Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 21.02.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1987 63 Atli í Fram? ÞAÐ kemur í Ijós um helgina hvort það verður Fram eða Víkingur sem fœr Atla Hilmars- son, landsliðsmann í handknatt- leik, í sínar raðir. Hann er nú staddur hér á landi vegna land- sleikjanna við Júgóslava og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann mundi-^_ ákveða sig endanlega í dag eða morgun. „Ég hef þegar rætt við Fram en bíð eftir svari frá Vfking- um," sagði Atli og vildi ekki tjá sig frekar um málið. íþrótta- blaðið höfðar til ÞÍN! Fjölbreytt 09 glóðvolgt ÍÞROTTABLAÐ er komið á næsta blaðsölustað. Viðtal við Arnór Guð- johnsen sem stakk af með lögguna á hælunum. Viðtal við Þorberg Aðal- steinsson og íþróttamenn ársins. Hver er draumur Eðvarðs Þ. Eðvarðssonar? Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson • Guðmundur Guðmundsson átti stórleik í gærkvöldi og skoraði nfu mörk. Hann fókk oft óblfðar viðtökur f vörn Breiðabliks. Hér er hann í kröppum dansi á línunni við þá Aðalstein Jónsson og Kristján Halldórsson. Markaregn Valur sigraði KA 33:27 B-keppnin Tékkar unnu Vestur-Þjóðverja TÉKKAR unnu Vestur-Þjóðverja og Póllverjar sigruðu Rúmena f B-keppninni f handknattleik á ít- alíu f gærkvöldi. Riðlakeppninni lauk með átta leikjum f gær og verður sfðan keppt í milliriðlium. Það veraða aðeins tvær efstu þjóðirnar sem koma til með að öðlast sæti á Ólympfuleikunum f Seoul. Úrslit í gærkvöldi urðu þessi: A-rlAill: (talía—Finnland 19:19 Pólland—Rúmenla 27:21 B-riAill: Frakkland—Japan 24:22 Sovétríkin—Norogur 32:25 C-rlðlll: Búlgaría—Túnis 21:20 Danmörk—Sviss D-riðill: Bandaríkin—Brasilía Tékkóslóvakía—V-Þýskal. 15:15 22:13 24:23 Blak: Víkingur vann HK VÍKINGAR unnu HK með þremur hrinum gegn einni (14:16, 15:3, 15:14 og 15:8) í 1. deild karla í Blaki f gærkvöldi. HK kemst að öllum Ifkindum ekki í úrslita- keppninna. Guðmundur hetja Víkings - skoraði níu mörk og fiskaði þrjú vítaköst VÍKINGAR stigu mikilvægt skref f átt að íslandsmeistaratrtlinum er þeir unnu Breiðablik, 27:21, f Laugardalshöll f gærkvöldi. Vfkingar hafa nú hlotið 23 stig eftir 13 leiki og hafa fimm stiga forskot á næsta lið. „Þetta var góður leikur hjá okkur þegar á heildina er litið og mjög erfiður enda mikiö í húfi. Blikarnir sprungu í lokin. Við eru þó ekki búnir að bóka sigur í deildinni því það eru nokkrir leikir eftir og allt getur skeð enn," sagði Guðmund- ur Guðmundsson, fyrirliði og besti leikmaður Víkings, eftir leikinn. Guðmundur fór á kostum í leikn- um og skoraði níu mörk og fiskaði þrjú vítaköst. Undir lokin skoraði hann fimm skemmtileg mörk, not- aði snúning og plataði varnarmenn og markvörð Breiðabliks hvað eftir annað með hraða sínum. Kristján Sigmundsson var einnig góður, varði mjög vel í fyrri hálfleik, alls 9 skot, þar af tvö vítaköst. Hann bætti svo um betur í seinni hálf- leik er hann varði vítakast frá Leikurinn í tölum Laugardalshöll 20. febróar 1987,1. deild. VJkingur—UBK 27:21 (14:9) 0:2, 1:3, 3:3, 3:5, 5:5, 6:6, 8:8, 9:9, 14:9, 14:10, 15:10, 15:13, 17:14, 17:17, 19:17, 19:18, 24:18, 25:20, 27:21 MÖRK VÍKINGS: Guðmundur Guð- mundsson 9, Karl Þráinsson 6/4, Árni Friðleifsson 5, Bjarki Sigurösson 4 og Hilmar Sigurgíslason, Siguröur Ragn- arsson og Siggair Magússon eitt mark hver. MÖRK UBK: