Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Konur gegn klámi í REYKJAVÍK er nú að fara af stað herferð gegn klámi í kjölfar umræðna um klám í Kvennahús- inu, Hótel Vík í Reykjavík undanfarnar helgar. Hópur kvenna hyggst gera úttekt á umfangi klámiðnaðarins hér á iandi og gripa síðan til aðgerða í framhaldi af þvi. í allflestum sölutumum og bóka- verslunum á höfuðborgarsvæðinu eru að áliti kvennanna á boðstólum klámrit og í sumum verslunum eru fáanlegar allt að tuttugu tegundir slíkra blaða, en þær telja að í þeim sé að finna myndir af kynferðislega lítilsvirtum og niðurlægðum konum, oft á ógnvekjandi hátt. Að þeirra mati brýtur þetta í bága við íslensk lög um klám en í lögunum segin „Ef klám birtist á prenti, skal sá sem ábyrgð ber á birtingu þess eft- ir prentlögum, sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. Það varðar enn fremur sömu refsingu, að láta af hendi við ungl- inga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti." Morgunblaðið/Þorkell Þorsteinn Pálsson á ferð um Austfirði ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt fund í Valaskjálf á Egilsstöðiun í gær- kveldi. Fyrr um daginn heimsótti hann Eskifjörð og litaðist þá meðal annars »m í Hraðfrystihúsinu. A myndinni má sjá Þorstein ásamt forstjóra Hraðfrystihússins, Aðalsteini Jónssyni, og fiskverkakon- unum Jóhönnu Káradóttur og Steinunni Ragnarsdóttur. Ullarsamningunum í Moskvu lokið: Samið um sölu á peysum og treflum Hið íslenska kennarafélag: Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Samningaviðræðum islensku ullavöruútflyljendanna við Sov- étmenn er lokið. Samkomulag náðist um sölu á 40 þúsund peys- um og 140 þúsund treflum. Búist er við að samkomulag náist um sölu á 140 þúsund treflum til viðbótar, en samningum um þá er ekki endanlega lokið. Verðmæti þessa útflutnings er um 1,2 miiljónir dollara, eða 48 RÁNIÐ, sem framið var við Út- vegsbankann í Kópavogi er óupplýst, en rannsókn stendur enn yfir. Það var föstudagskvöldið 30. jan- úar sl. sem þrír grímuklæddir menn réðust að verslunarstjóra Stórmark- aðarins í Kópavogi. Hann ætlaði milljónir króna, og er þá miðað við sölu á 280 þúsund treflum. Er þetta aðeins tæpur fjórðungur af því lágmarksverðmæti sem gert er ráð fyrir að Sovétmenn kaupi af ullarvörum hér samkvæmt bók- un í viðskiptasamningi þjóðanna. Benedikt Jónsson sendiráðsritari í Moskvu sagði að unnið væri að því að fá Sovétmenn til að kaupa meira af ullarvörum. Árið 1986 keyptu Sovétmenn ullarvörur fyrir 1,3 milljónir dollara að setja fé það sem komið hafði inn í versluninni þann daginn í nætur- hólf bankans. Þegar ræningjamir höfðu hrifsað tösku með fénu af manninum hlupu þeir á brott og hefur ekkert til þeirra spurst síðan. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að málinu. en hafa áður keypt vörur í sam- ræmi við ullarvörukvótann í samningum þjóðanna. „ÞVÍ miður er ókleift að girða Elliðaárnar af, það yrðu þá að vera mannhæðarháar girðingar niður allan dalinn og slíkt er ekki framkvæmanlegt þarna frekar en við aðrar ár,“ sagði Davíð Oddsson borgarsljóri, er hann var inntur eftir því hvort til greina kæmi að hindra ferðir fólks, og þá sérstaklega barna, að Elliðaánum. KENNARAR í Hinu íslenska kennarafélagi greiddu í gær at- kvæði um það hvort boða skuli til verkfalls. Atkvæðagreiðslu verður haldið áfram á mánudag- inn og búist við að niðurstaða hennar geti legið fyrir um næstu helgi, að sögn Kristjáns Thorla- cius, formanns félagsins. Ef verkfall verður samþykkt getur það hafist hálfum mánuði eftir að það er boðað eða 16. mars næstkomandi, ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Félagar^ í HÍK eru hálft tófta hundrað. í félaginu er kennarar í mennta- og fjölbrautaskóium, auk um 300 kennara í