Morgunblaðið - 01.08.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.08.1986, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Hugleiðingar um Hveragerði - efíir Paul V. Michelsen Fyrir um það bil 15 árum skrif- aði ég mér til gamans hvernig ég vildi að Hveragerði yrði í framtíð- inni og reiknaði ekki með að nokkur tæki mark á því í þá daga, en nú er þó risið í Hveragerði fyrsta flokks heilsuhótel með öllum þeim þægind- um sem ég hafði þá í huga og dáist ég að þeim manni sem í þetta lagði af þvílíkum myndarskap. Hér áður fyrr sungu Hvergerð- ingar „Hveragerði er heimsins besti staður", en þeir gerðu sér bara ekki grein fyrir því hvernig Hvera- gerði gæti orðið „heimsins besti staður". Það vill svo vel til að fyrir ofan Hveragerði er eða gæti orðið „perla“ Hveragerðis, ef rétt væri á málum haldið og framsýni, dugnað- ur og peningar væru fyrir hendi. Séð frá Kambabrún er fagurt um að litast yfir Ölfusið og allt Suður- landsundirlendi með Heklu í baksýn og Vestmannaeyjar í góðu skyggni. Reykjakotsdalur er einhver besti og fegursti staður sem ég veit um og ég held að ekki sé til heppilegri staður fyrir heilsuhótel. Það ætti að friðhelga þennan stað fyrir þess háttar starfsemi þangað til einhver duglegur maður gæti, eins og eig- andi Hótel Arkar, eða eitthvert hiutafélag framkvæmt þær áætlan- ir sem ég hef í huga. Eg er fullkomlega sannfærður um að það mætti moka inn pening- um á þessu og útlendingar myndu flykkjast til að njóta þess sem í boði væri. Bytja þyrfti á að leggja veg frá efstu beygju í Kömbunum meðfram hlíðinni niður á flatimar svo umferðin færi ekki í gegnum Hveragerði með alla flutninga. Þijú heilsuhótel væri gott til að byrja með, eitt þeirra í lúxusklassa með öllum nútíma þægindum og þar yrði matur af fjölbreyttustu gerð, kjöt og fiskur og allt sem tilheyrir ásamt vínveitingum. Annað heilsu- hótel yrði fyrir þá sem eingöngu borða grænmeti og rekið með álíka fyrirkomulagi og NLFÍ og það þriðja blandað og að öllu leyti rekið þannig að fólk með venjulegar tekj- ur gæti dvalið þar sér til hressingar og heilsubótar. í sambandi við þessi heilsuhótel þarf að koma sundlaug, gufubað, heitir pottar með nuddi, minigolfvöllur, tennis, fótboltavöll- ur, keiluspil og ýmislegt fleira til afþreyingar fyrir heilsuhótelgesti. Tijáplöntum þarf að planta í þúsundatali svo skrautgarðar geti „Það er svo margt sem hægt er að gera í þessu sambandi og peningar myndu fljótt skila sér. Til þess að fljótlegra yrði að komast frá Keflavíkurflugvelli þyrfti að leggja raf- magnseinteinung gegnum bæjarfélögin, sem á þessari ieið eru, svo sem Hafnarfjörð og Reykjavík. Þessi „raf- lest“ þarf svo að fara alla leið yf ir hálendi íslands, sennilega ná- lægt raflínum landsins, alla leið í Skagafjörð og Akureyri og kannski fleiri staða.“ verið gestum til skjóls, ánægju og fegurðar. Varmá þarf að hreinsa og fegra og auka veiði fyrir gesti. Litlum flugvelli mætti koma fyrir á Paul V. Michelsen svokölluðum „Hamri" ofan Hvera- gerðis. Hestaleigu mætti koma á frá Reykjakoti yfir hálsinn að Nesjavöllum. Það er afar fagurt að fara ríðandi þessa leið og yrði vin- sælt og hressandi fyrir gesti. Vitað er að ölkeldur eru í hlíðum Hengils og mætti selja ölkelduvatn og ef auglýst yrði myndu útlendingar flykkjast hingað. Má í því sambandi nefna að í Danmörku er svokallað ölkelduvatn í Silkiborg á Jótlandi, ryðrautt og vont, en heilsuhótel Silkiborgar græða vel á því og þar eru gestir greifar, barónar og alls kyns fólk og mjög gott að dvelja þar. Það get ég dæmt af eigin raun eftir dvöl þar í þijár vikur. Svo ég víki aftur að Henglinum þá er þar óvenju fagurt landslag og fjölbreytt og heitir og kaldir lækir renna niður hlíðamar og mynda sums staðar sjálfgerðar sundlaugar. Einhvers konar svif- braut þarf að koma alveg upp á topp Hengils svo allir geti notið hins óviðjafnanlega útsýnis til allra átta. Veitingahúsum þarf að koma upp á 2—3 stöðum á leiðinni upp og efst uppi veitingahúsi er snerist hægt og róiega á meðan fólk nyti veitinganna. Það er svo margt sem hægt er að gera í þessu sambandi og pening- ar myndu fljótt skila sér. Til þess að fljótlegra yrði að komast frá Reykjavíkurflugvelli þyrfti