Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 32
Aldeilis frábœr Emil Björnsson: A misjöfnu þríf- ast börnin best. Eigid líf og ald- arfar I, Örn og Örlygur 1986. 178 bls., 1350 kr. Þessi bók er sjálfsævisaga sr. Emils Björnssonar fréttastjóra fram til 16 ára aldurs. „En hvort framhald verður á ritun hennar," segir höfundur í formála, „fer eftir starfsþreki mínu og öðrum að- stæðum.“ Forlagið treystir svo vel starfsþreki höfundar að bindistal- an I er sett á titilblað (ekki samt á kápu) og nafnaskrá látin bíða loka- bindis. Og raunar ber bókin ekki annað með sér en vera rituð óþrotnum kröftum. En jafnvel þótt aðstæðum sr. Emils viki svo við að þetta bindi yrði hið eina, þá hlyti það að teljast framarlega í röð minningaskrifa. Káputextar bókaforlaga eru fyrir flest frægari en auðmýkt og lítiliæti, og er Erni og Öriygi þar ekki síst við brugðið. Enda vantar ekki að það sé eitthvað látið heita hér á kápubakinu: „Frásagnarstíll- inn er mjög persónulegur, án þess að vera sjálfhverfur, rismikill en þó látlaus, knappur en þó fjölskrúð- ugur, nærgöngull og nærfærinn í senn og magnaður innri spennu." Og þannig áfram og áfram. Það merkilega er bara, að þessa há- stemmdu umsögn gæti ritdómari með lítt skaddaðri samvisku skrif- að upp á. Lykilorðið í þessari lýsingu er „knappur". Sr. Emil stenst nefnilega1 með prýði þá meginfreistingu höfunda, sem á annað borð fá góðar hugmyndir, að hossa sér á þeim, útjaska þeim með málaleng- ingum og endurtekningum. Hann hefur frá meira en nógu að segja, bæði atvikum, aðstæðum og hug- myndum, og gerir líka hverju atriði skil greitt og vafningalaust. Það er ótrúlega víða í bókinni að ein eða tvær blaðsíður mynda efn- isheild sem út af fyrir sig er minn- isstæð og athyglisverð, enda hefur gamalreyndur íslenskukennari bent mér á, að svona séu óska- bækur þeirra sem velja efni í lestr- arbækur eða sýnisbækur handa skólum. Sr. Emil hefur ákveðna heildar- sýn á efni sitt. Annars vegar vissa túlkun á uppvaxtarárum sínum, fjölskylduaðstæðum og þvílíku. Hins vegar túlkun á því mannfé- lagi austur í Breiðdal sem hann er upp runninn úr, fátæku og verk- lega frumstæðu, en þó á þröskuldi nýs tíma. í þetta ber hann ekki mikið mál; mestur hluti bókarinn- ar er atvikalýsingar; en túlkunin kemur hæfilega skýrt fram til að steypa minningarbrotin í sam- stæða heild. Emil ritar fallegt mál og orðauð- ugt, en notar víðast hvar einfalda setningagerð, sem stuðlar að því ásamt stuttum efnisþáttum og vafningalausum frásagnarhætti að gera bókina auðlesna og að- gengilega. Jafnvel þegar hann bregður fyrir sig ljóðrænum mælskustíl, eins og þegar hann kynnir móður sína til sögunnar (bls. 29); „Við róandi rokkhljóð, langt, langt inni í hálfgagnsæju hugar- rökkri, berst rödd að innri eyrum mínum og kveður við í ljóði, sögu og söng. Þessi rödd bendir með blæbrigðum á greinarmun góðs og ills, gæfumun hættu og holl- ustu. Kona leiðir mig á milli rúma og herbergja og út á stétt. Hún breiðir ofan á mig svo að mér verði ekki kalt, lyftir mér upp þeg- ar ég er þreyttur eða í hættu stadd- ur við ána eða brunninn. Hún bendir mér á blómin og fjöllin, leiðir mig um löngu, dimmu göng- in og þrýstir hönd mína svo að mig dreymi ekki myrkrið." Auk ljóðrænna frásagnarkafla birtir sr. Emil