Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 36
Háskólabíó sem hefur Regnbogann á leigu gerir ekki sams konar skil á skemmtanaskatti og samkeppnisaðilarnir; hvorki fyrir Háskólabíó né heldur Regnbogann... Eti wl i P £ TTwBkI* tmyj'i REGNBOGINN TÓNABÍÓ OG HÁSKÓLABÍÓ: A HARÐAHLAUPUM UNDAN SKATTINUM Skemmtanaskattur misjafnlega inntur af hendi meöal kvik- myndahúsaeigenda. Háskólabíó í út- þenslu. Leigir Regn- bogann en greiöir ekki skemmtanaskatt af honum eins og samkeppn isaðilar. Mun Tónabíó sleppa undan skattheimt- unni. Ójafnrœöi í viöskiptum. Kvikmyndahúsin í Reykjavík sitja ekki vid sama bord þegar kemur til greidslu skemmtanaskatts af seld- um adgöngumiðum. Háskólabíó greidir ekki skattinn til tollstjóra einsog adrir og gœtir mikillar óánœgju vegna þessa ójafnrœdis. Skemmtanaskatturinn er greiddur tollstjóraembœttinu mánudi sídar en söluskattur og er margs konar fyrirkomulag á innheimtu hans. Þannig er greitt á vínveitingahúsum svokallad ,,rúllumidagjald‘‘ sem er í dag 16.55 kr. á mida. Af adgöngumida í kvikmynda- húsin eru tekin 15% í skemmtana- skatt og l'A% í menningarsjóds- gjald og svo söluskattur, sem er 20% af útsöluveröi miöa. Á síöasta ári innheimti tollstjóraembœttiö um 36 milljónir króna í skemmtanaskatt og um 4 milijónir í menningarsjóös- gjöld, samkvœmt upplýsingum Magnúsar Ásmundssonar hjá Toll- stjóraembættinu í Reykjavík. ÞRJÁR UNDANÞÁGUR Um langa hríð hefur það tíðkast að þrjú kvikmyndahúsanna hafa fengið eins konar afslátt af skemmt- anaskattinum. Það eru Laugarásbíó, sem rekið er af Hrafnistumönnum, Tónabíó sem rekið var af Tónlistar- félaginu í Reykjavík og loks Há- skólabíó, sem Háskóli íslands rekur. Ástæða þessara tilhliðrana er sú, að aðstandendur þessara húsa hafa notað ágóðann til viðkomandi menningar- og mannúðarstarfsemi. „Þessi hús eiga að skila menning- arsjóðsgjaldinu og 10% af skemmt- anaskattinum, en fyrir 90% af hon- um eiga þau að skila til embættisins kvittun frá viðkomandi aðstandend- um um að þeir hafi tekið við upp- hæðinni. Til dæmis að stjórn DAS sendi kvittun fyrir að hafa móttekið 90% af andvirði 'skemmtanaskatts- ins og tökum við það sem greiðslu," segir Magnús Ásmundsson hjá inn- heimtu skemmtanaskatts í toll- stjóraembættinu. Frá Háskólabíói kemur kvittun frá sáttmálasjóði, og frá Tónabíói kom kvittun frá Tónlistarskólanum. UTVÍKKUN AFSLÁTTARINS Nú er það svo að meðal kvik- myndahúsa er mikil uppstokkun. Háskólabíó tók í fyrra eitt stærsta kvikmyndahúsið í borginni, Regn- bogann, á leigu. Regnboginn er með marga sýningarsali og HP spurði embætti Tollstjóra hvort undanþágan um skattinn væri einn- ig látin gilda fyrir Regnbogann. „Það hefur nú verið þannig, já,“ sagði Magnús Ásmundsson. Tekju- tap ríkissjóðs mun skipta nokkrum milljónum vegna þessa. Þá hefur það einnig gerst að nokkrir stórir aðilar hafa tekið Tónabíó á leigu. Það munu vera eig- endur flestra kvikmyndahúsa í Reykjavík sem keyptu Tónabíó í ágústmánuði sl. Mun þetta bíó einn- ig sleppa við að greiða allan skatt- inn? „Eg veit ekki annað en þeir komi til með að borga. Þeir eru ekki farnir að gera það, vegna þess að það er smá gjaldfrestur