Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 29

Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 29 Bandaríkin: Þingmaður krefst af- sagnar Georges Shultz Sakar utanríkisráðherrann um að grafa undan stefnu forsetans Washington, Reuter. JACK KEMP, sem hyggst bjóða sig fram í forkosningum Repú- blikanaflokksins, krafðist þess í gær að George Shultz utanríkis- ráðherra segði af sér. Sakaði Kemp Shultz um að hafa grafið undan utanríkisstefnu Ronalds Reagan forseta. Jack Kemp lét þessi orð falla á þingi samtaka sem nefnast „Cons- ervative Political Action Confer- ence“. Kemp, sem situr á þingi fyrir Repúblikanaflokkinn, sagði Shultz og ráðuneyti hafa snúið baki við kontra-skæruliðum í Nicaragua og frelsissveitum skæruliða í Angóla og Afganistan. Sakaði hann Shultz um að tefja fyrir framkvæmd geim- vamaráætlunar Bandaríkjastjórn- ar. „Allir vita hve Reagan forseta er umhugað um geimvamaráætlun- ina. Við vitum það, bandamenn okkar vita það og Gorbachev Sovét- leiðtogi veit það. Sá eini sem ekki virðist gera sér þetta ljóst er ut- anríkisráðherra stjórnarinnar," sagði Kemp. Þá gagnrýndi hann Shultz fyrir að hafa rætt við Oliver Tambo, leið- toga Afríska þjóðarráðsins, sem berst gegn kynþáttaaðskilnaðar- stefnu stjómarinnar í Suður-Afríku. Tambo ræddi nýlega við Shultz í Washington en Kemp sagði Tambo vera „kommúnistaleiðtoga hryðju- verkasamtaka". Kvaðst Jack Kemp telja að Shultz ætti að segja af sér í ljósi þessa. Kemp hyggst taka þátt í forkosn- ingunum Repúblikanaflokksins en í þeim verður kosið um fulltrúa flokksins í forsetakosningunum á næsta ári. Samkvæmt skoðana- könnunum nýtur Kemp mun minna fylgis en George Bush, varaforseti, og Robert Dole öldungardeildar- þingmaður. Auglýsingalínan og víglínan. Shultz var andvíg- ur innrás í Líbýu Washington, Reuter. FLÓÐBYLGJA nýrra uppljóstr- ana um ráðabrugg Þjóðarör- yggisráðs Bandaríkjanna kallaði í gær fram nýjar og fleiri spurningar um hlutverk Frakkland: Hryðjuverkamaður fyrir rétt París, Reuter. RÉTTARHÖLD yfir Líbanon- manninum Georges Ibrahim Abdallah hefjast í París nk. mánudag og hafa öryggisráð- stafanir í borginni verið hertar mjög. 1000 manna aukalið lög- reglu hefur verið kvatt út og eigendum verslana, leikhúsa og kvikmyndahúsa fyrirskipað að vera á varðbergi. Abdallah sem handtekinn var árið 1984 er sakaður um aðild að morði á bandarískum og ísraelskum sendiráðsstarfsmönnum er myrtir voru árið 1982. Dregist hefur í tvö ár að heija réttarhöld yfir honum og hafa franskir fjölmiðlar haldið því fram að núverandi og fyrrver- andi ríkisstjómir Frakklands hafi haft uppi áætlanir um að láta hann lausan, sem hluta af leynilegum samningum. Lögreglan telur að vinstri sinnaðir skæruliðar, vinir og ættmenn Abdallah hafi staðið fyrir 15 sprengjutilræðum, er hófust í desember 1985 og náðu hámarki í sept. sl. til þess að fá hann látinn lausan. Gengi gjaldmiðla London. AP. GENGI bandaríkjadollars lækk- aði gagnvart öllum helstu gjald- miðlum á gjaldeyrismörkuðum Evrópu í gær. Verð á gulli hækk- aði. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,53 dollara (1,5275), en annars var gengi dollarans þannig að fyrir hann fengust: 1,8250 vest- ur-þýsk mörk (1,8515); 1,5422 svissneskir frankar (1,5635): 6,0625 franskir frankar (6,1625) 2,0610 hollensk gyllini (2,0905) 1.297,00 ítalskar lírur (1.315,00) 1,3310 kanadískir dollarar (1,33455) og 153,42 japönsk jen. Verð á gulli var 399,50 dollara únsan (393,60). Ronalds Reagans, forseta, í ákvarðanatöku í Hvíta húsinu. Blaðið Washington Post sagði í gær að Þjóðaröryggisráðið hefði gert áætlun um sameiginlega inn- rás Bandaríkjamanna og Egypta í Líbýu árið 1985. Martin