hans
eru mjög óánægðir með framgang prófkjörs-
ins einsog fleiri. í þriðja sæti varð Sigríöur
Hjartar og í því fjórða Ásta Ragnheiöur Jó-
hannesdóttir. I fimmta sæti varð loks þing-
maðurinn Haraldur Ólafsson. Er skemmst
frá því að segja að úrslitin hafa vakið mikla
reiðiöldu. Ungt fólk er reitt fyrir hönd Finns
Ingólfssonar, konurnar eru ævareiðar yfir
klénu gengi kvenna í prófkjörinu og stuðn-
ingsmenn Haraldar Olafssonar sætta sig
tæpast við þá útreið sem hann fékk í þessu
prófkjöri. Hvert þessara atriða gæti í sjálfu
sér orðið hvati að sérstöku framboði, svosem
konur hafa gefið í skyn.
MASKÍNAN
Andstæðingar Guðmundar segja að frá
upphafi hafi öflug maskína unnið með hon-
um og aðrir hafa ekki haft roð við henni.
Framboðsreglum hafi verið breytt til að auð-
velda leikinn. Þráinn Valdimarsson fyrrver-
andi framkvæmdastjóri flokksins hafi skipu-
lagt þessa maskínu með sérlegri Velþóknun
Steingríms Hermannssonar og Sambands-
forstjóranna, sem hafi viljað losna við Harald
Ólafsson. Þá er sagt að ítrekuðum kvörtun-
um Finns og Haraldar um framgang próf-
kjörsins hafi ekki verið sinnt af kjörstjórn, en
formaður hennar var Eiríkur Tómasson,
stuðningsmaður Guðmundar.
Hvað sem til er í túlkunum af þessum toga
þá er ljóst að Haraldur Ólafsson segir í viðtöl-
um við fjölmiðla að afstaða hans til ýmissa
mála á þingi hafi valdið óvinsældum meðal
voldugra Framsóknarmanna, sem nú hafi
stutt helstu mótframbjóðendur hans. Nefnir
hann til sögunnar afstöðu gegn hermangi og
erlendu fjármagni í íslenskt atvinnulíf. Sam-
kvæmt heimildum HP í Framsókn á hann þá
við stuðning SÍS-toppa við Guðmund en þeir
eru m.a. Reginn hf (sem á í íslenskum Aðal-
verktökum) — sem og áhuga þeirra á meira
erlendu kapítali í fiskeldisstöðvar hér við
land.
Þá hefur Haraldur Ólafsson nefnt mála-
fylgni hans gegn bjórnum á alþingi sem enn
eina skýringu. Samkvæmt áðurnefndum
heimildum HP í Framsókn á Haraldur hér
við andstöðu Páls G. Jónssonar í Pólaris, sem
einnig á Sanitas en það fyrirtæki er væntan-
legt bjórframleiðslufyrirtæki þegar og ef
bjórinn kemst í gegn á alþingi. Páll er sagður
hafa stutt Guðmund G. einsog fleiri.
Meðal menntamanna og borgaralegra
húmanista þykir mönnum mikil eftirsjá að
Haraldi og skilja alls ekki þá útreið sem hann
hlaut hjá Framsóknarmönnum í Reykjavík,
jafnvel þó þeir hafi verið í Sjálfstæðisflokkn-
um. Fólk á bágt með að skilja að einn menn-
ingarlegasti og víðsýnasti þingmaður þjóð-
arinnar skuli fá slíka meðferð.
Allt um það, óánægjan meðal framsóknar-
fólks er gífurleg og í kjölfarið hefur verið
imprað á sérframboðum; ungra framsóknar-
manna, landsframboðs framsóknarkvenna í
mörgum kjördæmum, sérframboði Haraldar
— og sér ekki fyrir endann á þeirri umræðu
enn.
LÁRA STERK
Það var eins hjá Alþýðuflokknum og Fram-
sókn að því leyti, að Lára Júlíusdóttir var tal-
in hafa notið stuðnings frá konum í Sjálfstæð-
isflokknum. Lára sem er lögfræðingurinn á
ASÍ naut og fylgis voldugustu manna innan
flokksins og flestra kvenna og hlaut yfir-
burðakosningu í f jórða sætið. Björgvin Guö-
mundsson varð næstur og loks Jón Bragi
Bjarnason úr röðum BJ manna. BJ-menn eru
óánægðir með hversu illa þeim hefur verið
tekið innan Alþýðuflokksins og má telja full-
víst að reynt verði að fá Jón Braga til að taka
5. sætið. í ljósi mikillar fylgisaukningar Al-
þýðuflokksins í Reykjavík samkvæmt skoð-
anakönnunum, er það sæti heldur ekki svo
vitlaust fyrir mann sem langar á þing. Björg-
vin yrði þá væntanlega boðið 6. sætið, sem
hann ætti erfitt með að neita í ljósi „flokks-
legrar einingar". En hún er nú brotagjörn í
öllum flokkum...
40 HELGARPÓSTURINN