Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Biblíudagurinn á sunnudaginn HINN árlegi biblíudagur verður haldinn á sunnudaginn kemur 22. febrúar. Þann dag verður aðal- fundur Hins islenska bibliufélags haldinn í Seltjarnarneskirkju og hefst hann með guðsþjónustu í kirkjunni kl. 2. Auk þess verður dagsins minnst við messur í kirkjum landsins. Biskup íslands, sem er forseti biblíufélagsins, hefur sent prestum og söfnuðum bréf og farið þess á leit að biblíu- félagsins verði minnst við guðsþjónustur á sunnudaginn og þar verður tekið á móti samskot- um til styrktar félaginu. í bréfi sínu segir biskup m.a. að erindi biblíudagsins til þjóðarinnar sé hið sama frá ári til árs; Að vekja og glæða vitund um gildi Heilagrar ritningar fyrir trúar- og menningarlíf íslensku þjóðarinn- ar. Að veita leiðsögn og ráðleggja um notkun Biblíunnar. Að vekja athygli á starfi Hins íslenska biblíufélags, sem hefur þann eina tilgang „að vinna að út- gáfu, útbréiðslu og notkun heila- grar ritningar meðal landsmanna." Biblíufélagið, sem er talið elsta félag landsmanna, var stofnað árið 1815 og hefur unnið að því síðan að koma út Biblíunni í aðgengilegu formi svo sem flestir eigi kost á að lesa guðs orðs og njóta þess. Þau verkefni, sem nú eru einna helst á dagskrá félagsins, eru ný útgáfa og endurþýðing hinna svo- kölluðu Apokryfubóka Gamla testamentisins sem nú eru ófáan- legar. Þær voru í íslensku biblíunni allt til ársins 1859. Það er fyrir- hugað að Apokryfu-bækumar verði bæði fáanlegar í Biblíunni og í sér- útgáfu. Einnig er hafin umræða um nýja útgáfu Biblíunnar og þýðingu í framhaldi af þeirri endurskoðun sem gerð var með útgáfu Biblíunn- ar árið 1981. Hinn íslenski texti Biblíunnar er að meginstofni til frá árunum 1841 og 1912. Það hefur verið rætt um að hin nýja útgáfa Biblíunnar verði um árið 2000 í til- efni af 1000 ára afmæli kristnitök- unnar. Það er geysilega mikið starf sem er fyrir höndum ef það á að takast og þarf því biblíufélagið á stuðningi alþjóðar að halda til þess verks og annarra aðkallandi verk- efna. Hið íslenska biblíufélag er aðili að sameinu biblíufélögunum sem vinna m.a. að því að útbreiða ritn- inguna í þriðja heiminum en þar er tilfínnanlegur skortur á Biblíum. Veitir biblíufélagið árlega umtals- verða peningaupphæð til þess verkefnis. Biblían eða einhveijir hlutar hennar hafa nú verið þýdd á um 1800 tungumál. Aðsetur Hins íslenska biblíufé- lags er í Guðbrandsstofu í Hall- grímskirkju í Reykjavík og eru þar til sölu ýmsar útgáfur Biblíunnar og sálmabókarinnar auk annarra bóka sem tengjast þessu efni. Framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags er Hermann Þorsteins- son en starfsmaður Ástráður Sigursteindórsson. (Fréttatilkynning) nonu Nýafskornir, fercj^ fegjj tólípanar. Eigin ræKiua Miöa qott úrval. Einnig urval a soennandi, framandi blómum. spe _ THvalið fyrir Konudag - Margar konur sem í áratugi hafa unnið sjálfstæðisstefnunni vel komu til að óska afmælisbarninu til hamingju. Hér ræða þær Vala Thoroddsen, Jakobina Matthiesen og Sigríður Sigurjónsdóttir við Sigrúnu Þorgilsdóttur utanríkisráðherrafrú. Aftar má sjá eina af yngri konunum í félaginu, Dagnýju Ellingsen. Gestafjöldi hyllti Hvöt á 50 ára afmælinu FJÖLDI gesta var á afmælis- fagnaði Sjálfstæðiskvennafé- lagsins Hvatar í Valhöll sl. fimmtudag ts! að óska félagiuu heilla á hálfrar aldar afmælinu og njóta kampavins og rausnar- legra veitinga félagskvenna. Bárust félaginu gjafír, blóm og skeyti víðs vegar að. M.a. afhendi Þórunn Gestsdóttir, formaður Sam- bands sjálfstæðiskvenna, félaginu áletraðan gullskjöld frá samtökun- um, Ásta Michaelsdóttir færði Hvöt forláta styttu frá Vorboðanum $ Hafnarfírði, Jónas Bjamason for- maður Landsmálafélagsins Varðar kom færandi hendi frá sínu félagi, með góða myndavél til að festa á Morgunblaðið/Ámi Sæberg Standandi frá vinstri Þórarinn Guðmundsson frá Sparisjóði Kópa- vogs og Jónas Reynisson frá Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sitjandi frá vinstri Magnús Ægir Magnússon frá Sparisjóði Keflavikur og frá Kaupþingi þeir Hallur Páll Jónsson, Sigurður Dagbjartsson, Birgir Sigurðsson og Pétur H. Blöndal. Samstarf Kaupþings hf. og sparisjóðanna: Nýir samningar tryggja öryggi í fasteignaviðskiptum KAUPÞING hf. og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Spari- sjóður Hafnarfjarðar, Sparisjóð- ur Kópavogs og Sparisjóður Keflavíkur hafa gert með sér samning sem tryggja á aukið öryggi í fasteignaviðskiptum. Boðið er upp á sérstakan greiðslutryggingareikning í sparisjóðunum, sem tryggja á seljanda fasteignar að hann geti staðið í skilum vegna eigin fjár- festinga ef kaupandi stendur ekki i skilum. Við gerð kaupsamnings geta selj- endur samið við sparisjóðina um ákveðna lánsupphæð með 26% vöxtum, sem lögð er inn á sér- stakan reikning og þannig tryggt að þeir geti staðið í skilum. Dráttar- vextir eru hins vegar 27%. Kostnað- ur við gerð samningsins er 0,2% af upphæðinni sem tryggja á. „Þá er boðið upp á þá nýjung að selj- andi fasteignar, sem stofnar greiðslutryggingareikning, getur lagt andvirði fasteignarinnar, ef hann þarf að geyma fé um tíma, inn á reikninginn með 19% vöxtum, í stað venjulegra 9% bankavaxta," sagði Birgir Sigurðsson hjá Kaup- þing hf. Pétur H. Blöndal forstjóri Kaup- þings hf., sagði að í fasteignavið- skiptum færu stórar upphæðir á milli manna og oft mynduðust svo- kallaðar keðjur kaupenda og selj- enda, sem ýmist væru að stækka við sig húsnæði eða minnka. Sú regla hefur tíðkast að við gerð kaupsamings séu 15 til 30 dagar hafðir á milli gjaldadaga og vilja seljendur með því tryggja að kaup- andinn standi í skilum áður en til gjalddaga seljanda kemur. Hann sagði að með þessu vildu seljendur koma í veg fyrir óþægindi, sem óneitanlega skapast ef greiðslur berast ekki á réttum gjalddaga. „Heiðarlegasta sómafólk getur lent í vandræðum um stundarsakir en með þessum nýja reikning tryggja sparisjóðirnir að seljendur geti stað- ið í skilum," sagði Pétur Blöndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.