Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 45

Morgunblaðið - 07.10.1986, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1986 45 Hagstofa íslands Tveir skrifstofu- stjórar ráðnir FORSETI íslands hefur skipað Íá Ingimar Jónasson og Vihjálm •lafsson skrifstofustjóra Hag- stofu íslands frá fyrsta október 1986 að telja. Þeir hafa báðir unnið um árabil á Hagstofunni. Ingimar Jónasson er fæddur í Reykjavík árið 1925. Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands árið 1951. Ingimar réðist til Hagstofunnar árið 1952, varð fulltrúi í þjóðskrá frá 1953 og deild- arstjóri þjóðskrár frá 1. júlf 1964. Ingimar Jónasson Vilhjálmur Ólafsson er fæddur í Reylqavík árið 1933. Hann lauk prófí í viðskiptafræðum frá Háskóla Islands árið 1959. Vilhjálmur starf- aði á Tollstjóraskrifstofunni, Bæjarfógetaskrifstofunni í Hafnar- fírði, Framkvæmdabanka íslands og Ríkisskattstjóraembættinu á ár- unum 1959 til 1972. Hann hefur verið deildarstjóri á Hagstofunni frá 1973 og haft umsjón með útreikn- ingi vísitalna. Fréttatilkynning Vilhjálmur Ólafsson JMtfgtuiMfKfeifr I Gódan daginn! Sjá If stæð isf I o ku r i n n í Reykjavík: Kynning á prófkjörsframbjóðendum Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík efnirtil kynn- ingarfunda með frambjóðendum í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem fram fer 18. október nk. Fundirnir verða haldnir þriðjudaginn 7. og miðvikudaginn 8. október og hefjast kl. 20:30 í sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitisbraut 1. Dregið var um röð frambjóðenda. Á fyrri fundinum (7. októ- ber) koma eftirtaldir frambjóðendur fram. Albert Guðmunds- son ráðherra, Jón Magnússon lögmaður, Rúnar Guðbjartsson flugstjóri, Friðrik Sophusson alþingismaður, Esther Guðmunds- dóttir markaðsstjóri, Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður, María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur, Ragnhildur Helgadóttir ráðherra. Á seinni fundinum (8. október) koma eftirtaldir frambjóð- endur fram: Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, Geir H. Haarde hagfræðingur, Bessí Jóhanns- dóttir framkvæmdastjóri. Hver frambjóðandi flytur framsöguerindi og fær til þess fimm mínútur, en að því búnu geta fundargestir borið fram fyrirspurnir til þeirra. Sjálfstæðismenn eru hvattir til að fjölmenna. Fulltrúaráð sjálfstæðísfélaganna í Reykjavík. i u Álafoss ullarvörurnar eru mjúkar og hlýjar. Nú gefst þér kostur á þeim í miklu úrvali á góðu verði á Álafossútsölunni. Þar færðu m.a. garn í peysu á 280 kr., fallegar peysur frá 400 kr., værðarvoðir í mörgum litum frá kr. 450, trefla, sokka, húfúr og ótal margt fleira — og auðvitað allt úr yfvolgum Álafosslopa. Þá er bara að drífa sig inn í hlýjuna í H húsinu Auðbrekku 9 Kópavogi. Útsalan stendur til 29. október og er opin virka daga frá kl. 10 til 19 og frá 10 til 16 á laugardögum. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. ^llafoss o £ ZK co >

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.