Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Ferð til frjálsræðis Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með ráðuneyti við- skiptamála h'ðandi kjörtímabil. Matthías Á. Mathiesen var ráðherra þessa málaflokks fyrri hluta kjörtímabilsins en Matthías Bjarnason þann síðari. Að því er varðar þau mál, er undir þetta ráðuneyti heyra, hefur þjóðfélagið verið á árangursríkri ferð til aukins frjálsræðis allt kjörtímabilið. Fyrst er til að taka að af- numdar hafa verið nær allar verðlagshömlur, ef undan eru skildar búvörur og olíuvörur. Vaxandi verðsamkeppni hefur fært þjóðinni heim sanninn um, ekki sízt eftir tilkomu stór- markaða, að verðlagshöftin þjónuðu engum jákvæðum til- gangi. Þvert á móti. Þau beinlíns „hvöttu til“ óhag- stæðra innkaupa verzlana. Almennt vöruverð á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem samkeppnin er mest, er hag- stæðara almenningi en í stijál- býli, þar sem sumstaðar er aðeins ein kaupfélagsverzlun um hituna. Lög um viðskiptabanka og lög um sparisjóði, sem sett vóru á kjörtímabilinu, færðu ferskan andblæ í bankastarf- semi. Frumvarp um Seðla- banka og frumvarp um vexti, sem fyrir löggjafanum liggja, ganga til sömu áttar. Hjöðnun verðbólgu og aukið frelsi lána- stofnana í vaxtamálum hafa reist innlendan peningasparn- að úr rústum verðbólguár- anna, sem brýn nauðsyn stóð til, m.a. til að losa um fjötra erlendrar skuldasöfnunar á þjóðarbúskapnum. í endaðan síðasta áratug fóru innlán í lánastofnanir [almennur pen- ingaspamaður] niður fyrir 20% hlutfall af landsfram- leiðslu. Árið 1985 var þetta hlutfall komið upp í 29,1% og 1986 upp í 31,2%. I gjaldeyrismálum vóru stig- in stór skref til frjálsræðis. Afnuminn var sérstakur skatt- ur af ferðamannagjaldeyri. Almenningur fékk heimild til notkunar greiðslukorta erlend- is. Þetta tvennt gjörbreytti ferðamáta íslendinga og setti þá á bekk með öðrum vestræn- um þjóðum. Allir viðskipta- bankar og sparisjóðir fengu rétt til gjaldeyrisviðskipta. Heimildir til að flytja eignir milli landa vóru stórrýmkaðar. Þeir, sem afla gjaldeyris, mega nú leggja aflafé inn á gjaldeyr- isreikninga, og ráðstafa síðan í þágu viðskipta sinna. Fram hefur verið lagt merkt frumvarp að nýjum tollalög- um, sem á eftir að hafa mikil áhrif á viðskipti okkar við aðr- ar þjóðir, ef að lögum verður. Framkvæmd tollamála snertir alla borgara landsins og rík nauðsyn stendur til, að færa þau mál til betri vegar. Viðskiptaráðherra hefur kunngjört breytta reglugerð um skipan gjaldeyris- og við- skiptamála, sem leiðir til þess að útflutningur verður fram- vegis ekki háður leyfum ráðuneytis, að frystum físki og búvörum undanskildum. Reglugerðin mun og kveða á um, að synji ráðuneyti um út- flutningsleyfí á framleiðslu, sem áfram verður háð leyfum, verður það að rökstyðja synj- unina, ef umsækjandi óskar. Þá hefur viðskiptaráðherra lagt fram frumvarp, þess efn- is, að bankastimplun verði afnumin við erlend vörukaup. Þetta frumvarp er í tengslum við frumvarp til tollalaga, sem fyrr er getið. Efnisatriði hins nýja frumvarps eru í samræmi við alþjóðleg viðhorf um að draga úr beinum afskiptum stjómvalda af innflutnings- verzlun. Á tímum viðreisnarstjómar, 1959-1971, var haftabúskapur sá, sem hér hafði viðgengist lengi, afnuminn að dijúgum hluta. í kjölfar aukins fíjáls- ræðis fylgdi alhliða gróska í þjóðarbúskapnum. Biðraðir og skömmtun, sem enn tíðkast í ríkjum sósíalismans, hurfu, en „völin og kvölin“ urðu neyt- andans, almennings. En verð- lagshöftin lifðu hinsvegar fram á daga þessarar ríkis- stjómar. Hún hefur frá 1983 framfylgt