Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 13

Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Kynnisferð: Náttúrufræðsla fyrir almenning ÁHUGAHÓPUR um byggingu náttúrufræðihúss hefur ákveð- ið að gefa fólki kost á leiðsögn um þá staði á höfuðborgar- svæðinu þar sem það getur fræðst um islenska náttúru. Fyrsta ferðin verður farin á morg- un, sunnudag, kl. 9 frá Há- skólabíói og er fólk beðið að mæta þar. Skoðað verður Nátt- úrugripasafnið, Hverfisgötu 116, síðan Náttúrufræðistofa Kópa- vogs, Digranesvegi 12, og loks verður komið við í anddyri Há- skólabíós og þar lýkur kynnis- ferðinni um kl. 12.30. Ekið verður milli staða í hóp- ferðabíl undir leiðsögn. Staðimir verða opnaðir sérstaklega af þessu tilefni og sérfróðir menn kjmna það sem fyrir augu ber. Þetta er sérstakt tækifæri fyrir foreldra, afa, ömmur, fóstrur, kennara og leiðsögumenn og reyndar hvem sem er til að láta leiðbeina sér við að njóta sem best skoðunar á því sem í boði er á þessum stöðum og jafnframt verða hæfari en áður að leiðbeina öðrum. Afhentar verða kynningar- skrár. Fjölda þátttakenda verður að takmarka vegna þröngra húsa- kynna hjá Náttúrugripasafninu og Náttúrufræðistofunni. Þátt- tökugjald er 200 kr., bílferðin innifalin. Náttúrufræði- stofnun íslands Sýningarsalurinn er á Hverfis- götu 116. Hann er opinn kl. 13.30—16.00 sunnudaga, þriðju- daga, fimmtudaga og laúgardaga, sími 29822. Náttúrugripasafnið er hluti af Náttúrufræðistofnun íslands. Höfuðviðfangsefni stofnunarinn- ar em tvö: Annars vegar rann- sóknir á náttúm lands, en hins vegar að koma upp söftiun nátt- úmgripa, bæði til vísindalegra nota og til fræðslu fyrir almenn- ing eftir því sem aðstæður leyfa á hveijum tíma. Núverandi sýningarsalur er ekki nema um eitthundrað fer- metrar að flatarmáli, en síðar á þessu ári verður annar sýningar- salur til viðbótar opnaður á næstu hæð fyrir ofan hann. í sýningarsalnum er til sýnis lítið úrval náttúmgripa safnsins, svo sem: — Allir íslenskir varpfuglar og flestar tegundir flækingsfugla sem hingað koma. — Geirfuglinn, sem dó út á síðustu öld. — Nokkur erlend dýr, m.a. risa- sig'aldbaka sem fannst hér við land. — Ýmsar íslenskar og erlendar stein- og bergtegundir, m.a. íslenskir geislasteinar og er- lendir skrautsteinar. — Nokkrir íslenskir steingerving- ar. — Flestar algengustu plöntuteg- undir á landinu. Náttúrufræði- stofa Kópavogs Við skipulagningu og hönnun NFSK var þegar gert ráð fyrir að húsnæði og innréttingar væm þannig úr garði gerðar að unnt væri að skipta um gripi með stutt- um fyrirvara og skapa þannig meiri möguleika til sveigjanleika KYNNISFERÐ Laugardaginn 22. febrúar HÁSKÓLABÍÓ Brottför 9:00 NÁTTÚRUFRÆÐISAFNIÐ ♦ Brottför 10:10 FYRIRHUGAÐ NÁ TTÚRUFRÆÐIHÚS Morgunblaðið/ GÓl NATTURUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS Brottför 11:20 í sýningum. I vetur em til sýnis eftirfarandi efni: 1. „Vargar í véum“, þ.e.a.s. þau dýr sem á einhvem hátt hafa valdið mönnum skaða og óþægindum að talið er. 2. íslensk skeldýr: Flestar tegundir lindýra með skel em til sýningar. 3. Nokkrar tegundir algengra grasa. 