Fitz- water, talsmaður forsetans, neitaði að stjórnin hefði tekið ákvörðun um innrás en sagðist ekki geta útilokað hvort slík mál hefðu komið til umræðu. Blaðið sagði að George Shultz, utanríkis- ráðherra, hefði verið mjög and- snúinn þessum hugmyndum. Hefði hann kallað Nicholas Veliot- es, sendiherra í Egyptalandi, heim til þess að beijast gegn tillögum „vitfirringanna í Hvíta húsinu" eins og blaðið sagði Shultz hafa kallað starfsmenn Þjóðaröryggis- ráðsins. Þá sagði Wall Street Joumal í gær að Reagan hefði heimilað leyniþjónustunni (CIA) að ræna meintum erlendum hryðjuverka- mönnum og flytja þá til Banda- ríkjanna þar sem lögum yrði komið yfir þá. Fitzwater neitaði að segja nokkuð um frétt blaðs- ins. Ennfremur skýrði Washington Post frá því í gær að Oliver North, fyrrum starfsmaður Þjóðarörygg- isráðsins, hefði afhent írönum leynilegar upplýsingar vegna Persaflóastríðsins. Upplýsingam- ar hefðu ekki verið ætlaðar neinum utan Bandaríkjastjómar og verið rækilega merktar á þann veg að útlendingar mættu ekki sjá þær. Þá varð Bandaríkjastjóm fyrir áfalli í dag er upplýstist að John Köhler, sem útnefndur var upplýs- ingafulltrúi stjómarinnar í fyrra- dag, hefði verið í ungliðasveitum, sem kenndar vom við Adolf Hitl- er, árið 1940 þegar hann var 10 ára gamall. Loks fullyrti Robert McFarlane, fyrrum öryggisráðgjafí Reagans, við yfirheyrzlur í gær að samdar hefðu verið áætlanir um að leyna þætti forsetans í ákvarðantöku vegna vopnasölunnar til írans. Þegar blöð hefðu ljóstrað upp um vopnasöluna hefði mikil hræðsla gripið um sig í Hvíta húsinu og sú skoðun orðið ríkjandi að „bjarga forsetanum". „Lena Nyman er Uglau — segir sænskur gagnrýnandi. Söngleikurinn En liten ö i havet fær misjafna dóma í sænskum blöðum Stokkhólmi. Frá Ásdísi Haraldsdóttur fréttaritara Morgunblaðsins. Söngleikurinn En liten ö i havet, eða Lítil eyja í hafinu, sem nú er sýndur á litla sviðinu í Dramatiska Teatern í Stokk- hólmi, hefur hlotið nokkuð misjafna dóma hjá gagnrýn- endum dagblaðanna hér í borg. Söngleikinn hefur hinn kunni sænski leikstjóri Hans Alfred- son gert eftir Atómstöð Hall- dórs Laxness. Gagnrýnendur Morgunblað- anna tveggja, Dagens Nyheterog Svenska Dagbladet, og einnig síðdegisblaðanna Aftonbladet og Expressen eru þó á eitt sáttir um að hápunktur sýningarinnar sé túlkun Lenu Nyman á Uglu. Flest- ir aðrir leikarar fá einnig góða dóma, sérstaklega þau Harriet Andersson í hlutverkum frú Ar- land og Kleópötru, Per Mattson, sem leikur guðinn Briljantín og bandarískan ofursta, og hin gam- alkunna gamanleikkona Sif Ruud, sem fer með hlutverk Jónu, móður organistans, og móður Uglu. Tove Ellefsen gagnrýnandi Dagens Nyheterer jákvæð í skrif- um sínum um söngleikinn. Hún telur ástæðu til að þakka Hans Alfredson fyrir að hafa „lyft Halldóri Laxness úr hinu skand- inavíska menningarmyrkri“ sem hún segir að annars gerist aðeins þegar Norðurlandaráð veiti verð- laun sín! Hún segir einnig að Hans Alf- redson hafi sett mjög persónuleg- an stimpil á verkið. Samt sem áður sé hann trúr Atómstöðinni. Þetta sé ekki bandarískur „músik- al“ heldur heiðarlegur söngleikur í frumsænskum og „Alfredsonsk- um“ anda. Hljómsveitin Jazz Doctors fær einnig hrós fyrir lög sín og flutning tónlistai innar. Sýningin minnir gagnrýnand- ann svolítið á revíu, sérstaklega leikmyndin, og inn í þessa mynd stígur Lena Nyman sem Ugla. „Hún er Ugla“ segir Ellefsen. „Með sínum lága rómi er hún miðpunktur sýningarinnar. Og söngur hennar er ljúfur. Loka- söngur fyi-sta þáttar, „Munnurinn er helmingur af kossi“, er enn í minningunni." Það sem upp úr stendur er Lena Nyman sem Ugla, segir Ingmar Björkstén gagnrýnandi Svenska Dagbladet um En liten ö i havet. En hann spyr: „Hvers vegna að gera leikrit eftir skáid- sögu þegar heiminn skortir svo sannarlega ekki leikverk sem hug- suð eru og skrifuð fyrir þennan sérstaka miðil? En liten ö i havet vekur þessa spurningu en svarar henni ekki.