nokkuð af kveðskap sínum, í bundnum háttum og laus- um, og fer þar laglega með. Ekki er tekið fram hvort hann er höf- undur þeirrar einu myndar (dúk- ristu?) sem bókina prýðir. Þá er raunar ótalið kort af söguslóðum á báðum spjaldopnum, sem er ágætt að hafa til hliðsjónar. Svo er bókin vandlega prófarkalesin og vönduð að ytri gerð, enda á hún fyllstu rækt skilda, svo öndvegis- vel sem hún er samin. HSK Súrreal isminn í Sjón Drengurinn meö röntgenaugun. Sjón. Mál og menning 1986. Mál og menning gefur út heild- arritsafn Sjóns: Drengurinn med röntgenaugun. Sjón er einn af stofnendum súrrealistahópsins Medúsu en í þeim hópi er margt ungra listamanna sem hafa sett mark á listir síðustu ára. Drengurinn með röntgenaugun er heildarsafn ljóða Sjóns og er þetta í fyrsta sinn sem ljóð hans koma út hjá forlagi en fyrri bækur sínar hefur hann gefið út sjálfur. Bókin skiptist í sjö kafla; fyrsti kaflinn Gegnum sjónaukann inni- heldur ljóð úr ýmsum áttum frá ár- unum 1978—1986, síðan koma Ijóð úr Ijóðabókinni Birgitta (hler- uð samtöl), þá ljóð úr bókinni Hvernig elskar maður hendur, en sú bók er skrifuð í samvinnu við Matthias Magnússon. Eftir þessa fyrstu þrjá kafla bókarinnar eru ljóðabækur Sjóns birtar í heild: Reiðhjól blinda mannsins, Sjón- hverfingabókin, OH (isn’t it wild) og Leikfangakastalar sagði hún það er ekkert til sem heitir leik- fangakastalar. Það verður að telja nokkuð sér- stakt að gefa út heildarsafn svo ungs skálds sem Sjón er, en á hinn bóginn er höfundarverk Sjóns þegar orðið nokkuð mikið og hann búinn að festa sig í sessi sem eitt okkar sérkennilegustu ung- skálda þrátt fyrir ungan aldur. Sjón kennir sig við súrrealisma og yrkir ljóð sín í anda hans og það er með bókinni Birgitta (hleruð samtöl) sem hann hittir isma þennan. I fyrsta kafla bókarinnar, Gegnum sjónaukann eru nokkur eldri ljóð sem eru öll hefðbundn- ari í myndmáli og auðskildari en hin síðari Ijóð og ljóðabálkar, en með Birgittu og súrrealismanum verður fljótt Ijóst að hér hefur Sjón fundið form sem honum hentar. Hann raðar upp orðum sem ekki eiga saman samkvæmt venju- bundinni skynsemishugsun, af mikilli gleði, stundum allt að því of mikilli. Sérstaklega framan af er hið sérkennilega myndmál heldur þvingað á köflum, lesandinn fær á tilfinninguna að skáldinu finnist það verða að byggja upp myndir sínar með orðum sem tákna ósam- stæða hluti, fremur en að það nái að gera heildarmyndina ósam- stæða veruleikanum. í seinni köfl- um bókarinnar er aftur farin að koma meiri heild í ljóðin hvert fyr- ir sig, heildarmynd ljóðsins orðin samstæðari og farin að snerta les- andann í djúpum undirmeðvit- undarinnar fremur en einstakar smámyndir innan ljóðsins. Dæmi um þetta má ef til viíl taka af tveim ljóðum; annað er úr kaflanum Hvernig elskar maður hendur, ljóð á bls. 50: 13 ára meö hreiöur á höföinu og ungann í munninum snjóar henni niöur í lokrekkjuna Hann er vafinn inn í kattartungu sem er negld á vegg í húsi og veröur aö handklœöi/blóöugu laki þegar morgnar í glerinu Síðara ljóðið er úr síðasta kafla bókarinnar: Leikfangakastalar segir hún... og heitir Herbergi Z (bls. 114). Svo mörg kyrr einsog múmíur meöan nýtálguö andlitin skipta litum undan sárabindunum metrum neöar: Albínóanegrinn leitar aö systur sinni