Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 27 deigan síga í framtíðinni. Meðal ræðumanna óskaði formaður Sjálf- stæðiflokksins Þorsteinn Pálsson félaginu heilla og Geir Hallgríms- son, fyrrverandi formaður, þakkaði Hvatarkonum samstarfið og góð kynni fyrr og nú. Ragnhildur Helga- dóttir-heilbrigðisráðherra og Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi sem færði kveðjur borgarfulltrúa sjálfstæðis- flokksins, sem voru bundnir á borgarstjómarfundi. Salarkjmni Valhallar vom fagur- lega skrejrtt og gaf Lára í blóma- búðinni Runna allar blómaskrejt- ingar. Örfáir karlmenn voru mættir í afmælishóf sjálfstæðiskvenna. Hér má m.a. sjá Jónas Bjarnason formann Varðar, Þorstein Pálsson form- ann Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson fyrrverandi formann flokksins og konu hans Ernu Finnsdóttur. Lengst tíl hægri er núver- andi förmaður Hvatar, María Ingvadóttir. filmu til minja myndir af fundum og annarri starfsemi félagsins. Fjöl- magar ræður vom fluttar, og Unnur Jensdóttir söng við undirleik Vil- helmínu Ólafsdóttur, en veislustjóri var Bessí Jóhannsdóttir. Vom mættar þama fjölmargar félagskonur, bæði ungar konur sem fer ört fjölgandi í Hvöt, svo og sjálf- stæðiskonur sem hafa starfað í áratugi að framgangi sjálfstæðis- stefnunnar. En áberandi var í ræðum þeirra sem tóku til máls að á þeim vettvangi hefði Hvöt leyst af hendi drjúgt starf í öll þessi ár. Og í ræðum þeirra kvenna, sem em í fomstu fyrir sjálfstæðiskonumar, að Hvatarkonur teldu það enn sitt aðalhlutverk og mundu ekki láta Fjnrrverandi formenn Hvatar fengu blóm í hnappagatið og var þakk- að gott starf i þágu félagsins. Þær eru talið frá vinstri: Erna Hauksdóttir, María Ingvadóttir, Bessí Jóhannsdóttir, Björg Einars- dóttir og Ólöf Benediktsdóttir, sem var jafnframt gerð heiðursfélagi Hvatar. STRAX á sænsk- an markað SKÍFAN hf. hefur gert samning við sænska hljómplötuf jrirtækið Grammafon AB Electra um út- gáfu á tónlist islensku hljóm- sveitarinnar STRAX á Norðurlöndum. í síðustu viku kom lagið „Moscow Moscow“ út á lítilli plötu og er nú unnið að þvi að hljóðblanda lagið upp á nýtt til að gefa það út á stórri 45-snúninga plötu. Að sögn hefur dreifing litlu plötunnar geng- ið vel. í kjölfarið mun síðan koma út breiðskífa STRAX, sú hin sama og var gefín út hér á landi f desember sl., nema að því leyti að laginu „Keep It Up“ (sem betur er þekkt hér á landi undir nafninu „Segðu mér satt“) verður bætt inn á hana. Grímuball skáta fyrir 10 ára og yngri í Tónabæ GRÍMUBALL á veguin skáta verður i Tónabæ við Miklubraut sunnudaginn 22. febrúar frá kl. 14.30 til 17.00. Er þetta gríinu- ball ætlað fyrir börn 10 ára og yngri. A dansleiknum verður hljóm- sveit, skemmtiatriði, veitingar ofl. Verðlaun verða veitt fyrir besta grímubúninginn. Það er St. Georgs-gildið Straum- ur sem stendur fyrir grímballinu. Flugleiðir: Búist við meiri umsvifum í ár en nokkru sinni fyrr „BÓKANIR hjá Flugleiðum það sem af er árinu benda til að meiri umsvif verði hjá félaginu en nokkru sinni fyrr og er búist við metflutningi á þessu ári,“ sagði Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, á fundi með fréttamönnum þar sem starfsemi félagsins og umsvif á þessu ári voru kynnt. Á fundinum kom meðal annars fram, að bætt staða félagsins síðustu árin hefði opn- að möguleika til að endurnýja flugvélaflota félagsins. Sigurður Helgason sagði að Flugleiðir stæðu nú á tímamótum.