Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 36

Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Ráðstefna BSRB á 45 ára afmælinu: Gildi og framtíð op- inberrar þjónustu RRÁÐSTEFNA um gildi og framtíð opinberrar þjónustu var haldin í Borgartúni 6 á 45 ára afmæii BSRB laugardaginn 14. febrúar siðastliðinn. Á ráðstefn- unni var einkum fjallað um opinberan rekstur eins og hann er nú og hugsanlegar breytingar í framtíðinni. Þá var einnig fjall- að um stöðu opinberra starfs- manna, launakjör, álit og fleira. HLUTFALL OPIONBERRA ÚTGJALDA AF LANDSFRAMLEIÐSLU 1950-1984 tSLAND BANDARÍKIN V-ÞSKA- BRETLAND FRAKKLAND LAND % Á ráðstefnunni var m.a. lagt fram línurit sem sýnir hlutfall hins opinbera í vinnuaflsnotkun hjá nokkrum þjóðum á arunum 1980 til 1983. Á íslandi er það um 17% en í Danmörku og Svíþjóð yfir 30%. Japanir eru lægstir þessara þjóða með um 7% hlutfall hins opinbera í vinnuaflsnotkun. Kristniboðs- vika í Keflavík SUNNUDAGINN 22. febrúar hefst hin árlega kristniboðsvika í Keflavík með samkomu kl. 16.00 síðdegis í félagsheimili KFUM og KFUK, Hátúni 36 þar í bæ. Til máls taka Sigríður Jóns- dóttir og Skúli Svavarsson kristniboði. Þá syngur kór KFUM og KFUK í Reykjavík undir stjórn Þrastar Eiríkssonar. KFUM og KFUK í Keflavík hafa nýlega lokið við að innrétta félags- heimili sitt við Hátún og af því tilefni mun verða flutt ávarp frá ■ byggingamefnd félaganna en síðan Skipulagstil- lögur í gamla vesturbænum SÝNING á skipulagstillögum í gamla vesturbænum lýkur í Hlaðvarpanum í dag. Guðrún Jónsdóttir arkitekt verður á staðnum frá kl. 15.00 til 18.00 og skýrir tillögurnar fyrir gest- um. (Frá íbúasamtökum Vesturbæjar) Hrafnkell sýnir í Slunkaríki Hrafnkell Sigurðsson opnar sína fyrstu einkasýningu í dag, laug- ardaginn 21. febrúar, í gallerý Slunkaríki á Isafirði. Hrafnkell, sem útskrifaðist úr nýli- stadeild Myndlista- og handíðaskóla íslands vorið 1986, sýnir dúkþrykk og teikningar, sem hann hefur unn- ið á síðustu mánuðum. verður samkomugestum boðið til kaffidrykkju. Aðra daga kristniboðsvikunnar hefjast samkomumar kl. 20.30 og koma margir við sögu í dag- skránni. Á mánudagskvöld verður fluttur leikþáttur, Guðmundur Ge- orgsson mælir ávarpsorð en Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar. Kristniboðssambandið starfar bæði í Eþíópíu og Kenýu og eru um þessar mundir þrenn hjón í Afríku. Nú er liðinn tæpur hálfur íjórði áratugur síðan fyrstu íslend- ingarnir settust að hjá Konsó-þjóð- flokknum í Eþíópíu. Þar hefur síðan verið unnið að boðun kristinnar trú- ar, hjúkmnar- og skólafræðslu og ýmsu hjálpar- og þróunarstarfi. Is- lenskir kristniboðar hófust handa meðal Pókot-manna í Kenýu árið 1978 og fer starfið þar vaxandi. Hér heima vinna nú þrír menn að kynningarstarfi á vegum kristni- boðsins. Gert er ráð fyrir að safna þurfi um sjö og hálfri milljón króna til starfsins á þessu ári. Verður tekið við fijálsum framlögum á kristni- boðsvikunni í Keflavík. Samkomumar í Hátúni 36 em öllum opnar. Fyrsta samkoman hefst