Morgunblaðið - 01.08.1986, Page 47

Morgunblaðið - 01.08.1986, Page 47
Samkoman var allvel sótt, en hefði mátt vera mikið fjölmennari, OMÁHtimem úmm níun OGSPammuÁmKiemÁ mjuiorka MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1986 Borgarfjörður eystri: Samkór Breið- dælinga sótti Borg- firðinga heim Borgarfirði eystri. HINGAD til Borgarfjarðar komu góðir gestir laugardaginn 26. júlí sl. Var það samkór Breið- dælinga, sem hélt tónleika hér í Fjarðarborg um kvöldið. Stjómendur kórsins voru hjónin Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson, sem bæði eru einsöngvar- ar með kómum. Undirleikarar voru bræðumir Kjartan og Eyjólfur Ól- afssynir, ættaðir frá Fáskrúðsfirði. Var það almannarómur að kórinn væri mjög góður og einsöngvarar og undirleikarar hefðu skilað verk- um sínum frábærlega vel, en því miður var ég að heiman sjálfur og missti því af þessu góða tækifæri. Efnisskrá kórsins var fjölbreytt, textar og lög eftir erlenda og inn- lenda höfunda og má þar nefna tónskáldin Jóhann G. Haraldsson, Sigfús Einarsson, Inga T. Lámsson, Kjartan Ólafsson, Sigfús Halldórs- son og fleiri og skáldin Guðmund Guðmundsson, Sigurð Amgríms- son, Davíð Stefánsson, Jakob Hafstein og Guðjón Sveinsson, svo einhveijir séu nefndir. Sérlega þótti gaman að heyra Breiðdælingaóð austfirðjnganna Kjartans og Guð- jóns, Átthagaljóð Inga T. og Sigurðar Amgrímssonar, auk verka margra erlendra og innlendra höf- unda, sem allt tókst mjög vel og var kómum til sóma. Ekki má skiljast svo við þetta mál án þess að nefna sérstaklega söng Elínar Óskar Óskarsdóttur, sem er frábær söngkona sem hreif áheyrendur með indælli söngrödd og smekklegri meðferð texta. Tvísöngur þeirra hjóna var einnig eitt af því besta og ekki spillti undir- leikur Eyjólfs Ólafssonar, sem er tónlistarkennari og mjög fær pianó- leikari. því svona tónleikar bjóðast okkur ekki oft og svo sannarlega sá eng- inn eftir þessari kvöldstund í Fjarðaborg. Kórinn var margoft klappaður upp og varð að syngja aukalög. Að lokum var stiginn dans frameftir nóttu við fjörugan harm- onikkuundirleik að gömlum og góðum íslenskum sið. Hafi samkór Breiðdælinga kæra þökk fyrir kom- una og vonandi liggur leið þeirra aftur hingað. Sverrir -tfn KVkrm ____________________47 Léttreyktur kjúklingur á markað ÍSFUGL hefur sett á markaðinn léttreyktan og gufusoðinn kjúki- ing og er ísfugl fyrstur til að kynna slíka vöru á matvæla- markaði. í fréttatilkynningu frá ísfugli segir, að léttreyktur kjúklingur sé gufusoðinn og tilbúinn til neyslu beint úr umbúðunum, kaldur eða vafinn í álpappír og upphitaður í ofni í 30 mín., eða í örbylgjuofni í 10 mín. Á myndinni eru Alfreð S. Jó- hannsson framkvæmdastjóri ísfugls og Sigrún Óskarsdóttir sölustjóri ísfugls með sýnishorn af nýju framleiðslunni. Fjórða ljóða- bók ísaks Harðarsonar Veggfóðraður óendanleiki heitir ljóðabók sem ísak Harðar- son hefur sent frá sér. Þetta er fjórða Ijóðabókin sem kemur út eftir hann. ísak Harðarson gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1982, nefnist hún Þriggja orða nafn. Hann hefur sent frá sér tvær bækur eftir það; Ræflatestamenntið (1984) og Slý (1985). „Veggfóðraður óendanleiki“ er unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf., Teikn gerði kápu. Mál og menning gefur bókina út. FERMSKRIFSnMN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval v/Austurvöll. Sími (91) 26900. GOTT FÖLK / SÍA Ísak Harðarson Það eru liðin mörg ár síðan Úrvalsfólk tyllti tám niður á sælureitinn Mallorka í fyrsta skiptið. Síðan þá höfum við hjá Úrvali kappkostað að bjóða frábæra gistiaðstöðu á Mallorka og nú er komið að nýjasta áfangastað okkar suður í sælunni: Sa Coma. Sa Coma ströndin. Sa Coma er glæsileg sandströnd á austurhluta Mallorka. heim sem þekkja til á Mallorka mun líka vel við þennan stað. Ströndin er á milli bæjanna S'llliot og Cala Millor. Þar finnur þú allt sem er ómissandi í sólarferðum; verslanir, veitingahús og margvíslega þjónustu við ferðamenn. Sennilega er gistiaðstaðan á Sa Coma trompið. Þú getur valið um gistingu í tveimur glænýjum íbúðarhótelum: Royal Mediterrano og Royal Cala Millor. Bæði hótelin eru á strönd inni og er gistiaðstaðan öll til fyrirmyndar. Sérstakt kynningarverð í sumar í tilefni kynningarinnar verður boðið sérlega hagstætt verð í sumar. Fjölskylda, hjón og tvö börn 4-11 ára borga aðeinskr. 23.100.-pr. mann fyrir 2ja vikna ferð. Flogið er í áætlunarflugi til Luxemborgar og þaðan áfram til Palma með Luxair. Þaðan er ekið til Sa Coma. Innifalið í verði er flug, gisting og akstur milli flugvallar og gististaðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.