Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 18
HP fylgist zneð því sem fram fer aó tjaldabaki í „betri stofu" Bylgjunnar Starfsfólk Plastprents lék viö hvern sinn fingur í beinni útsendingu meö Hemma Gunn, en ekki er allt sem sýnist í útvarpstæki heima í stofu OFSA HRESS STRESS Rétur Kristjánsson með litla dóttur slna í fanginu. Þau eru að fylgjast með Bjart- mari og þegar hann söng um kótelettu- karlinn kom (Ijós að sú stutta kunni text- ann utanbókar. Samstarfsfólk Halldóru Georgsdóttur hrópaði uppörvandi til hennar að þetta væri „verst fyrst" á meðan hún sat svoKt- ið stjörf og tók þátt í hjónaleiknum. Plastprentararnir áttu svo sem auðvelt með að hlæja, þegar þeir sjálfir stóðu ekki í eld- línunni. Þau Auður Edda, aðstoðarstúlka, og Sigurður Ingólfsson, tæknistjóri, fylgjast með handan við glerið. Bjartmar ( banastuði, en eitthvað fór úrskeiðs með hljóðnemann. Hinn ábúðamikli stjórnandi brást þegar við og kom öllu (lag án þess að nokkur yrði þess var heima í stofu. Hermann Gunnarsson á hápunkti: „Svo reddið þið lélegustu bröndurunum mlnum meö því að hlægja hressilega, krakkar." Sigurður Gunnarsson veifar skemmda banananum, sem hann fann undir Tjarnarbrúnni þegar hann var úti að aka með mömmu sinni. Kristján Eldjárn baunaði spurningum á fórnarlömbin þrjú og fylgdist grannt með því að þau færu ekki yfir tilskilinn t(ma. Eggert Plastprentsforstjóri fagmannlegur með nikkuna, en Kristján Eldjárn virðist ekk- ert yfir sig hrifinn af s(nu hlutverki í þessu atriði. Áhugaleikararnir ( Plastprenti lögðu sig alla fram. Hinir hálfsmánadarlegu þœttir Hermanns Gunnarssonar í svokall- aðri betri stofu Bylgjunnar eru á góðri leið með að verða eitt vinsœl- asta útvarpsefnið um þessar mundir. Gengur þá á ýmsu í þá tvo tíma, sem hver þáttur stendur, eins og útvarps- hlustendur á suövesturhorni lands- ins kannast viö. En hvernig skyldi út- sendingin ganga fyrir sig og hvað œtli sé sagt og gert þegar áheyrend- ur heyra ekki til fólksins í hljóðver- inu? Helgarpósturinn kannaði mál- ið. Það var sunnudaginn 23. nóvem- ber, sem blaðamaður HP rauf helg- arhvíldina og mætti í aðalstöðvum Bylgjunnar stundarfjórðungi fyrir klukkan eitt eftir hádegi. Á göngum útvarpsstöðvarinnar ríkti allt annað en hvíldardagsstemning, því það var engu líkara en á hefði skollið minni háttar bylting. Hemmi Gunn og ljós- hærð, sprellfjörug aðstoðarstúlka hans, Auður Edda Jökulsdóttir, burðuðust með stafla af stólum fyrir gestina, eins og iðnir maurar. Rjóðir og æstir starfsmenn Plastprents gengu um gólf og hlógu óeðlilega oft og hátt. Einn þeirra kom fyrir vídeó- upptökuvél í „betri stofunni" og horfði áhyggjufullur á blaðamann og ljósmyndara HP. Hann hafði við- komandi greinilega grunaða um að eiga eftir að þvælast fyrir linsunni á mikilvægum augnablikum í beinu útsendingunni. Sannspár náungi það. Kiukkan 12.59 reis forstjórinn í Plastprenti upp úr stól sínum á fremsta bekk og tilkynnti hópnum hvað skyldi sungið. Þá dró fólk ljós- ritaða söngtexta upp úr pússi sínu og virtust með á nótunum. Eggert for- stjóri hampaði hins vegar myndar- legri harmoniku, sem síðar kom í ljós að hann hafði algjörlega á sínu valdi. Stóri vísirinn á hljóðversklukk- unni benti beint upp í loftið og rautt ljós kviknaði til merkis um að bein útsending stæði yfir. HEMMI KLÓRAR SÉR — GESTIR HRÓPAÁ VALÍUM Hemmi: Eru ekki allir í stuuuði? Salur: Júúúú!!!!!!! (eins og vel þjálf- aður her). Síðan tók Hermann að kynna þáttinn. Rannsókn blaðamanns leiddi i ljós, að þegar útvarpsstjarnan varð svolítið óörugg með sig í upp- hafi útsendingarinnar, stakk hann gjarnan annarri hendinni upp undir 18 HELGARPÖSTURINN leftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smarti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.