í ár er þess minnst að hálf öld er frá því að samfellt atvinnuflug hófst á Islandi er Flugfélag Akureyrar, for- veri Flugfélags íslands var stofnað. Flugleiðir hyggjast minnast af- mælisins á ýmsan hátt. \ ráði er að gefa út sögu samfellds atvinnu- flugs á íslandi í hálfa öld, efnt verður til flughátíðar í haust og sitthvað fleira er á döfínni. Á fréttamannafundinum kom ennfremur fram, að Flugleiðir hafa verið í sókn á öllum markaðssvæð- um sínum og það jafnvel þótt ýmis önnur flugfélög bjóði lægri fargjöld. Sagði Sigurður að Flugleiðir nytu þess greinilega að íslendingar voru brautryðjendur áður á sviði lágra fargjalda á Atlandshafsleiðinni og góðrar þjónustu sem félagið kapp- kostar að veita viðskiptavinum sínum. Vegna aukinna umsvifa hafa Flugleiðir tekið á leigu Boeing 727-200 flugvél frá 1. júní næst- komandi og verður hún notuð í Evrópufluginu í sumar. Verður fé- lagið alls með 13 flugvélar í rekstri í sumar. Sigurður gat þess að bætt af- koma í rekstri undanfarin ár hefði skapað Flugleiðum svigrúm til þess að fara að huga að endumýjun flug- vélakosts síns og hefur að undanf- ömu verið unnið að athugun á hugsanlegum flugvélakaupum fé- lagsins og forgangsröð á því sviði. Sfjómendur Flugleiða og makar þeirra sóttu nýverið námskeið sem allir starfsmenn félagsins munu siðar sækja. Er það byggt á nám- skeiðum Scandinavian Sevice School en Stjómunarfélag Islands sér um þau fyrir Flugleiðir. Kennari á námskeiðunum verður Haukur Haraldsson sem hér sést leiðbeina stjóraendum Flugleiða í jákvæð- um strokum". Stjóm Flugleiða hefur ákveðið að endumýja fyrst þær flugvélar sem notaðar em í Evrópuflugi félagsins. Kemur sú ákvörðun til af því að innan fárra ára verður ekki hægt að nota þær vélar sem nú eru notað- ar til þess flugs vegna nýrra reglna sem taka munu gildi um hávaða- mörk. Niðurstaða álits sem lagt var fyrir stjóm Flugleiða 5. febrúar s.l., var sú, að þær flugvélategundir sem helst kæmu til álita væru Boeing 727-200, Boeing 737-300 eða -400 eða Airbus A320 flugvélar. Unnt er að fá nýjar Boeingvélar afgreidd- ar á árunum 1988-1989, en Airbus ekki fyrr en 1992. Flugvélar þessar em tveggja hrejrfla og er talið að eldsneytisnotkun þeirra sé 35-50 % minni á hvem sætiskílómetra en þeirra véla sem Flugleiðir nota nú í Evrópufluginu. Er slíkt mjög veigamikið, þar sem séð er fram á hækkandi verð á eldsneyti á næst- unni. Á næstu vikum og mánuðum mun allt starfsfólk Flugleiða, hér- lendis sem erlendis, sækja námskeið á vegum félagsins. Námskeiðahald- ið hófst helgina 14. og 15. febrúar sl., en þá sátu helstu stjómendur Flugleiða og makar þeirra sams- konar námskeið og allir aðrir starfsmenn munu síðar sækja. Meg- inmarkmið námskeiðanna er að Boeing 737-400 kemur til greina Flugleiða vegna Evrópuflugsins. minna á hlutverk einstaklinganna í stórfyrirtæki, laða það jákvæðasta fram hjá fólki, auka starfsánægju þess og metnað fyrir sjálfs síns hönd og fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir að um 1.800 manns sæki nám- skeiðin og er þar um að ræða allt starfsfólk Flugleiða bæði hérlendis ogerlendis, fastráðið oglausráðið. varðandi fyrirhuguð flugvélakaup í tilefni 50 ára afmælis samfellds atvinnuflugs á íslandi hafa Flug- leiðir látið hanna merki sem notað verður á afmælisárinu og nýtt kjör- orð félagsins, „Flugleiðir - Fyrir þig“. Merkið byggir á merki Flug- leiða, sem fellt er að tölustöfunum 50 og mjmd af norðurhveli jarðar, aðalstarfssvæði Flugleiða. k*. Airbus A320, ein þeirra flugvéla- tegunda sem til greina kemur að Flugleiðir kaupi vegna Evr- ópuflugsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.