Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 04.12.1986, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Qupperneq 8
málalífi. Forráðamenn Olís voru ekki tilbúnir til að selja fyrirtækið á tvöföldu nafnvirði, en Shell var til- búið til að kaupa fyrirtækið á þessu verði. Ein ástæða fyrir því að Shell vildi ekki bjóða hærra í Olís er sú, að Shell taldi eignir Olís ofmetnar. Samkvæmt mati á eignum Olís er talið, að fyrirtækið eigi um 500 millj- ónir umfram skuldir. Byggist þessi niðurstaða á athugunum viður- kenndra endurskoðenda, sem skoð- uðu þetta mál, m.a. fyrir Shell. Vildu fá Olís á silfurfati Olís rekur olíuinnflutningsstöð í Laugarnesi. Er sú stöð um 40 ára gömul. Skeljungur hefur hins vegar verið að koma sér upp olíuinnfjutn- ingsstöð af fullkominni gerð í Örfir- isey. Síðarnefnda fyrirtækið hefði því, ef það hefði keypt Olís, ekkert gagn haft af Laugarnesstöðinni. Þar fyrir utan herma heimildir HP, að Shell og Esso hefðu afar takmarkað- an áhuga á eignum Olís úti um land. Þetta tvennt voru hin olíufélögin því ekki tilbúin til að meta mjög hátt þegar þau voru að velta fyrir sér kaupum á Olís. Heimildir HP í bankakerfinu fullyrða, að það sem olíufélaganna þriggja taldar nema um 1300 milljónum króna. Af sam- anlögðum þessum beinu skuldum olíufélaganna er talið að 54% megi skrifa á Olís. Eignir umfram skuldir eru, eins og áður sagði, nálægt því að vera 500 milljónir skv. út- reikningum endurskoðenda. Er þá miðað við að fyrirtækið sé rekið áfram. Annað kæmi að sjálfsögðu út úr dæminu, ef hin olíufélögin mætu eignirnar út frá sínum hagsmunum. Olís hefur verið að rétta úr kútnum eftir nokkur erfið ár, eða eins og einn viðmælenda HP sagði: „Við sjáum fram úr vandræðunum. Það tókst ekki að knésetja fyrirtækið í fyrri hálfleik." Meðal viðskiptamanna Olís eru mörg „erfiðustu" útgerðarfyrirtæki landsins. Hefur fyrirtækið neyðst til að halda viðskiptum sínum við mörg fyrirtækjanna áfram eftir að ijóst þótti, að skuldir þeirra við Olís voru komnar á hættulegt stig. Síld- arvinnslan í Neskaupstað er eitt fyr- irtækjanna. Vegna viðskipta Olís við Landsbankann og bankans og fyrirtækjanna á Neskaupstað hefur bankinn þvingað Olís með beinum þrýstingi til að taka á sig hluta af sokkið til þess að hægt væri að bjarga því. Eina leið bankans var að reyna sitt til að koma fyrirtækinu yfir á Shell við vægu verði — og losna þannig við þann mikla skell sem bankinn óneitanlega hefði fengið, ef Olís hefði verið látið rúlla. Slíkt hefði getað þróast uppí „Haf- skipsmál" Landsbanka. Safnkvæmt nýjustu markaðstöl- um úr olíuheiminum hefur Olís um 28‘/2% af bensinsölunni í landinu, sama hluta í gasolíu, en um 30% af svartolíusölu til fiskiskipa og fyrir- tækja. Olís hefur alla tíð verið haldið ut- an við verslun með flugvélaelds- neyti. Samkvæmt gamalli helm- ingaskiptareglu olíufélaganna tveggja, Shell og Esso, sér Shell um verslun með flugvélaeldsneyti inn- anlands og vegna Evrópuflugs. Esso sér um alla sölu flugvélaeldsneytis til hersins — og hefur hagnast drjúgt á