Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 58

Morgunblaðið - 21.02.1987, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 „Glcymöu eJ<ki ac5 -fara. út meb rusLi$. " Ást er... ... að finna að fátt er svo með öllu illt að eigi boði nokkuð gott TM Rag. U.S. Pat OH.-tf rigMs reservod 01966 Los Angales Times Syndicate Hér virðist mikill raki vera? HÖGNI HREKKVÍSI //NÚ GBTOM VIE> LEIKID, KONUNGUfí H/EOANNA/" Útreikningar og spár um salt- austur byggðar á röngum grunni í dálkum „Velvakanda" í Morg- unblaðinu 12. feb. sl. birtist grein undir fyrirsögninni „Saltaustur á götur Reykjavíkur". Þar sem greinarhöfundur byggir sína útreikninga og spár um salt- dreifíngu á götumar á röngum grunni, skal eftirfarandi upplýst. Kostnaður við vetrarviðhaldið allt sl. ár var um 30 millj. króna, en ekki frá miðjum okt. til ára- móta. Saltnotkun frá miðjum okt. til áramóta var 2.800 tonn, ekki eingöngu fyrir Reykjavík, heldur líka fyrir Vegagerð ríkisins. Skv. dagbókum vaktstjóra var mesta saltnotkun þann 5.11. Famar voru 3 umferðir sem gerðu 123 tonn eða 16,4 gr/m2, hitastigið kl. 07:00 var 0°C. Þann 17.12. voru famar 2 og */2 umferð sem gerði 96 tonn eða 15,4 gr/m2 hitastig kl. 07:00 var + 2°C. Meðaltal í okt. 1986 var 25,5 tonn í umferð, gerir um 10 gr/m2. Meðaltal í nóv. 1986 var 31,5 tonn í umferð, gerir um 12,6 gr/m2 Meðaltal í des. 1986 var 35,0 tonn í umferð, gerir um 14 gr/m2 Kæri Velvakandi. Viltu vera svo góður að koma því á framfæri, að Anna Snorra- dóttir, sem mér er sagt að hafí komið fram í símatíma í útvarpinu (ég heyrði það ekki sjálf) ekki alls fyrir löngu og haft mjög ákveðnar skoðanir, sé ekki ég heldur nafna mín, sem ég þekki ekki og veit ekkert hver er. Ég hefi fengið nokkrar upphringingar vegna þessa og ýmsir hafa sent mér tóninn á fömum vegi, en ég á ekkert skylt við þessa konu nema nafnið. Ég hefí stundum verið nefnd útvarps- kona vegna starfs mín fyrir útvarp- Bannað er að salta í 5-7 stiga frosti. í undantekningartilfellum hafa stoppistöðvar SVR verið saltaðar við það hitastig vegna eindreginna tilmæla frá vagnstjómm SVR. Reykjavík, 13.02. 87. Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri. ið um langt árabil, einnig vann ég í mörg ár við blaðamennsku en vinn nú við útgáfufyrirtækið Sólarfílm, sem við hjónin, Birgir Þórhallsson og undirrituð, rekum og eigum. Ég mun vegna þessa máls héðan í frá skrifa undir fullu nafni: Anna Sig- rún Snorradóttir eða Anna S. Snorradóttir, í þeirri von að mér verði ekki ruglað saman við aðrar konur sem bera sama nafn, en held- ur þykir mér ósennilegt að margar Önnur Snorradætur séu til sem heita líka Sigrún. Þakka þér fyrir. Anna Sigrún Snorradóttir Vamir gegn slys- um í umferðinni Fagna ber því að frumvarp til umferðarlaga hefur nú verið sam- þykkt í efri deild Alþingis, en forsætisráðherra hefur sagt að stefnt sé að afgreiðslu þess í neðri deild fyrir þingslit. í þessu frumvarpi, sem lengi hefur verið unnið að, eru mörg ákvæði sem stefna að auknu öryggi í umferð- inni, meðal annars ótvíræð skyldu- notkun bílbelta, Ijósatími allan sólarhringinn í átta mánuði og auk- inn réttur gangandi vegfarenda. Sérstaklega ber að þakka fyrir til- lögur Salome Þorkelsdóttur og fleiri um rannsóknarnefnd umferðarslysa og um samræmda slysaskráningu. Þetta eru brýn mál sem allt of lengi hafa verið látin sitja á hakanum. Loks langar mig að taka undir orð Salome við umræðurnar í efri deild að það skiptir mjög miklu máli að kynna efni frumvarpsins rækilega þegar það verður orðið að lögum. Þannig getum við fækkað slysum í umferðinni. 