dreifir huganum meö blóömettuöu loftinu safnar leir á stígvélin í grafhvelfingunni metrum neöar: Herbergi Z. Einn helsti þráðurinn sem virð- ist ganga gegnum ljóð Sjóns er kynlífið, ástin. Margbreytileikinn í myndmálinu er slíkur, hinar fjöl- skrúðugu myndir ástarinnar og ástaleikjanna, að hér er sýn súr- realismans á veruleikann hvergi gerð skömm til. I kaflanum OH (isn’t it wild) er þetta þema hvað beinskeyttast, myndmál og form ein heild sem miðar beint í undir- meðvitund lesandans og inn í leyndustu afkima líkama hans. Kynlífsmyndir skáldsins eru hvergi þær sem fólk á að venjast en þær eru auðugar að ímyndun- arafli og tilfinningu fyrir hinu óvænta, nýja og ótrúlega. Fá- breytnin er eitur í beinum Sjóns hvernig sem á er litið. Drengurinn með röntgenaugun er skemmtileg bók og eiguleg og ekki spillir að frágangur allur er með miklum sóma. Myndir eru margar í bókinni úr listaverki eftir Kanadamanninn Jean Benoit, vel prentaðar og ekki óröntgenlegar. -l.Á. Harka, parka . . . Þorvaldur Þorsteinsson: Skilaboöaskjóöan Ævintýri meö myndum Mál og menning 1986 32 bls. Verö 890- kr. Skilaboðaskjóðan er fyrsta bók höfundar, að ég veit best, og verð- ur ekki annað sagt en hann fari vel af stað. Sagan gerist í Ævintýra- skógi þar sem búa dvergar (Dreit- ill, Snigill, njósnadvergur, Stóri- dvergur o.fl.). Maddamamma saumakona og Putti sonur hennar, ærslabelgur, Mjallhvít og aðrar ævintýrapersónur, t.d. úlfurinn (úr Rauðhettu), vonda stjúpan og nornin, að ógleymdu nátttröllinu, sem allt snýst raunar í kringum. Nátttröllið rænir sem sé Putta litla, þegar hann vogar sér einn út í skóg tunglskinsbjarta nótt, villist þar og sofnar undir tré. I draumum sínum vinnur hann afrek, en vakn- ar fjarri lindum lífsins í helli nátt- tröllsins, sem hugðist breyta hon- um í brúðudreng. En auðvitað bjarga Maddamamma og dverg- arnir drengnum, og þurfti þó fleiri til, meira að segja illþýðið í skógin- um kom til hjálpar með sérstökum hætti: raddir þess voru fangaðar í skilaboðaskjóðuna, eins konar „segulband" skógardverga, nýtil- komið af illri nauðsyn. Og auðvit- að endar allt vel, eins og vera ber í ævintýrum: „Og strax þetta sama kvöld sögðu Dreitill, Madda- mamma og Putti alla söguna í skilaboðaskjóðuna, bundu vand- lega fyrir með dvergahnút og földu hana í skóginum. Löngu síðar urðu dularfullir at- burðir til þess að skjóðan hvarf úr felustaðnum og barst eftir langt ferðalag í mínar hendur. Og nú er ég búinn að leysa frá skjóðunni.” Ævintýri eru afar góðar bók- menntir fyrir börn. Atburðarás er yfirleitt einföld og grípandi, end- urtekning og stigmögnun heldur börnum (og fullorðnum!) við efn- ið, gott og illt er persónugert og hið illa bíður lægri hlut fyrir gæsku, ráðsnilld og þrautseigju o.s.frv. Skilaboðaskjóðan hefur öll þessi einkenni gömlu ævintýranna til að bera. Myndir Þorvalds eru vatnslitað- ar, las ég í viðtali. Þær eru blæ- brigðaríkar og fjörlegar; sjónar- hornið oft með þeim hætti, að les- endur horfa upp á myndefnið. Andlitsdrættir persóna eru ein- faldaðir, illskan ein skín af ásjónu nornar, úlfs og stjúpu, nátttröllið opinmynnt og heldur afkáralegt. Putti hins vegar prakkaralegur og einlægur á svip. Skógurinn er per- sónugerður, trén sýna svipbrigði, beygja sig og taka bakföll eftir