þeim viðskiptum. Olís hins vegar hefur á sinni könnu viðskipti með flugvélaeldsneyti vegna Norður-At- lantshafsflugs. Hefur það ólíkt versl- un hinna tveggja með flugvélaelds- neyti skilað félaginu litlum hagnaði. í fyrsta lagi flytja Flugleiðir inn allt 1 111 | 1 vakað hafi fyrir Shell var að bíða þar til erfiðleikar Olís væru orðnir slíkir, að samningsstaða fyrirtækisins væri vonlaus. Það hefur ekki á síðustu mánuð- um verið spurning um sölu Olís. Spurningin var aðeins sú hvort sam- keppnisfyrirtæki eignuðust Olís fyr- ir slikk, eða hvort til væri einstakl- ingur eða fyrirtæki sem væru tilbú- in til að breyta rekstrinum og veita nýju fé inni Olís. Sá kaupandi er Óli Kr. Sigurðsson. Hann keypti 74% hlutafjár í OIís. Kaupverð hefur ekki verið upplýst, né heldur hve mikið Óli Kr. greiddi við undirskrift samn- inga. Talið er að helming kaupverðs eigi að greiða á fyrsta árinu. Eftir- stöðvar verða greiddar á bréfum til lengri tíma, samtals um 100 milljón- ir. Oli Kr. Sigurðsson vildi ekki stað- festa þessar tölur í samtali við HP. Verulegrar óánægju gætir hjá ákveðnum aðilum í fyrirtækjunum Shell og Esso vegna þess, sem nú hefur gerst. Heimildarmaður HP í bankakerfinu fullyrti, að Óli hefði „stolið glæpnum frá Shell“. Fyrir- tækið hefði í góðu samkomulagi við Eisso ætlað sér að ná undir sig Olís við vægu verði. Hins vegar mun vera ríkjandi ánægja með þessa þró- un mála meðal margra starfsmanna Olís og þeirra fjármálamanna, sem óttast vöxt og viðgang Sambandsins (Esso) og Sjálfstæðisfloksins (Shell) í viðskiptaheiminum. Er mörgum þeirra farið að ofbjóða helminga- skiptaverslun sú sem á sér stað í við- skiptalífinu og drepur í dróma þá sjálfstæðu einstaklinga, sem þora — og vinna. SKULDIR OLÍS Skuldir olíufélaga eru tvenns kon- ar. Annars vegar er um að ræða beinar skuldir við bankakerfið. Hins vegar er um að ræða skuldir við út- lenda seljendur olíu — erlend olíu- og sölufyrirtæki. Eru beinar skuldir skuldum fyrirtækisins með skulda- söfnun þess við Olís. í þessu sam- bandi hefur verið bent á tengsl bankaráðsmanna og fyrirtækjanna í Neskaupstað. Eru fyrirtæki þessi talin skulda Olís um 90 milljónir króna. Sömu sögu er að segja um skuldir ísbjarnarins (nú Grandi h.f.) við Olís. Eigendur ísbjarnarins áttu og eiga enn um 20% hlutafjár í OIís og leiddi þessi staða eigendanna til mikilla skulda við síðarnefnda fyrirtækið. Var á endanum verulegum hluta þessara skulda ísbjarnarins breytt í hlutabréf Olís í Granda, þegar fyrir- tækið varð til með sameiningunni við BÚR. Skuldir fyrirtækisins við Olís voru þrátt fyrir þetta á bilinu 10—20 milijónir, skv. heimildum HP í bankakerfinu. Auk þess átti 01 ís í viðskiptum við Hafskip. Fiskiðjan Freyja á Suður- eyri er viðskiptamaður Olis. Eru olíuskuldir hennar um 34 milljónir. Útgerðarfyrirtæki á Snæfellsnesi, á Sauðárkróki og á Siglufirði skulda Olís mikið fé, auk annarra fyrir- tækja, sem skulda smærri upphæð- ir. Útgerðarfyrirtækin standa illa — og skulda Olís. LANDSBAN KASKJÁLFTI í Landsbanka hefur í vissum skiln- ingi