4. Gæsir, greining og fróðleik- Næstu verkefni munu m.a. fjalla um fjömlíf með strönd Kárs- ness. Kynning á ættum fugla. Samspil fálka og ijúpu. Skólaæska höfuðborgarsvæðis- ins hefur nýtt þjónustu NFSK mjög mikið. Safnið er á Digranesvegi 12, opið kl. 13.30—16.00 miðviku- daga og laugardaga, sími 40630. Kynning í anddyri Háskólabíós Kynningin er opin alla daga vikunnar í anddyri Háskólabíós frá kl. 17.30 til 22.00. Nánari upplýsingar em gefnar í símum 29475 milli kl. 13.00 og 14.00 virka daga. Síðan í nóvember hef- ur áhugahópur um byggingu náttúmfræðihúss staðið að kynn- ingu þessari. Henni hefur verið skipt í þijár sýningar, sem geta verið samtímis. a) Aðalsýningar (standa í mánaðartíma). Það hafa verið sýndar íslenskar fléttur, íslenskur skógur, íslenskar stein- og bergtegundir, þeirri sýningu er að ljúka og í stað kemur sýning- in íslenskar flömlífvemr. b) Skiptisýningar sem standa í einn til tvo daga og þá með safnverði hluta af tímanum. Kynnt hefur verið fjömlíf, spávölur, lífið í Vatnsmýrinni og Tjöminni í Reykjavík, viðartegundir, fugl- amir í garðinum okkar og steinar greindir fyrir fólk svo eitthvað sé nefnt. Nýttar hafa verið skyggnur og myndbönd við kynningar og í ráði er að koma upp tölvu með fræð- andi leikjum. Markmið hópsins er einkum þetta þrennt: • Þiýsta á að hafist verði handa um byggingu náttúmfræðihúss. • Auka fræðslu fyrir almenning meðan beðið er eftir að húsið rísi. • Afla reynslu sem nýtast mun við að skipuleggja starfsemi húss- ins. VAR EIIMHVER AÐ TALA UM LÁG VERÐ TIL SÓLARLANDA í SUIVIAR? MEÐ ÞVÍ AÐ SKOÐA VERÐSKRÁNA OKKAR TIL COSTA DEL SOL SÉRÐ ÞÚ AÐ OKKAR AFSLÆTTIR LÆKKA ÞAU AUGLÝSTU VERÐ SEM ÞAR ERU - OG EKKI SPILLIR ÞAÐ FYRIR AÐ VIÐ FLJÚGUM DAGFLUG FRÁ 10. JÚNÍ. ÞESSIR AFSLÆTTIR EIGA ERINDI TIL ALLRA: 1) SÖGUAFSLÁTTUR kr. 2.500,- fyrir fullorðinn kr. 1.250,-fyrir 12-15 ára kr. 1.000,- fyrir 2-11 ára Fyrir þá sem staðfesta pðntun sína fyrir 1. apríl. AUK ÞESS... 2) BARNAAFSLÁTTUR 2-11 ára kr. 12.000,- í allar brottfarir 12-15 ára kr. 9.000,- í allar brottfarir EÐA... 3) AFSLÁTTUR FYRIR SÖGUHNOKKA 2-11 ára fá 55% afslátt í ferðum 26. maí og 1. júlí. NOKKUR DÆMI ÚR VERÐSKRÁ: 14/4 27/4 26/5 10/6 1/7 22/7,12/8,2/9 23/9 Vorferð Hnokka- Hnokka- Eldri Páskar eldri borgara ferð ferð borgarar GISTISTAÐIR 2 vikur 4 vikur 2 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur PRINCIPITO SOL Ánfæðis/1 svefnherbergi 33.600 4 í íbúð 28.050 32.550 29.890 33.990 33.910 36.910 3 í íbúö 28.800 34.200 31.060 35.845 36.370 39.370 35.350 2 í íbúð 30.325 37.600 33.390 39.340 41.380 44.270 38.840 ANDALUCIA Ánfæðis/1 svefnherbergi 29.840 36.540 37.390 38.990 37.700 3 i íbúð 30.790 35.740 2 í ibúð 31.680 40.620 32.770 38.700 40.920 42.430 41.300 1 i íbúð 39.330 57.695 41.010 51.060 56.820 58.520 56.400 1 1 svefnherb. + barnaherb. 34.200 5 í ibúð 28.390 33.295 29.230 33.390 33.870 35.570 4 i íbúð 28.930 34.495 29.810 34.260 34.840 36.450 35.200 3 i íbúð 30.572 38.170 31.580 36.920 37.970 39.670 38.100 PYR Án fæðis/stúdíóibúð 30.000 35.100 38.300 34.300 3 í stúdíó 29.100 36.000 39.900 2istúdíói 32.100 42.000 33.300 39.500 45.400 46.900 39.100 1 í stúdíói 41.200 63.000 43.000 54.600 66.700 68.500 53.800 ELREMO Ánfæðis/1 svefnherbergi 2 í ibúð 34.820 47.630 36.140 42.700 50.800 52.500 41.900 OG SÍÐAST EN EKKI SÍST... 4) AFSLÁTTUR FYRIR ELDRI BORGARA Auk Söguafsláttar okkar fram til 1. apríl fá allir 60 ára og eldri hvar sem er á landinu kr. 2.500,- í afslátt í brottfarir til Costa del Sol þann 27. apríl og 23. september OPIÐ í DAG LAUGARDAG FRÁ 10 TIL 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.