Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 43 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Staðgreiðsla skatta: Skattheimta sem fylgir hagsveiflunni Hvati til hjöðnunar verðbólgu Dag- lengir og sól hækkar á lofti. Hinsvegar styttist tíminn til þinglausna, sem væntanlega verða um miðjan marzmánuð, og til alþingiskosninga, sem flestir timasetja 25. april nk. Gangi þessar tímasetningar eftir lifa þijár vikur þingtím- ans. Og níu vikur kosningabar- áttu. Þrjár síðustu þingvikumar ódrýgjast nokkuð vegna þings Norðurlandaráðs, sem all- nokkrir þingmenn sækja, og landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins. Það er þvi sýnt að þingmenn þurfa að taka til hendi, ef ljúka á þeirri lagasetningu sem að er stefnt. Nú, eins og endranær á síðustu þingvikum, verða lög afgreidd „á færibandi" - í tima- þröng - af þingliði, sem vinnur nótt með degi. Þetta vinnulag hefur oft verið gagnrýnt, en við sama situr. Skattkerfisbreytingin og norðangarrinn. Eitt stærsta þingmálið, sem að er unnið, er skattkerfisbreyting, hvarf frá eftirásköttun til stað- greiðslu, samhliða mikilli einföld- un skattkerfisins. Þetta stóra mál féll að hluta til í skugga norðan- garrans, fræðslustjóramálsins, sem hleypti upp þingliði, og fjöl- miðlar léku í, eins og búsmali í gróandanum. En garrinn gengur yfir. Skattkerfísbreytingin blívur. Við verðum að búa við hana um næstu framtíð, hvort sem okkur þykir ljúft eða leitt, ef lögfest verður. Hún verður sú mælistika sem ræður skiptahlut ríkis og sveitarfélaga af þjóðartekjum næstu ára, og þá um leið, hvað verður eftir til skipta milli ein- staklinga (heimila) og atvinnu- rekstrar. Þetta stóra mál varðar því hvem þjóðfélagsþegn meir en litlu. Okkur er hinsvegar gjamt að horfa framhjá hinum stóm málunum, ef við höfum „rjúpu- mál“ til að rífast um. Fylgir hagsveif lunni Þegar framvörp fjármálaráð- herra til skattkerfisbreytingar komu til fyrstu umræðu í efri deild lýstu fulltrúar allra þing- flokka yfír stuðningi við stað- greiðslukerfi og einföldun álagningarreglna. Þingdeildin var sammála um skattkerfísmarkmið. Hinsvegar tíndu talsmenn stjóm- arandstöðuflokka til sitthvað í framvarpsákvæðum, er þeir töldu betur mega fara. Við því var að búast, ekki sízt á kosningaþingi. Sigríður Dúna Kristmundsdótt- ir, þingmaður Samtaka um kvennalista, taldi það til höfuð- kosta staðgreiðslukerfisins að það fylgi hagsveiflunni. Eða með öðram orðum: í góðu árferði þeg- ar tekjur vaxa, vaxi skattheimtan að sama skapi. Þegar tekjur Iækka, í verra árferði [efnahags- lægð], lækki skattheimtan. Öfugt við það sem nú er að menn geti þurft að greiða skatta af litlum tekjum lélags [greiðslujárs, sem Eftir lifa þijár vikur þingtímans og níu vikur kosningabaráttu. Síðla í marz velur þjóðin þann mannskap, löggjafarsamkomuna, sem þetta hús hýsir næstu fjörgur árin. lagðir era á háar tekjur góðs afla- árs. Gagnrýni stjómarandstöðu verður að sjálfsögðu skoðuð og metin í þingnefndum, með aðstoð skattasérfræðinga, en höfuðmáli skiptir þó, að breið pólitísk sam- staða sýnist um meginmarkmið. Og þessi framvörp era aðeins fyrstu skref í endurskoðun tekju- kerfis ríkisins í heild. Einfaldari, skilvirkari, auðskiljanlegri Róttækar skattkerfisbreyting- ar hafa verið framkvæmdar víða um Vesturlönd í seinni tíð. Síðast í Bandaríkjunum 1986. Meginefni þessara breytinga hefur verið að gera álagningu skatta einfaldari, skilvirkari og auðskiljanlegri þeim sem við þurfa að búa. Stað- greiðsla, sem hér er stefnt að, samhliða víðtækari skattkerfis- breytingu, var yfirleitt fyrr á ferð á Vesturlöndum en skattkerfis- breyting að öðra leyti. Staðgreiðsla skatta hefur verið til umræðu hér á landi hátt í tvo áratugi, þó ekki hafi verið högg- við á hnútinn fyrr en nú. Fram- vörp um staðgreiðslu vóra að vísu flutt 1977 og aftur 1981, en fengu ekki framgang í þinginu. Þorsteinn Pálsson, íjármála- ráðherra, sagði