Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Sameinuðu þjóðirnar; Bandaríkin ætla að greiða gjöld sín að fullu að nýju - að uppfylltum ákveðnum skilyrðum Sameínuðu þjóðunum. AP. BANDARIKJASTJÓRN hefur uppi áform um að greiða gjöld sín hjá Sameinuðu þjóðunum að fullu á þessu ári, að sögn bandaríska sendiherrans þar, Vernons A. Walters. Á síðasta ári var framlag Bandaríkjanna til stofnunarinnar skorið niður Mario Cuomo rikisstjórí New York-ríkis. Reuter Cuomo tekur ekki þátt í forkosningum Demókrata New York. Reuter. ^ J New York, Reuter. MARIO CUOMO, ríkisstjóri New York-rikis, tilkynnti i gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér i forkosningum Demókrata- flokksins vegna forsetakosning- anna á næsta ári. Ákvörðun Cuomos kom á óvart og þykir staða Garys Hart hafa styrkst mjög við þetta. Stjómmálaskýrendur töldu Mario Cuomo skæðasta keppinaut Harts og er almennt talið að með þessu muni minni spámönnum gefast betra tækifæri en ella til að kynna sjónarmið sín. Auk Harts er vitað að þeir Richard Gephardt, Bruce Babbitt, fyrrum ríkisstjóri Arizona, Joseph Biden, þingmaður frá Delaware, og blökkumannaleiðtog- inn Jesse Jackson hafa allir hug á forsetaembættinu. Jesse Jackson tók þátt árið 1984 og lenti í þriðja sæti á eftir Walter Mondale, sem var kjörinn fulltrúi flokksins og tapaði fyrir Reagan forseta, og Gary Hart. Mario Cuomo, sem er 54 ára gamall, kvaðst telja að ákvörðun hans um að taka ekki þátt kæmi sér best fyrir hann sjálfan, fjöl- skyldu hans og Demókrataflokkinn. „Ég tel flokkinn hafa marga fram- Hefja sölu á ein- nota myndavélum New York, AP. Fyrirtækin Kodak og Fuji sem framleiða bæði myndavélar og filmur, hafa ákveðið að hefja sölu á ódýrum einnota myndavél- Myndavélarnar sem Fuji hyggst framleiða munu kosta innan við fjögurhundruð krónur og nota 35 mm filmur líkt og notaðar eru í betri myndavélum en í vélamar hjá Kodak verða notaðar filmur eins og tíðkast í einfaldari myndavélum. Myndavélarnar hjá Kodak verða ódýrari og munu líklega kosta um tvöhundruð og áttatíu krónur. Jap- anska fyrirtækið Fuji segir að vélamar þeirra muni verða tilbúnar næsta vor. Kodak hyggst hefja framleiðslu síðar á árinu. Fuji kynnti nýju myndavélina á blaðamannafundi í gær en Kodak náði forskoti á keppinautinn og kynnti sína vél á fímmtudaginn. “Þegar viðskiptavinurinn klárar fíl- muna fer hann með alla myndavél- ina í framköllun og hann fær hana ekki aftur því að hún er einnota,“ sagði talsmaður Kodak, Henry Kaska. Myndavélin er aðeins til Noregur; Nýr ráð- herra verka- lýðsmála Osló. Reuter. WILLIAM Engselh, hefur verið skipaður verkalýðsmálaráð- herra í ríkisstjórn Noregs, að þvi er embættismenn stjórnar- innar skýrðu frá í Osló í gær. Tekur hann við embætti af Leif Haraldseth, sem nú verður forseti norska alþýðusambands- ins, en Tor Halvorsen, sem gengt heftir því embætti hefur látið af störfum vegna heilsubrests. þess að taka myndir utandyra og : dagsljósi en ekki innandyra. bærilega fulltrúa á sínum snærum, sem munu geta stýrt þjóðinni far- sællega í framtíðinni," sagði Cuomo. Aðspurður vildi hann ekki lýsa yfír stuðningi við einhvem einn hugsanlegan frambjóðanda en sagðist reiðbúinn að veita þeim aðstoð sem hana vildu þiggja. Kat- hleen Meehan, einn helsti talsmaður Marios Cuomo, sagði að aðstoðar- mönnum hans hefði ekki verið kunnugt um þessa ákvörðun en kvað hana ekki hafa komið sér svo mjög á óvart. Frambjóðandi Demókrataflokks- ins mun Ííkast til heyja baráttu um forsetaembættið við George Bush, varaforseta, en samkvæmt skoð- anakönnunum nýtur hann mestra vinsælda fulltrúa Repúblikana- flokksins. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti má lögum samkvæmt ekki gefa kost á sér í þriðja skiptið. Auk Cuomos hefur Edward Kennedy tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forkosningum flokksins. og lá við gjaldþroti hennar af þeim sökum. „Við munum að öllum líkindum fara fram á óskert framlag fyrir þetta ár,“ sagði Walters á fundi með fréttamönnum. „Og við munum enn fremur viðurkenna gjaldfallnar skuldir okkar." Óskert framlög af hálfu Bandaríkjanna verður samt „háð því að ákveðnar ráðstafanir í §ár- málum og skipulagsmálum nái fram að ganga,“ sagði sendiher- rann. Bandaríkjaþing hefur sett fram ákveðin skilyrði. Þar er fyrst og fremst um að ræða kröfu um, að Allshetjarþingið samþykki að taka upp þá reglu, að at- kvæðavægi við íjárveitingatillög- ur fari eftir framlagi einstakra ríkja. Allsheijarþingið hefur þegar samþykkt að breyta reglum þar að lútandi frá því sem nú er (þar sem hvert ríki hefur eitt at- kvæði) í því skyni að verða við þessum kröfum. Skipuð hefur verið sérstök fjárveitinganefnd, þar sem 21 fulltrúi á sæti, og verða ákvarðanir hennar bundnar almennu samkomulagi nefndar- manna. Þessi nýja skipan mun í reynd veita öllum nefndarmönnunum neitunarvald og auka þannig áhrif þeirra ríkja, sem greiða stærstu framlögin til samtak- anna. Walters kvaðst halda, að Bandaríkjaþing mundi telja þetta fullnægjandi ráðstöfun. Kiijálabotn: Olíuhreinsunin er varla framkvæmanleg Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins í Helsinki. ÞAÐ virðist vera vonlaust í bráð að hreinsa olíuna sem lak úr sov- éska olíuskipinu Antonio Gramsci í Kirjálabotni fyrír tveimur vikum. Síðan á miðviku- daginn hefur veður þó aftur leyft að finnska olíuvarnarskipið Hylje (Selurínn) reyndi á ný að safna saman oliunni. Olíuflákinn hefur tvístrast í sund- ur í hafísnum svo að fýrsta tilraun Hylje á miðvikudaginn bar varla neinn árangur. Auk Hylje eru tvö sovésk olíuvamarskip mætt á svæð- ið, en ekki er vitað um árangur af starfsemi þeirra. Umhverfísmála- ráðuneytið sem sér um stjóm olíuhreinsunarinnar hefur lýst því yfir að það vanti töluverðar auka- fjárveitingar til olíuvama. Það fé sem er til nægir ekki, að koma í veg fyrir að olíumengun af þessu tagi eyðileggi náttúruna í skerja- garðinum. Utanríkisráöherra Frakka á afvopnunarráðstefnunni í Genf; Afvopnunarviðræður ein- skorðist við raunhæfa valkosti - en ekki draumórahugmyndir frá Reykjavíkurfundinum Gcnf, AP. JEAN-BERNARD Raimond, ut- anríkisráðherra Frakklands, sagði á fimmtudag á fundi af- vopnunarnefndar 40 ríkja í Genf, að afvopnunarviðræður ættu að einskorðast við raunhæfa val- kosti en ekki við „draumalands- tillögur" á borð við þær, sem reynt hefði verið að semja um á Reykjavíkurfundinum. „í afvopnunarviðræðum er nauð- synlegt að einbeita sér að því sem er raunhæft, mögulegt og æski- legt,“ sagði franski utanríkisráð- herrann. Hann ítrekaði það sjónarmið Frakka að kjarnorkufæl- ing væri forsenda friðar í Evrópu. Varði hann þá stefnu Frakka að byggja upp sitt eigið kjamorku- vopnabúr og sagði að útrýming kjamavopna „myndi gera stríð með hefðbundnum vopnum og efna- vopnastríð í Evrópu bæði mögulegt og, án alls efa, líklegt." Raimond sagði að á Reykjavíkur- fundinum hefðu leiðtogar stórveld- anna skiptst á draumórakenndum tillögum og gagntillögum sem væru fjarri því að geta orðið að vemleika. Franski utanríkisráðherrann