at- vikum, og skógurinn iðar af lífi eins og vera ber í ævintýraskógi. Þar sjást augu og fjöldi smádýra; og reyndar sá ég ekki betur en Val- ur Arnþórsson væri með útibú frá KEA í skóginum og seldi skinn og aðra grávöru. (Höfundur hlýtur að hafa verið á Akureyri!) Meginmál bókarinnar er slétt og fellt, texti hvergi einfaldaður. Ég er ekki alveg sáttur við uppsetning- una, en sagan er felld inn í mynd- irnar í þar til gerðar eyður. Mér finnst fallegra að hafa texta ann- aðhvort ofan myndar eða neðan; kannski er það bara íhaldssemi. Texti á hverri síðu á hins vegar prýðilega við hverja mynd. Að öllu samanlögðu er Skila- boðaskjóðan bráðskemmtileg barnabók. Útgáfan er forlaginu til sóma, og gott er til þess að vita, að innlendar prentsmiðjur eru bærar til að sjá um svona bækur. Ég mæli með Skilaboðaskjóðunni. SS FJÖLFRÆÐIbækur eru í mik- illi sókn í íslenskri bókaútgáfu — og svo sem ekkert verið að kasta til höndunum á þeim vettvangi. Dýr- asta og viðamesta bók Vöku-Helga- fells fyrir þessi jólin er einmitt fjöl- fræðibókin íslandseldar eftir Ara Trausta Guömundsson jarðeðlis- fræðing. Hann byggir þar á upplýs- ingum frá fjölmörgum vísinda- mönnum, sem eru sérfróðir varð- andi hinar ýmsu eldstöðvar hér- lendis. I bókinni, sem er um 180 síð- ur í stóru broti, eru á annað hundrað ljósmyndir auk tuga skýringa- mynda. ÓMAR Stefánsson tekur ekki niður nándar nærri strax. Og er þá átt við verkin á sýningu hans í Gall- erí Svart á hvítu við Oöinstorg í að- ventunni. Snaggaraleg sýning, býsna kraftmikil þar sem expressj- ónistinn fer á köflum út í súrreal- ískar vangaveltur um heiminn hérna megin ózon-lagsins. Hann sagði í siðasta Listapósti um þessa fyrstu sýningu sína eftir Berlínar- nám: „Mér finnst mikils um vert að geta kveikt i ímyndunarafli fólks, vakið upp þanka þess og kallað á svörun við myndunum. Ég sætti mig ekki bara við að myndirnar séu fagurfræðilega góðar.” Ómar er ljón, árgerð '60. HUSIÐ opnar klukkan níu, þarna í Fischer-sundi — þið vitið. Duus á sunnudagskvöldi, suð-austan átt og Súld; kannski að Steingrímur verði fyrstur upp á sviðið, setjist bak við trommurnar og lemji taktinn, svo fiðla Stymons Kuran í fjarska og Tryggvi Húbner að stilla gítarinn. Og loks þetta bassaplokk eins og Stefáni Ingólfssyni er einum lagið — miðaverð krónur 300 — og allir í ryðma. „Tónlistin sem Súld spilar,” segir í fréttatilkynningu „er mjög fjölbreytt og er svo til eingöngu frumsamin." MIÐNÆTTIÐ milli síðasta kvennafrídags og fyrsta vetrardags gáfu Menn út hljómplötu. Hún heitir Reisn og snýst fjörutíu og fimm snúninga á mínútu. Annars eru lög- in sjö, frekar framsækin og hrá eins og Valdimar Örn Flygenring og Ágúst Karlsson vilja hafa rokkið. Þeir eru Mennirnir; tróðu fyrst upp með Hinni konunglegu flugelda- rokksveit í „upphafi þessa mikla ára- tugar", eins og þeir orða það, en áfr- am með söguna: „Svo flugum við austur með Ellu Magg í Atlavík ’84 og spiluðum þar við ákaflega um- deild fagnaðarlæti." Svo skyldu leið- ir þegar Flygenring langaði að leika. Reisn hefur verið meira og minna í vinnslu frá Atlavíkurárun- um — og áhrifin eru víða að, effekt- arnir ekki síður; prentvél, fugla- söngur og bíóhljóð. En upplagið er takmarkað. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.