Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 31 Samstarfsfyrirtækið um byggiiigu Ermarsundsganga: Nýr breskur vara- formaður skipaður Siðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci, máluð 1496-97. Italía: Síðasta kvöldmáltíð- in lokuð almenningi London. Reuter. STJÓRN Eurotunnel, samstarfs- fyrirtækis Breta og Frakka um byggingu ganga undir Ermar- sund, tilnefndi í gær Alastair Morton, forstjóra fjármálafyrir- tækisins Guinness Peak Group, sem nýjan varaformann Euro- tunnel af hálfu Breta. Talsmaður Eurotunnel, sagði, að Morton hefði engin tengsl haft við fyrirtækið fram að þessu. Fráfar- andi fulltrúi Breta, Pennock lávarð- ur, situr áfram í stjóminni. Áður en Morton hóf störf hjá Guinnes Peak, var hann forstjóri Breska ríkisolíufélagsins. í októbermánuði sl. lenti Euro- tunnel í erfíðleikum með að afla 206 milljóna sterlingspunda á al- þjóðlegum verðbréfamarkaði. Fjármálasérfræðingar töldu fyrir- tækið þurfa á styrkari forystu að halda til að efla traust þess vegna 750 milljóna punda hlutabréfasölu á komandi sumri. Stjómarfundur Eurotunnel var haldinn í París í gær. Talið er, að göngin undir Ermarsund muni kosta um 4,7 milljarða punda, og verða þau í fyrsta lagi tilbúin 1993. Finnland: - Gæti etist upp að öðrum kosti Lögreglan óhæf að elta ræningja MÍIanó. Frá Atla Ingóifssyni, fréttaritara Morgunbladsins. FRÁ og með mánudeginum 16. skaðlega ryktæringu, febrúar er almenningi meinaður aðgangur að borðsalnum í Santa Maria delle Grazie-kirkjunni i Mílanó, þar sem Síðasta kvöld- máltíðin eftir Leonardo da Vinci prýðir einn veggjanna. Ekki þyk- ir seinna vænna að grípa til lokunar, svo að hægt sé að hefja gagngerar endurbætur og reyna að varðveita verkið til lang- frama. Það hefur sýnt sig, að ekki er nóg að myndin sé hreinsuð og end- urbætt öðru hveiju. Markmiðið ætti ekki að vera það eitt að snurfusa hana fyrir þær þúsundir ferða- manna, sem skoða hana ár hvert. Ef ekkert er að gert, mun gervallt verkið etast upp af menguðu lofti og örveram, sem hafa búið um sig í yfírborði þess. Árið 1851 leiddu menn fyrst hugann að efnafræðilegu ástandi verksins, en veggurinn er 550 ára gamall. Nokkrar viðgerðir, sem far- ið hafa fram á þessari öld, hafa ekki komið í veg fyrir rot eða ásækna tæringu ýmissa lífrænna efna, sem viðgerðarmenn notuðu fyrr á tímum. Það var svo árið 1968, að vísinda- leg xannsókn leiddi í ljós skelfílegt ástand veggflatarins. Strax árið eftir var hafíst handa við úrbætur, og hafa þær staðið yfír síðan. Þegar árið 1980 var nánast lýst yfír neyðarástandi af vemduram veggjarins. Sjö árum síðar hafa menn loks hugrekki til að stöðva straum ferðamannanna og þar með útblástur hljóðmengun, fólksflutningabíla, titring og fleira. Á næstu mánuðum verða höfð snör handtök við undirbúning þeirra aðgerða, sem bjarga mættu Kvöld- máltíðinni. Hæfustu vísindamenn munu stunda rannsóknir sínar og fylgjast nákvæmlega með líðan „sjúklings- ins“ { nokkur ár. Alþjóðleg nefnd, sem skipuð er frægum listlæknum eins og André Chastel og Emst Gombrich, mun láta til sín taka við verkið. Engin leið er að spá fyrir um, hvenær þessum aðgerðum veröur iokið. í bili verða menn að láta sér nægja ljósmyndir af dýrðinni. Svo er líka hægt að skoða ímynd popp- listarpostulans Andy Warhol af Kvöldmáltíð Leonardos, en hún er til sýnis rétt handan götunnar. Frá Lan Lundsten, fréttarítara Morgunblaðsins í Helainld. FINNSKA saksóknaranum, Jorma