Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 04.12.1986, Blaðsíða 29
3 léttar frá Monty Python 14 BIIAR 158 ADRIR VINNIN6AR AUIR DRE6NIR IIT Time Bandits ★★ Árgerð 1981. Leikstjórn/fram leiöandi: Terry Gilliam. Aðalhlutverk: John Cleese, Sean Connery, Shelly Duval. Kevin litla hundleiðist dauðyflis- legt líferni foreldra sinna, sem hafa nánast engan tíma aflögu til að sinna öðru en lágkúru lífsgæða- kapphlaupsins. Því verður hann að sjálfsögðu himinlifandi, er hon- um gefst færi á að slást í för með sex litlum ærslabelgjum, sem stol- ið hafa korti Æðstu veru (Guðs almáttugs) yfir „tímagöt" þau í til- verunni, sem hann hefur um aidir nýtt sér til að ferðast fram og aftur um sköpunarverk sitt... óháð tíma og rúmi. Eitt þessara tíma- gata liggur um herbergi Kevins. Hann fer á stúfana með körlunum sex, hittir m.a. Napóleon, Agamemnon konung, leiðtoga Hellena í Trjóustríðinu og sjálfan Hróa hött. Sómasamleg dægrastytting fyr- ir börn á öllum aldri. Þó er hætt við að yngstu aldurshópunum kunni að þykja hún helst til ógnvæn- leg á köflum. The Meaning of Life ★★★ Árgerð 1985. Leikstjórn: Terry Jones. Handrit og aðalhlutverk: Gra- ham Capman, John Cleese, Terry Gilliam. Þessi botnlausa rangtúlkun á eðli lífsins og tilverunnar er væg- ast sagt engu öðru lík. Myndin er ein af gullvægari afurðum ærsla- belgjanna úr Monty Python-hópn- um, og vann á sínum tíma (flestum til mikillar undrunar og ekki síst framleiðandanum sjálfum) Grand Prix Spécial Du Jury á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Ógerningur er í stuttu máli að lýsa atburðarás þessa dæmalausa óðs til lífsins af nokkru viti. Enda er hann í sjálfu sér álíka botnlaus og ófyrirsjáanlegur og sjálft lífið. Óhætt er þó að iofa hverjum þeim, er unun hefur af góðum försum, nánast óborganlegri ánægjustund frammi fyrir þessu tiltæki þeirra Python-manna. Ó.A. Monty Python’s Life of Brian. ★★★ Bresk. Árgerð 1979. Leikstjórn: Terry Jones. Handrit og aðalhlutverk: Graham Chapman, Terry Gilliam, John Cleese, Eric Idle, Michael Palin. Þeir sem enn hafa ekki haft tæki- færi til að berja þessa vægast sagt guðdómlega anarkísku guðlaststil- burði þeirra Pyhton manna augum hafa farið mikils á mis. Víðast hvar erlendis var þessi óður þeirra félaga til goðsagnarinnar um ævi og lífs- starf frelsara okkar, Jesú Krists ekki sýndur opinberlega fyrr en eftir að kvikmyndaeftirlit viðkomandi landa höfðu farið um hana óvægum höndum, vopnuð skærum sínum. Frændur vorir Norðmenn bönnuðu alfarið sýningar á myndinni. Monty Python's Life of Brian. hefst aðfaranótt 25. desember annó núll í Betlehem. í næstu jötu við hlið frels- ara vors hefur í þennan heim verið borið sveinbarnið Brian, sonur ,,ástands‘-hóru af Gyðingaættum og rómversks hundraðshöfðingja. Þeg- ar vitringarnir þrír mæta á staðinn fara þeir að sjálfsögðu mannavillt. Þrjátíu árum síðar, á laugar- degi. . ,,just after teatime", hyggjast Brian frá Nasaret og móðir hans, líkt og aðrir samlandar þeirra leita sér afþreyingar í vægast sagt ríkulegu skemmtanalífi Júdeu á þessum tírna. Þau velja ,,grýtinguna“, íljós kemur að sökum mannmergðar heyrast vart orðaskil í fjallræðu Frelsarans. Brian er nú á þeim aldri, að hann er að vakna til pólitískrar meðvit- undar um eigin stöðu í þjóðfélaginu, og þó einkum stöðu þjóðar sinnar gagnvart heimsvaldastefnu Rómar- veldis. Það er skemmst frá því að segja að dag nokkurn er hann staðinn að verki og Rómverjar dæma hann til dauða. A föstudaginn langa deyr síðan Brian frá Nasaret fórnardauð- anum á krossinum. Líkt og vitring- arnir forðum, fóru ritarar heilagrar ritningar síðan mannavillt á föstu- daginn langa 33 árum eftir Krists- burð. .. og telja þeir Monty Python- menn þar með komna öllu skil- merkari útlistun, eða skýringu á ,,upprisu“ frelsara vors Jesú Krists, en greint er frá í Nýjatestamenti framangreindrar ritningar. Ó.A. 1 DAIHATSU ROCKY 3 DAIHATSU CHARADF XU JLIiilMÍi, 1 aií ^ 8 ¥lDEOTÖKlíVÉLAR JVC GR-C2 23 ÚTVÖRP JVC RC-W40 25 REIÐHJOL BMXLUXUS HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.