og það reyn- ir á það um mánaðamótin," segir embætti tollstjóra. ALLIR NEMA EINN Eftir að Tónabíó komst í eigu Há- skólabíós, Stjörnubíós, Austurbæj- arbíós, Laugarásbíós og eiganda Regnbogans, hefur risið upp álita- mál; ætla þeir að borga skemmtana- skattinn? Magnús Ásmundsson hjá embætti tollstjórans segist munu rukka þá um skattinn, en Jón Ragn- arsson (Regnboginn m.m.) útskýrir þetta þannig: „Það eru kvikmynda: húsin sjálf sem sýna í Tónabíói. í augnablikinu er verið að sýna þar mynd á vegum Laugarásbíós og ég geri ráð fyrir að ekki verði greiddur skemmtanaskattur af henni frekar en öðrum myndum Laugarásbíós. Þegar t.d. Stjörnubíó sýnir mynd í Tónabíói geri ég ráð fyrir að verði greiddur skemmtanaskattur." Formlega er eignarhaldið á Tóna- bíói þannig að Stjörnubíó á 20%, Austurbæjarbíó 20% og Mynd- bandaleiga kvikmyndahúsanna (sem er sameign flestra kvikmynda- húsanna, þ.m.t. Laugarás- og Há- skólabíó) á 60%. „Mér finnst það furðulegt að ríkisfyrirtæki geti verið rekið með einkafyrirtækjum nema í vondum hrærigraut — og sumar myndir verið skattskyldar en aðrar ekki. Þetta nær ekki nokkurri átt,“ segir Árni Samúelsson forstjóri Bíó- hallarinnar. HÁSKÓLABfÓ í ÚTÞENSLU Mörgum í þessum kvikmynda- húsabransa þykir uppgangur ríkis- fyrirtækisins á markaðnum helsti mikill. Þá er m.a. bent á þá fyrir- greiðslu sem felst í því að þurfa ekki að reiða af höndum skemmtana- skattinn allan. Háskólabíó hefur tekið Regnbog- ann með mörgum sýningarsölum og viðskiptasamböndum á leigu til þriggja ára. Þá er Háskólabíó eign- araðili að Myndbandaleigu kvik- myndahúsanna og þarmeð að Tóna- bíói. Þess utan er Háskólabíó með viðbyggingaráform á prjónunum til að fjölga sýningarsölum við gamla Háskólabíóið á Melunum. Friðbert Pálsson forstjóri Háskólabíós var erlendis er HP ætlaði að leita álits hans á þessum málum. ÓJAFNRÆÐI f SAMKEPPNI í kvikmyndahúsarekstri einsog öðrum viðskiptum skiptir auðvitað miklu að hafa sem stærstan hluta fjárins inní rekstri og eiga mögu- leika á meira fjármagni. Nú greiða áðurnefnd kvikmyndahús sömu upphæð samkvæmt reglu og aðrir í skemmtanaskatt. En trúlega geta þau haft sína sérsamninga um greiðslur til sáttmálasjóðs og dvalar- heimilis aldraðra eftir hentugleik- um — og ef eitthvað bjátar á í rekstri, haft aðgang að hjálparsjóði. HP spurði Jón Ragnarsson hvort honum hafi ekki þótt þetta ósann- gjarnt fyrirkomulag þegar hann var í þessum rekstri. „Jú, óneitanlega þótti manni það dálítið blóðugt að samkeppnisaðilarnir gætu hugsan- lega leitað til bakhjarls, sem ég gat ekki. Ég hef ekki borgað ófáar millj- ónir í skemmtanaskatt um ævina og vildi gjarnan eiga það fé í sjóði til annarra hluta," sagði Jón Ragnars- son. Og Árni Samúelsson forstjóri Bíó- hallarinnar, sem á ekki hlut í Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna var ómyrkur í máli: „Ég tel þetta hið mesta óréttlæti og tel að annað- hvort eigi allir að greiða skemmt- anaskatt eða enginn. Þetta er mis- munun fyrirtækja sem eru að keppa á sama markaði og verður ekki un- að til lengdar." leftir Óskar Guðmundsson myndir Jim Smarti 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.