Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 21.02.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Kveðjuorð: Emelía Blöndal Fædd 6. marz 1897 Dáin 12. febrúar 1987 Mér er mjög kært að minnast Emelíu Blöndal frá Seyðisfirði, Millu, ömmu minnar, sem lést á sjúkrahúsi Seyðisijarðar þann 12. febrúar sl., tæplega 90 ára að aldri. Þegar ég lít til baka yfir liðna tíma streyma ljúfar minningar upp í hugann. Sem lítil telpa finnst mér ég hafi verið ákaflega rík, því ég átti alltaf tvö heimili — mitt for- eldraheimili og afa og ömmu, sem umvöfðu mig ætíð með kærleika sínum. Heimili afa og ömmu var með miklum myndarbrag og þar var gott að vera. Öllum sem þangað komu var tekið opnum örmum og þjónað sem tignum gestum, líka okkur bömunum. Amma hafði mjög ríka þjónustulund, hún var svo ljúf og góð og ég man ekki nokkum tímann eftir að hafa séð hana skipta skapi. Hún hafði yndi af ljóðum og raulaði einatt með munni sér þegar hún vann og maður fann að hún lagði sig ætíð alla fram við allt sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem það var handavinna, matargerð eða húsverk. Milla amma var mikil garðræktarkona og elskaði að vera úti á sumrin að vinna í garðinum sem bar alúð hennar og natni glöggt vitni, enda nutum við þess bama- bömin að vera í nálægð hennar og fá svo mjólk og kökur í sólkróknum. Einhvemveginn var það svo, að henni tókst ætíð að laða fram það besta í manni. Ég kveð Millu ömmu mína með þakklátum huga, hvíli hún í Guðs friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur y. mín veri vðm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka. Þinn engil, svo ég sofi rótt. (S.E.) Asdís Blöndal í dag fer fram frá Seyðis^arðar- kirkju, jarðarför ömmu minnar, Emelíu Blöndal, sem andaðist á Seyðisfirði 12. þ.m. Hólmfríður Emelía eða Milla amma eins og við kölluðum hana, fæddist á Seyðisfirði, þann 6. mars árið 1897. Hún átti því skammt ólifað í nírætt þegar skyldan kallaði. Foreldrar hennar voru Anton Sigurðsson skipstjóri og Guðleif Jensdóttir kona hans. Arið 1924 gekk amma að eiga Theodór Blönd- al, sem lengstum var bankastjóri Útvegsbankans á Seyðisfirði. Hann lést í febrúar árið 1971. Það er ekki á mínu færi að rekja æviskeið ömmu og afa, en á saknað- arstundu leita minningamar á, minningar sem okkur öllum eru svo kærar. Milla amma var ákaflega látlaus kona, en samt svo glæsileg og eitt mesta stórmenni sem ég hef kynnst. Hún hafði hjarta sem rúmaði alla þá sem hún þekkti. Hún héit sitt heimili með mikilli reisn, en samt var þar svo mikið rúm fyrir þá sem minna máttu sín. Hún var í senn alvörugefín en samt var kímnin svo skammt undan. Sem bami fannst mér heimili afa og ömmu í Bankanum vera mið- punktur alheimsins og auðvitað var það svo. í öðrum enda hússins hljómuðu tónar þeirra áhrifa sem peningamir höfðu en í hinum tónar ástar, umhyggju og alúðar. í þessu húsi hafa átökin verið mikil þegar á tókust vandamál atvinnulífs og einstaklinga og úrlausnir þeirra. Samt var þetta hús svo fullt af gleði, bjartsýni og lífshamingju. A virkum dögum var eldhúsið hennar ömmu allt í senn, matstofa, bama- heimili, félagsmálastofnun og samkomuhús, en á tyllidögum vora stofan og borðstofan vettvangur stórfjölskyldunnar. Heimili afa og ömmu var heill heimur út af fyrir sig og þar var auðvelt að gleyma sér. Á veggjun- um var ekki gert upp á milli meistara Kjarval og verka bam- anna. Ég treysti mér ekki að segja til um hversu mörg „bamabömin" vora. í hugum okkar var Milla amma amma okkar allra. Sfðustu ár ömmu hafa verið erf- ið, en samt var hún svo sterk. Hún átti erfitt með að tjá sig en samt fundum við svo vel hug hennar og hlýju. Þá sögðu handtakið og koss- inn meira en þúsund orð. Við færam öllum þeim sem önnuðust hana svo vel alúðar þakkir. Nú þegar við kveðjum Milli ömmu þökkum við henni af alhug fyrir samverastundimar og allar þær stóra gjafir sem hún færði okkur og endast munu alla tíð. Gísli Blöndal ■bSÖT k * m i i JJ' (ri;.: « RE299 í~í Morgunblaðið/Þorkell Smábáturinn Jóhanna RE 299 fluttur frá Stálvík í Hafnarfjarð- arhöfn. Þetta er fyrsti báturinn af 20 raðsmiðabátum, sem Stálvík hefur samið um smíði á. Sjóselja fyrsta rað- smíðaða bátinn af 20 SKIPASMÍÐASTÖÐIN Stálvík er nú að ljúka frágangi á fyrsta raðsmíðaða fiskibátnum af rúmlega 20, sem samið hefur verið um smíði á næstu misser- in. Bátarnir eru flestir undir 10 lestum af stærð og kosta um 7 milljónir króna. Jón Sveinsson, framkvæmda- stjóri Stálvíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið, að bátamir væra yfirleitt 11,1 metri á lengd, 3,2 metrar á breidd og mældust 9,9 brúttólestir að stærð. Vélar- stærð væri 115 til 150 hestöfl. Hann sagði að bátar þessir væra fyrst og fremst hugsaðir til hand- færaveiða og annarra veiða á grannslóð. Þeir væra yfirbyggðir og því öraggari en margir eldri opnir bátar. Þeir kæmu enda í flestum tilfellum í stað eldri og lakari báta og báta, sem farið hefðu í úreldingu. Jón sagði að vegna þessa væri nú næg atvinna hjá Stálvík og gildandi smíðasamningar hljóð- uðu upp á 270 milljónir króna. Reiknað væri með því, að hægt yrði að afgreiða einn til tvo báta á mánuði. