Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 01.08.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 f f Bíóhöllin sýnir „Óvinanámuna“ — myndina sem átti að taka á íslandi Bíóhöllin hefur tekið til sýn- Stallone í Austurbæjarbíó ingar kvikmyndina „Enemy Mine“, sem fengið hefur nafnið Óvinanáman i íslenskri þýðingu. Kvikmyndin gerist í framtíðinni og fjailar um samskipti manna við verur frá annarri plánetu. Upphaflega var ætlunin að taka hluta myndarinnar hér á landi, m.a. í nýja hrauninu í Vestmannaeyjum, og var það gert eins og margir muna eflaust eftir. En eftir það var skipt um leikstjóra og krafðist nýi leikstjórinn, Wolfgang Petersen, þess að myndin yrði tekin í hans eigin myndveri. Þeim hluta myndar- innar sem búið var að taka, þar með talið því sem tekið var hér á landi var því fleygt og byijað upp á nýtt. Kvikmyndin „Ovinanáman" er því orðin ein sú dýrasta sem gerð hefur verið. Kvikmyndin ijallar sem fyrr seg- ir um samskipti manna á 21. öldinni við verur á annarri plánetu. Plánet- an heitir Drakon og íbúar hennar því nefndir Drakar. Aðal söguhetjan er Davidge, sem Dennis Quaid leik- ur. Hann er orustuflugmaður í stríði sem jarðarbúar heyja við Draka. Hann er skotinn niður og lendir á ókunnugri stjömu þar sem hann kynnist Draka nokkrum sem leikinn er af Louis Gossett, Jr. Af honum lærir hann ýmislegt um lífshætti og samfélag Drakanna. Drakinn deyr en Davidge heitir honum að sjá um son hans, þó til þess þurfi hann að leggja sig í Iífshættu. Framleiðandi er Stephen Fried- man, leikstjóri Wolfgang Petersen, handrit eftir Edward Khmara og tónlist eftir Maurice Jarre. Myndin er frá Twentieth Century Fox. Austurbæjarbíó hefur tekið til sýningar kvikmyndina Cobra, með Syvester Stallone í aðal- hlutverki. Stallone hefur sjálfur skrifað handritið að myndinni, en það er byggt á sögunni „Fair Game“ eftir Paulu Gosling. Sagan er eitthvað á þá ieið að morðingi gengur laus í Los Ange- les. Hann hefur komið 16 manns fyrir kattamef þegar ung kona, Ingrid Knudssen, sem leikin er af Brigitte Nielssen, tilkynnir lögregl- unni að hún hafi ástæðu til að óttast um líf sitt. Meðal þeirra lög- reglumanna sem falið er að rann- saka málið er Marion Cobretti, kallaður Cobra; en með hlutverk hans fer Sylvester Stallone. Leikstjóri er George Pan Cosmat- os en tónlist eftir Sylvester Levay. Það er Wamer Bros fyirtækið sem framleiðir myndina. Samtökin Lífsvon opna skrifstofu LÍFSVON er samtök sem tejja sér skylt að standa vörð um líf ófæddra barna. Samtökin voru stofnuð fyrir rúmu ári og for- maður þeirra er Hulda Jens- dóttir, forstöðumaður Fæðingar- heimilis Reykjavíkur. Síðastliðið ár hafa kraftar sam- takanna að mestu farið í upplýs- ingastarfsemi og félagasöfnun, auk nokkurrar ráðgjafar, sem að mestu hefur verið á persónulegum gmnni. Nú hafa samtökin opnað skrifstofu að Auðbrekku 2 í Kópavogi og er hún opin kl. 15.00—17.00 alla virka daga og er síminn þar 44500. Þar em veittar upplýsingar um samtök- in auk þess ssem þar er aðstaða til að sjá myndbandasafn sem samtök- in eiga. Síðar mun stefnt að því að koma á ráðgjafaþjónustu á sama stað í þeirri von að fleiri böm fái að lifa, en líf þeirra verði ekki fljót- fæmi og vanhugsun að bráð. LEGUKOPAR I Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. ERTU AÐ FARAST UR ÞORSTA? BJARGAÐU ÞER! ... AHHHHHH Atlas hf Borgartún 24, a'mi 621155 Pósthólf493 — Reykfavik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.