sem fyrr segir kl. 16.00 en aðrar kl. 20.30. Tívolíhátíð á Akra- nesi á sunnudaginn Akranesi. SKÁTAFÉLAG Akraness heldur tívolíhátíð sunnu- daginn 22. febrúar í íþróttahúsinu á Akranesi. Félagið hefur haldið slíka hátíð á tveggja ára fresti undanfarin ár og er þetta fjórða skiptið. Ef marka má aðsóknina sem verið hefur má búast við að um helmingur íbúa Akraness bregði sér í íþróttahúsið á einhverjum tíma dagsins. Skátamir hafa unnið sleitu- laust að undirbúningi frá áramótum og er stefnt að því að gera tívolíið enn glæsilegra en verið hefur áður. Nýjum leiktækj- um verður komið fyrir, og boðið upp á ýmsa þjónustu t.d. skyndi- myndatöku og verða myndir framkallaðar á staðnum. Böm og fullorðnir geta látið taka af sér myndir með skringilega um- gjörð um andlitið. Auk þess sem mikið verður af leiktækjum, verður kaffisala á staðnum í umsjá Svannasveitar skátafélagsins. Þar verður auk kaffisins boðið upp á vöfflur með ijóma. Mörg fyrirtæki styðja skátana með ýmsu móti. Þau leggja þeim lið með framlögum, t.d. gosi, sælgæti og ýmsum öðmm vinn- ingum. I lok tívolísins verður svo spilað bingó og verða þar meðal vinninga utanlandsferðir á veg- um Samvinnuferða-Landsýnar og Flugleiða ofl. Skátarnir á fullu við undirbúning verður í íþróttahúsinu. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson fyrir tívolíhátiðina sem Tívolíið hefst kl. 12.00 á sunnudeginum og stendur til kl. 17.00, kl. 17.15 hefst svo bingó- ið eins og áður sagði. Verð aðgöngumiða er kr. 150. - JG Frá fundinum, talið frá vinstri, Ingrid Engdahl formaður sænska fóstrufélagsins, Hanna Dóra Þórisdóttir og Fanný Jónsdóttir ritar- ar, Ingibjörg K. Jónsdóttir formaður Fóstrufélags íslands og Arna Jónsdóttir varaformaður. Fyrsti fundur NFLS á íslandi FYRSTI fundur stjórnar Nor- ræna fóstruráðsins (NFLS) eftir að skrifstofa ráðsins fluttist til íslands, um síðustu áramót, var haldinn á Hótel Esju 6. og 7. febr- úar sl. í norræna fóstruráðinu eru 100 þúsund félagar. Fundinn sóttu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum ásamt fulltrúum íslands. Fundarstjóri var Ingibjörg K. Jonsdóttir og fundarritarar voru Fanný Jónsdóttir og Hanna Dóra Þórisdóttir. Fyrri fundardaginn var rætt um framkvæmd og undirbúning norr- æna fóstrunámskeiðsins, sem haldið verður á Laugarvatni 11.-17. júní nk., en seinni daginn voru launa- og kjaramál norrænu félag- anna til umræðu. Vinstri sósíalistar: Hugmyndir um útvarpsstöð FUNDUR verður hjá vinstri só- síalistum á hótel Borg í dag, þar sem tekin verður endanleg ák- vörðun um framboð í komandi kosningum. Á fundi fyrir tæpum mánuði síðan var ákveðið að kanna fram- boðsmál með tiliti til þess hvort raunhæfur möguleiki væri til þess að koma einum eða fleiri mönnum á þing og hvort samtökin hefðu bolmagn til þess að reka kosninga- baráttu sem dygði til þess. Á fundinum í dag verða einnig kynntar hugmyndir um útvarpsstöð og rætt um starfsemi samtakanna almennt, sérstaklega starf í starfs- hópum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.