Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 33

Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 33 IBM-skákmótið Skákskýringar/Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteins NIGEL Short virðist ætla sér stóra hluti á IBM-skákmótinu á Hótel Loftleiðum, því í 2. umferð mótsins varð Kortsnoj að lúta í lægra haldi fyrir honum. Short er þannig búinn að vinna báða þá andstæðinga sína sem hafa fleiri skákstig en hann sjálfur og það má mikið vera ef eftirleik- urinn verður ekki auðveldur, sérstaklega þar sem enginn hinna þátttakendanna, nema þá kannski Mikhael Tal, virðist vera í sérstöku stuði. Skákirnar í 2. umferð IBM- skákmótsins fóru flestar hægt af .stað. Einni þeirra lauk raunar snemma. Helgi Ólafsson og Lev Polugaevski tefldu stutta en góða skák þar sem Polugaevski beitti drottningar-indverskri vöm og skákmennimir sömdu um jafntefli þegar þeir höfðu lokið 15 leikjum. Ahorfendur þóttust þó sjá ýmis teikn á lofti í öðrum skákum. Frið- rik Ólafsson og Guðmundur Arn- laugsson renndu meðal annars yfir skák Margeirs og Jóns L. á vasa- taflborði og komust að því að líklega væri Jón með unnið tafl. Margeir hafði beitt Sikileyjarvöm og Jón valdi sjaldgæft framhald og heijaði beint á kóng Margeirs. Sóknin varð þyngri og þyngri og Margeir varð að lýsa sig sigraðan eftir 31 leik því þá blasti mátið við. Skák Portisch og Agdestein var mikil sóknarskák. Upp kom drottn- ingar-indversk vöm og Agdestein, sem hafði hvftt, blés til sóknar á kóngsvæng, en Portisch sótti á drottningarvæng í staðinn. Þótt Agdestein sé sjálfsagt fljótari að hlaupa en Portisch gildir slíkt ekki í skákinni og Portisch varð á undan með sóknina í þetta skipti. Þegar drottningartap blasti við Agdestein gafst hann upp. Short beitti franskri vöm gegn Kortsnoj og fékk snemma örlítið lakari stöðu. Kortsnoj hefur sjálf- Jóhann Hjartarson og Tal tefldu Chigornin-afbrigðið af spænskum leik, afbrigði sem Jóhann teflir gjaman. Jóhann náði samt aldrei að jafna taflið, og Tal fléttaði skemmtilega mátfléttu utan um kóng Jóhanns sem varð að gefast upp eftir 43 leiki þegar mát var yfirvofandi í næsta leik. „Þetta er myndræn lokastaða," sagði Guð- mundur Siguijónsson í skákskýr- ingarsalnum en í skáksalnum klöppuðu áhorfendur Tal lof í lófa þótt skemmtileg taflmennska hans bitnaði á heimamanni. Timman beitti franskri vöm gegn Ljubojevic. Þar kom upp þung stöðubarátta, en Ljubojevic náði snemtna undirtökunum og var að mati flestra með unna stöðu í mið- taflinu. En þá fór hann að flýta sér of mikið. Sævar Bjamason, alþjóð- legur meistari í skák, sem sér um útgáfu veglegs mótsblaðs, Hrað- skákar, sem Jóhann Þórir Jónsson ritstýrir, sagði raunar að Ljubojevic hefði teflt eins og flóðhestur. Allt um það urðu afleikimir talsvert margir undir lokin, enda var Ljubo farinn að æða um gólfíð rífandi í hár sitt og hrista höfuðið, sennilega yfír taflmennsku sinni. Þegar skák- in fór í bið eftir 45 ieiki var Timman kominn með unnið tafl. Ljubojevic tefldi nokkra leiki af biðskákinni en gafst síðan upp. GSH Short lætur ekki deigan síga á IBM skákmótinu. í gær varð Kortsnoj fyrir barðinu á honum og er myndin frá því er þeir hófu taflið. sagt hugsað Short þegjandi þörfína, því þegar þeir mættust síðast, í Wijk aan Zee í janúar síðastliðnum, vann Short Kortsnoj í fyrstu um- ferð, að vísu með hvítu. En stund hefndarinnar var ekki runnin upp í þetta skipti. Skákin jafnaðist und- ir lokin og á einum stað stóð Kortsnoj þrátefli til boða en hann tefldi áfram, þótt hann væri kominn í tímahrak. Leikirnir fóm að gerast allundarlegir og Guðmundur Sigur- jónsson, sem skýrði skákina, hristi oft höfuðuð. Short lét meðal annars drottningunni eina sex leiki í röð. Kortsnoj átti að lokum aðeins mínútu eftir af tíma sínum, en 14 leiki, og í 31. leik gafst hann upp, enda sá hann þá fram á að Short næði upp frípeði á A-línunni. Eftir að skákinni lauk stóð Kortsnoj lengi, horfði á taflborðið og hristi höfuðið, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum, en það var ekki um að villast, skákin var gjörtöpuð. Morgunblaðið/Einar Falur Jón L. Árnason vann Margeir Pétursson í gær og er í 2.