grunnskólum landsins. Félagið á aðild að BHMR og er hið fyrsta í samtökunum, sem leitar eftir heimild hjá félagsmönn- um sínum til verkfallsboðunar. Kristján sagði að tveir samninga- fundir hefðu verið haldnir með á miðvikudag og fyrir tæpum þrem- ur árum varð sams konar slys neðar í dalnum. Davíð sagði að byggð væri nú alls staðar nálægt ánum og því ekki raunhæft að hindra umferð að þeim á einum stað frek- ar en öðrum. „Ef gripið yrði til slíkra aðgerða þá mætti allt eins girða af höfnina og strandlengjuna. Þetta er því miður ekki hægt," sagði borgarstjóri. Bjarki Elíasson, yfírlögreglu- samninganefnd ríkisins eftir að BHMR afsalaði sér samningsum- boði sínu til aðildarfélagana og ekkert áþreifanlegt hefði komið út úr þessum fundum. Steingrímur til Parísar Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, fór í gær til Parísar þar sem hann mun sitja fund Alþjóðasambands fijáls- lyndra flokka, en Framsóknar- flokkurinn er aðili að samband- inu. Frá París heldur forsætisráð- herra til Helsinki á fund Norður- landaráðs, sem hefst á mánudag. í fjarveru hans gegnir Jón Helgason, dómsmálaráðherra, störfum for- sætisráðherra. þjónn, sagði að erfitt væri fyrir lögregluna að koma við eftirliti við ámar, enda væri um stórt svæði að ræða. „Það verður fyrst og fremst að beina því til foreldra að brýna fyrir bömum sínum hversu hættulegt leiksvæði árbakkamir eru, bæði að sumar- og vetrarlagi," ságði Bjarki. „Fólk sem sér böm að leik við ámar mætti gjaman láta lögregluna vita. Við munum þá koma á staðinn og reyna að stugga þeim frá. Það gæti ef til vill haft nokkur áhrif." Dtill drengúr dmkknaði í ánum Ránið óupplýst Ekki hægt að girða Elliðaámar af - segir Davíð Oddsson, borgarstjóri Laxveiðar: Góðar veiðihorfur Jeppaferð um Sprengisand kominn í Nýjadal. Hafði ferðin MILD veðrátta eins og ríkt hefur undanfarin tvö ár mun væntan- Brotist inn í Póst og síma BROTIST var inn í hús Pósts og síma við Austurvöll í gærkveldi og þaðan stolið peningum. Lögreglan var kölluð á staðinn rétt fyrir kl. 22 í gærkveldi. Kom þá í ljós að brotist hafði verið inn í gamla Sjálfstæðishúsið við Aust- urvöll, þar sem nú er mötuneyti Pósts og síma og önnur aðstaða fyrir starfsfólk. Þaðan hafði verið stolið peningum, en ekki er talið . að um háar fjárhæðir sé að ræða. lega hafa áhrif á laxagengd í ár og næstu árin, að sögn Arna Isaks- sonar veiðimálastjóra. Ámi sagði að hlýindin hefðu þau áhrif að lítið væri um hlaup í ám og lítið um grunnstingul. Klakuppeldi verður því jákvætt og seyði koma vel undan vetri. Hann sagði að áhrif- anna gætti nokkur ár fram í tímann þegar gönguseiðin næsta vor koma í ámar á ný eftir eitt til tvö ár í sjó og síðan áfram næstu þijú til fjögur ár. Þrátt fyrir að lítið hefði snjóað það sem af er vetri taldi Ámi ekki hættu á að ár yrðu vatnslitlar í sumar, því enn gæti snjóað. Auk þess væru sumrin, sérstaklega Suðvestanlands, þekkt fyrir að vera vætusöm, þó brugðið hefði út af venju siðustu tvö ár. „Við getum ekki verið annað en bjartsýn með veiðhorfur næsta sum- ar, við höfum ekki vísbendingu um annað en að þetta verði gott veiði- sumar," sagði Ámi..________________ FERÐ félaga í klúbbnum „4x4“ á jeppum yfir Sprengisand sótt- ist erfiðlega i gær, enda færð þung. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær, er hópurinn var í þann mund að leggja af stað. Yfir 100 jeppar lögðu af stað frá Reykjavík í gærmorgun áleiðis til Akureyrar. Þar ætla jeppaeigend- umir að sýna farkostina í kvöld. í gærkveldi var haft samband við þá jeppamenn, en þá var hluti þeirra gengið nokkuð seint, jeppamir fest sig í snjó og ám, en hljóðið var gott í ferðalöngunum. Reiknuðu þeir með að verða komnir tímanlega til Akureyrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.