verið gert út á Olís og Esso og Shell mátu það svo, áður en Óli Kr. keypti, að þau fyrirtæki sem skuld- uðu Olís hvað mest myndu aldrei geta greitt skuldir sínar við fyrir- tækið að fullu. Var þá miðað við óbreytt ástand hjá Olís. Óbreytt ástand í bankanum. Þess vegna mátu Esso og Shell dæmið þannig að þau myndu ekki hagnast á kaup- um á Olís miðað við það verð, sem Olís setti upp. Skjálftinn í Landsbankanum vegna Olís — meðal stjórnenda bankans — helgaðist sömuleiðis af því mati, að fyrirtækið væri of djúpt sitt eldsneyti sjálfir — og eru því e.t.v. fjórða olíufélagið — og í öðru lagi er lítil umferð annarra flugfé- laga um Island sem fljúga þessa leið. Olís geymir hins vegar og skipar upp eldsneyti því sem Flugleiðir flytja inn. Hefur Olís aðeins geymslutekjur af þeim viðskiptum. HVAÐ GERIR ÓLI S? Óli Kr. Sigurðsson er ekki hefð- bundinn, útlitshannaður bissness- maður úr íslenska ættarveldinu. Hann hefur unnið sig upp. Unnið með höndum og höfði. Og ekki hlot- ið „hamingju í arf“. „Ég held það verði aldrei maghóní lagt á veggina hjá Óla,“ sagði einn viðmælenda HP, „enda er hann í þessu til að rífa fyrir- tækið upp. Og á sama hátt og hann hefur lækkað matvöruverð með hagstæðum innflutningi, þá á hann eftir að lækka bensínverð í landinu. Til þess er hann að þessu. Til þess að bjóða ódýra vöru og hagnast á því í leiðinni." Heimildamenn HP í fjármála- heiminum telja, að endurskipulagn- ingin á Olís muni hafa ýmsar breyt- ingar í för með sér. í fyrsta lagi muni nú verða gengið eftir því, að útgerð- arfyrirtæki þau sem skulda Olís greiði félaginu skuldirnar. Óli Kr. Sigurðsson hefur enda boðað það á þriggja daga forstjóraferli, aö hann muni ganga eftir skuldum, enda sé Olís ekki banki, heldur viðskiptafyrir- tæki. Og að þannig hyggist hann reka það. Hann hefur jafnframt und- irstrikað, að hann skuldi Lands- banka hvorki eitt né neitt. I þessu felst ákveðin viðvörun til bankans, en með nýjum eiganda Olís má gera ráð fyrir þvi, að þau hagsmunatengsl sem verið hafa á milli Landsbanka, Olís og útgerðar- fyrirtækja, sem jafnframt því að vera í viðskiptum við OIís, hafa ver- ið í viðskiptum við bankann, verði rofin. En samkvæmt heimildum HP má að verulegu leyti rekja erfiða fjárhagsstöðu Olís til tengsla af þessu tagi. Að banki hafi beitt Olís þrýstingi til að lána ákveðnum út- gerðarfyrirtækjum Landsbankans. Heimildir HP fullyrða að flokks- pólitísku bankaráði og pólitískt kjörnum bankastjórum hafi oft ver- ið beitt, þegar útgerðarfyrirtæki hafa lent í erfiðleikum í rekstri, og Olís verið látið axla þá erfiðleika. Hafa byggðasjónarmið oft verið lát- in ráða. Ekki banka- og viðskipta- sjónarmið. Yfirlýsingar Óla Kr. benda til þes, að hér eftir verði Olís ekki notað í þeim pólitíska leik. Samkvæmt heimildum, sem HP telur öruggar, mun Óli Kr. hafa í hyggju, að selja allar eignir fyrirtæk- isins, sem ekki koma olíuversiun beint við. Fyrirtækið á stóran bíla- flota, sem fullvíst er talið að hann muni losa sig við að einhverju leyti. Þá er talið líklegt, að hann muni