Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 Borgardómur: Lögbann staðfest á breyting- um á lofti Kjarvalsstaða BORGARDÓMUR staðfesti í gœr lögfoann það, sem Hannes Kr. Daviðsson fékk lagt á breytingar á lofti Kjarvalsstaða. Loftið var að mati dómsins talið njóta verndar höfundarlaga. Á árinu 1982 komu fram í stjóm Kjarvalsstaða óskir um breytingar á loftum í sýningarsölum hússins og eftir að ítrekað hafði verið rejmt að fá arkitekt hússins, Hannes Kr. Davíðsson til að hanna ný loft eftir óskum myndlistarmanna, var farið að huga að öðrum hönnuðum. Á árinu 1984 var Steinþóri Sigurðs- syni listmálara og leiktjaldamálara falið að hanna ný loft í samvinnu við Rafhönnun h. f. og byggingar- deild borgarverkfræðings. Þann 16. október 1985 Iagði fóg- eti, að beiðni arkitektsins, lögbann við því að gerðar yrðu breytingar á lofti og lýsingu. 19. desember sama ár stefndi hann síðan borgar- stjóra fyrir hönd borgarsjóðs fyrir Bæjaþing Reykjavíkur til staðfest- ingar á lögbanninu, en borgarstjóri krafðist þess hins vegar að lög- bannið yrði úr gildi fellt. Dómendur töldu, að loft það, sem um deilt, væri það sérstætt, að stefnandi hlyti að njóta vemdar, sem höfundum verka á sviði bygg- ingarlista em tryggð í höfundarlög- um. „Vemd þessi nær þó einvörðungu til hins listræna forms loftsins, en ekki til lýsingar í sölun- um, sem stefnda telst heimilt að breyta, að því marki, að breyting- amar skerði ekki form og útlit loftanna." 1. mgr. 13. gr. höfundarlaganna er svohljóðandi: Nú nýtur mannvirki vemdar eftir reglunum um byggingarlist, og er eiganda þó allt að einu heimilt að breyta því án samþykkis höfundar, að því leyti sem það verður talið nauðsynlegt vegna afnota þess eða af tæknilegum ástæðum. í dóminum leggja dómarar mat á það hvort má sín meira tillitið til hagsmuna höfundarins annars veg- ar eða tillitið til eiganda mann- virkisins hins vegar. „Við mat þetta verður að taka tillit til höfundar- heiðurs stefnanda, en varðandi hagsmuni stefnda ber einkum að hafa flárhagsleg atriði í huga.“ Dómendur fallast á það með stefnanda í dómnum, að við hags- munamatið skipti máli að húsið er gagngert byggt sem opinber bygg- ing, sem sérstakar listrænar kröfur séu gerðar til og að byggingin sé sérstaklega ætluð til að vera opin almenningi til lífsnautnar. Um hagsmuni stefnda hins vegar , segin „Að öllu samanlögðu þykiir stefndi ekki hafa sýnt fram á, að breytingar þær, sem hann heftjr fyrirhugað á loftum sýningarsal- Ifepi. ..It-áZI "" r—;-Cj» Kx, ■••x±r-c-^^^p^ • 'imwmr** f Loftið í sýningarsal Kjarvalsstaða, sem deilt er um. anna á Kjarvalsstöðum, séu honum nauðsynlegar vegna afnota hússins eða af tæknilegum aðstæðum í þeim mæli að vegna þeirra beri að fóma höfundarhagsmunum stefnanda á þann hátt, sem í hinum fyrirhuguðu aðgerðum felst." Stefnandi hafði krafíst staðfest- ingar á lögbanni við breytingum á lofti og Iýsingu, en í dómnum er talið að höfundarréttur stefnanda pái ekki til lýsingarinnar sem slíkrar I og var því lögbannið aðeins stað- fest að því er loftbreytingamar varðaði. ' Borgarsjóður var dæmdur til greiðslu málskostnaðar, 175. 000 króna. \ Málið dæmdu Steingrímur Gaut- ur Kristjánsson borgardómari, Allan V. Magnússon héraðsdómari og Kristinn Daníelsson ljósameist- ari. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRUT 6 hádegi í gær: Yfir Bretlandseyjum er 1027 millibara hæð' og önnur álíka yfir norðaustur-Grænlandi, en 1006 millibara lægð milli Islands og Noregs, og fró henni lægðardrag vestur yfir sunnan- vert ísland. SPÁ: í dag verður austan kaldi nyrst á landinu en fremur hæg suðlæg átt víðast annars staðar. Á suður- og vesturlandinu verður dólítil rigning, en snjókoma eða slydda á stöku stað norðanlands og á Vestfjörðum. Sunnan- og suðaustanlands verður 2 til 4 stiga h'rti, en við frostmark norðan- og vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Suðaustlæg eða breytileg átt um mestan hluta landsins, en líklega norðaustanótt við norður- ströndina. Úrkomulrtið norðaustanlands, dálrtil rígning eða súld á I suður- og vesturlandi en él á Vestfjörðum. Hiti um frostmark nyrst : á landinu, en 2ja stiga hiti víðast annars staðar. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10° Hitastig: j 10 gráður á Celsíus HeiðsWft ▼ stefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. • V # V Skúrir Él •CÍ / / / / / / / Rigning 1 Þoka HáKskýjað / / / * / * 5 5 ? Þokumóða Súld j ^j^Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur 4 Skafrenningur J|||^ Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður ív . - * VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 f gær að ísl. tíma hiti voður anjókoma Akureyri 1 Reykjavfk 3 alydda Bergen 2 súld Heltinki -2 hálfakýjað JanMayen -23 þokafgr. Kaupmannah. vantar Narssaraauaq 5 aandfok Nuuk -2 Mttakýjað Oaló -3 akýjað Stokkhólmur -1 akýjað Þórshðfn 8 alakýjaö Algarve 10 alakýjað Amaterdam -1 alskýjað j Aþena vantar Barcetona vantar Beriín -2 skafrenn. Chicago -7 helðskfrt GUaagow 8 úricfgr. Feneyjar 9 alskýjað Frankfurt 1 enjókoma Hamborg -1 helðakfrt LasPalmas vantar London vantar LoaAngelea 14 léttskýjað Luxamborg vantar Madrid vantar Malaga vantar Mallorca vsntar Mlaml 23 alakýjað Montreal -1« haiAtkírt NewYork -3 heiðakfrt . Parfa -2 anjókoma Róm 7 rtgnlng | Vfn 6 rigning Waahlngton -3 miatur 1 unn-|r.« nmmpmg -7 akýjað Páskamir þrengja kærufrest vegna kjörskrár ef kosið verður 25. apríl: Breyta verður frestum í sam- ræmi við kjördag - segir Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra EFASEMDIR eru um að hægt sé að framfylgja þeim timasetning- um sem kosningalög gera ráð fyrir, ef kjördagur verður ákveð- inn 25. aprU. Davið Oddsson borgarstjóri Reykjavíkur benti á það á borgarstjómarfnn^; ‘ íunmtudaginn að sveitarsljórair þyrftu ef til vill að úrskurða um kærur vegna kjörskrár á skírdag eða föstudaginn langa, og Hall- dór Ásgrimsson sjávarútvegsráð- herra, sem nú gegnir störfum forstætisráðherra vegna fjar- veru Steingríms Hermannssonar, segir að breyta verði frestum í samræmi við kjördaginn. Ný kosningalög eru nú á loka- stigi á Alþingi, og samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að kjördagur verði annar laugardagur i maí. Bráða- birgðaákvæði gerir síðan ráð fyrir að kjördagur í ár verði 25. apríl og hafa allir flokkar á Alþingi sam- þykkt þann dag. Samkvæmt kosningalögunum er gert ráð fyrir að kjörskrá liggi frammi tveimur mánuðum fyrir kjördag, sem væri 25. febrúar, og fjórtán dögum áður skuli auglýsa hvar það sé gert í hverri kjördeild. Það hefði samkvæmt þessu átt að gerast 10. febrúar, en einnig er ákvæði um að 3ja daga frestur nægi innan kaupstaða ef auglýst sé í blöðum, og eins er dómsmála- ráðherra heimilt að fella þennan frest niður eða stytta hann. Sveitarsijómir eiga að ganga frá kjörskránni en Hagstofa íslands gerir kjörskrárstofna samkvæmt þjóðskrá miðaðri við 1. desember siðastliðinn. Að sögn Hallgríms Snorrasonar hagstofusijóra er búið að ganga frá kjörskrárstofnum og senda þá til stærri sveitarfélag- anna, en verið er að senda stofnana til minni sveitarfélaga þessa stund- ina. Kosningalögin gera sfðan ráð fyrir að þegar tvær vikur eru til kjördags, það er 11. apríl í þessu tilfelli, skuli hver sá sem kæra vill að einhvem vanti á kjörskrá, eða sé ofaukið þar, hafa afhent oddvita hreppsnefndar eða borgar- og bæj- arstjóra kæruna. Hlutaðeigandi hreppstjóm eða bæjarstjóm skal ?k0ra UT urr. KóérUéfnÍn á opinbeiúm fundi sem haldinn sé eigi síðar en einni viku fyrir kjördag, það er að Segja fyrir 18. apríl, sem boðað er til með þriggja daga fyrirvara. Það sem setur strik í reikninginn er að 16. apríl er skírdagur og 17. apríl er föstudagurinn langi. í samtali við Morgunblaðið sagði Jón Thors deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu að ekkert væri því til fyrirstöðu, ef hafðar væru hraðar hendur, að gengið yrði frá kærum fyrr þessa viku, það er 15. apríl. Vafamál er samt talið að það takist í stærri sveitarfélógum og þá sér- staklega í Reykjavík. Samkvæmt kosningalögunum hefur dómsmálaráðherra heimild til að breyta frestum ef alþingiskosn- ingar eru fyrirskipaðar með svo stuttum fyrirvara að ekki sé unnt að láta kjörskrá liggja jafnlengi frammi og annars er gert ráð fyrir og stytta þannnig alla fresti hlut- fallslega eftir nánari fyrirmælum ráðherra í auglýsingu um kosning- ar. í samtali við Morgunblaðið töldu bæði Páll Pétursson formaður kosn- ingalaganefndar, og Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra að slíkt yrði gert nú, enda væru mörg fordæmi fyrir slfku. Þeir sögðu báð- ir að þessir annmarkar hefðu verið ljósir fyrirfram og því hefðu ffam- sóknarmenn viljað kjósa síðar, en um það náðist ekki samstaða (kosn- ingalaganefndinni. Hinsvegar kæmi ekki til greina úr þessu að breyta kjördegi þrátt fyrir þessa anm marka, „Það er búið að ákveða þennan lq'ördag og þá verður að gera ráðstafanir f samræmi við það,“ sagði Halldór Ásgrfmsson sjávarútvegsráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.