5263-7139 Ekkert skylt nema nafnið Víkverji skrifar Skrafbróðir Víkverja, sem þurfti að láta gera við lítilræði heima hjá sér, er ennþá að furða sig á reikningnum sem honum var gert að borga. Hann segir að nú virðist kominn nýr liður á svona reikninga, sem hann hafí aldrei séð áður, en viðurkennir að vísu að það sé orðið nokkuð langt um liðið síðan hann hafi síðast þurft á svona þjónustu að halda. Hann segist kannast við þennan sígilda lið á reikningum af þessu tagi sem heitir því virðulega nafni „tækjaleiga“ og virðist alveg jafn sjálfsagður hvort sem viðgerðar- maðurinn mætir með skrúfjám, sleggju eða tíu tonna krana. Þá kemur merkisliðurinn „akstur" hon- um ekki á óvart heldur, og hann segist meira að segja vera búinn að sætta sig við þennan óviðjafnan- lega gjaldalið á reikningum bfla- verkstæðanna sem ber sæmdar- heitið „tvistur" og skikkar eiginlega viðskiptavininn til þess að greiða fyrir það beinharða peninga að við- gerðarmaðurinn skuli þurfa að þurrka sér á lúkunum annað slagið meðan á verkinu stendur. Viðmæl- andi Víkvetja segist satt best að segja alveg eins eiga von á því að verkstæðin byrji einhvem góðan veðurdag að mkka menn undir liðn- um „vasaklútar", afþví að bifvéla- virkjar þurfí jú vitanlega að snýta sér eins og aðrir menn — og hví þá ekki að láta viðskiptavininn blæða fyrir það líka? Aftur á móti er maðurinn sem fyrr segir alls ekki sáttur við þennan nýja lið sem hann þykist hafa fundið á reikningnum sem hér er til umræðu. Hann upplýsir dapur- lega að nú sé hann rukkaður fyrir „verkstjóm", eins og liðurinn heitir, til viðbótar við tælq'aleiguna og aksturinn og hvað þær nú heita allar hinar skemmtilegu sporslum- ar. Manninum fínnst sem nú sé skör- in farin að færast upp í bekkinn. Hann segist ekki skilja hvemig sé hægt með sanngimi að krefja hann um peninga fyrir verkstjóm þegar hann hafi einungis fengið þennan eina mann heim til sín og hvorki séð tangur né tetur af neinum ekki- sen verkstjóra í þessa tvo tíma sem maðurinn stóð við. Heimildarmaður Víkveija segist samt vilja taka fram að þetta hafí verið mesti sómamaður, röskur og lipur og vandvirkur. Ekkert útá hann að setja, segir húsráðandi, nema síður væri. En þessi fjarstýr- ing á viðgerðarmanninum, sem síðan er bókuð sem „verkstjóm" á reikningnum — það er nokkuð sem títtnefndur heimildarmaður þessara dálka á skrambi erfítt með að átta sig á. XXX Iframhaldi af því sem hér var sagt á miðvikudaginn var um orðskrípið „privatisering" í frétt hér í blaðinu, er ekki úr vegi að minna á að það geta svo sem fleiri en við syndaselimir hér á Mogga og við- mælandi okkar í þessu tilviki seilst til svona hámenntaðra og heims- borgaralegra orða ef svo ber undir. Þannig var Víkveiji í mesta mein- leysi að hlusta á sjónvarpsfréttir dag einn í farmannaverkfallinu þeg- ar einn af talsmönnum verkfalls- manna sagði okkur harla hróðugur að ef þess gerðist þörf mundu félag- amir erlendis áreiðanlega ekki telja eftir sér að sýna íslenskum starfs- bræðrum sínum „solidaritet“. Þá má ekki gleyma starfsbróður okkar á einu dagblaðanna sem um svipað leyti boðaði í tveggja dálka fyrirsögn á vænu letri: „Pönkaði pettið". Víkveiji játar fúslega að hann mátti lesa fréttina eins og hún lagði sig til þess að komast til botns í fyrirsögninni. Kom þá á daginn að „pett“ er heiti blaðamannsins á kjölturakka og að sá sem „pönkaði pettið" hafði lagt það á hunds- garminn eða pettgarminn öllu heldur að verða honum út um svip- aða hárgreiðslu og þykir víst ómissandi í heimi pönkarans. Þann- ig pönka menn pett. Én þetta er að visu ein aðferð til þess að fyrirbyggja að lesendur komist upp með það að láta sér nægja að stikla bara á fyrirsögnum léttvægari blaðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.