S. Aalto, finnst að æðstu lögreglu- yfirvöld landsins hafi ekki gert sér nógu vel grein fyrir hvernig á að klófesta vopnaða ræningja. Aalto hefur rannsakað starfshætti lög- reglunnar í ágúst i fyrra, þegar bankaræningi sprengdi sjálfan sig og einn gisl, eftir að lögreglan hóf skothrið á bil ræningjans. Aalto saksóknara finnst það óskilj- anlegt að æðstu lögregluyfirvöld reyndu að stjóma eltingarleiknum frá Skýrsla um mannréttindamál: Nokkur batamerki í Sovétríkjunum U/ooiunrvt/in A D Þniitoi. Washington. AP, Reuter. í SKÝRSLU, sem bandaríska ut- anríkisráðuneytið hefur birt um mannréttindamál viða um heim, segir, að í Sovétríkjunum hafi ástandið batnað nokkuð frá þvi, sem áður var. í öðrum löndum ýmsum, t.d. í Suður-Afríku, Mósambik, Nicaragua, Libýu, Afganistan, Chile, Líbanon og Túnis, hafi þau hins vegar verið skert verulega. í ársskýrslu utanríkisráðuneytis- ins til þingsins um mannréttindamál segir, að ástandið hafí skánað nokk- uð síðan Gorbachev komst til valda og er því fagnað sérstaklega, að Andrei Sakharov og konu hans, Yelenu Bonner, skuli hafa verið leyft að snúa heim úr útlegð og mörgum öðram andófsmönnum sleppt úr fangelsi. Á það er bent, að þeir Sovétmenn, sem vilja neyta lögbundinna réttinda sinna, eigi þó eftir sem áður yfír höfði sér fang- elsi eða vist á geðveikrahæli. Segir í skýrslunni, að á síðasta ári hafí Sovétstjómin lejrft endurfundi og sameiningu fleiri fjölskyldna en oft- ast áður en hins vegar era lög, sem samþykkt vora í nóvember sl., harð- lega fordæmd. Samkvæmt þeim er sameining fjölskyldna í raun eina löglega ástaeðan fyrir brottflutningi Skýrsluhöfundar telja, að í fyrra hafi mannréttindi verið ögn betur virt í Póllandi og Rúmeníu þótt stjómarfarið í síðamefnda landinu sé eftir sem áður eitthvert það harðneskjulegasta, sem um getur. í Tékkóslóvakíu og Búlgaríu virðist aftur á móti engin breyting hafa orðið til batnaðar. Stjómvöld á Filippseyjum, í Pak- istan og Guatemala era sögð hafa gert sér far um að auka mannrétt- indi þegna sinna og um E1 Salvador segir, að þar hafí starfsemi dauðas: veitanna verið bæld niður. í Suður-Afríku og Chile hefur mann- réttindum „hrakað mjög“ og vakin er sérstök athygli á grimmdarverk- um og pyntingum chileanskra lögTeglumanna. í skýrslunni er farið hörðum orð- um um ástandið í Nicaragua og Líbýu. Era sandinistar sagðir fang- elsa óbreytta borgara fyrir óljósar sakir og pynta og misþyrma föng- um á ýmsa lund. Þá sé það algengt, að fólk hverfí sporlaust eða sé tek- ið af lífí eftir málamyndaréttarhöld. í Afganistan hefur ástandið versnað stóram segja skýrsluhöf- undar. Loftárásir, pyntingar, mannrán og handtökur era daglegt brauð og mun líklega verða þar til Sovétmenn fara á brott. „Núver- andi hemaður Sovétmanna og leppstjómarinnar í Kabúl nálgast það að vera þjóðarmorð," segir í skýrslu bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Helsinki. Þeim lögreglumönnum sem voru að elta ræningjann var ekki leyft að taka neinar ákvarðanir á staðnum þrátt fyrir að ræninginn lét keyra sig mörg hundrað kflómetra til smáborg- arinnar Mikkeli. í Finnlandi er sjaldgæft að lögregl- an fari í eltingarleik við bankaræn- ingja eins og í bandaríksum lögguþáttum, enda sáu fréttamenn um að öll þjóðin gat fylgst með ævin- týrinu sem byijaði í bankaútibúi í Helsinki og endaði með mikilli •sprengingu í Mikkeli. Þegar leiknum var lokið og í ljós kom að einn banka- starfsmaður hafði látist í