Aðalsteinn Jónsson 5, Jón Þórir Jónsson 4, Svavar Magnús- son 4/1, Björn Jónsson 3, Kristján Halldórsson 2, Þórður Daviðsson, Sig- þór Jóhannesson og Magnús Magn- ússon eitt mark hver. þremur mörkum það sem eftir var leiksins. Reynsla leikmanna Víkings var einnig þung á metun- um. Bræðurnir, Aðalsteinn og Björn ásamt Jóni Þóri voru bestu leik- menn Breiðabliks. Liðið lék vel nær allan fyrri hálfleikinn og fram í miðj- an seinni hálfleik, en þá sprungu leikmenn enda mikill hraöl og spenna í leiknum. Vjao Sigþóri er staðan var 19:18 og 8 mínútur til leiksloka. Eftir að Kristján hafði varið víta- kastið var eins og allur vindur væri úr Blikum og þeir hreinlega gáfust upp og réðu ekki við hraða Víkinga sem skoruöu 11 á móti Valsmenn höföu betur f skot- keppni viö KA er liðin mættust f 1. deild karla f gærkvöldi. Leikur- inn var mjög sveiflukenndur en í lokin skildu sex mörk liðin aö. í leikslok voru mörkin orðin sextfu, 33 hjá Val og 27 hjá KA. Norðanmenn voru fljótari í gang en eftir slakan leikkafla þeirra þar sem Valsmenn skoruðu níu mörk gegn aðeins þremur mörkum ges- tanna höfðu Valsmenn KA-menn þægilega langt fyrir aftan sig fram að leikhléi. Jón Kristjánsson og Pétur Bjarnason voru báðir iðnir við að finna gloppur í götóttri vörn Vals í byrjun síðari hálfleiksins og tvívegis náði KA að minnka muninn niður í eitt mark. Er tíu mínútur voru til leiksloka fundu Valsmenn lekann í vörninni. Þeir skoruðu þá fimm mörk í röð og breyttu stöð- unni úr 24:23 í 29:23. Eftir þann kafla var Ijóst að Valssigri yrði ekki ógnaö. Jakob Sigurðsson var mjög sterkur lokakaflann og afrekaði það að skora fimm marka sinna á síðustu tíu mínútum leiksins. Vald- imar Grimsson, hinn hornamaður Vals, átti góða kafla í fyrri hálfleik. Jón Kristjánsson var besti leik- maður KA, gífurlega útsjónarsam- Stadan Vfkingur 13 11 1 1 312-266 23 Breiðablik 13 8 2 3 308-284 18 FH 12 8 1 3 300-269 17 Valur 13 7 2 4 326-293 16 Stjarnan 12 5 2 6 306-285 12 KA 13 5 2 6 300-310 12 Fram 12 6 0 7 283-279 10 KR 12 4 1 7 237-263 9 Haukar 12 2 2 8 252-292 6 Ármann 12 0 1 11 235-304 1 ur leikmaður sem oft tókst að rugla- varnar- og markmenn Vals í ríminu. Þá var Pétur Bjarnason mjög at- kvæðamikill í síðari hálfleik. Liðið lék oft skemmtilegan sóknarleik en þess á milli datt leikur liðsins niður. Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson dæmdu þokka- lega. FE Leikurinn ítölum Laugardalshöll 20. febrúar 1987. 1 „deild karla í handbolta: VALUR-KA 33:27 (18:13) 3:5,12:8,18:13,21:20,24:23,29:23,33:27. MÖRK VALS: Jakob Sigurösson 8, Þor- björn Guömundsson og Júlíus Jónasson 5, Stefán Halldórsson 5/1, Valdimar Grímsson og Theodór Guðfinnsson 4, Geir Sveinsson 2. MÖRK KA: Jón Kristjánsson 7, Pótur Bjarnason 6, Guömundur Guðmundsson 5, Axel Björnsson 4, Eggert Tryggvason 3/3, Friöjón Jónsson 2. HM íOberstdorf: Parma sigraði JIRI Parma frá Tókkóslóvakíu sigraði f stökki af 70 metra palli á heimsmeitaramótinu í norræn- um greinum f Oberstdorf í gær. Hann stökk 89,5 metra og 87 metra og bar sigurorð af Finnanm fljúgandi, Matti Nykaenen, sem varð annar. Vegard Opaas frá Noregi varö þriöji. Sænska stúlkan, Marie Helene Westin, sigraði í 20 km göngu kvenna. Anifssa Reztsova og Lar- issa Ptitsyna frá Sovótríkjunum uröu í öðru og þriöja sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.