Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 24

Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Mikilvægustu utanríkismál íslands eru: Aukið samstarf þjóða við hin nyrztu höf Dregur til tíðinda í Rockall-málinu eftirEyjólf Konráð Jónsson Nú standa fyrir dyrum nýjar viðræður við Dani og Færeyinga um sameiginleg réttindi okkar og þeirra á Hatton-Rockall-svæðinu. Viðræður þessar hafa nokkuð dregist þar sem Danir vildu bíða viðbragða Breta, en á þeim hefur staðið þannig að nú er ákveðið að ræðast við án þeirra. Ljóst er þó að nú hlýtur að draga til tíðinda enda tilgangslaust fyrir Breta og íra að halda við fyrri afstöðu. Hníga að því mörg rök sem m.a. er drepið á hér á eftir. Eins og kunnugt er voru þijú fyrstu mál Alþingis haustið 1978 um hafréttinn, hagsmunagæslu okkar á Jan Mayen-svæðinu, hafs- botnsréttindin í suðri og samvinnu við Færeyinga og loks um rann- sókn landgrunnsins. Jan Mayen- málið leystist farsællega með tveim samningum 1980 og 1981 og nokkuð hefur áunnist í rann- sóknum landgrunnsins, en Rock- all-málið er enn ekki í höfn. Þróun hafréttarins hefur verið hröð og stundum hafa menn verið seinir að skilja hana. Þannig dundu úrtöiumar og glósumar á mér þegar ég sýndi kort af 200 mílunum fyrsta sinni á sjónvarps- skerminum 1. september 1973, á eins árs afmæli 50 mílnanna, m.a. frá þáverandi leiðtogum þriggja stjómmálaflokka. Kraftana tókst þó brátt að sameina og fullum réttindum yfír 200 mílunum höfð- um við náð aðeins rúmum tveim árum síðar. Síðustu daga júnímánaðar 1979 komu hingað þrír norskir ráð- herrar með fríðu föruneyti til að „leysa" Jan Mayen-málið á svip- stundu. íslendingar voru illa búnir undir „innrás" þessa, en auðna réð því að ekki var samið um tveggja ára réttindi til loðnuveiða gegn því að Norðmenn fengju algjör eignar- og yfírráðaréttindi á Jan Mayen- svæðinu. Merkur samningur var síðan gerður um sameign og sam- nýtingu auðæfa hafsins og annar næsta ár um hafsbotninn. Nokkuð seinlega gekk framan af að sannfæra menn bæði hér og erlendis um réttmæti krafna ís- lendinga til hafsbotns í suðri en þó mjökuðust málin áfram. Rök- semdir íslendinga voru dregnar saman í grein sem ég birti samtím- is í Morgunblaðinu, Berlingske Tidende og Dimmalætting í Fær- eyjum snemma í mars 1985 og skriður fór að komast á málin. Góð samstaða okkar hefur mynd- ast með Dönum og Færeyingum m.a. um vísindarannsóknir á hafs- botninum sem fyrirhugaðar eru í sumar. Og nú verður knúið á um afstöðu Breta og íra. Þróun hafréttarins er enn ör og strandþjóðimar leiða hana. Það er þess vegna ekki út í bláinn að þjóðir norðursins geti og eigi að standa saman um friðun, ræktun og hagnýtingu alls hafsvæðisins frá Noregs- og Bretlandsströndum vestur til Kanada. Um það íjallar grein þessi og er hér í meginatrið- um stuðst við erindi sem undirrit- aður flutti á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu 13. maí 1986 og nefndi: „Closer Ties Of Nations On the Northem Seas“ eða „Aukið samstarf þjóða við hin nyrstu höf“. Á ráðstefnu þessari töluðu einnig: Sverrir Haukur Evensen og umræður urðu mjög opinskáar og harðar. Islendingar