í framsögu fyrir skattaframvörpunum að víðtæk samstaða væri í þjóðfélaginu um skattkerfisbreytinguna. Þar á ráðherrann efalítið við samhljóða tilmæli aðila vinnumarkaðarins, ASÍ og VSÍ, varðandi staðgreiðslu og skattamál. Enginn vafi er á því að stefnumörkun þessara að- ila, sem kemur heim og saman við markmið ríkisstjómarinnar, veldur því, hve stjómarandstöðu- flokkar vóra hógværir í gagnrýni sinni. Skattheimta er hag- stjórnartæki Orðrétt sagði fjármálaráðherra: „Af hálfu samtaka launafólks hefur ítrekað verið óskað eftir að staðgreiðsla skatta yrði tekin upp og í lok síðasta árs óskuðu stærstu samtök þeirra eftir þvi við ríkis- stjómina að hún beitti sér fyrir máli þessu. Með staðgreiðslu skatta losna launamenn við að bera í síféllu skattabagga frá síðasta ári, sem getur komið sér illa í misjöfnu árferði og gerir þeim keift að aðlaga vinnuálag sitt þörfum sínum hveiju sinni, án tillits til skatta af tekjum liðins tíma. Frá sjóarmiði efnahagsstjóm- unar er staðgreiðslukerfi einnig betri kostur en það kerfí sem ve- rið hefur við lýði. í breytilegu árferði og hagsveiflum hefur nú- verandi kerfi yfirleitt virkað andstætt við þær kröfur sem gera þarf til góðs hagstjómartækis. Staðgreiðslukerfi mun hinsvegar stuðla að jafnvægi, draga fé frá neyzlu á þennslutímum en draga úr skattbyrði ef kaupmáttur dregst saman". Hér verður því einu hnýtt við að í staðgreiðslu skatta þjónar það hagsmunum skattborgarans betur en í kerfi eftirágreiðslna, að halda verðbólgu í skeQum og tryggja jafnvægi og stöðugleika í þjóðar- búskapnum. Stykkishólmur: Lúðrasveitin setur svip á menningarlífið Stykldshólmi. LÚÐRASVEIT Stykkishólms hefir nú senn starfað í 43 ár. Hún var stofnuð sumardaginn fyrsta þjóðhátíðarárið. Lengst af stjórnaði Vikingur Jóhanns- son henni og æfði hvern og einn og allt var gert í sjálfboða- vinnu. Arni Helgson sem var einn af stofnendunum var for- maður stjórnar í aldarfjórðung. Þeir, hann og Víkingur, höfðu áður verið í Lúðrafélagi Eskifjarð- ar og þegar þeir námu land í Stykkishólmi, söknuðu þeir lúðr- anna og fannst sjálfsagt að hefja starf hér. Áður höfðu Lúðrasveitir verið stofnaðar hér á þessari öld tvisvar sinnum, en úthaldið var því miður lítið og aðstæður kannski ekki alltaf upp á það besta, en hvað um það. Þessi lúðrasveit hefír nú starfað óslitið til þessa tíma. Kynslóðabil hefír orðið og nú eru allir þeir sem blésu undir hennar merkjum í upphafí, horfnir frá öllum blæstri og hafa tekið sér rólegri daga, sumir komnir í önnur byggðalög og nýr hópur skipaður ungmennum hefír nú tekið við og hefír fengið sér skemmtilega búninga sem mætt er í við hátíðleg tækifæri. Daði Þór Einarsson hefir haft stjómina á hendi um skeið og stjómar enn af fullum krafti og alitaf bætist við og endumýjun hröð, sem er nauðsynleg, því hljóð- færaleikarar fara í skóla annað og jafnvel flytjast búferlum. Þá er innan lúðrasveitarinnar Litla lúðrasveitin sem stendur sig vel og hjálpar til þegar þurfa þykir. Æfíngar hafa gengið vel í vetur og sveitin í góðri þjálfun. Það þótti því vel til fallið að hafa eina æf- ingu undir beram himni og taka mynd af þessum fallega og góða hóp og auðyitað var valinn góður Lúðrasveit Stykkishóhns. staður til æfingarinnar, uppi á Bókhlöðuhöfða með höfnina í Stykkishólmi og Súgandisey í bak- sýn. Það styttist í afmælið og með hækkandi sól verður oftar leikið á almannafæri. Lúðrasveitin fékk í haust til æfinga kennslustofu sem notuð var áður en nýja grunn- skólabyggingin var tekin í notkun. Hún var öll gerð upp og er hin vistlegasta. Þá má geta þess að Lúðrasveitin á eigið húsnæði, Hljómskálann, sem 11 eldri lúðra- sveitarmenn byggðu í sjálfboða- vinnu í „gamla daga“ meðan þeir vora og hétu. Lúðrasveitin setur góðan svip á menningarlífið í Stykkishólmi og er henni ámað allra heilla. — Ami . : : ;i; » » ÍiifMUUUÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.