-5. sæti með 1,5 vinninga. Short vann Kortsnoj í annað sinn á þessu ári Jón L. sýndi Mar- g-eiri í tvo heimana Nr Nafn Land 1 2 3 5 6 7 8 9 10 11 18 Vinn Röð I ISD '4 1'4 3-6 ? Margpir Péfctirssnn ISD 0 0 0 9-18 3 ENG 1 1 8 1-8 M- -lan H JLimman NDL 1 1 8 1-8 -.5 HUN ‘4 1 1*4 3-6 Jóhann Hjartarson ISD- 0 0 0 9-18 7 1pv Pnlugapvsky URS 1 ‘4 1'4 3-6 a. URS 1 1'4 3-6 9 NQR 0 0 0 9-18 10. Ljuhomir Ljubojpvic JUG 0 0 0 9-18 11 Viktor Korchnoi SW2 1 0 1 7-B 12 Helai Olafsson ISD '-4 '4 " 7-8 ÞAÐ vakti athygli áhorfenda á Loftleiðahótelinu í gær að Margeir kaus að hvíla sína eftirlætisbyrjun, drekaaf- brigðið illræmda í Sikileyjar- vörn, í skák sinni gegn Jóni L. Arnasyni og bauð upp á Richter-Rauzer afbrigðið þess í stað. Jón hafði lítinn áhuga á að kynnast eldhús- borðsafbrigðum Margeirs og valdi gamalt og sjaldséð framhald, sem Margeir var lítt undirbúinn undir. Staða hans varð snemma vafa- söm og byijunartaflmennskan gagnrýnd af áhorfendum, sem af mikilli ákefð röktu vænleg afbrigði fyrir Jóni. Það vafðist líka ekki fyr- ir Jóni að fínna beinskeitt framhald og svarti kóngurinn lenti snemma á hrakhólum. Hvítu mennimir voru ákjósanlega staðsettir og þrátt fyrir harðvítuga baráttu mátti Margeir lýsa sig sigraðan eftir 30 leiki þeg- ar svarti kóngurinn stóð vamarlaus í hominu og máthótanir á hveiju strái. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Rc6, 6. Be3 (Algengara er 6. Bg5 en Jón hefúr lítinn áhuga á að kynn- ast hvað Margeir geymir í poka- hominu.) — Rg4, 7. Bb5 (Hvítur lætur biskupaparið af hendi, en fær ftjálsari liðskipan í staðinn.) — Rxe3, 8. fxe3 — Bd7, 9. 0-0 — e6, 10. Bxc6 — bxc6, 11. e5 — dxe5?, (Upphafíð af erfiðleikunum II. - Be7!, 12.Dh5 - 0-0, var betra og svartur hefur nærri jafnað taflið.) 12. Dh5 — De7, 13. Dxe5 - Dc5, 14. Dg3! (14. Df4 - f5, 15. Re4!? — Dd5! væri lakara. Jón teflir framhaldið mjög vel, enda hæfír hin hvassa sóknarstaða á skákborðinu vel skákstíl hans.) — f5, 15. Hadl - 0-0-0, 16. Hd3! (Erfiðleikamir hrannast upp við svörtu kóngsstöðuna og hvíta stór- skotaliðið stendur tilbúið til sóknar á meðan svörtu taflmennimir standa ankannalega á upphafsreit- unum.) — h5, 17. Hfdl (17. Rcb5!? kom til greina.) — h4, 18. Df3 — Be7, 19. b4! a b c d e I g h (Stöðumyndin segir fleira en mörg orð, því svörtu mennimir standa vamarlausir andspænis langdræg- um sóknarmönnum hvíts.) — Dc4, 20. b5 — Kc7, (Hvað annað?) 21. Df4+ — Kb7, (Lítil gletta leynist eftir 21. Bd6 - 22.b6+!)22.bxc6 - Bxc6, 23. Hbl+ - Ka8, 24. Dc7! — Hxd4 (Reynir að lægja öldum- ar.) 25. exd4 - Bf6, 26. h3 - Bxd4+, 27. Kh2 - Bf6, 28. Ra4! (Svartur er vamarlaus. Hótunin er 29. Rb6+ — axb6, 30.Ha3+ og drottningin fellur.) —De4, 29. Rb6+ — axb6, 30. Ha3+ — Ba4, 31. Dxb6 og svartur gafst upp. úrslit » 8. umferð VKS Hvitt Svart Úrsl it Helgi Olafsson Lev Polugaevsky '4-'4 Mikhai1 N Tal Jóhann Hjartarson 1-0 Simen Agdestein Lajos Portisch 0-1 Ljubomir Ljubojevic Jan H Timman 0-1 Viktor Korchnoi Nigel D Short 0-1 Jón L órnason Margeir Pétursson 1-0 Mótherjar i 3. umferð VKS Hvitt Svart Úrslit Margeir Pétursson - Helgi Úlafsson Nigel D Short - Jón L Arnason Jan H Timman Viktor Korchnoi Lajos Portisch - Ljubomir Ljubojevic Jóhann Hjartarson Simen Agdestein Lev Polugaevsky - Mikhail N Tal Staða VKS Ráá. Nafn Vinninqar ELO-stig Ný ELQ-stig Hlutur nú 1 . Nigel D Short 8 8615 8685 ( 10) $8667 8. Jan H Timman 8 8590 8600 ( 10) $8667 3. Lajos Portisch 1'4 8610 8615 ( 5) $1333 Mikhail N Tal 1'4 8605 8610 ( 5) $1333 5. Lev Polugaevsky 1'4 8585 8590 ( 5) $1333 6. Jón L Arnason 1*4 85A0 8545 ( 5) $1333 7. Viktor Korchnoi 1 8685 8685 $1333 8. Helgi Olafsson 1 8550 8550 9. Ljubomir Ljubojevic 0 8680 8610 (-10) 10. Simen Agdestein 0 . 8560 8550 (-10) 11. Jóhann Hjartarson 0 8545 8535 (-10) 1S. Margeir Pétursson 0 8535 8585 (-10)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.