Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 Það hefur verið í mér að komast óskemmd- ur í gegnum lífið - segir Sigurður Óli Ólafsson fyrrverandi alþingismaður sem er 90 ára í dag SIGURÐUR ÓU Ólafsson fyrr- verandi alþingismaður er 90 ára í dag. Hann er einn þeirra manna sem áttu þátt í að móta þéttbýUð sem myndaðist við Ölfusárbrú með farsælum störfum í hrepps- nefndum Sandvíkurhrepps og síðar Seifoss og einnig með brautryðjendastörfum í verslun- ar- og atvinnulifi. Sigurður býr nú ásamt konu sinni Kristinu Guðmundsdóttur að Fossheiði 34 á Selfossi þar sem þau halda heimili á kyrrlátum stað. Hann kemur til dyranna léttstíg- ur og höfðinglegur og býður til stofu, glaðlegur í fasi og bjartur yfírlitum. Það er ekki að sjá að árin séu 90 sem hann hefur að bakijjar mætti vel draga tvo tugi frá. Asamt því að halda myndarlegt heimili eftir 61 árs hjónaband ferð- ast þau hjón um á eigin bíl sem Sigurður ekur og lætur árin ekkert á sig fá. „Eg keyri alltaf eitthvað á hverj- um degi“, sagði Sigurður.“Ég hef gaman af því að keyra og verð aldr- ei þreyttur, sit við stýrið alveg án þess að verða spenntur, hugsa bara um bflinn og aksturinn. Ég fínn ekki til neins óöryggis, fyndi ég til þess hætti ég. Mér fínnst alveg ómetanlegt að geta keyrt, bfllinn bjargar okkur mikið, ég fer á honum út S banka og í verslanir. Núna fyr- ir stuttu fór ég til Reykjavíkur í mikilli umferð og ð gekk vel“. Með bílstjóranúmer AR 5 Sigurður er fæddur á Eyrarbakka 7. október jarðskjálftaárið 1896. Hann ólst upp á Litlu-Háeyri á Bakkanum hjá foreldrum sínum Ól- afí Sigurðssyni söðlasmið og Þor- björgu Sigurðardóttur frá Naustakoti.Á 10. aldursári fluttist hann að Litla-Hrauni sem þá var býli á lítilli jörð. „Þar var ég við þessi venjulegu sveitastörf", sagði Sigurður aðspurður um æskuárin á Eyrarbakka. „Strax og ég fór að geta nokkuð fór ég að vinna útífrá, í vegavinnu á sumrin og á sjónum þegar ég hafði aldur til, 16-17 ára. Byijaði þar á opnum báti hjá Sig- urði Gíslasyni trésmið sem var formaður. Tvö sumur var ég í hafn- argerð í Reykjavík og í bygginga- vinnu á Siglufirði. 1919 breytti ég um og fór til ReykjavRur til að læra á bfl hjá Magnúsi Skaftfeld. Um það leyti sem ég tók prófið, sem bar númerið ÁR 5 var Andrés kaupmaður á Eyr- arbakka að kaupa sér bfl og bað mig að koma og keyra fyrir sig. Vorið eftir keypti ég bflinn af honum og stundaði bflaakstur frá þeim tíma til 1927 þegar við fluttumst að Sel- fossi. Þá höfðum við hjónin búið tvö ár á Eyrarbakka". Verslunarstörf og rekst- ur á Selfossi Á Selfossi starfaði Sigurður hjá Guðmundi tengdaföður sínum sem var kaupfélagsstjóri kaupfélagsins Heklu á Eyrarbakka og hafði yfír- tekið útibú þess á Selfossi.Ári síðar,1928, stofnaði Sigurður versl- unin S.Ó.Ólafsson og co, í félagi við tengdaföður sinn og Julíus Guð- mundsson kaupmann úr Reykjavík. Þeirri verslun veitti Sigurður for- stöðu til ársins 1964 að hún var seld kaupfélaginu Höfn, síðar Höfn hf. sem nú rekur umfangsmikinn verslunar- og atvinnurekstur á Sel- fossi. „Þegar við fluttum að Selfossi fengum við húsnæði uppi á lofti í gömlu Höfn og verslunin var niðr. Þá var það eiginlega dottið uppfyrir að verslunarskip kæmu á Eyrar- bakka en vörur fluttar á bflum frá Reykjavík. Ég var þama afgreiðslu- maður og bflstjóri. Umferðin