sprenging- unni ásamt ræningjanum fóra menn að gagnrýna starf lögeglunnar harð- lega. Sjónvarp sýndi þjóðinni að lögreglumenn hófu skothríð nokkram sekúndum á undan sprengingunni. Lögreglan í Finnlandi heyrir undir innanríkisráðherra, sem fannst að allt hafí gengið vel nema að því er varðar lausn málsins. Loksins gaf Mauno Koivisto forseti yfirlýsingu til stuðnings innanríkisráðherra. Samt var ákveðið að rannsaka máli. Saksóknara tókst að gera grein fyrir þvf, hveijum væri um að kenna að mennimir tveir létust þegar 10 kfló af dínamíti sprangu á torginu í Mikkeli. Mat hans er nú að lögeglu- yfírvöld gerðu ekki neitt sem mætti telja beinlínis ólöglegt en að starfs- hættir þeirra séu ekki þeir, sem ætlast mætti til. SIMDNSEN farsímar við allar aðstæður Aquino undirbýr breyt- ingar á stjórn sinni Manila, AP. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, útnefndi í gær 24 menn til öldungadeildar þings Filippseyja og eru átta ráðherrar í þeim hópi. Fær hún þvi tækifæ- rit til að gera miklar breytingar á stjórn sinni þvi samkvæmt nýju stjórnarskránni verða ráðherrar og embættismenn í framboði til þings að segja af sér ráðherra- dómi og sínu fyrra starfi. í stjóm Aquino era 29 ráðherrar og verður því senn skipt um nær þriðjung þeirra. Aquino skipti um menn í fjóram ráðherrastólum í nóvember, er hún vék m.a. vamar- málaráðherra sínum, Juan Ponce Enrile. Ekki fylgdi fregninni hven- ær nýir menn yrðu skipaðir í stað ráðherranna átta, sem nú verða að segja af sér, en þeir era Alberto Romulo fjárlagaráðherra, Neptali Gonzales dómsmálaráðherra, Aquil- ino Pimentel innanríkisráðherra, Victor Ziga félagsmálaráðherra, Teofísto Guingona fjármálaráð- herra, Rene Saguisag, forsetaráð- gjafí, Heherson Alvarez landbúnað- arráðherra, og Jovito Solonga, ráðunautur forsetans. í hópi kandidata Aquino til öld- ungadeildarinnar era einnig Augusto Sanchez fyrram atvinnu- málaráðherra, Emesto Maceda fyrram auðlindaráðherra, en forset- inn vék þeim úr stjóminni í haust að kröfu hersins. Einnig tilnefndi Aquino tvær konur til deildarinnar, Nina Razul og Leticia Ramos- Shahani, en sú síðamefnda er deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu og systir Fidel V. Ramos, yfirmanns hers Filippseyja. Jafnframt tilnefndi hún mág forsetans, Agapito Aqu- Reuter Aquillo Pimentel, félagsmálaráðherra, stendur upp og brosir breitt er Corazon Aquino, forseti, tilkynnir um tilnefningar sínar tii öld- ungadeildar þings landsins. Á myndinni eru einnig (f.v.) John Osmena borgarstjóri í Cebu, Vicente Paterno aðstoðarorkumálaráðherra og Aiberto Romulo, fjárlagaráðherra, en þeir eru í hópi 24 manna, sem eru fulltrúar Aquino í framboði til öldungadeildarinnar. sögðu í gær að komist hefði upp um áform um nýja byltingartilraun. Láta átti til skarar skríða næstkom- andi miðvikudag, þegar ár verður liðið frá því Aquino tók við völdum. Ramos, yfirmaður hersins, sagði í gær að nú væra miklu minni líkur en áður á að valdarán heppnaðist. mo. Þingkosningar verða á Filipseyj- um 11. maí næstkomandi, en framboðsfrestur er til 8. marz nk. Stuðningsmenn forsetans vona að kosningamar verði til að styrkja stjómina í sessi og koma í veg fyr- ir byltingaráform. Blöð í Manila Lfl léttur^ vatnsþéttur, vinnuþéttur. Viðurkenndur fyrir g»ði og einstakt notagildi. OPIÐ: Mán.-föst. 9-18 laugard. 14-17 sunnud. 14-17 BENCO hf. Lágmúla 7, sími 84077.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.