kröfðust þess að svæðið skyldi vera „sameiginlegt hagsmuna- svæði" og þar skyldi vera „sameig- inlegur norsk-íslenskur hagnýt- ingarréttur". Málstaður íslands var m.a. studdur sögulegum rökum, sem Norðmenn töldu vafasöm og jafn- vel ósanngjöm. Þannig minnist ég þess t.d. að Verdens gang birti flennifyrirsögn þar sem stóð: „Sameiginleg stjóm á Jan May- en-svæðinu — „Sjokk“-krafa frá íslandi", þegar þessar kröfur voru fyrst fram settar opinberlega. Eitt þeirra meginskjala, sem’ íslendingar byggðu kröfur sínar á, var bréf íslenska forsætisráð- herrans Jóns Þorlákssonar, 30. september 1927, varðandi réttar- stöðu Jan Mayen. Þar segir ráðherrann, að ísland hafí ákveð- inna hagsmuna að gæta með tilliti til þess að Jan Mayen sé næst íslandi og íslendingar hafí þar notið gæða, m.a. sótt þangað reka- við. Veðurþjónusta á Jan Mayen nefndar um hafsbotnsréttindin. Lausn þessa taldi Hans G. Ander- sen hafréttarráðunautur íslend- inga hafa verið einstæða í þjóðaréttinum og fyrstu samn- ingagerðina á grundvelli Hafrétt- arsáttmálans um sameign og samnýtingu auðæfa hafsins um aldur og ævi. Samningagerð þessi hefur síðan vakið verulega athygli víða um heim. Þótt margt fróðlegt og skemmtilegt megi segja um Jan Mayen voru rök Norðmanna auð- skilin. Þeir höfðu lýst yfír innlimun eyjarinnar árið 1929 og töldu sig þar af leiðandi eiga hana, en gerðu sér engu að síður grein fyrir veil- um í réttarstöðu sinni, hygg ég, og féllust á samningaviðræður, sem lauk með þeim ánægjulega hætti sem öllum er kunnur og til sóma eru slík samskipti vinaþjóða. Leyfí ég mér að vona að báðum þjóðunum verði lausnin til heilla. En þar fyrir utan er ekki ólíklegt að þetta fordæmi eigi eftir að marka dijúg spor víðar um heim. T.d. bendum við íslendingar nú á það, er við eigum í viðræðum við nágranna okkar Dani/Færeyinga, Breta og íra, að okkur beri öllum að hafa hliðsjón af þessu merka samkomulagi. Samningar þjóðanna um sam- eiginlega hagsmunagæslu og hagnýtingu auðæfa á Jan Mayen- svæðinu byggðust auðvitað af beggja hálfu m.a. á því, að þannig væri hægt að komast hjá alvarleg- um deilum um yfírráðarétt á Jan Mayen. Einn liður í þessu sam- komulagi varð sá, að Norðmenn féllust á að íslendingar héldu „Þróun hafréttarins er enn ör og strand- þjóðirnar leiða hana. Það er þess vegna ekki út í bláinn að þjóðir norðursins geti og eigi að standa sam- an um friðun, ræktun og hagnýtingu alls hafsvæðisins frá Nor- egs- og Bretlands- ströndum vestur til Kanada.“ Gunnlaugsson, sendiherra og Norðmennimir Rolf Hansen fyrr- verandi vamarmálaráðherra, Kjell Östrem, deildarstjóri alþjóða ut- anríkisráðuneytisins og Tönne Huitfeldt ritstjóri norska hermála- tímaritsins. Óneitanlega höfðu mér nærri fallist hendur þegar ég byijaði að undirbúa stutt erindi um aukið samstarf þjóða við hin nyrstu höf. Síðustu 6—8 árin hefur mikið gerst á þessu sviði og enn er margt að gerast. Gögn þau sem ég hef und- ir höndum, einungis um Jan Mayen-málið og Hatton Rockall- svæðið, em það fyrirferðarmikil, að fylla mundi álitlega bók. Eng- inn kostur er því að ræða málin ofan í kjölinn og því gripið til þess