um Selfoss jókst mjög mikið á þessum árum. Við vorum með bensínsölu og afgreiddum bensín hvenær sem var á sólarhringnum. Mest var um að vera á vorin, þá komu karlamir með ullina og við keyrðum vömmar til þeirra. Þetta vom allt saman miklir heiðursmenn og sumir þeirra urðu nokkurs konar heimagangar hjá okkur". Harkan var í verslunar- pólitíkinni Sigurður hefur starfað mikið að opinbemm málum. Hann var kosinn í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps 1938 og einnig til sýslunefndar. í báðum þessum nefndum sat hann til 1947 þegar Selfosshreppur var stofnaður. Hann varð fyrsti oddviti Selfosshrepps og átti sæti í hrepps- nefnd fram til 1962 og í sýslunefnd 1947 - 1958. Það liggur því beint við að biðja Sigurð að rifja þessi ár dálítið upp. „Þegar kosið var til hreppsnefnd- ar Sandvíkurhrepps 1938 vom listakosningar að byija og þá tókust á íhaldið og framsókn sem bar ægis- hjálm yfír allt á þeim tíma. Sú pólitík magnaðist með kaupfélaginu og mjólkurbúinu". -Var þá harka í pólitíkinni? “Nei hún var góð en verslunar- pólitíkin var harðari því kaupfélags- menn vildu enga aðra verslun á Selfossi og létu í veðri vaka að það væri asnaskapur að kjósa þennan kaupmann i nokkuð, það passaði ekki fyrir bændur að kjósa svo. En Sigurður Óli Ólafsson og Kristín Guðmundsdóttír kona hans á heim- ili sinu. Sigurður Óli við bifreiðina sem hann ekur daglega. það var og hefur alltaf verið til ein- hver kjami á öðm máli, þó ekki hafi borið mikið á því. í verslunar- rekstrinum bjargaði það okkur að við fómm aldrei út í neitt kapp en flutum með og héldum okkar við- skiptavinum. Við fómm fljótt út í slátrun og höfðum mikil viðskipti út af því“. Stofnun Selfosshrepps og landakaup mestu fram- faramálin Eftir því sem byggðin á Selfossi óx jókst þörfin þar fyrir sérfram- kvæmdir vegna byggðarinnar. Þessar sérframkvæmdir áttu ekki skilning bændanna í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps. Af þessum fram- kvæmdum má nefna vatnsveituna sem Sandvíkurhreppur vildi ekki Sigurður Óli á tali við Þorstein Pálsson fjármálaráðherra í 60 ára afmælishófi Hafnar hf á sl. ári. skipta sér af. Þá gekkst Sigurður Óli ásamt fleiri mönnum fyrir því að stofnað var vatnsveitufélag sem í vom einstaklingar og Mjólkurbúið. Lögð var vatnslögn 1934, úr tré, sem markaði tímamót . Krafan um að Selfoss yrði sér- stakt sveitarfélag fór vaxandi en byggðin var þá í þremur sveitarfé- lögum, Sandvíkurhreppi, Ölfus- hreppi og Hraungerðishreppi. Oddvitar hinna tveggja síðameflidu vom andvígir þessari sameiningu sem varð að vemleika með lögum frá Alþingi 1947. „Við urðum að greiða Ölfus- og Hraungerðishreppi skaðabætur vegna tekjumissis og eignum Selfoss og Sandvflcurhrepps þurfti að skipta. Við Lýður í Sandvík unnum í því og gerðum tillögur um það sem gengu eftir í sátt og samlyndi". Sigurður Óli varð oddviti fyrstu hreppsnefndarinnar, aðrir í þessari fyrstu hreppsnefnd vom Ingólfur Þorsteinsson, Diðrik Diðriksson, Bjöm Sigurbjamarson, Guðmundur Böðvarsson, Jon Pálsson og Egill Thorarensen. Um störf hreppsnefnd- arinnar sagði Sigurður.