Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 UMSJON ANDRÉS MAGNÚSSON Paul Simon stimpil SÞ og AIMC PAUL Simon, meistari ballöð- unnar lenti í talsverðum vandræðum vegna plötu sinnar Graceland. Stafaði það af þvi að hann tók hana upp í Suður- k Afríku, en sérstök nefnd SÞ um ' aðskiinaðarstefnuna sam- þykkti menningarbann á Suður-Afríku árið 1980. Var kauði „bannfærður" af nefnd- inni, en hann mótmælti, þannig að banninu var aflétt. Var það m.a. fyrir orð margra blakkra tónlistarmanna og stjórnmálaleiðtoga, sem því var aflétt. Simon brást hinn argasti við banninu, sagðist aldrei hafa spurt neinn leyfis hvort hann mætti yrkja sína tónlist — hvorki ríkisstjórn Suður-Afríku né SÞ. Telja margir að hvaða ástæð- ur sem nefndin nefni fyrir afnámi bannsins á hendur Simons, megi vera Ijóst að bannið er út í hött sé hægt að fara í kring um það eftir því hver eigi í hlut. Segja þeir hinir sömu að Simon virði það ekki með því að vinna plötuna nær alveg í Suður- Afríku, en í ofanálag noti hann Lindu Ronstad, seni hefur verið á bannlistanum frá byrjun. Bubbi molarnir Eins og kunnugt er skipar íslensk tónlist nokkurn sess í kvikmynd Friðriks Þórs, Skytturnar, sem nú er verið að sýna í Háskólabíói. Þegar er komin út ein plata með tónlistinni, plata Orna- mentals sem ber heitið Kyrr- látt kvöld á Hótel Hjartabrot. Rokksíðan hafði af því spurnir að til stæði að gefa út plötu nk. föstudag með meiri tónlist úr myndinni. Á þeirri plötu verða Sykurmolarnir á b-hlið- inni með þrjú lög án orða en a-hliðin verður lögð undir lag Bubba Morthens Skyttan, sem flutt er í lok myndarinnar sem einskonar endapunktur aftan við hið magnaða lokaatriði. Grammið gefur plötuna út. Árni Matt Paul Simon á tónleikum í Harare í Zimbabwe. Bítlaæði aðsigi? BUAST má við því að Bítlaæði geti gripið um sig að nýju; a.m.k. er hljómplötufyrirtæk- ið EMI byrjað að setja sig í stellingar og breska sjón- varpsstöðin /TV sömuleiðis. Næsta fimmtudag koma út fyrstu leysidiskarnir með þessari vinsælustu hljóm- sveit allra tíma og ITV er að leggja lokahönd á tveggja tima heimildamynd um pilt- ana fjóra frá Liverpool. Heimildarmyndin mun heita eftir upphafsorðunum á Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band — „It was Twenty Years Ago Today", en á frumsýning- ardaginn, 1. júní, verða einmitt 20 ár liðin frá því að þessi tíma- mótaplata kom út. Talið er að ekki hafi selst færri en 30 millj- ónir eintaka af þessari Bítla- plötu einni. Segja má að með þessari plötu hafi hippatíma- bilið hafist og í heimildarmynd- inni verður rækileg grein gerð fyrir því. Hvað leysidiskana varðar er nú á hreinu að fyrstu fjórar plötur Bítlanna, Please Please Me, With The Beatles, A Hard Days Night og Beatles For Sale munu koma út hinn 26. þessa mánaðar. Þetta mega teljast góð tíðindi fyrir popp- unnendur, því að Bítlaplöturn- ar eru væntanlega orðnar býsna slitnar í mörgum skáp- um. Diskarnir munu koma út í réttri röð miðað við upptökur og talið að hinn síðasti, Abbey Road, verði kominn út í byrjun október. í öllum tilvikum verða upprunalegar útgáfur notaðar og verða því fyrstu fjórir disk- arnir í mónó. í þeim tilvikum þar sem endurhljóðblöndun þarf . að fara fram, verður George Martin látinn sjá um hana, en hann sinnti henni upprunalega. Þess má geta að nokkrir diskar fóru á markað fyrir mis- skilning og þá merktir sem nýjasti diskurinn með Kate Bush. Þeir sem til heyrðu herma að hljómurinn hafi verið aðdáunarverður og líkt því sem upptakan væri ný. Jon Bon Jovl og gítarlelkarinn Rlchie Sambora, en hann semur lög hljómsveltarinnar. Ungir Bitlar. Bon Jovi slær met ÞAÐ ER vart ofsögum sagt af velgengni Jons Bon Jovi. Eftir að hann hafði verið að dútla á tveimur-þremur plöt- um gefur hann út Slippery When Wet og slær líka svona rosa- lega i gegn. Hér á íslandi hangir hann efst á öllum listum og platan hans seldist upp. í Bandaríkjunum setti hann eins konar met, þvi að hann seldi ríflega fimm milljón eintök af plötunni á fimm mánuðum, eða milljón á mánuði! Til þessa hefur engin plata selst jafnhratt í Bandaríkjunum. Þær fjórar plötur, sem selst hafa í svipuðu magni, hafa farið mun hægara. Like a Virgin með Mad- onnu tók átta mánuði, Brothers in Arms með Dire Straits eitt ár, Whitney Houston 14 mánuði og NoJacket Requiredmed Phil Coll- insvar16mánuðiað. Slippery When Wet hefur selst svo vel að aðeins tveimur vikum eftirað hljómsveitin fékk platínuplötuna fyr- ir fjórar milljónir seldar, þurfti að afhenda henni þá næstu fyrirfimm milljónir. Ekki er neitt útlit fyrir að BonJovi sé að hægja á sér, a.m.k. ef marka má vin- sældalistana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.