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ■ . Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins J verða til viðtals í Valhöil Háaleitis- braut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 21. febrúar verða til viðtals Páll Gíslason formaður sjúkra- og veitustofnana og í stjórn byggingarnefnd stofnana í þágu aldraðra og Þórunn Gestsdóttir formaður jafnréttisnefndar og í umhverfismálaráði og samstarfs- nefnd um ferðamál. Flotbúningarnir voru prófaðir. Morgunblaðið/Ámi Stykkishólmur: Flotbúningar í hvert skip Stykldshólmi. BJORGUNARSVEITIN Berserkir í Stykkishólmi hefir starfað um þrettán ára skeið og eru skráðir nú í sveitina um 50 manns en það segir ekki alla söguna því um 60% af þeim eru þeir sem teljast virk- ir. Þessi sveit hefir oft komið að góðu liði og þarf ekki nema að minna á þegar flugslysið varð í Ljósufjöllum í fyrra og hversu við erfið skilyrði þeir lögðu sig fram í björgunarleiðangrinum. Stykkis- hólmsbúar kunna vel að meta starfið og með þeirra góðvilja komst sveitin í eigin bækistöð þar sem þeir hafa öll áhöld og búninga stað- setta og er það mikill munur og á þeim árum sem byijunin hófst við mjög fátækleg og erfið skilyrði. Snorri Agústsson vélstjóri í Stykkishólmi hefir verið formaður Björgunarsveitarinnar nú um tveggja ára skeið. Því datt mér í hug að heyra í honum hljóðið hvem- ig gengi og hver áform væra í framtíðinni, minnugur þess að þeir stóðu fyrir brunavamaæfíngum í fyrra í félagi við Branabótafélag íslands o.fl. auk skemmtilegs og góðs námskeiðs sem þeir stóðu fyr- ir og tók það þtjá daga og var það fyrir sjómenn og slökkviliðsmenn og vora dagamir notaðir til hins ítrasta. Ég hafði heyrt um að Snorri væri með mikinn áhuga fyrir slysa- vömum og spurði hann hvað væri á döfínni. Snorri sagði mér að eftir að hafa heyrt um hin hörmulegu sjóslys undanfarið og hvemig ýmis- legt í þeim efnum hefði farið miður en skyldi, hefði hann fengið sér- stakan áhuga á þessum málum og athygli sín hefði fyrst beinst að flot- búningum þeim sem nú era á markaðinum. „Ég leiddi þetta í tal við félaga mína á Sifínni en ég er vélstjóri á þeim bát, og vora þeir allir strax áhugasamir," sagði Snorri, „þetta fréttist svo til ann- arra og við höfðum tal af skipveij- um annarra báta og einnig smábáta sem héðan stunda veiðar, og þá að sjálfsögðu útgerðarmönnunum sem standa að kaupum þessara búninga, og áður en varði vora komnir vel á þriðja hundrað búninga sem munu fara í báta hér stóra og smáa. Þeg- ar við sáum þessi feikilegu jákvæðu viðbrögð, fannst okkur ekki koma til mála annað en láta þau fyrir- tæki sem flytja inn svona búninga gera okkur tilboð í búningana og gerðum það. Það urðu sex fyrirtæki sem sendu okkur tilboð ásamt sýn- ishomi, sem við athuguðum vel og vandlega. Þessi tilboð vora öll hag- stæð og búningamir að okkar dómi vandaðir og fullkomnir, en að lokum var valinn búningur á flölmennum fundi sem mest samstaða náðist um meðal notendanna. Er þetta kanadí- skur búningur sem ísmar hf. flytur inn. Þessi búningur er með hífingar- búnaði fyrir þyrlur og neyðarljósi, flautu og tengilínu. Er þetta hefð- bundinn útbúnaður á björgunarbún- ingum. Við munum fá þessa búninga afhenta með vorinu og verður þá strax hafist handa um þjálfun og að kenna mönnum að nota búning- ana. Að mínum dómi,“ sagði Snorri, „er þetta mesta framfaramál í slysavömum á sjó sem ég hefi kynnst og hefi þó vel fylgst með undanfarin ár. Ég tel þetta byltingu í slysavamamálum og veit að þess- ir búningar eiga eftir að varðveita mörg mannslíf og eins að bjarga mörgum úr sjávarháska. Þetta er gott framtak enda sýndu viðbrögðin það, sem ég tel alveg einstök." Fylgst með stöðunni. Morgunblaðið/Ingimar Djúpivogur: Símaskák í Grunnskólanum Djúpavogi. SÍMASKÁK stendur yfir á milli leikin er með þessum hætti. Fyrri Grunnskóla Djúpavogs og skákin var háð fyrir jól og vann Grunhskóla Stöðvarfjarðar og Grannskóli Stöðvarfjarðar þá skák. hafa nú verið leiknir 22 leikir. Þetta er önnur skákin í vetur sem - Ingimar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.