Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 17

Morgunblaðið - 21.02.1987, Side 17
V36i HAúaaara .rs auoAaaADUAJ .aiaA.iaviuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 01 17 Tilfiimingar, skyn- semi og pólitík eftir Ragnhildi Eggertsdóttur Það líður óðum að Alþingiskosn- ingum og kosningaskjálfti farinn að angra æði marga frambjóðend- ur. Þegar þannig stendur á er oft ýmislegt sagt og gert, sem ef bet- ur væri að gáð og dýpra væri hugsað væri ef til vill látið kyrrt liggja- Því hefur verið haldið fram í mörgum blaðaskrifum undanfarið að Kvennalistinn með framboði sínu eyðileggi möguleika kvenna á öðrum framboðslistum til að ná kosningu. Hvað er verið að tala um hér? Að framboð Kvennalist- ans geti dregið úr atkvæðafjölda til annarra framboða? Ef svo er sýnir það þá ekki að kjósendur eru engan veginn ánægðir með stefnu- skrá þeirra pólitísku flokka sem standa að þeim framboðslistum, eða það sem enn verra er að kjós- endur telji sig hafa verið svikna af kosningaloforðum þessara sömu flokka? Sem sagt að kjósend- ur séu ekki sáttir við samfélagið sem byggt hefur verið upp undir stjóm þeirra pólitísku flokka sem farið hafa með völd hér á landi. Og svo er það annað, ef sæti kvennanna á þessum framboðslist- um eru svona óörugg og flokkun- um svo mikið í mun að koma konum að, hvers vegna eru þær þá ekki settar í öruggu sætin? Hvað liggur þama á bak við? Eru ef til vill þessir pólitísku flokkar ekki tilbúnir til að fela konum þá ábyrgð sem þeir telja að fylgi „ör- uggu" sætunum? Nú er tæpt ár liðið frá því síðast var kosið til bæjar- og sveitar- stjóma, undirrituð hefur fylgst gjörla með því sem gerst hefur í einu af stærri bæjarfélögum lands- ins, þ.e. Hafnarfirði. Af þeim ellefu kjömu fulltrúum sem þá vom kosnir í bæjarstjóm em Qórir kon- ur, tvær frá Alþýðuflokki og tvær frá Sjálfstæðisflokki. Þegar nýja bæjarstjómin hafði myndað meiri- hluta, sem samanstendur af Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi, var kosið í bæjarráð. Bæjarráð er jú æðsta ráð bæjarins og hefur þar af leiðandi mikilvægu hlut- verki að gegna, þess vegna verður að vanda mjög vel val fulltrúa þess. Utkoman af þessu vanda- sama vali varð sú að ráðið skipa eingöngu karlar. Hvað varð um yfirlýsingar flokkanna fyrir kosn- ingar þess efnis að Kvennalisti væri óþarfur vegna þess kvenna- vals sem þeir hefðu upp á að bjóða? Það er auk þess hrein lítilsvirðing við hápólitíska stefnu Kvennalist- ans að telja að Kvennalisti sé orðinn óþarfur vegna ijölgunar kvenna á framboðslistum fjór- flokkanna, þeirra konur starfa auðvitað eftir pólitískri stefnu síns flokks. Kvennalistinn er að bjóða fram til að koma sinni kvenna- pólitísku stefnu á framfæri. Nú þegar þetta er skrifað er búið að ákveða framboð Kvenna- lista í sex kjördæmum af átta, þá vaknar óhjákvæmilega sú spum- ing, hvers vegna em konur víðsvegar á landinu að bjóða fram sér? Þetta er spuming sem er fylli- lega tímabært að velta fyrir sér í fullri alvöru. Það sem Kvennalistakonur álíta skynsamlegt er oft á tíðum allt annað en það sem karlar álíta skynsamlegt um sama mál. Þetta á sér skýringu eins og annað, en hún er sú að Kvennalistakonur taka afstöðu til mála út frá reynslu sinni og á forsendum kvenna með- an karlar taka á sama hátt afstöðu til mála út frá sinni reynslu og á forsendum karla. Reynsla kvenna og forsendur mótast af því hve konur em í náinni snertingu við lífið sjálft, vegna þess eiginleika þeirra að geta fætt af sér nýtt líf. Það em líka konur sem hlúa að þessu nýja lífi, baminu sínu, bera ábyrgð á að það dafni og þroskist RagnhUdur Eggertsdóttir Kvennalistakonur ætl- ast ekki til að karlar geti til fullnustu skilið hvað býr að baki sér- framboði kvenna, en þær ætlast til að aðrar konur skilji það. á líkama og sál meðan það er ósjálfbjarga. Þetta er reynsla sem enginn getur tileinkað sér frá öðr- um. Það em líka konur sem taka að sér að annast aldraða, það em konur sem sækja í kennslu- og hjúkmnar- og fóstmstöfín ekki vegna þess að þær séu sáttar við þau launakjör sem þessar starf- stéttir búa við heldur vegna þess að konum falla þessi störf vel og þær telja þau ekki síður mikil- væg en önnur sem em betur launuð. Kvennalistakonur una því ekki lengur að mannlegar tilfínn- ingar og frumþarfir séu slitnar úr tengslum við virðingu, ábyrgð, lög og reglur og þær vita að engir em betur í stakk búnir til að tengja þessa þætti saman en konur. Það er að segja konur sem starfa á forsendum kvenna sem aftur byggja á reynslu kvenna. Það á ekki að taka orð mín svo að ég telji karla ekki í mörgum tilvikum gera sitt besta til að móta samfélag og setja reglur, sem þeir álíta manneskjulegt og til góðs. Það sem ég er að segja er að þeir vita ekki að sú reynsla sem konur búa yfír er ekki síður mikilvæg við mótun manneskju- legs og góðs samfélags en reynsla karla getur verið. Kvennalistakonur ætlast ekki til að karlar geti til fullnustu skil- ið hvað býr að baki sérframboði kvenna, en þær ætlast til að aðrar konur skilji það og þær ætlast til að karlar sýni skoðunum Kvenna- listakvenna skilning og virðingu og taki fullt tillit til þeirra. Karlar ættu heldur ekki að hræðast sér- framboð kvenna heldur fagna því sem nauðsynlegu innleggi við upp- byggingu samfélags sem vill he§a til vegs og virðingar ástúð, um- hyggju og tillitssemi við þegna sína, en ekki standa í valdabar- áttu. Greinarhöfundur er í Reykjanes- anga Kvennalistans og skipar 21. sæti framboðslistans þar. GAMLIR. OPIÐ í DAG KL. 10-16 Opið mán.-fim. kl. 12-19 fös. kl. 12-20 laug. kl. 10-16 sun. kl. 13-17 Strætisvagnar nr. 2, 3 og 16 stoppa beint fyrir utan Nýja Bæ. F>eir ganga m.a. frá Hlemmi og Lækjartorgi. LESKRÓKUR - BARNAGÆSLA Greiðslukortaþjónusta FÉLAGS ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA í NÝJA BÆ, EIÐISTORGI Bókamarkaðurinn í Nýja Bæ er með gamla, góða laginu. Fjölbreyttur, spennandi og ÓDÝR. Pú rekst þarna á söguhetjurnar í löngum röðum. íslenskar og erlendar. Bundnar og óinnbundnar. Og þú getur tekið þær allar með þér heim - fyrir lítið fé. KUNNINGIAR A GAMLA.GOÐA VERÐINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.