Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 18

Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Brúðumar eiga sér engin dauðleg takmörk SEGIR HALLVEIG THORLACIUS, STJÓRNANDISÖGUSVUNTUNNAR HÉR í borginni er lítið leikhús sem fáir vita að er til, þótt áhorfendahóp- urinn sé orðinn býsna stór, en það er ferðaleik- hús fyrir yngstu áhorf- endurna, brúðuleikhúsið „Sögusvuntan." Undan- farin tvö ár hefur leikhús þetta verið á ferðinni milli leikskóla og dagheimila um allt land og nú er komin ný saga í Sögu- svuntuna. Það er sagan af honum „Smjörbita" litla og hundinum hans, „Gullintanna,“ sem margir þekkja úr íslensk- um ævintýrum. Sami háttur verður hafð- ur á með Smjörbitasögu og önnur verk Sögu- svuntunnar, að hún kemur á staðinn og sýnir í dag- legu umhverfi barnanna og er bæði sýnt fýrir og eftir hádegi. Það er Hallveig Thorlacius sem hefur samið handritið, búið til brúðumar og leikmyndina. Hún stjómar einnig brúðunum og leikur allar raddir. Þeir sem hafa áhuga á að fá Sögusvuntuna í heimsókn, geta annaðhvort hringt í Hallveigu, eða skrifað henni. Leikstjóri Sögusvuntunn- ar er Brynja Benediktsdóttir. En áður en Sögusvuntan legg- ur af stað út í leikskólana, verður ein sýning á Litla sviði Þjóðleik- hússins, næstkomandi sunnudag. Af því tilefni ræddi ég við Hall- veigu um starf hennar. „Þetta er alveg geysilega skemmtilegt," sagði Hallveig, “ég hef fengið Brynju Benedikts- dóttur, til að hjálpa mér og það hefur verið mjög gott samstarf. Við erum reyndar bekkjarsystur frá því í gagnfræðaskóla og menntaskóla og höfum verið mjög nánar vinkonur í gegnum tíðina. Það má segja að þetta samstarf sé sérstakt að því leyti að við þekkjum hvor aðra svo vel og treystum hvor annarri mjög vel. Brynja er mjög góður leikstjóri í brúðuleikhúsi, því hún, eins og svo margir sem vinna við leikhús, hefur ekki snúið baki við baminu í sjálfri sér og hefur mjög frjótt ímyndunarafl.“ Hef engar fínar kenningar á takteinum Nú ert þú alltaf að leika fyrir böm á aldrinum 2—6 ára. Eru böm góðir áhorfendur? „Já, ég hef leikið mikið fyrir böm á þessum 15 árum sem ég hef unnið við brúðuleikhús og ætti kannski að vita sitt af hverju um böm sem leikhúsáhorfendur. Ég get þó ekki sagt að ég hafi neinar fínar kenningar á takteinum varðandi böm og leikhús. Mér fínnst sú hætta alltaf liggja í leyni að farið sé að alhæfa „böm em svona leik- húsgestir — þetta er óhollt fyrir böm og eitthvað annað hollt.“ Böm eru auðvitað eins ólík inn- byrðis og fullorðið fólk. Þessvegna Ljósmyndir/Kristján Ingi Einarsson er enginn „stóri sannleikur" til um þau, frekar en okkur öll hin. Samt verður því ekki neitað að böm eru líka hópur með sameiginleg áhuga- mál og sameiginlegar þarfír og það má alveg tala um þau sem sér- stakan áhorfendahóp í Ieikhúsi, að vissu marki. Brúðuleikhúsið og fullorðna fólkið Eitt af því sem þykir alveg sjálf- sagt að sé fyrir böm er brúðuleik- hús og sumir halda meira að segja að það sé bara fyrii böm. Reyndar held ég að þetta hafí breyst svolítið eftir að sjónvarpið sýndi þættina „í Brúðuheimi," á dögunum. Ég hef orðið vör við að þessir þættir breyttu viðhorfí margra til brúðu- leikhússs. Fólk sá að þetta er sérstakt listform sem á erindi við okkur öll — mér liggur nú við að segja sérstaklega við okkur full- orðna fólkið. Þá á ég við að ímyndunarafl okkar fullorðna fólksins er í miklu meira svelti. Böm búa enn flest í sæmilegu návígi við „fantasíuheim- inn.“ Allir þrá að fá að kalla fram „bamið í sjálfum sér“ af og til. í rauninni er þetta bara þörfín fyrir að nota ímyndunaraflið. Undir niðri fínna allir að ef það visnar og deyr verður lífíð miklu fátæklegra. ímyndunaraflið er nefnilega ein af lífæðunum í manneskjunni. Brúðuleikhús er bæði fyrir böm og fullorðna, en auðvitað er vont brúðuleikhús hvorki fyrir böm né fullorðna. Það hefur gengið heldur hægt að fá fullorðna Islendinga, með allan sinn leikhúsháhuga, til að uppgötva þetta skemmtilega leikhúsform. Sem dæmi má nefna að einn af þeim heimsfrægu lista- mönnum sem komu fram í „Brúðu- heimi" hjá Jim Henson, þjóðveijinn Albrecht Roser, hefur komið hingað tvisvar. Þótt við leikbrúðuunnendur leggðum hart að okkur að bera út hróður hans, þá voru alltof fáir sem sú hann. Margir voru hálf—móðg- aðir afþví hann sýndi bara fyrir fullorðna. Leikbrúðuland gerði líka tilraun með kvöldsýningar fyrir fullorðna í Iðnó fyrir þremur árum, þegar við sýndum „Tröllaleiki" og það komu ósköp fáir á þá sýningu. Hinsvegar vorum við með 1100 manna sýningu í Bilbao á Spáni, núna fyrir jólin, og nánast helmingur áhorfenda var fullorðið fólk. Skyldi hann Gullintanni hafa dottið oní hverinn? Hallveig Thorlacius með söguhetjunum í Sögusvuntunni. Sögusvið Smjörbitasögu er SnæfellsjökuII og Litla Kot undir Jökli. Hverapúkinn neitar að svara hvort Gullintanni hefur dottið ofaní hverinn og þá tekur álfakóngurinn í Snæfellsjökli til sinna ráða Amma hans Smjörbita er mesta gæðakona og hún steikir langbestu kleinur á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.