Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 27
raunsæja lýsingu á atburðarrásinni. Aðstæðum og tilfinningalífi höfuð- persónanna eru gerð góð skil bæði fyrir og eftir morðið, og er sérstak- lega átakanlegt að sjá hvaða áhrif morðið hefur á lögguna sem slapp úr hildarleiknum. John Savage gerir þeirri sálarflækju mjög góð skil í sín- um rullum. Woods sem hinn hálf- geðveiki ídealisti, sem dreymir um stóra og styrka fjölskyldu líkt og hjá mafíósunum, og Seales í jafnvel enn flóknari persónu sem auðvelt er að hafa að handbendi. _pQ The Black Marble: ★★ Bandarísk, árgerd 1980. Leik- stjórn: Harold Becker. Aöalhlut- uerk: Robert Foxworth, Paula Prentiss, Harry Dean Stanton. Enn ein lögreglumyndin eftir hina fyrrverandi löggu, Joseph Wambaugh. Alveg hreint með ólík- indum hvað kvikmyndaframleið- endur eru ginnkeyptir fyrir verkum hans. Þeir gætu eflaust gert kvik- myndahandrit eftir ávísun skrifaðri af honum, slík er ofsatrú þeirra á honum. Að vísu er Wambaugh á allt annarri línu í þetta skiptið, því enda þótt sagan fjalli um samvinnu karl- og kvenlöggu, þá er hér um róman- tíska mynd að ræða, með kómísku ívafi og obbolitlu af spennu. Þó get- ur hann ekki stillt sig um að taka fyr- ir hið mikla andlega álag sem óum- flýjanlega fylgir lögreglustarfinu. Því er síðan með snjallri leikstjórn snúið yfir í þægilegustu rómantík. Gallinn er hins vegar sá að róman- tíkin keyrir um þverbak og ástarsen- urnar verða hálf tilgerðarlegar, nema kannski lokaatriði myndar- innar þar sem James Woods bregð- ur skyndilega fyrir í algeru auka- hlutverki. Þ.Ó. Mischief: ★íé Bandarísk, árgerð 1985. Leik- stjóri: Mel Damski. Adalhlutuerk: Dough McKeon, Chris Nash. Aftur og aftur endast bandarísk- ir kvikmyndaframleiðendur til að gera unglingamyndir sem allar eru nákvæmlega eins. Lítill og óframfærinn náungi í fyrsta bekk menntó verður yfir sig hrifinn af sætustu stelpunni í skólanum sem tekur náttúrulega ekki eftir hon- um. Eldri, stærri og sterkari strák- arnir hæða’nn og berja með reglu- bundnu millibili, svo kynnist hann svölum gæja sem margt hefur reynt og reddar öllu fyrir hann, kemur honum í kynni við drauma- píuna og kemst þá að því að kápan á bókinni segir ekki allt um inni- haldið og loks endar öll vitleysan eins og flestir höfðu vonað. Þetta útþynnta efni er einmitt söguþráð- urinn í Mischief. Karakterarnir og atburðarásin eru oft óþægilega fyrirsjáanleg. Samt er einhver stíg- andi í myndinni sem lyftir henni á örlítið hærra plan en sambærileg- ar ræmur. Það er mest að þakka skemmtilegum leik þeirra McKeon sem hinn óframfærni og Nash sem hinn veraldarvani félagi hans. _ j c Bresk kvikmyndahefð í sókn PERSONULEG VERK FÁ LOKS NOTIÐ SÍN Nýjar og frumlegar fjármögnunarleidir óháöra framleiðenda bera mikinn árangur Það hefur tœpast farið framhjá neinum, hversu hlutdeild breskœtt- aðra kuikmynda hefur aukist á myndbandamarkaðnum að undan- förnu. Það sem er hvað eftirtektar- verðast uið þessa óuœntu sókn breskra kvikmynda á heimsmark- aðnum eru þær viðhorfsbreytingar og sú