“Það vom aldrei nein vandræði og allt í lagi með samlyndið. Helstu framfaramál- in sem hún beitti sér fyrir vom landakaup sem dálítil átök urðu um. Hreppsnefndin var sammála en áróður uppi milli manna og reynt var að stöðva málið í sýslunefnd en það tókst ekki og af landakaupunum varð. Síðar þegar kaupa þurfti land fyrir Selfoss höfðu augu manna opn- ast og þau gengu eftir". -Hver var framtíðarsýn manna varðandi Selfoss á þessum tíma? „Ég var alltaf viss um að bærinn myndi vaxa en kannski ekki eins hratt og hann hefur gert. Það vom þó ekki allir á því að hér yrði nein veruleg byggð. Við vomm spurðir að því, þegar við vildum láta skipu- leggja land hreppsins, hvað við vildum láta skipuleggja mikið land. Hjá ríkinu létu menn sér detta í hug að það yrði í mesta lagi 300 manna byggð á Selfo8si“. Með alþingismönnum Suðurlands á 60 ára afmæli Hafnar hf á sl ári. Fv. Árni Johnsen, Steinþór Gests- son, Þorsteinn Pálsson, Sigurður Óli Sigurðsson og Eggert Haukdal. Þá var ég fastur í netinu Sigurður var ámm saman formað- ur sambands sjálfstæðisfélaganna í Amessýslu og var fyrst í framboði til Alþingis 1942. „Ég fór auðvitað að vasast í póli- tíkinni og stofnaði sjálfstæðisfélag. Ég var með Eiríki Einarssyni frá Hæli á ferðalögum og við fyrstu listakosningamar 1942 fór ég á lista með Eiríki, í 2. sæti. Þá varég fast- ur í netinu og þegar Eitríkur féll frá fór ég á þing, fyrst sem varamaður 1949 og svo aftur 1951 eftir að Eiríkur veiktist. Þegar kjördæma- breytingin varð fór ég í þriðja sætið. Ingólfur Jónsson var í fyrsta sætinu og Guðlaugur Gíslason í Eyjum í öðra og við komumst allir að“. Sigurður sat samfellt á þingi til 1967 og var forseti Efri deildar Al- þingis 1963 - 67. -En hvemig líst Sigurði á pólitík- ina í dag? „Mér fínnst vera líf í pólittkinni í dag og ég held það sé frekar upp- gangur í atvinnuvegunum. Það er ekki eins mikill barlómur og verið hefur. Annars er það nú svo að sum blöð tala alltaf um það versta, spyija hvort þetta eða hitt sé ekki óþolandi o.s.frv. Það er ekki rétt að tala allt- af um það versta og þegja hitt í hel. Það góða verður að fá sína umfjöllun.". Finnst ég hafa nóg að gera -Hvemig fær maður tímann að líða þegar maður er 90 ára? -“Blessaður vertu mér finnst ég hafa nóg að gera og það em engin vandræði að láta tímann líða. Við höldum heimili ennþá og sjáum um okkur að öllu leyti. Ég les mikið og reyni að fylgjast með í blöðum. Svo les ég dálítið af bókum, fomsögur, ævisögur ofl., gríp stundum í skáld- sögur“. -Þú hefur aldrei verið orðaður við illdeilur? -“Nei aldrei, það hefur verið í mér að forðast slflct og reyna áð komast óskemmdur í gegnum lífíð. Það var nú svo að þó að við Egill Thoraren- sen væmm andstæðingar og keppi- nautar þá gátum við hist og spilað ef okkur sýndist svo. Auðvitað skipt- umst við á skoðunum en það er nauðsynlegt fyrir alla að geta talað saman eins og menn þrátt fyrir mis- munandi skoðanir a málum. Annars er það nú svo að það hef- ur ekki alltaf verið mér og okkur að þakka að okkur hefur gengið vel I gegnum lífið það er eitthvað annað sem heldur í taumana lflca". Sigurður og Kristín eignuðust flórar dætur, tvær þeirra em á lífí, Þorbjörg, gift Kolbeini Kristinssyni framkvæmdastjóra Hafnar hf og Sigríður Ragna dagskrárfulltrúi bamaefnis Sjónvarpsins, gift Hákoni Ólafssyni forstjóra Rannsóknastofn- unar byggingariðnaðarins. Sigurður Oli og Kristín taka á móti gestum í dag á Hótel Selfoss kl. 4 - 7 síðdegis. Sig. Jóns

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.