selja húseignirnar Hafnarstræti 21 og Hafnarstræti 5, þar sem aðal- skrifstofur Olís eru. Mun ætlunin vera sú, að „flytja í skúraná' — byggingar sem Ólís á í Laugarnesi. Þá á Olís í fjölmörgum fyrirtækj- um. Er talið að Óli muni selja hlut Olís í þeim. FuIIvíst er talið að hann muni selja hlut Olís í Lýsi og mjöl á Akranesi. Húseignir víða um land, m.a. á Akureyri. Fyrirtækið á einnig lönd og lóðir víða. Sem dæmi á Olís landið undir Rockwill, þar sem standa mannvirki sjóhers Bandaríkjamann. Talið er að hann muni selja þetta land — hæst- bjóðanda. Með þessum aðgerðum öllum hyggst Óli tryggja stöðu fyrir- tækisins. HIN HELGU VÉ Olíufélög, bankar, innflutnings- fyrirtæki, tryggingafélög og öll stærri fyrirtækin í landinu. Fjár- málaheimurinn allur. Hefur verið á hendi Sambandsins og nokkurra valdamikilla fjölskyldna í tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Viðskiptalíf- ið hefur verið hin helgu vé nefndra aðila. Þeir hafa í krafti fjár og póli- tískra áhrifa í banka- og stjórnkerfi byggt bólverk um hagsmuni sína. Með umsvifum sínum hefur Óli Kr. Sigurðsson sprengt þennan ramma. Brotist inn í hin helgu vé — vanhelg- að þau, að dómi sumra. Heimildarmenn HP í fjármála- heiminum eru þeirrar skoðunar, að ættarveldið og Sambandið muni gera allt sem i þeirra valdi stendur til að bregða fæti fyrir hinn umsvifa- mikla kaupsýslumann. Hann hefur sagt valdakerfi viðskiptalífsins stríð á hendur líkt og aðstandendur Hag- kaups gerðu í upphafi þess fyrirtæk- is — og eignast olíufélag. Hann vildi ekki upplýsa í samtali við HP, hvert kaupverðið var. Hann fullyrti hins vegar, að hann stæði einn að þessu. Samkvæmt heimildum HP erlendis frá er talið ólíklegt að Óli sé í sam- vinnu við erlenda aðila. Talið úti- lokað. Aðrar heimildir segja, að enda þótt áhrifamenn í bankakerfinu reyndu að stöðva sókn Óla í við- skiptaheiminum, þá myndu menn fara varlega í þá sálma. Úmsvif hans og þekking á íslensku viðskiptalífi væri slík, að menn legðu ekki í að vinna gegn honum. Heimilda- menn HP telja, að ÓIi muni starfa sem einhvers konar forstjóri í hinu nýja fyrirtæki. Fyrir honum vaki, að gera Olís sterkt á nýjan leik. Teija menn að hann muni leitast við að kaupa inn ódýra olíu og bensín á spottmarkaði erlendis og flytja til landsins. Selja það síðan ódýrara en Esso og Shell og nota með því prins- ippið, sem liggur til grundvallar mikillar sölu Spar-vöru um alla Evr- ópu. Eru margir þeirrar skoðunar, að Óli hafi gert kaup aldarinnar á ís- landi með kaupum sínum á hluta- bréfum Olís. Óli Kr. Sigurðsson sagði í stuttu spjalli við HP: „Ef aðstæður í þessu fyrirtæki leyfðu það, þá myndi ég lækka verð á bensíni til neytenda strax. Það get ég ekki nú. En það kemur, enda þótt það þýði verðstríð við hin olíufélögin. Mitt mottó er að kaupa ódýrt. Og selja ódýrt. Það kemur í ljós hvort það gengur í olí- unni. Ef það tekst getur þetta félag sagt með nokkru stolti, að það starfi í anda Héðins Valdimarssonar, sem leiddi það í upphafi." 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.