frjálsræðisviðhorf- um viðreisnar í umræddum málaflokkum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 376. þáttur Upphaf síðasta þáttar ruglað- ist í prentun með slíkum hætti sem ég vona að komi ekki fyrir aftur. Merking máls míns snerist á hvolf (svo sem glöggir lesend- ur munu reyndar séð hafa). Út að fyrstu greinarskilum átti að standa eftirfarandi lesmál: Ég skírskota beint til loka síð- asta þáttar. Ef ég fæ mikla og góða sendingu, get ég sagt á líkingamáli að mikinn hval hafí rekið á fjörur mínar. En ég get ekki sagt að mikinn hvalreka hafí rekið. Hvalrekann rekur ekki, að sjálfsögðu, heldur hval- inn. ★ Reykvíkingur, sem kýs að kalla sig iðnskólakennara, skrif- ar á þessa leið: „Þakka á ný fróðlega og skemmtilega þætti þína í Mogg- anum um íslenskt mál, þar á meðal góðar vísur. Vænt þótti mér um að sjá á prenti spá- dómsvísur Pálsmessunnar, aldrei heyrt þær þrjár, aðeins kunni ég þá fyrstu. Tilefni þess að ég fór að skrifa þér er uppástunga þín um að nota orðið hjáleið í íslensku fyr- ir enska orðið bypass (í tiltekinni tækni). Ég hefi átt í erfíðleikum með að fínna orð sem á vel við þar sem bypass er notað í rafmagns- fræði og rafeindafræði en þar er það mjög algengt. Ég hefí notað dönskuskotið mál um þá virkni sem bypass lýsir (sjá skýringarmynd) þ.e. „afkúpling" og fundist það harla fátæklegt mál. Mér fínnst samt ekki enn þá að orðið hjáleið sé gott orð í þeirri merkingu sem bypass er notað í mínu fagi og bið því um aðstoð þína til þess að „smíða" orð eða auglýsa eftir því. Myndin sýnir algenga rás í rafeindatækni. Viðnámið R og þéttirinn C eru hliðtengd og gefa samband frá einu skauti transistorsins (eða smárans) til jarðar. Leiðni þarf að vera hæfíleg þessa leið, annars vegar fyrir rafstraum og hins vegar fyrir riðstraum (hér „merki“ á til- teknu tíðnisviði). Þéttirinn er tengdur þama til þess að gefa mjög góða leiðni fyrir riðstraum (merkið). Þess vegna er hann kallaður „bypass capacitor" en jafnframt er hann lokuð leið fyr- ir jafnstrauminn. Hér er um framhjátengingu að ræða þótt öðruvísi sé en í læknisaðgerð þegar ný æð er tengd í stað lokaðrar æðar og blóðstraumurinn fer nýja leið, eða hjáleið. Ef mögulegt er, þá hjálpaðu mér í þessu efni. Ég skammast mín fyrir að nota orðaleppinn „afkúplingsþéttir" þótt ég hafí gert það langa tíð (það er ekki hægt að nota orð eins og tengi- þéttir af því að það orð á við um annan tengimáta). Með fyrirfram þökk.“ ★ Ég þakka „iðnskólakennara" fyrir þetta skilmerkilega bréf. Fyrirfram hefði hann kannski ekki átt að þakka mér, því að mig brestur tæknikunnáttu til þess að leggja honum nógsam- legt lið. En ég bið þá, sem betur kunna, að veita okkur báðum hjálp í þessu efni. Vænt þykir mér um það viðhorf sem lýsir sér í bréfínu, þegar menn sætta sig ekki við framandi og ljót orð, en reyna eftir föngum að koma góðum íslenskum orðum að nýju efni sem að okkur berst. ★ Úr nöldurskjóðunni 1. Ýmsir gerast nú Fróðársel- imir. Ég hef þátt eftir þátt (sjá 334, 338 og 366) hamast á rangt myndaðri þolmynd. Ekki síst hef ég hneykslast á því, er frétta- menn blaða eða útvarps hafa sagt: „lagt á ráðin“ um eitthvað í stað þess að segja að ráðin séu lögð á eitthvað. Ráðin eru lögð, en ekkert á þau lagt. Til- efni þessarar upprifjunar er texti undir mynd í blaði, þar sem sjá má spekingslega stjómmála- menn. Textinn er svohljóðandi: „Lagt á ráðin". Þama ætti nátt- úrulega að standa: Lögð á ráðin eða ráðin lögð á. 2. Fyrr hefur einnig borið á góma þann ósið að beygja ekki seinna nafn af tveimur, þegar þannig stendur á. Átakanlegt dæmi mátti heyra í útvarpi um daginn: Þingmálaþáttur Atla Rúnar [svo] Halldórssonar hefst..." Hér hefði auðvitað átt að segja Atla Rúnars. Kunnugt er að maðurinn heitir Rúnar, en ekki Rún. 3. Sama dag og Atli Rúnar var ekki nema hálfbeygður í ríkisútvarpinu, mátti heyra á einhverri annarri bylgju: „Okk- ur hlakkar til.