Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 20

Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Osbrúin við Eyrarbrekku í smíðum: Að taka þátt í því að heimurinn er að breytast Fjölsótt atvinnumálaráðstefna á Eyrarbakka og Stokkseyri um framtíð Árborgarsvæðisins Atvinnumálaráðstefnan á Eyrarbakka, sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suð- urlandskjördæmi stóðu fyrir, var fjölsótt en ráð- stefnan fjallaði um atvinnu- þróun í Árnessýslu sunnanverðri o g sérstaklega með tilliti til breyttrar stöðu þegar Ósbrúin verður l^pmin í gagnið á Ólfusárós eftir 2—3 ár. Þá má reikna með að þéttbýliskjarnarnir 5 í Arnessýslu verði eitt at- vinnusvæði og Þorlákshöfn, Eyrarbakki og Stokkseyri verða ekki lengur enda- stöðvar, heldur í alfaraleið um þjóðbraut. Fjölmargir fyrirlesarar voru á ráðstefn- unni sem fólk úr öllum byggðakjörnunum sótti. Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra setti ráðstefnuna en ráðstefnustjóri var Helgi ívarsson bóndi í Hólum. „ Að hjálpa í stað þess að öfundast" Páll Pálsson forstjóri Iðntækni- stofnunar íjallaði í erindi sínu um uppbyggingu iðnaðar og vöruþró- un. Hann taldi að vissulega myndi brúin opna möguleika, en hún væri aðeins eitt af ytri skilyrðum í atvinnuuppbyggingu. Aðalatrið- ið væri frumkvæði einstaklinga og æskilegast væri að það fylgdi brúnni fast eftir til að auka at- vinnulíf í þessum grónu og traustu byggðum. Hann benti á að brúin stytti vegalengdir og auki um leið möguleika á verð- mætasköpun, „en hún selur ekki vöruna," sagði Páll. Brúin eykur hins vegar kosti og færir svæðið nær höfuðborginni. Páll lagði hins vegar áherslu á að það væru margir sem hygðu á sókn í auk- inni atvinnu og ekkert kæmi af sjálfu sér í þeim efnum. Ljóst væri þó að menn þyrftu að leggja mjög aukna áherslu á vöruþróun og markaðssókn og auknar end- urbætur í því sem fyrir væri. Þetta er spuming um að hafa rétta vöru, rétt verð fyrir réttan markað á réttum tíma. Með vöru í þessu sambandi er átt við hluti svo sem vélar, verkferli, aðferðir, upplýsingar, kerfí og fleiri þætti sem allir tengjast rekstrarþáttum og grundvallaratriðið sagði Páll vera það að miða við þekkingu og fæmi og möguleika á hveijum stað. Páll sagði að ný vara þyrfti ávallt að vera í sigti og sífelldri endumýjun, en fyrst og fremst bæri að efla það sem fyrir væri fremur en að vaða í að byggja upp án þess að hugsað sé til enda. Það er mikill hraði í öllum þessum þáttum og menn verða að vera því viðbúnir, vara a fellur út, vara b kemur inn, einn markaður deyr og annar opnast. Fáir búa við sama framleiðsluöryggi og Coca Cola og þegar við ræðum um rafeindatæknina verður hraðinn Hluti ráðstefnugesta á leið i kaffið til Stokkseyrar. kjafti í 15 ár, en síðan ættu þeir allt í einu að fara að koma með skoðanir. „Það eru einstaklingar og fjöldi einstaklinga, sem skiptir máli í uppbyggingu atvinnulífs- ins,“ sagði Páll, „og það ætti að hjálpa þeim í stað þess að öfund- ast út í þá.“ Okkar sérstaða er fiskurinn Þráinn Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, benti á það í upphafí síns máls að ef menn ættu að taka út norræna stílinn í vömþróun, þá væri einfaldast að lýsa því svo að hráefnið væri sótt til Noregs, hönnunin til Finn- lands, framleiðslan væri í Svíþjóð og Danir seldu vöruna til íslands. Við sætum sem sagt eftir. Þráinn kvað ráðið að auka verðmæti þess útflutnings sem við höfum í dag og öll markaðsþróun krefðist auk- inna vörugæða, 1. flokks fram- leiðslu og alls vélabúnaðar. „Við eigum,“ sagði Þráinn, „að leggja höfuðáherslu á fískveiðar og alla tækni í kringum fískinn. Okkar sérstaða er fískurinn og við eigum að fylgja henni eftir. Við verðum að skapa ákveðna ímynd af ís- landi, nota sölutækni, nýta áróðurinn sem mögulegt væri og gott dæmi væri Söngvakeppni sjónvarpsins og heimsmeistara- einvígið í skák. Þetta er spuming um að gera ókostinn fýsilegan. Við þurfum að beijast á mörkuð- unum og leggja áherslu á það sem 'a Páll Pálsson Frá ráðstefnunni i Samkomuhús- inu á Eyrarbakka. ennþá meiri því líftíminn þar er vart lengri en 20 mánuðir að meðaltali, svo ör er þróunin. Það sem er æskilegast og að- gengilegast er að efla þær at- vinnugreinar sem em fyrir og freista þess að framleiða nýjar vömr innan þess ramma, því lang- erfíðast er að hefja nýja fram- leiðslu frá gmnni: Það vantar ekki hugmyndir, sagði Páll, en það vantar menn til þess að framkvæma þær. Við emm að ræða um uppbyggingu í rafeindaiðnaði vegna fískiðnað- ar, á mælitækjum vegna veðurs og jarðfræði, í sérhæfðum tölvu- búnaði, málmiðnaði, stóriðju, matvælaframleiðslu, á tóm- stundatækjum ferðamannaiðnaði en þar búum við við það vanda- mál að vera vingjamleg í umgengni en með erfíða þjón- ustulund. Við verðum að gera okkur grein fynr því, sagði Páll, að við emm örlítið samfélag sem gerir sömu kröfur og stóm þjóðfélögin, en það mun líka sannast hér á þessu svæði að möguleikamir verða meiri eftir því sem Qöldinn er meiri og Ósbrúin mun einmitt þétta allt Árborgarsvæðið í eitt atvinnusvæði. Þá vék Páll að skólakerfínu sem hann taldi allt of mótandi, þ.e. mönnum væri kennt að halda Þráinn Þorvaldsson Birgir Þorgilsson Helgi Hallgrfmsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.