formbylting, sem orðið hefur á fjölmiðlamarkaðnum þar í landi á liðnum misserum. Ein af meginfor- sendum þessarar formbyltingar er, að þar til fyrir nokkrum árum áttu sjónvarpið og kvikmyndaiðnaður- inn, líkt og víðast huar annarsstað- ar, í hatrammri baráttu um tíma og neysluvenjur áhorfenda. Á síðari ár- um lítur einna helst út fyrir að þess- um fornu fjendum hafi loksins skil- ist mikilvœgi þess fyrir afkomu þeirra beggja, að þeir sameini krafta sína til eflingar innlendrar dagskrárgerðar. Fyrir ekki svo löngu síðan var meginhluti kvikmyndaframleiðslu landsins í höndum þriggja stórfyrir- tækja. Tvö þeirra (Rank og ACQ hafa nú að mestu hætt framleiðslu, en eftir stendur aðeins eitt, nefni- lega EMI sem eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir til að komast inn á Ameríkumarkaðinn á áttunda áratugnum hefur nú endurskipulagt starfsemi sína frá grunni. í stað þess að leggja allt undir við framleiðslu stórmynda dreifir fyrirtækið núorð- ið fjármunum sínum á fleiri og ódýr- ari verkefni í þeirri von að a.m.k. eitt þeirra komi til með að slá í gegn. BBC FJÁRMAGNSAÐILI KVIKMYNDA Arið 1983 bárust kvikmyndaiðn- aðinum þau óvæntu gleðitíðindi að BBC hyggðist í fyrsta sinn í 60 ára sögu sinni hasla sér völl sem fjár- magnsaðili á kvikmyndamarkaðn- um. Til að byrja með mun fyrirtæk- ið (í samvinnu við bandaríska kapla- sjónvarpsfyrirtækið Home Box Office) veita sem samsvarar 290 milljónum íslenskra króna árlega til framleiðslu breskættaðra kvik- mynda. Árinu áður hafði hin þá ný- stofnaða sjónvarpsstöð Channel Four riðið á vaðið með því að fjár- festa sem samsvarar 430 milljónum króna í framleiðslu 20 kvikmynda. Ein þessara mynda var The Draughtsman’s Contract, sem síðar varð ein af söluhæstu myndum ver- tíðarinnar 1983, og hefur þ.a.l. greitt upp taprekstur þeirra mynda er verst seldust og vel það. Allar voru þessar myndir síðan sýndar innan árs á vegum Channel Four og brutu menn þar með (og með góðum ár- angri) gegn þeirri hefð að láta a.m.k. þrjú ár líða frá frumsýningar- degi til þess er nýjar myndir eru sýndar í sjónvarpi. Á síðari árum hafa tveir eftirtekt- arverðir nýir fjármagnsaðilar hasl- að sér völl í breskum kvikmynda- iðnaði, en það eru Handmade Films og Goldcrest Films. Hið fyrrnefnda var stofnsett þegar EMI dró til baka fjármagnshluta sinn í Monty Python’s Life ofBrian á grundvelli hins „van- virðugá’ efnisinntaks þeirrar mynd- ar. Bítillinn George Harrison fregn- aði að félagar hans væru í fjárhags- kröggum og bað Denis O’Brien um að útvega fjármagn til kvikmyndun- arinnar. Eins og flestum mun kunn- ugt varð kvikmyndin síðan ein af söluhæstu myndum áttunda áratug- arins, þannig að þeir Python-félagar gátu stofnsett sitt eigið framleiðslu- fyrirtæki. Síðan hefur Handmade Films framleitt kvikmyndir á borð við Time Bandits (sem er hvað fræg- ust fyrir að hafa gefið af sér u.