“ Má ég nú biðja þann góða mann, sem þetta hef- ur sagt, að breyta þessu í: Við hlökkum til, næst þegar hann þarf að tjá tilhlökkun sína og félaga sinna. 4. Fyrirsögnin Sal-taustur [svo skipt á milli lína] hvað skyldi hún þýða? Gæti verið að einhver hefði ausið salti? ★ Og svo var það skósmiðurinn sem varð að hætta, af því að hann hringsólaði alltaf. Og sem ég er að ljúka þessu, berst „einhverstaðar að vestan" skeyti frá Hlymreki handan: Um það var mörg vafasöm vísa gjörð, þegar Vermundur braust inn á ísafjörð að gista hjá Jönu dóttur Stóreyjar-Stjönu, því að þá var hún farin að hýsa Hörð. TALFLÉTTAR Jónann Hjartarson beitti uppá- haldsafbrigði sínu gegn spænskum leik Tals. Tal náði þægilegra tafli og eftir 35 leiki kom upp eftirfar- andi staða: Hvítt: Tal Svart: Jóhann Tal fínnur nú skemmtilega leið til að sækja að svarta peðinu á b5. 36. Hc5! - Da6, 37. Hxb5 - Rc7, 38. Hb8! - Dxd3, 39. RcxeS! Tal teflir eins og í gamla daga, þegar hann fómaði næstum í hverri skák. Jóhann getur ekki tekið manninn: 39. — dxe5, 40. Dxe5+ - Kh6, 41. Dg5+ - Kg7, 42. De7+ - Kh6, 43. Df8+ - Rg7, 44. Dxf4+ og mátar í næsta Ieik. - Ddl+, 40. Kh2 - Hal, 41. Rg4+ - Kf7, 42. Rh6+ - Ke7, 43. Rg8+ og Jóhann gafst upp fyr- ir ofurmætti hvítu riddaranna. Agdestein tefldi hvasst að venju gegn ungverska stórmeistaranum Portisch. Keppendur hrókuðu á sinn hvom veginn og síðan hófust sókn- araðgerðir af kappi hjá báðum keppendum. Portisch varð þar hlut- skarpari og bar sigur úr býtum eftir 30 leiki þegar drottningartap var óumflýjanlegt hjá Agdestein. Hvítt: Simen Agdestein Short var óhress með tafl- mennskuna þrátt fyrir sigur á Kortsnoj á IBM-skákmótinu í gær. Hann stóð höllum fæti lengst af en slæmur afleikur Kortsnojs færði honum peð á silfurfati. Fleiri afleik- ir í tímahraki gerðu stöðu Kortsnojs vonlausa og hann gafst upp er tap- að endatafl var fyrirsjáanlegt. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Nigel Short Frönsk vörn l.d4 - e6, 2. e4 - d5, 3. Rc3 - Rc6, 4. Rf3 - Rf6, 5. exd5 - exd5, 6. Bb5 - Bb4, 7. 0-0 - 0-0, 8. Bxc6 — bxc6, 9. Re5 — De8, 10. Hel - Be6, 11. Bd2 - c5, 12. a3 - Bxc3, 13. Bxc3 - Re4, 14. Svart: Lajos Portisch Drottningar-indversk vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3 - b6, 4. a3 - Bb7, 5. Rc3 - d5, 6. Bg5 - Be7, 7. Bxf6 - Bxf6, 8. cxd5 — exd5, 9. Dc2 — 0-0, 10. 0-0-0 — c5, 11. e3 — cxd4, 12. exd4 — Rc6, 13. h4 — He8, 14. Kbl - Dd6, 15. g4 - g6, 16. g5 - Bg7, 17. h5 - a6, 18. hxg6 - hxg6, 19. Bh3 - b5, 20. Re2 - b4, 21. a4 - b3, 22. Dd2 - Hxe2, 23. Dxe2 - Db4, 24. Dd3 - Dxa4, 25. Bd7 - Hd8, 26. Bxc6 - Bxc6, 27. Kcl -=• Bb5, 28. Dc3 - Bd7, 29. Kd2 - Hc8, 30. Dd3 - Db4+, og hvítur gafst upp. dxc5 — Rxc3, 15. bxc3 — Da4, 16. h3 - Hab8, 17. Dd4 - Dxc2, 18. Rc6 - Hba8, 19. He3 - Kh8, 20. Hael - Dg6, 21. Hg3 - Dh6, 22. De3 - Df6, 23. Hf3 - Dg6, 24. Re7 - De4, 25. Dd2 - Dh4, 26. Rc6 — Da4, 27. Re5 — Dxa3, 28. Dd4 - Da6, 29. Hfe3 - Dc8, 30. Rd3 - Dd7, 31. Rf4 - Hae8, 32. Hg3 f6, 33. Hge3 - Bf7, 34. Rxd5? —Bxd5, og Kortsnoj gafst upp því endataflið hjá honum er tapað eftir 35. Hxe8 — Hxe8, 36. Hxe8+ — Dxe8,37. Dxd5 — Del+, 38. Kh2 — De5+, 39. Dxe5 fxe5, og svarta a-peðið rennur upp í borð og verður að drottningu. Heppnissigur Shorts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.