“ Ingmar Björkstén gerir það líka að umtalsefni að Hans Alfredson hefur skrifað söngleikinn „fijáls- lega“ eftir Atómstöðinni, eins og stendur í leikskránni. Honum þyk- ir hann ekki hafa lagt mikið til frá sjálfum sér, nema söngtexta og nokkrar umskrifaðar setning- ar. Annað er frá Halldóri Laxness. „En Hans Alfredson hefur þótt Atómstöðin vera þess virði að leggja mikla vinnu í að gera þessa leikgerð eftir henni auk þess að gera leikmyndina og leikstýra verkinu í Stokkhólmi. Borg í landi sem ekki er hótað af Nato en aftur á móti af þöglum öflum sem senda kafbáta sína inn í austur- sænska skerjagarðinn. „Verða smáþjóðir að velja," spyr Ugla. Með þessu hreinskilna, hreinhjart- aða og ástríðufulla tónfalli sem varla nokkur annar leikari en Lena Nyman megnar að miðla á svo skerandi ósvikinn hátt..." Síöan segir Björkstén að Hans Alfredson hafi gengið til verks með hugmyndaauðgi og ævin- týramennsku. Uppsetningin sé ekki beinlínis leikgerð eftir Atóm- stöðinni heldur líkist hún frekar revíu þar sem örlög Uglu eru rauði þráðurinn. Við nokkuð annan tón kveður í gagnrýni Jurgen Schildt í Afton- bladet. Hann segir m.a. að leikar- amir standi á stöðugri fótum en leikritið og að uppsetning Alfred- sons bjóði upp á of „lítinn málm og of mikinn hafragraut". Leikar- amir, sem flestir fara með fleira en eitt hlutverk, séu það besta við uppsetninguna. „Lena Nyman snertir sem Jóhanna af Ork söng- leiksins. — Sven Lindberg er góður sem heimspekingurinn organistinn, en ekki eins góður sem þingmaðurinn Árland. Ein- faldlega vegna þess að hlutverkið skortir fótfestu,“ segir Schildt. „Harriet Andersson kryddar hlut- ver Kleópötru og er vægast sagt skemmtilegt sem framagosafrúin Árland". Hann nefnir einnig Sif Ruud og Per Mattson og gefur þeim góða dóma fyrir leik sinn. „Enginn á sviði Dramatens er leiðinlegur," segir Jurgen Schildt. „En leikritið, með leyfi að segja, verður það. Það er skaði. Ekki bara vegna þess að samkvæmt Brecht em leiðindin mesta dauða- syndin í leikhúsinu. Heldur einnig vegna þess að hæðnin og „anti- ameríska" umfjöllunin um nýlend- una, sem að minnsta kosti er í fmmútgáfu Laxness, ætti að vera vel fallin til útflutnings á breiðum gmndvelli. Það væri til dæmis ekki erfitt að hugsa sér aðra og áhrifameiri útgáfu á leikritinu í Suður-Ameríku!" Hvínandi sóun. Þannig hljóðar fyrirsögnin á gagnrýni Lisbeth Larson í Expressen. Hún segir að uppsetning Alfredsons sé mörg ljósár frá sögu Halldórs Laxness. í þessari uppsetningu hlæi maður að persónunum en ekki með þeim. Ugla Lenu Nyman er þó undan- tekningin frá þessu. Gagnrýnandinn telur að Hans Alfredson hafi tónað niður sögu- lega atburði og þar með gert frásögnina almennari. „Hjá hon- um er hvert lítið land, og sérhver lítil manneskja, eyja í hafinu. Frá- sagnarbútamir em úr tengslum við kjama sinn og hafa því glatað krafti sínum. Hið margflókna er orðið einfalt og hið fjarstæðu- kennda er einungis klúðurslegt." Lisbeth Larson segir það vera mikla sóun að láta allan þennan Qölda af góðum leikumm kastast fram og til baka til að „hleypa af einhverri hnyttni, sem þó er aldrei nógu góð og kreista fram klapp sem þeir hafa varla unnið fyrir". Ekki virðast sænskir leikhús- gestir láta það á sig fá þó söng- leikurinn hafi fengið þetta misjafna gagnfyni, því alltaf er uppselt á margar sýningar fram í tímann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.