Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 11

Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 11 Reynslan úr hugheimi Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Steinþór Stefánsson. Hvenær komstu, hvenær ferðu? Terra Nulicus 1986. Steinþór Stefánsson er eitt þeirra ungu skálda sem eru að þreifa fyr- ir sér. Hann yrkir á nakinn hátt ljóð sem fyrst og fremst er ætlað að túlka tilfinningar, oft mjög einkalegar. Það sem vakir fyrir Steinþóri er eins og fyrr segir tján- ing eigin reynslu, en minna hugsað um að fága eða hnitmiða eins og oft og tíðum er nauðsynlegt í ljóði, en þó ekki algilt. Að draga upp myndir, túlka hug sinn með ljóðrænum dæmum er ekki sterkasta hlið Steinþórs Stef- ánssonar. Hann freistar þess aftur á móti að koma kennd sinni til skila án umbúða. Þegar honum tekst einna best upp getur útkoman verið eins og í eftirfarandi ljóði. Eg fældist Ijósið skreið í skjól til myrkraverka Ég þráði daginn er ég kæmi aftur Segði frá reynslunni úr hugheimi Mig dreymdi endurfundi við þig vinur minn úr fymdinni En er ég leit út hafði fennt í sporin Hvít auðnin kenndi mér einsemd Síðari hluti ljóðsins (þriðja og fjórða erindi) gefa til kynna að Steinþór Stefánsson hafí til að bera ljóðræna tilfínningu og geti ort mun betur en bók hans er til vitnis um. í henni virðist hann stefna að vissri ringulreið og hann gælir við ístöðu- leysi sem ekki er trygging fyrir skáldlegum hæfíleika. Þetta þarf ekki að segja Steinþóri, hann veit það best sjálfur, en í skáldskap skiptir það ekki mestu að gefa yfir- lýsingar og koma á framfæri skoðunum eða skoðanaleysi. Meira er um vert að skáld séu trú ljóðinu sjálfu og vandi sem best hvað sem öðru líður. Það er of mikið rugl í þessari bók Steinþórs og í heild sinni er hún dæmi um útgáfu sem hefði mátt bíða. En það er upprunaleg Ijóðgáfa á ýmsum stöðum í þessari bók. Til dæmis í þessu snjalla erindi: Það er eins og mér létti, og einsemdin er hylling. Ég finn frið. Ég líð útaf í snjóinn í minningu um þig! Bjarteygðir Bítlavinir Hljómplötur Sigurður Sverrisson Bítlavinafélagið — Til sölu Eg fer ekki ofan af því að slagur- inn um Auðbjörn hinn tvítuga, alias Þrisvar í viku, er eitthvert albesta dægurlag sem heyrst hefur hér á landi í háa herrans tíð. Þama er á ferðinni popp í anda sjöunda ára- tugarins eins og það gerist best. Svo er fólk að undrast þótt þessi tónlist nái vinsældum! Bítlavinimir með millinöfnin skemmtilegu eiga reyndar aðeins eitt laganna fimm á plötunni Til sölu. Hin em erlend. Þrjú þeirra em úr safni Bítlanna og em tekin upp „læf“ á Hótel Borg í mikilli stemmn- ingu. Þær upptökur em ekki gallalausar en skila stemmningunni mjög vel. Eins og vænta mátti er spila- mennskan folskvalaus á þessari plötu enda vanur maður í hveiju rúmi. Tvennt fínnst mé þó standa upp úr eftir hana: 1) Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson em hörku- góðir lagasmiðir 2) Georg „Go“ Magnússon er mun betri munn- hörpuleikari en ég hélt. Ofan á allt er umslagið um plöt- una frábært og þá ekki síður lesning Gsal á baksíðunni. Bítlavinimir em húmoristar fram í fíngurgóma en þeir kunna lika að spila. Það skilur þá frá flestum öðmm húmoristum „bransans". Eins og búast mátti við Genesis — Invisible touch Það verður að segjast hreint út að Invisible touch- kemur ekki á óvart á neinn hátt. Þeir sem fylgst hafa með Genesis síðustu árin vita nákvæmlega að hveiju þeir ganga og verða ekki fyrir vonbrigðum. Hins vegar finnst mér tími til kominn að jafn greind- ur náungi og Collins reyni a.m.k. stundum að gera eitthvað eilítið metnaðarfyllra en það sem fínna má á Invisibie touch. Ekki svo að skilja. Margt af innihaldi Invisible touch er harla gott. Sjálft titillagið svo og Anything she does em dæmi- gerðir listabanar og annað í samræmi við það. Hins vegar örlar ekki á þreifíngum, hvað þá heldur einhveijum breytingum eða þróun. Tæknivinnan pottþétt enda Hugh Padgham við takkana. Stjörnu- gjöf: ☆ ☆ ☆ Raðhús — Laugalæk Ca 176 fm fallegt raðhús á þremur hæðum. Mikið end- urnýjað. Eftirsóttur staður. Suðursvalir. Verð 4,1 millj. Húsvangur — Sími621717 Viðar Böðvarsson viðskfr./lögg. fast. Skrasett vörumerkl Coca Cola saman

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.