þ.b. 1,5 milljarða króna á Bandaríkja- markaði einum saman), The Long Good Friday og The Missionary svo dæmi séu nefnd. GOLDCREST FILMS ORÐINN SÁ STÆRSTI Goldcrest er að öllum líkindum stærsti óháði framleiðandi mynd- efnis fyrir kvikmyndir og sjónvarp í Evrópu. Árlega framleiðir fyrirtæk- ið um 10 kvikmyndir og 30—40 sjónvarpsdagskrár. Flest þessara verkefna eru unnin í samvinnu við framleiðendur í Þýskalandi, Frakk- landi, á Ítalíu, Spáni og á Norður- löndunum. Höfuðmarkmiðið er að komast inn á Ameríkumarkaðinn, sem samsvarar 60% af heimsmark- aðnum fyrir kvikmyndir og 80% af neyslu sjónvarpsefnis í heiminum í dag. Aðferðin sem Goldcrest notar til að komast inn á þennan markað er að einskorða framleiðsluna við per- sónuleg verk einstakra breskra og evrópskra leikstjóra, sem mynda þá eins konar mótvægi við þá geril- sneyddu stöðnun á öllum sviðum, sem óneitanlega er núorðið einn helsti ljóður bandarískrar kvik- myndahefðar. Árleg velta Goldcrest Films er nú- orðið um 2 milljarðar króna og ein helsta ástæða þess hversu vel hefur tekist að afla fjár til framleiðslunnar er að fyrirtækið býður utanaðkom- andi fjármagnsaðilum s.k. pakkatil- boð, sem þá fela í sér möguieika á að fjárfesta að hluta í fleiri velskipu- lögðum verkefnum í einu: t.d. nokkrum sjónvapsdagskrám, tveim- ur ódýrum kvikmyndum og einni stórmynd. Eitthvert þessara verk- efna hlýtur að ganga upp fjárhags- lega, þannig að persónuleg áhætta fjármagnsaðilanna er mun minni, en ef þeir veðjuðu t.d. öllu áhættu- fjármagni sín á eitt spil. LIFANDI MYNDIR í STÓRSÓKN Þessir viðskiptahættir tíðkast nú mjög víða í Bretlandi og hafa orðið til að hleypa, svo um munar nýju blóði í þarlenda kvikmyndagerð. Með tilkomu nýrrar tækni hefur heimsmarkaðurinn fyrir hverskyns myndefni fyrir kvikmyndir og sjón- varp tekið slíkum stakkaskiptum, að sambærilegrar byltingar verður vart leitað í tæplega aldarlangri sögu hinna „lifandi mynda”. Þó svo að kvikmyndahús víða um heim eigi víðast hvar í kröggum, hefur eftirspurnin eftir hverskyns mynd- efni stóraukist. Neysluvenjurnar hafa m.ö.o. breyst: Núorðið eru það myndböndin og kapalkerfin, sem að mestu leiti sjá fólki fyrir því mynd- efni, sem það í síauknum mæli virð- ist hafa svo mikla þörf fyrir í gráma hversdagslífsins. Með hliðsjón af framangreindu, ásamt þeirri staðreynd að framan- greind útvíkkun heimsmarkaðarins og breyttar neysluvenjur gera nú- orðið ekki ráð fyrir að nefnt fjöl- miðlaefni þurfi endilega að vera á enskri tungu, er ekki úr vegi að hér- lendir fjármagnsaðilar fari, líkt og breskir stéttarbræður þeirra að hugsa sér til hreyfings og gaumgæfi þá möguleika er gefast til slíkra fjár- festinga hér á landi. Því þrátt fyrir að Kvikmyndasjóður hafi nú loksins yfir að ráða því fjármagni, sem hon- um er lögum samkvæmt ætlað til ráðstöfunar, þá er enganveginn við- búið að honum megi einum síns liðs takast að reisa íslenska kvikmynda- hefð endanlega úr öskustónni. Opið laugardag í öllum deildum frá kl. 9—16 Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best. Jón Loftsson hf. Hringbraut 'A Á á A A A i_i i_Z1 — _J z ~ i_juacjaj5j _ _ u um iuuuyuiii iiii 121 Sími 10600 HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.