lýsti stuðningi við þá skoðun Bandaríkja- manna að kjamorkusprengingar í tilraunaskyni væru nauðsynlegar til þess að tryggja áreiðanleika vopn- anna, sem fyrir hendi væm. Hann sagði Frakka hafa sprengt 10 til- raunasprengjur og hefðu þær allar verið undir 150 kílótonnum og því í samræmi við samninga stórveld- anna um tilraunir með kjarnorku- vopn. Raimond sagði að ríkisstjóm Frakklands íhugaði að koma sér upp birgðum af efnavopnum, sem hefðu fælingarmátt. Málið væri þó ekki enn komið til kasta franska þingsins og því gerði hann ekki grein fyrir áætlunum stjómarinnar. Að sögn Raimonds hafa Frakkar komið sér upp lítilsháttar birgðum af efnavopnum í vísindaskyni. Hann sagði að í samningum, sem kynnu að verða gerðir í framtíðinni um bann við efnavopnum og eyðingu þeirra, yrði að taka tillit til fjölda vopna hvers ríkis svo þau ríki, sem minna ættu af vopnunum, yrðu ekki afvopnuð löngu á undan þeim sem stærst búrin hefðu. Tillaga um bann við efnavopnum hefur verið til umræðu á Genfarráðstefnunni um 18 ára skeið. Átök í Burma Bankok, AP. HERMENN ríkisstjórnar Burma réðust á búðir skæruliða nálægt thailensku landamærunum og felldu 13 þeirra, að sögn thai- lensku landamæralögreglunnar. 10 stjórnarhermenn féllu í átök- unum. Stjómarhermenn efndu til þriggja daga aðgerða gegn fjórum skæruliðahópum í þessari viku. Að undanförnu hefur ríkisstjómin í Rangoon átt í höggi við fjölda skæruliðahópa er krefjast meira sjálfstæðis og jafnvel þess að viss landsvæði öðlist fulla sjálfsstjórn. Pólland: 2000 stúdentar mótmæla í Kraká Varsjá. AP. UM 2000 námsmenn í pólsku borginni Kraká efndu í fyrra- kvöld til mótmæla eftir messu og hrópuðu vígorð til stuðnings Samstöðu. Var þetta haft eftir andófsmönnum i borginni í gær. Félagar í óháðum samtökum námsmanna, sem bönnuð voru með setningu herlaganna, skoruðu á fólk að koma til messu í kirkju, sem er skammt frá háskólanum, og að henni lokinni safnaðist fólkið saman á háskólalóðinni. Fjölgaði í hópnum þegar á leið og er talið, að um 2000 stúdentar hafi tekið þátt í mótmælunum. Hrópuðu þeir nafn Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, og báru borða með stuðningsyfírlýs- ingum við Samstöðu, við samtökin Frjálst Pólland, sem eru and- kommúnísk, og við aðra hópa, sem stjómvöld hafa bannað. Óeinkenn- isklæddir lögreglumenn fylgdust með því, sem fram fór, en höfðust ekki að. Stúdentar við háskólann í Varsjá og nokkrar aðrar menntastofnanir gáfu í gær út yfírlýsingu um stofn- un sameiginlegrar nefndar til að beijast fyrir auknu akademísku frelsi og rétti til að stofna sín eigin félög. Bretland: Metverð fyr- ir Constablé London, Reuter. TEIKNING eftir enska listmálar- ann John Constable var seld á uppboði í gær fyrir 62,7oo pund (um fjórar milljónir íslenskar krónur) hjá Sotheby's uppboðs- fyrirtækinu. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir teikningu hjá fyrirtækinu. Agnew’s fyrirtækið í London keypti teikninguna sem er frá árinu 1818 og sýnir kirkju í austur Bergholt og grafreit foreldra listamannsins. Blýantsteikning þessi var boðin upp ásamt 400 öðrum teikningum og vatnslitamyndum úr safni sir John Witt og eiginkonu hans lafði Margaret Witt. Samtals fengust um það bil fímmtíu og tvær milljónir króna fyrir verkin. Witt sem var auðugur lögmaður, lést árið 1982 og kona hans tveimur árum síðar. Witt byijaði að safna listaverkum meðan hann var í skóla og hann og kona hans voru þekktir listunn- endur í Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.