úrræðis að bregða upp svipmynd- um, sem gefa hugmynd um hvað gerst getur á norðurslóðum. Hem- aðarlegu hliðina mun ég þó lítt ræða, enda hér fjallað um hana af öðmm. Lítum fyrst á Jan Mayen- svæðið og þá geysilegu víðáttu, sem Norðmenn og Islendingar sömdu um með tveimur samning- um 1980 og 1981. Hverfum síðan neðar á kortið og skoðum Rockall-svæðið sem einmitt er nú komið í brennidepil vegna viðræðna ijögurra ríkja, sem gera tilkall til svæðisins og væntanlegra viðræðna þeirra. A kortinu sést kröfugerð hvers og eins og lengst í vestur er Reykja- neshryggur, sem íslendingar helga sér. Síðan koma hafsvæðin við Grænland og enn vestar svo efnahagslögsaga Kanada og land- gmnn, þannig að skammt verður þá í að nyrstu höf séu lokuð frá Noregsströndum til Kanada, sem einmitt er nú að styrkja sín hafs- botnsréttindi, og væntanlega huga Norðmenn að sínum rétti, og svo frá Grænlandi og nokkuð suður í höf. Þessari mynd vildi ég hér bregða upp fremur en fara mjög langt út í umræður um hinar ýmsu reglur hafréttarins, sem em sem óðast að myndast. Ég valdi sem sagt að ræða um pólitík og hana ekki ómerkilega, þarf varla að hafa um það mörg orð í þessum hópi. Frumraunin var Jan Mayen- samningamir, sem við skulum fyrst líta á. Litlu munaði að upp úr syði, er þrír norskir valdamenn komu hér með fríðu föruneyti síðustu daga júnímánaðar 1979. Þar voru á ferð ráðherramir Knut' Friedenlund, Eivind Bolle og Jens hafí vemlega þýðingu fyrir ísland, og því sé rétt að nýta landgæði á eynni í þágu veðurstofurekstrar, en að öðm leyti óski íslenska ríkis- stjómin að „áskilja íslenskum ríkisborgurum jafnrétti við borg- ara hvaða ríkis sem er að svo miklu leyti sem til greina komi að hagnýta þau vegna annarra hags- muna“. Þennan fyrirvara töldu íslend- ingar fullnægjandi til að byggja á kröfur sínar, enda engin mótmæli eða athugasemdir við hann gerðar á sinni tíð af norskri hálfu. Einnig væri eðlilegt að hafa hliðsjón af því, að Jan Mayen hefði um langt skeið allt eins verið íslensk eins og norsk, þótt Norðmenn innlim- uðu eyjuna í ríki sitt með konung- legri tilskipun 1929. Eins og áður getur leystu Norð- menn og íslendingar deilumál sín með tveim merkum samningum, þar sem sanngimissjónarmiða var gætt og m.a. leitað aðstoðar sátta- óskertri 200 mflna efnahagslög- sögu til norðurs í átt að Jan Mayen og byggðist það auðvitað á sann- gimissjónarmiðum og þeim sögu- lega rétti sem um var deilt. Rétt er hér að víkja stuttlega að þeim ágreiningsefnum, sem ris- ið hafa á milli Dana og Grænlend- inga annars vegar og Norðmanna og íslendinga hins vegar, um mörk efnahagslögsögunnar milli austur- strandar Grænlands og Jan Mayen. íslendingar og Norðmenn byggðu samning sinn á því, að miðlínan skyldi þar gilda eins og er meginregla Hafréttarsáttmál- ans, sem Islendingar hafa t.d. hvarvetna virt. Hins vegar hafa Danir og Grænlendingar bent á, að óskert 200 mflna efnahagslög- saga ætti að vera frá Grænlands- ströndum í átt að Jan Mayen alveg eins og frá íslandsströndum til norðurs. Þau rök tel ég raunar bæði haldlaus og ósanngjöm með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.