að •eggja rafmagnseinteinung gegnum bæjarfélögin, sem á þessari leið eru, svo sem Hafnarfjörð og Reykjavík. Þessi „raflest" þarf svo að fara alla leið yfir hálendi ís- lands, sennilega nálægt raflínum landsins, alla leið í Skagafjörð og til Akureyrar og kannski fleiri staða. Nokkrar mjög kröftugar borholur eru innst í Reykjakotsdal svo nóg er af heitu vatni til upphitunar á öllu er til þarf til heilsuhótels. Sum- ir skemmtivellirnir þurfa að vera yfirbyggðir, upphitaðir og allt upp- ljómað af rafljósum þegar myrkur er, sem yrði til fegurðarauka. Allir göngustígar yrðu með hitalögnum. Einnig vegimir, svo aldrei þurfí að ryðja snjó. Eina borholuna mætti nota til að hita upp veginn frá heilsuhótelinu og frá Hveragerði yfír Hellisheiði, svo autt væri allan veturinn, því það kostar ekki svo lítið að halda vegum opnum og skil ég ekkert í því hvers vegna gangstígar og götur í Hveragerði og Reykjavík og annars staðar þar sem nóg er af vatni, eru ekki lagð- ar með hitalögn. Ég hef ýmislegt fleira í poka- hominu, sem hægt væri að gera til þess að bæta samgöngur og til margs konar nota, eins og að grafa ,skipaskurð“ frá Þorlákshöfn upp Olfusið alla leið að Öxnalæk og steypa upphitaða vegi meðfram. Þarna gætu allir minni bátar og lystisnekkjur athafnað sig og kæmi það sér mjög vel fyrir ýmsa starf- semi, svo sem ríka heilsuhælisgesti, sem vildu nota tækifærið og veiða og skoða Vestmannaeyjar, sigla í kringum þær og Surtsey. Það væri ekki svo lítið sport og eftirsótt. Fyrir neðan Hraunbændabýlið í Ölfusi em miklar og góðar sand- breiður og sjórinn. Þar væri tilvalið að útbúa sjóbaðsstað og hita upp sjóinn í víkinni og sandinn og nota hitageislalampa til að fólki liði vel á baðstaðnum þó ekki væri sól. Nóg er af heitu rafmagni og heitu vatni til þessara nota. Það er það mikið vatnsmagn í þessum borholum í Reykjakotsdal að það mundi nægja í allt það er ég hef upptalið og jafnvel stóran bæ eins og Reykjavík. Ég bjó í Hveragerði í 48 ár og var alla tíð að hugsa um hvað Hveragerði gæti orðið til fyrirmynd- ar ef hugsað hefði verið fyrir því að gera bæinn að „blóma- og heilsu- ræktarbæ", sem yrði þekktur út um allan heim. Okkur vantar fleiri menn eins og Helga Þór, sem þorði að leggja í þessar miklu fram- kvæmdir sem Hótel Örk er og á eftir að verða. Ég samgleðst honum með þetta fyrirtæki og á óska Hver- gerðingum til hamingju með Hótel ORK og Tívolí. Ég er sannfærður um að þetta á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir Hveragerði og sjálf- sagt eiga fleiri eftir að byggja álíka heilsuhótel, þar sem hiti og aðrar aðstæður leyfa. Þá geta Hvergerð- ingar aftur farið að syngja „Hvera- gerði er orðinn heimsins besti staður". Eins og ég gat um í upphafí skrif- aði ég meirihluta þessarar greinar fyrir um það bil fimmtán árum og endursem ég hana nú í þeirri von að einhvem tíma komi menn sem hugsa stórt fram í tímann og hafa peninga til að framkvæma hlutina. Höfundur er garðyrkjumadur og rak Blómaskála Michelsens í Hveragerði ialdarfjórðung. Hvers vegna ERLENDIS ? 59 gistiherbergi Móttökuskermur fyrir erlendar Gestamóttaka Veitingasalur Orkin hans Nóa, bar og setustofa Salurfyrir kaffígesti ogstærri mannfagnaði Vatns- rennibraut Ráðstefnusalur og setustofa Sundlaug og sólbaðsaðstaða Bamasundtaug Ráðstefnusalur Skyndibita- staðurinn Nóa Grill HOTEL öm ...ekkert venjulegt hótel. Hveragerði. Það er ekki allt fengið með ferð til útlanda þegar leitað er að fyrsta flokks hótelherbergi með litsjón- varpstækf útvarpi, síma og baðherbergi. Eða fullnægja þörfum sínum í mat og drykk, kryddað með góðri þjónustu og íburðarmiklu umhverfi. Hvað þá að liggja í sólbaði, synda, eða renna sér með krökkunum niður vatnsrennibrautina. Svo ekki sé minnst á tennisvellina, golfaðstöðuna, trimmbrautina eða sparkvöllinn sem allt tilheyrir útisvæði hótelsins. hegar svo húmið færist yfir er barinn opnaður en hann hefur yfir sér sérstaka erlenda stemmningu enda fluttur inn frá Hollandi. Starfsfólk hótelsins veitir allar frekari upplýsingar í síma 99-4700 Við gleymdum að minnast á gufubaðið, Ijósalampana, bílaleiguna og kynningarverðið sem er í gildi þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.