Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 49

Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 49 Kveðjuorð: Sigurður L. Þorgeirs- son skipstjóri jafnframt voru þeir allir hagir mjög á smíðar, bæði tré og járn, tóvinnu ýmsa, svo sem spuna og vefnað, einnig bókband og söðlasmíði. Faðir minn fór í Bændaskólann á Hólum haustið 1924 og var þar í 2 vetur ásami ríeiga bróður sínum. Þar eignuðust þeir bræður marga góða vini og þeirra á meðal Þórarin Amason, sem þá var bústjóri á Hóium, og konu hans Steinunni Hjálmarsdóttur, ættuð úr Skaga- fírði. Þau hjón fluttu vestur að Miðhúsum í Reykhólasveit vorið 1926 og fór faðir minn með þeim og gerðist vinnumaður á Miðhúsum. Þórarinn lést í júlí 1929 frá stóru heimili, bömin vom orðin fímm, Kristín Lilja, Þorsteinn, Sigurlaug Hrefna, Anna og Hjörtur. 30. nóvember 1930 gengu þau í hjónaband Steinunn og Tómas. Systkinin fengu nýjan föður og seinna tvö lítil systkini, Kristínu Ingibjörgu og Sigurgeir. Einnig dvaldi hiá okkur móðuramma mín, Kristín Þorsteinsdöttir, éli hú.n. Hiat föður minn manna mest. Margir fleiri ungir og aldnir dvöldu á heim- ili foreldra minna um lengri eða skemmri tíma og var heimilið löng- um mannmargt. Gestagangur mikill og var það þeim mjög að skapi að geta veitt öðmm. Árið 1939 flutti fjölskyldan að Reykhólum þar.sem þau hjón hafa búið síðan. Og þar höfum við systk- inin, makar okkar, stór hópur bamabama og síðar þeirra bama notið ástar og umhyggju og átt margar glaðar og góðar stundir. Faðir minn unni heimabyggð sinni, Reykjadalnum, en svo var einnig um sveitina hans fyrir vest- an, Reykhólasveitina, og vildi hann veg hennar sem mestan. Uppbygg- ing á Reykhólum átti hug hans allan og ekki síst þann tíma er hann lá í Sjúkrahúsi Akraness og þráði að komast heim. Móðir mín og við systkinin kveðj- um kæran eiginmann og foður með broti úr erfíljóði um föður hans. Nú, er hérvist þrýtur þína, þér vilja allir tjá og sýna, vináttu og virðing sína, vottinn djúpa um snortinn hug, sem anda þínum fylgir á flug. Allt þó sé í ættargarði æfistarf þitt traustur varði, er komandi mönnum minning flytur um manndóm þinn og landnáms-dug, hljóðlát auðn nú sætið situr, situr og víkur ei á bug. Trúrri þér mundu fáir finnast félagsskyldu og allri dyggð, - hugsjónafestu, heiðri og tryggð. (Sig. Jónsson frá Amarvatni) Guð blessi minningu hans og styrki móður mína í hennar mikla missi. Kristín Ingibjörg Elsku afi minn er dáinn. Hvíldin var honum kærkomin eftir erfíða sjúkdómslegu, en eftir stöndum við hin, sem elskuðum hann og eigum erfítt með að sætta okkur við eðlilegan gang lífsins. Minningamar um afa þjóta í gegnum huga minn. Hann var allt- af svo rólegur og hógvær og ætíð var stutt í glettnina. Mér er minnis- stætt þegar ég sem smástelpa kom eitt sinn að Reykhólum til ömmu og afa. Þá var langt síðan ég hafði hitt þau og til heiðurs afa sérstak- lega söng ég og dansaði í eldhúsinu. Hann hlustaði þolinmóður, tók mig í fangið og kitlaði mig með skegg- inu sínu. Þannig höfðum við afí það oft, það var svo gott að kúra hjá honum og þótt ég yrði fullorðin hélt hann samt áfram að gantast við mig og kitla mig með skegginu. Þetta er aðeins ein af mörgum minningum sem ég geymi í huga mínum um stundimar okkar afa. Eitt af því dýrmætasta í lífí hvers bams er að fá að njóta samvista við afa sinn og ömmu og fyrir þær stundir þakka ég. Þótt afí væri orðinn heilsulaus síðustu árin og liði oft illa, heyrði ég hann aldrei kvarta. Umhyggja hans og ástúð skein í gegnum allt hans viðmót. Elsku amma mín, Guð styrki þig í sorg þinni. Sigrún Hjartardóttir 119 UóJefiUovE'^sluijiöv lio oiv qqu Fæddur 15. ágúst 1941 Dáinn 24. desember 1986 Er við minnumst föður okkar og afa, Sigurðar Lúðvfks Þorgeirsson- ar, er fórst með ms. Suðurlandi þann 24. desember 1986, minnumst við hans með þakklæti, hlýhug og virðingu. Okkar vissa er sú að hann lifí áfram á björtum og góðum stað og hafí gætur á okkur séíli ílSnil unn' og unnum honum svo mjög. Við viljum kveðja hann þar til við hittumst á ný með þessu litla ljóði er Hannes Hafstein orti svo fallega. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum blæ, er gott að hvíla þeim, er vini syrgir. í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá, í hjarta þínu byijar ljúft að tala. Og tárin, sem þá væta vanga þinn, er vökvan, send frá lífsins æðsta brunni. Þau líða eins og elskuð hönd um kinn og eins og koss þau brenna ljúft á munni. Þá líður nóttin Ijúfum draumum í, svo ljúft, að kuldagust þú finnur eigi, og. fyrr en veistu, röðull rís á ný, og roðinn iýsir ýuT ."jjlLH (Hannes Hafsteinj „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Sigurður, Jón Andrí, Unnur Huld og Leo. a laugardögum Aukin þjonusta Bílavarahlutaverslun Heklu hf. verður framvegis opin á laugardögum frá kl. 10°°-1300, auk venjulegs opnunartíma virka daga frá kl. 830-1800. Sérhæfð þjónusta ( varahlutaverslun okkar eru sérhæfðir afgreiðslumenn ávallt reiðubúnir til aðstoðar, hvort sem þig vantar varahluti, auka- hluti eða upplýsingar varðandi viðhald bílsins. Til að tryggja gæðin verslum við eingöngu með viðurkenndar vörur með árs ábyrgð gagnvart göllum. Ódýrari þjónusta Nú bjóðum við viðskiptavinum okkar úti á landi, að fá alla algengustu bílavarahlutina, án flutningskostnaðar hvert á land sem er. Beinn sími sölumanna í varahlutaverslun er: (91) 695650. Verið velkomin. 3 (^) 5 RANGE ROVER HEKLAHF Laugavegi 170-172 Slmi 69 55 00 RMMMMMHMÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.